Alþýðublaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 8
ÍS A • M T tt tcl UM APSKILWAP RÍKIS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda JBjórgvin s: 95-22710 (kl. 17-19) J S A M T Ö IC UM ADSKILNflP BÍKIS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda ^Bjorgvin s: 95-22710 (kl, 17-19) J Miðvikudagur 1. desember 1993 183. TOLUBLAÐ - 74. ARGANGUR Jóhanna beint á toppinn Allt bendir til að bók Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamann.s og rithöfundar, steðji beint í forystusætiö meðal íslenskra bóka nú fyrir jólin. Bókin Perlur og steinar-árin með Jiikli hefur selst með eindæmum vel. Að sögn þeirra hyÁAlmenna bókafélaginu seldist bókin upp í mörgum bókabúðutn um helgina, þrátt fyriróvenju stórt upplag t fyrstu pöntun. Fyrsta dreifing frá upplag- inu er uppseld á örfáum dögum. Alþýðublaðið mun á næstunni birta ritdórn sinn um bókina. JÓHANNA - steíhir á mctsölu á bók liennar um árin með JökJi Jaknbssyni. Finnlandsvinir fagna Á mánudaginn keniur verður 76 ára afmælis sjálf- stæðis Finnlands fagnað hjá SUOMI-félaginu nieð samkomu í Norræna húsinu og hefst hún kl. 20.30. Ný- skipaður sendiherra Finnlands, Tom Söderman heldur hátíðaræðu, en tveir Finnar, þau Carita Holmström og Jaukko llves, koma og flytja tónlist frá Finnlandi í til- efni dagsins, Skemmtidagskrá verður síðan í höndum ftnnska skólans hér á landi. Að lokinni dagskrá verður sest að borðum og barinn opnaður. Miðar kosta 1800 krónur og fást við innganginn. Ailir hjartanlega vel- komnir. íslenskir vinir Lithaugalands Aðalfúndur Vináttufélags íslands og Litháens eða Uthaugalands eins og kennt var í eina tið, var haldinn á dögunum. Formaður er Gestur Ólafsson, arkitekt, Guðmar Magnússon, verslunarmaður, er varaformað- ur, Arnór HannibaLsson, prófessor, ritari, Sveinn Að- alsteinsson, viðskiptafræðingur, gjaldkeri, og Hall- grímur Jónasson, forstjóri, er meðstjómandi. Upplýs- ingar um félagið gefur Gestur Ólafsson í síma 616577, faxið hans er 616571. Tvær hafnargöngur í dag Hafnargönguhópurinn gerir það ekki endasieppt og er þessi vikulega ganga að öðlast miklar vinsældir. í dag eru tvær göngur. Sú fyrri er klukkan 14 og gengið um Hljómskálagarð og útjaðar byggðar árið 1918, þegar landið l'ékk fullveidi þennan dag fyrir 75 árum, - síðan verður haldið að Laugavegi 162 og sýningin Fram til fullveldis skoðuð. Seinni ferðin er klukkan 20 í kvöld, haldið eins og ævinlega ífá Hafnarhúsinu, gengið að Miðbakka og upp Stcinbryggjustæðið, Pósthússtræti og Austurvöll, á Lækjartorg og að Stjómarráðshúsinu. Lýður Björasson sagnfræðingur, fjallar á leiðinni um þann atburð sem varð þegar ísland varð fullvalda ríki. Síðan er gengið suður f Vatnsmýri og Háskólahverfi en um klukkan 21.30 er slegið á lctta strengi í skjólgarði Hafnarhússins í tiiefni dagsins. Aliir velkomnir- ekkert þátttökugjald. Fundur um kynferóisglæpi Haldinn verður fúndur utn meðferð kynferðisafbrota- mála og réttarstöðu þolenda kynferðislegs