Alþýðublaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI, SJÓNARMID & JÓLASKAP Miðvikudagur 1. desember 1993 mMMOTJHlUÍ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 ÖNNUR SJONfíRMIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ ER STÓRBLAÐ! Bctndctrískt blctö með hltttfctllslegci jafnstórt itpplctg og Ælþýðublctðið lcœmi ttt í jimm miltjónitm eintctkct Alþýðubandalagið hafnar Olafi Ragnari Grímssyni Nýafstaðinn landsfundur Aiþýðubandalagsins er um margt merkilegur. Stefnuskrá Ólafs Ragnars Grímssonar fonnanns Al- þýðubandalagsins, sem byggist á tilraun hans til að klæða Al- þýðubandalagið í enn ein nýju fötin, var hafnað af landsfundin- um. Ólafi Ragnari var einnig hafnað sem formanni þar eð hann varð undir í helstu átökum Iandsfundarins. Staða Ólafs Ragnars hefur mjög veikst innan Alþýðubandalagsins eftir landsfundinn. Þá hefur minnkandi fylgi Alþýðubandalagsins í síðustu skoð- anakönnunum ekki heldur verið formanninum til uppdráttar. Megintromp Ólafs Ragnars varðandi nýja stefnumótun Al- þýðubandalagsins var svokölluð „útflutningsleið“ en hana hefur formaður Alþýðubandalagsins kynnt rækilega á fréttamanna- fundi nýverið. „Útflutningsleiðin“ eru hin nýju bláu föt keisar- ans. Það þarf hins vegar ekki mikið pólitískt innsæi til að skilja að „útflutningsleið“ Ólafs Ragnars er fyrst og fremst pólitísk hamskipti fyrir næstu alþingiskosningar svo Alþýðubandalagið verði hugnanlegur valkostur í samsteypustjóm með fijálslynd- um öflum og sér í lagi Sjálfstæðisflokknum. A sama tíma hefur Ólafur Ragnar með „útflutningsleið“ sinni minnkað mjög möguleikana á hugsanlegri stjómarmyndun við félagshyggjuflokkana í framtíðinni. Alþýðubandalagið reyndist ekki reiðubúið að feta þetta einstigi með formanninum og „út- flutningsleiðin“ hlaut afar slæmar viðtökur á landsfundinum. Einhver albesti penni sem nú skrifar í islensk blöð er aðstoðarritstjóri Tímans, Oddur Ólafsson. Það vita þeir sem það ágæta blað lesa að jafnaði. Hinsvegar hefur Tíminn þessi misserin (illu heilli) ekki mikið stærra upplag og útbreiðsiu en Al- þýðublaðið og því hafa vaxið úr grasi kynslóðir sem ekki hafa fengið að kynnast pennaleikni Odds. Önnur sjónarmið leggja sittaf mörkum í dag til að kynna þennan mann sem einna fremstan verður að teijast meðal fjölmiðlafólks sem flest verð- ur seint talið meðal jafningja hans. Viðfangsefni aðstoðarritstjórans í gær í daglegum pistli hans í Tíman- um, „Á rás“, voru íslenskirprent- miðlar og þá einkum og sérílagi Mogginn (sem hann kallaði i fyrir- sögn „Ofvaxið æxli í litlum blaða- heimi"). Lítum á skrifin: „Ekki er mikinn fróðleik að sækja í alla þá miklu umræðu sem dagblaðaútgáfan hefur mátt þola síðustu vikumar. Um helgina vom allar rásir útvarpa og sjónvarpa með allt á útopnu að tala um dagblöð og hjakkaði þar flest í gamalgrónu fari.