Alþýðublaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 1. júlí 1992 MMBMIDID HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 110 Sjálfstæðisflokkurínn í Reykjavík há eff Markús Öm Antonsson hefur nú gegnt embætti borgarstjóra í Reykjavík í tvö ár. Hann var upphaflega sóttur upp í Efstaleiti eft- ir að útséð var um að nokkur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins gæti leyst Davíð Oddsson af hólmi. Allt logaði í illdeilum innan borgarstjómarflokksins og eldamir sem kviknuðu em ekki kuln- aðir. Vandræðagangurinn í kringum borgarstjóraskiptin skaðaði ímynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vemlega. Borgarstjóm- arflokkurinn hafði verið brúðuleikhús Davíðs Oddssonar: sam- hentur hópur sem aldrei gerði opinberan ágreining í sínum röð- um. Nú er öldin önnur. Markúsi Emi hefur ekki tekist að verða óskoraður foringi sjálfstæðismanna í Reykjavík. Borgarstjómar- flokkurinn er í sámm og upp á síðkastið hefur hvert klúðrið rek- ið annað. Skoðanakannanir gefa til kynna dvínandi fylgi og í haust má búast við pólitískri sláturtíð þegar efnt verður til próf- kjörs fyrir kosningamar á næsta ári. ✓ Olína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi Nýs vettvangs sakaði Mark- ús Öm um „alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart Reykvíkingum“ á borgarráðsfundi í fyrradag. Á fundinum kom fram að Reykjavík- urborg hefur greitt ýmsum aðilum úti í bæ milljónir króna vegna einkavæðingaráforma sjálfstæðismanna og undirbúnings þeirra að því að breyta SVR í hlutafélag. Milljónum var sóað til þess að undirbúa aðgerðir sem ekkert samráð var haft um við stjóm SVR, starfsmenn fyrirtækisins eða kjöma fulltrúa borgarbúa. Ólína Þorvarðardóttir komst svo að orði í bókun sinni að borgarstjóri hefði „gerst sekur um glöp í starfí, enda engin fordæmi fyrir því að fjármunir Reykvíkinga séu nýttir í pólitískt áróðursstarf stjómmálaflokka.“ Sjálfstæðismönnum hefur ekki tekist að sýna fram á hversvegna þarf að breyta rekstrarformi Strætisvagna Reykjavíkur. Skýrslur sem þeir hafa keypt á stórfé úti í bær em ekki haldbær rök gagn- vart starfsmönnum sem hafa fúlla ástæðu til að efast um heilindi sjálfstæðismanna í þessu máli. s A borgarráðsfundinum í fyrradag lagði Ólína Þorvarðardóttir einnig fram fyrirspum um hvort einkafyrirtæki hefði verið ráðið til þess að kynna tillögur sjálfstæðismanna gagnvart fjölmiðlum. Ef á daginn kemur að auglýsingastofa hefur verið ráðin til þess að koma á framfæri pólitískum áróðri sjálfstæðismanna er það eitt dæmið enn um bmðl og spillingu meirihlutans í Reykjavík. Þess er skemmst að minnast að nýlega gaf Markús Öm Antons- son út tilskipun til embættismanna í Reykjavík um að beina við- skiptum til Hótels Borgar. Þetta er hin fíjálsa samkeppni sjálf- stæðismanna í framkvæmd. Markús Öm Antonsson þarf í haust að beijast fyrir pólitísku lífi sínu í grimmilegu prófkjöri. Þeir borgarfulltrúar sem vom niður- lægðir fyrir tveimur ámm þegar þeim var hafnað í baráttunni um borgarstjórastólinn hyggja vitanlega á hefndir. Ámi Sigfússon, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Katrín Fjeldsted komu öll löskuð útúr þeim átökum. Þeim er lítið kappsmál að Markús hljóti góða kosningu. V ið þessar raunir sjálfstæðismanna í Reykjavík bætist ótti þeirra við að Albert Guðmundsson bjóði fram sérstakan lista. Framboð Alberts myndi veita meirihluta sjálfstæðismanna náðarhögg. Þegar bmðl, spilling, seinheppni og fálmkenndar einkavæðing- artilraunir bætast við óeiningu og sundmng sjálfstæðismanna bitnar það á kjósendum í Reykjavík. Þeir munu hugsa sig um tvisvar áðuren þeir ljá Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt aftur. Hlutabréf í einkavæðingarflokknum em ekki hátt skrifuð um þessar mundir. Önnur sjónarmið. . . Forystukreppa