Alþýðublaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. september 1992 3 Þjóðaratkvœði í Frakklandi Kosið um framtíð Evrópu Það er algert nýmæli að eriendir stjórnmálaleiðtogar blandi sér í kosningar í öðrum löndum líkt og Kohl hefur nú gert með því að rétta Mitterand hjálparhönd við að fá Maastricht samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í Frakklandi. Um helgina ganga Frakkar til þjóð- aratkvæðagreiðslu um hvort þeir vilja samþykkja Maastricht-samkomulagið eða hafna því. Sjaldan eða aldrei hefur jafn mikil eftirvænting verið varðandi eina þjóðaratkvæðagreiðslu enda em úrslit hennar talin skipta sköpum um þróun mála innan EB og reyndar í allri Evrópu. Maastricht gengur út á að ríki EB taki upp nánara stjórnmálalegt samband innbyrðis en hingað til hefur EB fyrst og fremst verið efnahags- bandalag. Þótt Sviss sé ekki aðili að EB hefur það lýst viija sínum að sækja um aðild auk þess sem þjóðaratkvæða- greiðsla fer fram í desember í Sviss um aðild þeirra að EES. Til umhugsunar um þessi mál birtum við hér grein frá Sviss í lausiegri þýðingu en hana hefur ritað ian Tickel. Hann kernur mjög inn á þjóðaratkvæðagreiðslu Frakka og hugsanlega þróun Evrópuntála í næstu framtíð. „Þegar Danir felldu Maastricht-sam- komulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar urðu margir mjög áhyggjufullir út um alla Evrópu. Niðurstaðan olli bæði geðshræringu og undrun sem leiddi m.a. til þess að stjómmálaleið- togar gáfu út yfirlýsingar og tóku ákvarðanir seni þeir kunna að iðrast síðar. Ekki brugðust þó allir eins við og sýndist sitt hverjum um ágæti þjóðarat- kvæðagreiðslu um mál eins og Maast- richt. Þannig urðu viðbrögð Frakka og Breta gjörólík við niðurstöðunni. Mitterand Frakklandsforseti komst að þeirri niðurstöðu að úr því að Danir fengu að greiða atkvæði um samkomu- lagið, þá skyldu Frakkar fá að gera það líka. Breski forsætisráðherrann þvertók hins vegar fyrir að leyfa þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið og hélt því fram að slík atkvæðagreiðsla væri ekki lýðræðisleg. Lögbundið þjóðaratkvæði í Sviss í Sviss horfir málið hins vegar öðru vísi við. Þar er þjóðaratkvæðagreiðsla hluti af stjómskipulaginu. Þar sem þeir höfðu sótt um aðild að EB aðeins tveimur vikum áður en Danir sögðu nei við Maastricht, eftir margra mánaða umhugsun, var máiið sérstaklega við- kvæmt fyrir þá. Þeir hyggja á þjóðarat- kvæðagreiðslu um hvort þeir taki þátt í Evrópska efnahagssvæðinu þann 6. desember. Vegna Maastricht-samkomulagsins hefur 1992 verði mjög mikilvægt ár í málefnum Evrópu allrar og þá Sviss einnig. Fyrir Svisslendinga er hér um að ræða tvær grundvallarspumingar sem þeir þurfa að leita svara við. Ann- ars vegar um gildi þjóðaratkvæða- greiðslu í lýðræðislegri ákvarðanatöku og hins vegar hvaða hlutverki það þjóni að lítið land eins og Sviss gerist þátttakandi í Evrópubandalaginu. í Sviss skal haldin þjóðaratkvæða- greiðsla um ákveðin mál þegar ákveðin skilyrði eru til staðar. í Bretlandi og Frakklandi er slík atkvæðagreiðsla hins vegar háð ákvörðun viðkomandi ríkis- stjóma. Þ.e. þær em tilbúnar að leggja mál undir þjóðaratkvæði þegar þær þykjast vissar um að niðurstaðan sé verður eins og þær vilja. Þetta virðist sannarlega