ofbeldis, í kvöld klukkan 20.30 í Komhlöðunni við Bankastræti. Það er SUS, Samband ungra sjálfstæðismanna sem heldur fúndinn. Framsögu hafa Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður. Ari Edwald aðstoðarmaður dómsmála- ráðherra, og Dr. Guðrún Jónsdóttlr, forstöðukona Stígamóta. Fundarstjóri er Ásta Þórarinsdóttir. Ókeypis aðgangur. ÚTLÁN HAFA AUKIST UM 12 MILUARÐA — á fyrstu 10 mánuðum ársins — Raunvextir eru enn háir í alþjóðlegum samanhurði Útlán innlánsstofnana hafa aukist heldur meira en innlán á þessu ári. Útlán hafa aukist um 12 milljarða fyrstu 10 mánuði ársins. Fyrirtæki hafa aukið skuldir sínar við innlánsstofnanir um tæpa sex milljarða en afgangurinn skiptist nokkuð jafnt á heimilin og hið opinbera. Raunvextir hér á landi eru enn háir í alþjóðlegum samanburði en góð skilyrði fyrir varanlegri lækkun raunvaxta. Þetta kemur fram í Hagvísi Þjóðhagsstofnunar. Þar segir að raunávöxtun spariskírteina á eftirmarkaði sé nú 5,3% og hafi lækkað um 1,5 prósent frá meðaltali októbermánaðar. Engu að síður séu raunvextir hér á landi háir í alþjóðlegum samanburði. I flestum ríkj- um OECD liggi raunvextir á bilinu 3—4,5% en eru enn lægri í Þýskalandi og Japan. Á síðustu misserum hafi raunvextir lækkað um 2-3% í nær öllum ríkjum OECD og hafi stjómvöld beitt markvissum aðgerð- um í því skyni. Hagvísir segir að hér á landi séu skilyrði góð fyrir varanlegri lækkun raunvaxta vegna lágrar verðbólgu, lágs raungengis og lægðar í þjóðarbúskapnum. For- senda þess að vaxtalækkunin geti staðist til lengdar sé þó sú að hallanum á búskap hins opinbera verði haldið í skefjum. Skuldir heimila og hins opinbera við lánakerfið jukust stig af stigi á níunda áratugnum og í byrjun þess tíunda á meðan skuldir fyrirtækja hafa verið sveiflukenndari. Skuldir heimila voru litlar í byijun níunda áratugsins í samanburði við önnur iðnríki en eru nú með því hæsta sem gerist. Aukningu útlána til heimila má meðal annars rekja til skipulagsbreytinga á peningamarkaði og hárra vaxta á sama tíma og stöðnun hefur ríkt í þjóðarbúskapnum, segir Hagvísir. Jarðarberjasulta. Góð mcð sunnudagssteikinni. Tytteberjasulta. Góð með svínasteikinni. Appelsínumarmelaði. Aprikósumarmelaði. Gott með morgunkaffinu. Gott með hafrakexi. Rabarbarasulta. Góð á súkkulaðikökuna. Rifsberjahlaup. Gott með osti og út í sósu. Drottningarsulta. Góð á vöfflur með rjóma. Blábcrjasulta. Góð með villibráð. Sólberjasulta. Góð með lambakjöti. w/tmjmM sultur eru ljúffengar og henta við öll tækifæri Veljum íslenskt þegar gæðin eru meiri. Ástríðusulta. Góð mcð osti. BÚBÓT hf. sultugerð Skemmuvegur 24m • 200 Kópavogur Sími 79977 • Fax 671215 Gráfíkjusulta. Góð í jólabaksturinn. Ananasmamielaði. Gott með heilhveitikexi. Gulrótarmannelaði. Gott með öllu kexi og brauði. Blönduð ávaxtasulta. Góð í bakstur. Mindberjasulta. Góð með kjúklingi. Sveskjusulta. Góð í hálfmánana. AUGLÝSINGASTOFA REYKJAVÍKUR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.