Alþýðuflokksins Tíminn lýsir miklum áhyggj- um í forystugrein í gær af sundr- ungu í stjórnarliðinu og forystu- kreppu Alþýðuflokks. Hér höf- um við áhyggjuefni Framsóknar: „Sundrungin í stjómarliðinu vex nú dag frá degi og virðist haldast nokkum veginn í hendur við þörf- ina á samstöðu og eindrægni í ríkis- stjóm, sem líka vex dag frá degi. Þó á ríkisstjómin torfæmstu fúafenin enn íf amundan og úr því samkomu- lagið á stjómarheimilinu er ekki betra í dag en raun ber vitni, er næsta víst að hver höndin á eítir að verða uppi á móti annarri, þegar herðir að í fjárlagavinnunni síðar í sumar. Nýjasta uppákoman á stjómar- heimilinu snertir forystukreppu Al- þýðuflokksins, en stjómarflokkam- ir hafa skipst á um að bera forystu- vandamál sín á torg og torvelda samhent starf í ríkisstjóm vegna innbyrðis átaka forystumanna í stjómarflokkunum. Sú staðreynd að Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra grípur til þess ráðs að segja af sér embætti varaformanns Alþýðuflokksins vegna ágreinings við formann flokksins er stórfengleg birtingar- mynd ágreinings, sem er allt að því einsdæmi í íslenskri stjómmála- sögu. Slíkur ágreiningur æðstu for- ystumanna stjómmálaflokks hefur ekki fyrr orðið svo bráður að ekki hafi verið hægt að bíða eftir lands- fundi, flokksþingi eða annarri þeirri samkomu í stofnunum flokka þar sem ætlast er til að ólíkar fylkingar takist á um forystu og móti stefn- una.“ Forsetakosningarnar 1968 Oddur Olafsson aðstoðarrit- stjóri Tímans ritar athyglisverða grein í gær og rifjar upp að 25 ár eru Iiðin síðan Kristján Eldjárn var kjörinn forseti. I kosningun- um fékk Kristján 65% atkvæða en dr. Gunnar Thoroddsen 35%. Oddur segir meðal annars: „Öll dagblöðin voru opinskátt flokksmálgögn í þann tíð. Sú dag- skipan var gefin út í þeim öllum að á hvomgan frambjóðanda skyldi hallað og var hlutleysis í fréttaskrif- um og leiðurum gætt í hvívetna. Kvað svo rammt að hlutleysinu að taldar vom línur og orð í frásögnum af fundum og öðm kosningastandi og skyldu báðar fylkingamar fá ná- kvæmlega jafn mikið rými á síðun- um. Reynt var að láta aðsendar greinar vega salt. Útvarpið var nán- ast utangátta af hlutleysi og mátti varla segja frá hvort kosningafund- ur var fjölmennur eða illa sóttur. Þegar leið að kosningadegi var efnt til skoðanakannana innan fyrir- tækja, í félögum og saumaklúbbum og satt best að segja sást fljótlega á þeim hvert stefndi, þótt óvísinda- lega væri að verki staðið.“ Ópólitískir stjómmálamenn Síðan segir Oddur Ólafsson: „Þótt sífellt væri minnt á það af báðum fylkingum að framboðin væm ópólitísk, vom stjómmála- menn og áhangendur flokkanna mjög áberandi í kosningabaráttunni og ráku sín mál af fullri hörku, en samt var óvenjumikils velsæmis gætt miðað við aðra stjómmálabar- áttu. En margir höfðu á orði að raun- vemlega væri verið að kjósa á móti stjómmálamönnum og flokkaveldi. Að minnsta kosti tóku kjósendur ffamboði ópólitísks manns svo vel að enginn vafi lék á að fólkið var að kjósa sér forseta sem var með öllu laus við það óorð sem gjaman loðir við pólitíkusa, hvort sem það er réttmætt eða ekki. Kjöri Kristjáns Eldjáms má vel líkja við ósk um eins konar þjóðar- sátt. Yfirburðasigur hans bendir til þess að svo hafi verið. Og þá má ekki gleyma að andstæðingur hans var óefað einn glæsilegasti og fram- bærilegasti stjómmálamaður, sem þá var á dögum, og átti sér varla neina óvini, nema kannski í eigin flokki." Ekki fleiri náttúruslys Harðar deilur eru nú á Sel- tjarnarnesi vegna fyrirhugaðra bygginga sjálfstæðismanna. Guð- rún Þorbergsdóttir ritar snarpa grein í DV í gær, sem meðal ann- ars er svar við skrifum Ernu Ni- elsens forseta bæjarstjórnar. Erna mun hafa sagt að þeir sem eru á móti byggingum á Nesinu vildu hafa svæðið fyrir sig, til þess að geta viðrað hunda sína. Guðrún