hafa ráðið úrslitum urn af- stöðu franska forsetans annars vegar og breska forsætisráðherrans hins vegar. John Major var þannig vel kunnugt um eðlislæga þjóðemisvitund bresks al- mennings. Skoðanakannanir sýndu að Bretar kynnu að hafna samkomulaginu svo áhættan var ekki þess virði að taka hana. Ihaldsmenn höfðu nýverið unnið óvæntan sigur í þingkosningum og það var engin ástæða til að ýfa upp öldurót með nýjum ónauðsynlegum kosninga- slag. Mitterrand reynir að bjarga sér I Frakklandi horfðu málin öðru vfsi við en rökin að baki svipuð og á pólit- ískum grunni. Komið eru undir lok kjörtímabils Mitterrands og nýtur hann lítilla vinsælda. Það stendur því upp á hann og jafiiaðarmannaflokkinn hans að snúa dæminu við meðan hann er enn við völd. Búist var við að Maastricht- samkomulagið yrði ömgglega sam- þykkt sem árangursrík framkvæmd á vegum stjómar jafnaðarmanna. Menn gerðu sér vonir um að það gæti orðið byrjunin á nýrri sókn jafnaðannanna sem leiddi til sigurs í þingkosningum sem em á dagskrá næsta vor. Þjóðaratkvæðagreiðslan var þannig hugsuð sem tæki í hinni pólitísku bar- áttu ríkisstjómarinnar, í þágu fólksins. Þegar greitt hefur verið atkvæði er gjaman spurt hvers vegna menn greiddu atkvæði eins og þeir gerðu - en burt séð frá niðurstöðunni þá eru það úrslitin sem gilda. En fólkið - eða meintir fulltrúar þess - iáta einnig í ljós skoðanir sfnar í skoðanakönnunum. Þegar Mitterrand Frakklandsforseti til- kynnti um þjóðaratkvæðagreiðsluna vom litlar líkur taldar á því að Frakkar höfnuðu Maastricht. En þegar skoð- anakannanir fóru að benda til að það væri alls ekki öruggt fór skelfing að grípa um sig, ekki bara í Frakklandi heldur urn allt Evrópubandalagið. Skyndilega var staðan orðin breytt og alls ekki útséð um að andstæðingar Maastricht yrðu ofan á. I aðra röndina var höfnun útlistuð sem þjóðar- eða meginlandsógæfa, en í hina var reynt að gera lítið úr Maastricht-samkomu- laginu til að reyna að koma þvf inn hjá kjósendum að afleiðingamar yrðu mun minni en áður hafði verði haldið fram. Áhrif skoðanakannana á stjórn- mál Þetta er klassískt dæmi um hvemig skoðanakannanir geta haft afgerandi pólitísk áhrif. Þegar fyrsta skoðana- könnunin var gerð fyrir um það bil hálfri öld reyndist niðurstaðan furðu nærri niðurstöðunni. Bjuggust menn jafnvel við að þegar fram liðu stundir yrðu skoðanakannanir það nákvæmar að óþarft yrði að efna til kosninga. Hið gagnstæða hefur hins vegar skeð. Eftir því sem nákvæmni jókst, byrjaði fólk að segja rangt til í skoð- anakönnunum. Það hafði engar skyldur um að segja þeim satt sem spurðu spuminganna. Kosning var hins vegar leynileg og enginn er lil frásagnar hvað gerist þar. Það að greiða atkvæði krefst þess að menn taki einlæga afstöðu sem ekki er krafist í skoðanakönnunum. Afskipti erlendra stjórnmála- manna Franska þjóðaratkvæðisbaráttan er þegar - fyrir kosningamar - sigur fyrir pólitískar skoðanakannanir. Og í fyrsta skipti hefur það haft áhrif á gang mála um meira og minna allt meginlandið. Evrópuleiðtogar og aðrir stjómmála- leiðtogar sem ekki eru franskir em dregnir fram til að segja sitt álit og taka þannig þátt f kosningabaráttunni sent snýr þó ekki beint að þeim. Það er í íyrsta skipti sem slíkt gerist