Alþýðublaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. júlí 1993 3 Fyrirtœki í Noregi sjá tœkifœri í EES og: Leita ráða hjá íslendingum um fullvinnslu sjávarafurða Norðmenn œtla að nota Ólympíuleikanna í Lille- hemmer sem kynningarátakfyrir fiskrétti inn á * heimsmarkaðinn. Islenskfiskvinnslufyrirtœki hafa ekki verið opin fyrir jullvinnslu afþessu tagi, segir Steindór Haraldsson hjá Euromat Sölusamtök fiskvinnslufyrir- tækja í Finnmörk í Norð- ur-Noregi hafa leitað til ís- lenskra aðila og óskað eftir samvinnu við þróun og markaðssetningu á fullunn- um sjávarréttum. Þessir norsku aðilar munu að öllum líkindum sjá um fiskrétti fyrir Ólympíuþorpið í Lillehamm- er á næstá ári og ætla því að nota leikanna sem kynn- ingarbás fyrir nörskar sjáv- arafurðir. Ef þetta heppnast vel getur það opnað fyrir mikil viðskipti á Evrópu- markað og aðra markaði í heiminum í kjölfarið. Steindór Haraldsson verkefnisstjóri hjá Euromat segir að fulltrúar frá Sölusamtök- unum í Finnmörk hafi haft samband við sig í síðustu viku og óskað efdr viðræðum. Euromat er það verkefni hér á landi sem hvað lengst er komið í þróun á fullunnum sjávarréttum til útflutnings á EES markað- inn, þegar hann opnast. Þar hafa menn farið í gegnum allt tfamleiðsluferlið, frá vöruþró- un til markaðssetningar og hefur verkefnið þegar dregið að sér innlenda framleiðendur og erlenda kaupendur. Steindór segir að Norðmenn geri sér mjög vel grein fyrir þeim tækifæmm sem opnast ef EES verður að veruleika og þeir leggi því kapp á að koma á fót framleiðslu á fullunnum fiskrétt- um fyrir verslanir, veitingahús og stór mötuneyti. En mjög stór markaður er fyrir slíkar vörur í Evrópu í dag, vegna breytinga á matreiðslu og lífsvenjum fólks. Steindór segist ekki hafa svarað endan- lega þessari fyrirspum norsku sölusamtak- anna. Ef af samstarfi verður þá þarf verk- efnið að vera komið í gang fyrir áramót. „- Þetta er hins vegar spuming um siðferði. A ég að nýta mér þessa þekkingu og selja hana til Norðmanna, vitandi það að þeir nái þá forskoti á Islendinga í þessum efnum? Eða er ekki bara rétt að selja alla þá þekkingu sem maður býr yfir? Þetta em þær spum- ingar sem ég stend frammi fyrir í dag. Það verður hins vegar að segjast al veg eins og er að þrátt fyrir að ég hafi getað sýnt íslensk- um aðilum ffam á að Euromat verkefnið lofi góðu þá virðast þeir ekki opnir fyrir framleiðslu á tilbúnum sjávarréttum. Is- lensk fiskvinnslufyrirtæki hafa verið hrá- efnisframleiðendur svo lengi að það er erfitt að fá þá til að trúa á annað“, sagði Steindór. Aðspurður um það afhvetju aðilar í Norður-Noregi leituðu til Islands, sagði Steindór að það þýddi ekki endilega að Norðmenn væm yfirleitt á eftir Islendingum í þróun og framleiðslu á tilbúnum fiskrétt- um. Það væri miklu líklegra að Sölusam- tökin í Finnmörk vildu fremur leita til ís- lendinga en samkeppnisaðilanna annarstað- ar í Noregi. Sundahöfn í 25 ár Hcrfnardagur í Sundahöfn Hafnardagurinn í Sundahöfn verður að þessu sinni hald- inn laugardaginn 3. júlí næstkomandi. Aðalhátíðar- svæðið verður við Klettavör, næst Viðeyjarferju, en hátíð- arsvæðið