segir: „Allir fulltrúar meirihluta bæjar- stjómar á Seltjamamesi em jafn- ábyrgir varðandi þær ákvarðanir sem teknar em um skipulag Sel- tjamamess. Seltimingar hafa íyrr orðið að þola afleiðingar vondra ákvarðana. Valhúsahæðin er í dag ,yúst“ eftir aðgerðir meirihlutans. Homir em melar, jökulsorfnar klappir og fágætur gróður. I staðinn blasir við eyðileggingin, tveir til- gangslausir gígar og lítið notaður fótboltavöllur sem hefði átt að vera annars staðar en á Valhúsahæð. Við höfnum ffekari skemmdar- verkum á náttúm Seltjamamess. Það getur aldrei orðið til hags- bóta fyrir Seltiminga né komandi kynslóðir að eitt fallegasta og nátt- úmríkasta útivistarsvæði höfuð- borgarsvæðisins verði sett undir steinsteypu og malbik. Við höfum hreinlega ekki efni á því. Ég ffábið mér þá kenningu Emu Nielsen að viðmn hunda hafi eitt- hvað að gera með þann vilja meiri- Kristján Eldjám og Matthías Jo- hannessen rítstjóri Morgunblaðsins. 25 ár em nú liðin frá kjöri Kristjáns, sem Oddur Olafsson segir að hafi á sínum tíma verið ósk um þjóðarsátt. Guðrún Þor- bergsdóttir bœj- arfulltrúi: Við höfnum frekari skemmdarverk- um á náttúru Seltjamarness Forystugrein Tímans: Stór- fengleg birting- armynd ágrein- ings... hluta íbúanna að vilja friðlýsa vest- ursvæðið. Það er sorglegt að eftir allar þær miklu umræður, sem fram hafa far- ið, að forseti bæjarstjómar sé hald- inn þeirri lágkúru sem „hunda- svæðis“ ummæli hennar gefa til kynna.“ 'fmmtubúýM 1, fjbti'9} Atburðir dagsins: 1847 Fyrstu frímenan með lím á bakhliðinni koma á markaðinn í Banda- ríkjunum. 1858 Breski vísindamaðurinn Charles Darwin kynnir Þróunarkenning- una og hyggst gefa út bók um hana á næsta ári. 1860 Charles Goodyeár deyr, bandarískur uppfinningamaður sem ein- beitti sér að aðferðum til að vinna gúmmí. 1896 Harriet Beecher deyr, bandarískur rithöfundur sem öðlaðist ffægð með bók sinni Kofi Tómasar ffænda. 1916 Coca-Cola kynnir til sögunnar hina ffægu og sérkennilegu gler- flösku sína. 1916 Ormstan um Somme hefst með miklu mannfalli. 1925 Erik Satie deyr, franskt tónskáld sem var best þekktur fyrir að nefna verk sfn afar undarlegum nöfnum. 1929 Sögumar um teiknimyndafígúmna Stjána Bláa birtast fyrst í Bandaríkjunum. 1937 Neyðamúmerið 9-9-9, það fyrsta sinnar tegundar í heiminum, tek- ið í notkun í Bretlandi. 1941 Fyrsta sjónvarpsauglýsingin sýnd á WNBT- sjónvarpsstöðinni í New York. 1962 Stríð Frakka og Alsírsmanna tekur endi og virðist Alsír stefna í átt til sjálfstæðis eftir 123 ár undir Frökkum. 1969 Charles sonur Elísabetar Bretadrottningu verður opinberlega Prins af Wales. 1984 Knattspymuliðið Napólí greiðir 100 milljónir íslenskra króna fyrir Diego Maradona. 1989 Gorbatsjov lýsir því yfir í sjónvarpi að hann muni ekki umbera sjálfstæðisbaráttu ríkja innan Sovétríkjanna. 1990 Vestur-Þýska markið (deutchmark) verður opinber gjaldmiðill ausmr- og vestur-hluta Þýskalands. Afmœlisdagar: George Sand - 1804 Frönsk skáldkona, frægust fyrir ástarsamband sitt við tónskáldið Frédéric Chopin. Charles Laughton - 1899 Enskur leikari, best er þekktur fyrir hlutverk sín í Uppreisninni á Bounty og Hringjaranum frá Notre Dame. Olivia de Havilland - 1916 Bandarísk leikkona, fékk Óskarinn fyrir The Heiress og To Each His Own. Hans Werner Henze -1926 Vestur-Þýskt tónskáld, þótti nýjungagjam með afbrigðum. Carl Lewis - 1961 Bandarískur fijálsíþróttamaður, vann þrefalt á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Málsháttur dagsins: „Betra er að vera góðs manns frilla en gefin illa.“ FinnurJónsson: íslenskt máls- háttasafn, Kaupmannahöfn, 1920. Charles Danvin kynnti á þessum degi áríð 1858 Þróunarkenningu sína í London. Mikið var grín var gert að Darwin fyrir þá til- gátu hans að maðurinn værí af öpum kominn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.