í Evrópu því hingað til hafa stjómmálamenn forðast að taka þátt í eða koma nálægt kosningabaráttu í öðmm löndum. Það á eftir að koma í ljós hvort afskipti þeirra - sem nær eingöngu em í þágu sam- þykktar Maastricht - þjóni markmiði sínu. Þessi afskipti eiga sér augljóslega stað vegna þess að úrslitin í atkvæða- greiðslu Frakka munu hafa mikil póli- tísk áhrif í öðmm löndum Evrópu. Breski forsætisráðherrann hefur látið hafa eftir sér að Maastricht-samkomu- lagið sé dautt, felli Frakkar það, og hætt verði við að leita staðfestingar þingsins á því, fari svo. Ut frá raunsæissjónarmiði er þetta eflaust réttlætanlegt. En það er óviður- kvæmilegt að láta það svona augljós- lega uppi. Það er móðgun við breskan almenning og almenning lítilla Evr- ópulanda, bæði þeirra sem eru innan EB og þeirra sem sótt hafa um aðild eins og Sviss. Móðgun við breskan almenning og smáríki Það er móðgun við breskan almenn- ing, því fyrst er þeim ekki leyft að kjósa um samkomulagið og síðan er þeim sagt að framtíð þeirra sé undir því komin hvað franskir kjósendur gera. Arangurinn verður eflaust annar hring- leikur í stjómmálum kannananna, sem sennilega mun miða að þvf að koma i veg fyrir samþykki breska þingsins, en sfðustu skoðanakannanir í Bretlandi benda til að um 2/3 kjósenda vilji þjóð- aratkvæði og öllu fleiri myndu segja nei fái þeir tækifæri til þess. Það er móðgun við lítil Evrópuríki vegna þess ósanngjama samanburðar sem gerður er á höfnun Dana, sem er sópað undir teppið, meðan hugsanleg höfnun Frakka er talin valda stórkost- legum straumhvörfum. Kjósendur í litlum löndum munu fylgjast grannt með þessu og það getur vel haft áhrif á það hvemig kjósendur í Sviss verji at- kvæði sínu í kosningunum um EES þann 6. desember. Það kann að þykja nokkuð sérkenni- legt að skrifa ntikið unt þjóðarat- kvæðagreiðslu sem ekki hefur enn ver- ið haldin. En þetta kann að verða í fyrs- ta skipti þar sem baráttan skiptir meira ntáli en úrslitin. Það verðurekki heims- endir fari svo að Frakkar segi nei, EB hættir ekki að vera til - það verður ein- faldlega nauðsynlegt fyrir hóp manna að yfirgefa þröngsýnar skoðanir sínar og byrja að hugsa upp á nýtt. En það er þverstæða að jafnvel þótt svo að Frakkar segi já, þarf slíkt eigi að síður að eiga sér stað. Það mun koma á daginn að nýr hugsanagangur hófst áð- ur en veröldin vissi hvað Frakkar segja. Sjöundi september kann að reynast mikilvægari í sögu EB en 20. septemb- er. Hinn 7. septenrber er dagurinn sem breski forsætisráðherrann - í krafti for- sætis innan EB síðari hluta ársins 1992 - hélt ræðu á ráðstefnu í London um „Evrópu og heiminn eftir 1992“, sem sagt er að hann hafi stritað meira yfir en nokkurri annarri á ferli sínum og sem hefur verið lýst sem byrjun á „gagn- sókn gegn miðstjómarvaldinu í Brus- sel“. Hún var greinilega undir áhrifum af skoðanakönnunum í Frakklandi þar sem fram kom að hugsanlega segðu Frakkar nei - möguleiki sem kald- hæðnislega, virtist lfklegri þegar hann skrifaði ræðuna en þegar hann hélt hana, enda geta hviklyndar skoðana- kannanir verið jafn hættulegar og þver- girðingsháttur þeirra. Major svarar þjóðerniskennd I þessari ræðu sagði Major ýmsa hluti sem óhugsandi væri að henn hefði sagt mánuði áður, þegar jáyrði Frakka virtist vera í ömggri höfn. T.d: „Þáð em rótgrónar eðlishvatir hér (í Bret- landi) samofnar þjóðarsálinni: þeim verður ekki sópað í burtu með skrúð- mælgi um vöxt né með slagorðum um einingu. EB verður að sýna að þessi ótti er hugarburður. Til að gera svo verður það að viðurkenna og byggja á þjóðlegri meðvitund og þjóðlegu stolti.