Alþýðublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. aprfl 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 1. maí ávarp Sambands jafiiaðarmaimaflokka í Evrópu: Evrópu tíl starfa „Samband jafnaðar- mannaflokka í Evrópu sendir frá sér sérstakt ávarp og ákall til jafnaðar- manna um alla Evrópu, í tilefni af 1. maí - hinum hefðbundna baráttudegi launafólks um allan heim. Fyrirsögn ávarpsins „Evrópu til starfa" segir allt sem segja þarf um efni þess. I ávarpinu er einkum vísað til starfsáætlunar, undir þessu heiti, sem jafn- aðarmannaflokkar Evrópu hafa orðið ásáttir um að beijast fyrir. Upphaf þessa máls er það að jafnaðarmanna- flokkar Norðurlanda settu upp sérstakan starfshóp fyrir um það bil 3 árum undir forystu Allan Lar- sons, fyrrverandi fjármála- ráðherra sænskra jafnaðar- manna, og starfshópur hans skilaði tæpu ári síðar fyrstu drögum greinar- gerðar um samræmdar að- gerðir yflr landamæri - í evrópsku samhengi - gegn böli atvinnuleysisins. Þetta skjal varð síðan grundvöll- ur frekara samstarfs jafn- aðarmannaflokkanna í Evrópu: Fyrst innan sam- bands jafnaðarmanna- flokka í Evrópusamband- inu, einnig með þátttöku þingmanna jafnaðarmanna í Evrópuþinginu, sem og með samráði við auka- meðlimi Evrópusam- bandsins frá Mið- og Aust- ur-Evrópu. Niðurstaðan er heilstæð áætlun gegn atvinnuleysi sem j afnaðarmannaflokkar urn alla Evrópu hafa kom- ið sér saman um og munu beita sér fyrir að nái fram- kvæmd, hver í sínu landi og einnig með samþjóð- legu samstarfí um gervalla Evrópu. Um alla Evrópu er ótti við fjöldaatvinnuleysi. Fólk minnist níunda ára- tugarins, þegar ný störf sköpuðust, en milljónir „Það er kominn tónl til að slá á nýja strengi, - það er kominn tími til að vinna! Við viljum byggja á því besta úr arfi verkalýðshreyfingarinnar; samvinnu, samstöðu og félagslegu réttlæti...Við treystum á samstöðu, ekki aðeins innanlands, heldur einnig á samstöðu um alla Evrópu. Um álfima alla er nú þörf virkrar eftiahagsstefnu sem skapar ný störf og opn- ar nýja möguleika fyrir alla þá, karla sem konur og unga sem aldna, sem nú ganga atvinnulausir.u manna voru samt án at- vinnu. Atvinnuleysi vex enn og fjöldi atvinnulausra er við að slá öll fyrri met. í bakgrunninum heyrast svartnættisspár um viðvar- andi atvinnuleysi út þenn- an áratug. Svar íhaldsmanna við vandanum er það helst að við höfum ekki efni á að fjárfesta í nýjum störfum og betra samfélagi. Við jafnaðarmenn höfnum hugmyndum af þessu tagi. Hvarvetna í Evrópu eru svör okkar á sama veg: Við höfum efni á að koma okkur til vinnu, en við höf- um ekki efni á að viðhalda fjöldaatvinnuleysi. Það er kominn tími til að slá á nýja strengi, - það er kominn tími til að vinna! Við viljum byggja á því besta úr arfi verkalýðs- hreyfingarinnar; sam- vinnu, samstöðu og félags- legu réttlæti. Þessi gildi verkalýðshreyfingarinnar hafa skipt miklu fyrir þró- un samfélaganna í Evrópu. Við treystum á sam- stöðu, ekki aðeins innan- lands, heldur einnig á sam- stöðu um alla Evrópu. Um álfuna alla er nú þörf virkr- ar efnahagsstefnu sem skapar ný störf og opnar nýja möguleika fyrir alla þá, karla sem konur og unga sem aldna, sem nú ganga atvinnulausir. Þess vegna höfum við lagt fram sameiginlega áætlun um baráttu gegn at- vinnuleysi í Evrópu, „Evr- ópu til starfa“. Þessi áætl- un nýtur stuðnings hinna 20 jafnaðarmannaflokka í Vestur-Evrópu. Við erum eina stjórnmálahreyfingin sem hefur lagt fram ýtar- lega áætlun til lausnar stærsta vandamáli í Evr- ópu á sviði efnahags- og félagsmála. Með þessari áætlun er bent á leið til að komast hjá takmörkum efnahags- lífs hvers ríkis um sig og nýta til fulls þá möguleika sem felast í sameiginlegu efnahagslífi álfunnar. Metnaður okkar stendur til þess að setja fjármagnið til starfa, skapa ný störf, fyrst og fremst í einkageiranum. Við stefnum einnig að því að skapa ný störf með því að fjárfesta í samgöngu- bótum og fjarskiptum, í rannsókna- og þróunar- verkefnunt og í byggingai- framkvæmdum og aðgerð- um til varnar umhverfinu. En þessi áætlun mun því aðeins gagnast að við lít- um fyrst og fremst á fólkið sjálft og fjáifestum í efni- viðnum, - hverjum og ein- um einstaklingi. Þannig þarf að veita fé til mennta, kennslu og þjálfunar í nýj- um vinnubrögðum sem koma til vegna breyttra at- vinnuhátta og í betra skipulagi við vinnu. Þess vegna viljum við skapa nýja möguleika, ekki að- eins fyrir atvinnulausa, heldur einnig fyrir þá sem vinnu hafa, til að þeir fái þróað og þroskað hæfi- leika sína og starfsþekk- ingu. Við jafnaðarmenn vilj- um enn fremur leggja fé í að stuðla að jafnri stöðu karla og kvenna, enda er virk stefna í jafnréttismál- um forsenda árangurs í stjórnmálum. Stefna okkar felur í sér að fé verði veitt til þess að jafna tækifæri fólks, bæta þá tækni sem byggt er á í atvinnulífinu og fjölga flóknum störfum, til þess að stuðla að stöð- ugum hagvexti, skapa ný störf og bæta lífskjörin. Aætlun af þessum toga felur í sér að unnt ætti að vera að minnka atvinnu- leysi um helming fyrir lok þessa áratugar, samfara því að koma aga á ríkisút- gjöldin og veija velferðar- kerfið sem yrði aðlagað nýjum aðstæðum. Við, jafnaðarmenn um alla Evrópu, höfum tekið fruinkvæði að því að koma á samráðsvettvangi milli launamanna og atvinnu- rekenda til að fara yfir þessa áætlun. Þetta samráð mun auðvelda framkvæmd áætlunarinnai- á sam-evr- ópskum vettvangi. Það er kominn tími til að taka frumkvæði, jafnt inn- an hvers lands, sem um alla Evrópu. Það er kom- inn tími til að setja Evrópu til verka!” Alþýðublaðsmyndir/ EinarÓlason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.