“ Stífur áróður „Stærð blaða og vinsældir em umræðuefnin og fjárhagsstaða hinna fátæku reifuð og eitthvað er þjarkað um flokkspólitísk tengsl þeirra, en krafan um pólitískt hlut- leysi dagblaða er staðföst. Hins vegar em þau upplagður vettvangur til að reka stífasta áróður fyrir öllu öðm og hlutleysiskrafan er þá alltaf víðs fjarri. Það er stærð og veldi Morgun- blaðsins sem skekkir alla vitræna umræðu um dagblaðaútgáfu á fs- landi, bæði meðal lærðra og leikra, ekki síst þeirra sem koma að dag- blaðaútgáfu með byltingarkenndu hugarfari." Risavaxið æxli „Morgunblaðið kemur út í 52-54 þúsunda eintaka upplagi. Á íslandi teljast vera um 80 þúsund heimili. Þessi útbreiðsla dagblaðs meðal þjóðar á sér engin önnur dæmi. Stærð blaðsins er einnig ofboðsleg, jafnvel þótt ekki sé miðað við höfðatölu, 72-120 síður er langt fyrir ofan meðallag á heimsmæli- kvarða. Flest svokölluð stórblöð em mun minni að umfangi. Mogg- inn er eins og risavaxið æxli í hin- um litla íslenska blaðaheimi og er illkynja. Verður því flest undan að láta vexti hans og viðgangi. Hér er ekki verið að veitast að Morgunblaðinu fyrir að vera stórt og öflugt, síður en svo. Þar á bæ hafa menn gripið tækifærin og neytt aðstöðu sinnar til að efla fyrirtækið og gert það að stórveldi. En það gerðist á löngum tíma og oft var róðurinn þungur á ámm áður. En það er stærð Moggans, upp- lag og blaðsfðufjöldi sem skekkir allar hugmyndir manna um íslenska dagblaðaútgáfu. Eitt eintak á hverja fimm fbúa þjóðar er nánast fárán- leiki, sem gerður er sjálfsagður í öllum samanburði." „Einhver snepill" „Talað er um blað sem kemur út í sjö til átta þúsundum eintaka, sem „einhvem snepil sem enginn vill lesa“. Það er oft fjölmiðlafólk sem auglýsir fáfræði sína með svona þvættingi, og er enda snarmglað í samanburðarfræðinni. Ef Mogginn kæmi út íBandaríkj- unum væri upplagið yfir 50 millj- ónir daglega, eða tíu sinnum stærra en á stærstu dagblöðum vestur þar. Með sama dellureikningi væri Tím- inn stærri en nokkurt annað dagblað sem gefið er út vestan hafs. Samt talar enginn um að Washington Post eða New York Times séu „ein- hverjir sneplar sem enginn vill lesa“. Þessar hlutfallstölur má yfir- færa með svipaðri útkomu á nær hvaða land sem er.“ Um áhrif blaða „Þá er lífseigt í dagblaðaumljöll- uninni að áhrif blaða fari einvörð- ungu eftir stærð upplagsins og um- fangi útgáfunnar. Ef manni leyfist að gera samanburð út yfir brim- garðinn, að í útlandinu er gengið út ffá því sem vísu að þau blöð sem mesta hafi útbreiðsluna, sem eru síðdegisblöðin, séu jafnframt þau óáreiðanlegustu. Sómakært fólk vitnar helst ekki í þær ómerkilegu kjaftaskjóður og áhrif þeirra eru nánast engin nema koma illu af stað með persónulegum söguburði. Áhrifamestu og áreiðanlegustu blöðin eru einatt gefin út í margfalt minna upplagi og telja sér enga vansæmd af. Þá er eftirtektarvert að auglýsendur telja hag sínum betur borgið með því að auglýsa í hinum minni og vandaðri blöðum en þeim sem mesta hafa útbreiðsluna. En þetta er nú í útlandinu en ekki hér, þar sem flest þarf að gerast með öðrum róm þótt sífellt sé verið að herma eftir þeim útlensku og sýna fram á hve mikið við séum að drag- ast aftur úr þeim.