“. Major kom einnig inn á vandamál hinna smærri landa og gerði sig þá sek- an um mótsagnir. Hann gat ekki skýrt hvers vegna hugsanleg höfnun Frakka á Maastricht hefur svo mikil áhrif ef samkomulagið hafi í reynd þegar verið fellt með höfnun Dana. „Án samþykk- is allra tólf aðildarlandanna getur Ma- astricht-samkomulagið ekki tekið gildi“ var fylgt eftir með að segja „ef Danntörk og Frakkland segja bæði nei verðum við að hugsa málið upp á nýtf En breski forsætisráðherrann virtist samt sem áður ólmur fullvissa litlu löndin nú utan EB. Hann gerði það nteð að þynna út grundvallarsjónarmið sameiningar Evrópu. Hann sagði að Bretar hefðu verið ásakaðir um að vilja ekkert meira en fríverslunarsvæði í Evrópu. Og til mikillar furðu neitaði hann því ekki heldur reyndi að réltlæta það: með þvf að segja að það væri aðalatriðið í sameiningu Evrópu, sem hefði fengið Svía, Finna, Svisslendinga, Austurrík- ismenn og Austur- Evrópulönd til að sækjast eftir inngöngu. En Major er áreiðanlega að gera Evrópu greiða með því að halda þess- um sjónanniðum á lofti með sínurn milda hætti. Ekki mun þetta fráhvarf frá Maastricht aðeins gera umsóknar- ríkjunum sem hann nefndi auðveldara að sækjum um aðild til lengri tíma litið, heldur kemur hann einnig inn á stærstu vandamál Evrópu f dag, sem getur hæglega orðið mjög mikilvægt f aug- um okkar allra: hvar eigi nákvæmlega að draga línuna, á þessu stigi málsins að minnsta kosti, milli miðsóknar- krafts, byggðum á efnahagslegum mál- efnum, sem færir okkur saman, og miðflóttakrafts, byggðu á tilfinninga- legum málefnum, sem færir okkur í sundur.“ Bæjarmálaráð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Fyrsti fundur vetrarins í Bæjarmálaráöi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði verður haldinn næstkomandi mánudag í Al- þýðuhúsinu við Strandgötu. Fundurinn hefst kl. 20:30. Dagskrá: 1. Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi kynnir fyrirhugaða starfsemi vetrarins 2. Heimsókn vinarbæjarkrata frá Cuxhaven 3. Önnur mál Allir þeir sem sitja í stjórnum, nefndum og ráðum á veg- um Alþýðuflokksins í Hafnarfirði eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Jafnframt er allt Alþýðuflokksfólk velkomið að sækja fundi bæjarmálaráðs og taka þátt í stefnumótun og starfi flokksins. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytiö Auglýsing Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið auglýsir eftir starfsmanni til að annast skjalavörslu. Æskilegt að viðkomandi hafi menntun og reynslu á þessu sviði. Ætlunin er að hefjast handa við tölvufærslu skjalasafns og því nauðsynlegt að umsækjendur hafi tölvukunnáttu. Launakjör í samræmi við kjarasamninga opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu, Laugavegi 116,150 Reykjavík eigi síðar en 10. október. Reykjavík, 15. september 1992. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.