nær frá Laugar- nesi að Holtabakka. Við Klettavör verður 600 fer- metra tjald sem mun hýsa nýlenduvörutorg. Torgið á að endurspegla vöruúrvalið frá hinum fjarlægari heims- hlutum. Reynt verður að sýna þátt Reykjavíkurhafnar og hinna ýmsu fyrirtækja á hafnarsvæðinu í að koma vörunum til neytenda. Á torginu munu kaupmenn bjóða úrval af nýlenduvörum svo sem kaffi, te, sykur, kandís, fjölda ávaxtateg- unda og margt fleira. Við hliðina á tjaldinu verður sögusýning um þróun og framkvæmdir við Sundahöfn en í júlí eru liðin 25 ár frá því að höfnin var tekin í notkun. Sýningin spannar tímabilið frá því að umræður hófust um mannvirkja- gerðina til dagsins í dag. Á hátíðasvæðinu verður komið fyrir sjó- sportsýning þar sem fyrirtæki munu sýna báta, sjóskottur, seglbretti og fleira tengt sjóíþróttum. Samskip, Eimskip, Tollvörugeymslan, Olís og flutningafyrirtækið E&T taka þátt í Hafnardegi með eigin dagskrám. Fyrirtækin bjóða upp á mjög fjölbreytta dagskrá, svo sem Gámarokk og bamatónleika, lyftara- keppni, teygjuhopp, götukörfubolta og öll munu fýrirtækin veita upplýsingar og fræðslu um eigin starfsemi. Til jtess að gestir geti kynnt sér Sunda- hafnarsvæðið í heild býður höfnin upp á ferðalög um hafiiarsvæðið. Strætisvagnar verða í ferðum allan daginn og verða leið- sögumenn í vögnunum. Varðskipið Ægir verður í förum á milli hafnarsvæða Sam- skipa og Eimskips allan daginn og verður leiðsögumaður með skipinu. Viðeyjarferjan verður í reglulegum ferðum til og frá Viðey allan daginn, en þar taka leiðsögumenn við gestum og leiða þá um eyna. Loks munu fé- lagar í Snarfara bjóða upp á ferðir frá Klettavör og inn á Eiðsvík og til baka, enþar eru framtíðarhafnarsvæði Reykjvíkur. Þess- ar ferðir eru í boði Reykjavíkurhafnar. Bjartsýnn á að augu manna opnist -fyrir nauðsyn þess að þjóðir á norðlœgum slóðumfái ífriði að nýta auð- lindir sínar, segir Sigbjöm Gunnarsson, alþingismaður, formaður fisk- veiðinefndar Evrópuráðsins. „Nefndin sem ég veiti for- stöðu er sammála um að auðlindir hafsins skuli nýttar, en að sjálfsögðu verði gengið út frá sjálfbærri þróun og mannúðlegra veiða á hvölum. Auk þess er hvatt til þess að auknar verði rannsóknir á líf- ríki hafsins", sagði Sigbjörn Gunnarsson, alþingismaður, þegar Alþýðublaðið ræddi við hann í Strasbourg í gær. Sigbjöm hefur, ásamt þýska íhalds- þingmanninum Biihler, samið og haft framsögu um ályktun þar sem gert er ráð fyrir að hvalveiðar í ágóðaskyni verði leyfðar í Norðurhöfum. Fiskveiðinefndin styður þessa ályktun og verður hún lögð fram á fundum í Evrópuráðinu í ágúst- mánuði. Sigbjöm sagði það skjóta , nokkuð skökku við að á meðan þjóðir heims hefðu um árabil varið óheyrilegum fjárfúlgum í að kanna himin- geiminn og smíða drápsvopn, væri næsta lítið vitað um líffíki hafsins. Gera þyrfti ráð fyrir mun meira IJármagni til slfkra rannsókna á höfunum á komandi ámm. Fram hefur komið í máli Ray Gambell forseta vísindaráðs Hvalveiðiráðsins að ráðið muni ekki leyfa hvalveiðar af neinu tagi í lengd eða bráð. Sagði Sigbjöm það næsta ástæðulítið að eyða tíma í karp við menn sem ekkert mark tækju á vísindamönnum, sem