“ Skaðlegt lýðræðinu „Eigi að síður ber þess að gæta að Islendingum er nauðsynlegt, eins og öðrum þjóðum að sem virða skoðanafrelsi, að búa við fjöl- breytta dagblaðaútgáfu og að sá mikli undirróður sem hafður er gegn þeim blöðum sem ekki eru eins og ofvaxin æxli í upplýsinga- og skoðanamiðluninni, er beinlínis skaðlegur sjálfu lýðræðinu. Það er út í hött að keppa við Morgunblaðið um allt umfang og það er ósanngjamt og heimskulegt að gera þau ósköp að viðmiðun hvort sem er í umfjöllun eða út- gáfustarfsemi og stýrir ekki góðri lukku. Og fjölmiðlafólk mætti gjaman venja sig af því að tala og skrifa um útgáfu og upplýsingamiðlun yfir- leitt af samblandi yfirlætis og þekk- ingarskorts sem er þvf miður allt of algengur þegar það fjallar um dag- blaðaútgáfu. Það heldur nefnilega að Mogginn sé eðlilegur og skekkir þar með alla heildarmyndina." Millifyrirsagnir: Önnur sjónarmið „Utflutningsleiðin“ var gagnrýnd bak og fyrir og var loks send aftur til föðurhúsanna - í endurvinnslu hjá forystu flokksins. Þar með eru nýjustu föt keisarans í endurhönnun meðan búningun- um fjölgar stöðugt í klæðaskáp Alþýðubandalagsins eftir að flokkurinn fór úr byltingarleppum kommúnismans. Onnur helstu baráttumál Ólafs Ragnars biðu Iægri hlut á lands- fundinum. Þannig var samþykkt tillaga með nær öllum greidd- um atkvæðum að ísland segði sig úr NATÓ. Sú niðurstaða er mikill ósigur fyrir Ólaf Ragnar sem kom flestum á óvart á síð- asta vetri er hann lýsti NATÓ sem friðarbandalagi og breytti af- stöðu Alþýðubandalagsins þar með til Atlantshafsbandalagsins. Sjálfur sat Ólafur Ragnar hjá við atkvæðagreiðsluna. í umræð- um um tillöguna sætti formaðurinn síðan mikilli gagnrýni fyrir þessa afstöðu hans til Atlantshafsbandalagsins. Sem formaður varð Ólafur Ragnar fyrir mörgum þungum högg- um á landsfundinum. Helsti andstæðingur hans í Alþýðubanda- laginu, Svavar Gestsson, var kjörinn formaður kjörstjómar. Margir af yfirlýstum stuðningsmönnum Ólafs Ragnars eru hlaupnir yfir til Svavars, eins og Arthúr Morthens sem bar upp tillöguna um Svavar. Tillaga um að formenn Alþýðubandalags- ins yrðu undanþegnir „endurnýjunarreglunni,“ var felld og þar með horfmn möguleikinn á endurkosningu Ólafs Ragnars sem formanns eftir tvö ár. Stuðningsmenn Svavars Gestssonar og Steingríms Jóhanns Sigfússonar, sem einnig er harður andstæð- ingur Ólafs Ragnars, em eftir landsfundinn í yfirgnæfandi meiri- hluta í framkvæmdastjóm og miðstjóm flokksins og hafa þar með tögl og haldir í Alþýðubandalaginu. Ringulreiðin hefur því aldrei verið meiri í Alþýðubandalaginu. Ólafur Ragnar er valdalítili og einangraður. Tilraun formannsins að sigla Alþýðubandalaginu frá fortíðinni í átt til blárri veiði- svæða hefur mistekist. Hinir raunvemlegu valdamenn Alþýðu- bandalagsins að loknum landsfundi em gömlu sósíalistar flokks- ins. Allt bendir nú til þess, að þeir muni snúa flokknum til gam- alkunnrar stefnu en em engu að síður bundnir formanni næstu tvö árin sem boðað hefur gjörólíka stefnu. „Hin nýja leið íslend- inga“ sem Ólafur Ragnar boðaði á landsfundinum rímaði illa við ijöldasöng Alþýðubandalagsins í lok landsfundarins er fundar- menn kyrjuðu hástöfum Intemasjónalinn. fiLÞÝÐUBLfÍÐIÐ - í JÓLfiSKfiPI fiLLT fiRIÐ UM KRING - BLÓMÁLFUR? ER'ETTA ÞÁ BLÓMÁLFUR í JÓLASVEINABÚNINGI? Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.