telja óhætt að hefja hvalveiðar í Norðurhöfum. Menn gerðu sér ekki grein fyrir því að 80 hvalategundir lifðu í heimshöfunum, og það væri fjarri lagi að þær væm allar í út- rýmingarhættu. „Ég er annars bjartsýnn, þrátt fyrir allt, á að okkur takist smám saman að opna augu manna fyrir nauðsyn þess að þjóðir á norðlægum slóðum fái í friði að nýta auð- Jindir sínar og þar með talið hvalastofn- ana“, sagði Sigbjöm Gunnarsson að lok- um. Sigbjörn Gunnarsson alþingismaður og formaður fiskveiðinefndar Evrópuráðsins hcfur, ásamt þýska íhaldsþingmanninum Biihler, samið og haft framsögu um ályktun þar sem gert er ráð fyrir að hvalveiðar í ágóðaskyni vcrði leyfðar í Norðurhöfum. Fiskveiðinefndin styður þcssa ályktun. Bónusí Miklagqrð Bónus hefur gert samning við Lands- banka íslands um leigu á húsnæði í Miklagarði, þar sem Rafbúð Sambandsins var til húsa í suður- enda hússins. Þar verður opnuð sjöunda verslun fyrirtækisins frá því það var stofnað fyrir 4 árum. Jóhannes Jónsson, framkvæmda- stjóri Bónus-búðanna staðfesti í sam- tali við Alþýðublaðið í gær að Jtetta væri rétt. Hann sagðist ekki geta sagt endanlega um það hvenær verslunin yrði opnuð, en það gæti orðið áður en langt um liði. Þetta yrði stærsta verslun Bónuss, og er í næsta nágrenni við fyrstu verslun fyrirtækisins við Súðarvog og raunar við enda þeirrar götu. Sagði Jóhannes að versluninni við Súðarvog yrði ekki lokað með tilkomu verslunarinnar í Miklagarði. „Maður heggur ekki rótina undan trénu“, sagði hann. í hinum stærri hluta Miklagarðs kemur verslun IKEA, en hún mun ekki verða opnuð fyrr en á næsta ári, jtegar samningur fyrirtækisins við Hús versl- unarinnar rennur út. Akraneskaupstaður auglýsir samkeppiti um gerð minjagrips Akraneskaupstaður efnir til almennrar samkeppni um gerð minja- grips fyrir Akranes. Minjagripurinn þarf að minna á Akranes, vera smágripur og þannig að hann sé auðvelt að framleiða. Möguleiki má vera á framleiðslu hans í mismunandi stærðum. Samkeppni þessi er öllum opin, en þátttakendur skulu skila inn módeli, skriflegri lýsingu eða teikningu þar sem fram koma upplýsing- ar um stærð, efni og kostnað þeirrar hugmyndar sem fram er sett. Nafn höfundar, heimilisfang símanúmer skal fylgja í lokuðu um- slagi, en tillögunni og umslaginu skal skila til bæjarstjórans á Akra- nesi, Kirkjubraut 28, Akranesi. Hverjum þáttakanda er heimiit lað skila fleiri en einni tillögu. Það er markmið samkeppninngar að samið verði við einn eða fleiri höfunda tillagna um framleiðslu þess hlutar sem tillaga er gerð um. í dómnefnd, sem meta mun tillögur, sitja: Gísli Gíslason, Helena Guttormsdóttir, Hallgrímur Jónsson, Guðrún Geirsdóttir, Brynja Þorbjörnsdóttir. Fyrir bestu hugmyndina má veita verðlaun að fjárhæð 70.000,- en 2. verðlaun kr. 30.000,- og 3. verðlaun 10.000,- Áskilinn er réttur til sýningar á þeim tillögum sem berast. Frestur til að skila tillögum er til mánudagsins 23. ágúst 1993. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjórinn á Akranesi, Gísli Gíslason, í síma 93-11211. Bæjarstjórinn á Akranesi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.