Alþýðublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 17
Föstudagur 29. apríl 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 17 MOLAR UMSJÓNARMAÐUR BÍLASÍÐU ER JÓNAS S. ÁSTRAÐSSON Vinningstölur r miövikudaginn: 27. apríl 1994 VINNINGAR 6 af 6 5 af 6 +bónus 5 af 6 4 af 6 m , 3 af 6 kbónus FJÖLDI VINNINGA 350 1.085 UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 24.053.000 430.230 81.892 1.488 210 fjjl/inningur fór til: Finnlands Aðaltölur: 2^(rhíÍ4' 20j(24j(26 BÓNUSTÖLUR Helldarupphæð þessa viku 49.612.448 á Isl.: 1.506.448 UPPLÝSINGAR. SIMSVARl 91- 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 OIBT U6Ð TVnmVAOA OU PHeNTVILLUB SPORTBÍLAR VeRtIgO I dag ætla ég að segja ykkur frá belgísk- um hraðbrautaskelfi sem kallast VERT- ÍGO. Þetta er tveggja sæta, opinn götubíll. Hann er fjögurra cylindra, beinskiptur og vegur aðeins 720 kíló. Stutt er síðan þetta tryllitæki var sett á götuna og hvergi var sparað til við hönnun hans. Vélin er hin sí- gilda Ford Cosworth með tveimur yfirliggj- andi knastásum, sextán ventlum og að sjálfsögðu með forþjöppu. Hestöilin ent 220 og viðbragð úr kyrrstöðu í 100 kíló- metra hraða er litlar 3,8 sekúndur, en há- markshraðinn er 220 kflómetrar á klukku- stund. Vélin er staðsett að framan en drifið er að aftan. Gírkassinn er 5 gíra. Felgumar eru 17 tommur að framan og breiddin er 9 tommur, en að aftan em þær 17 tommur með 10,5 tommu breidd. Yfirbyggingin er að iniklu leyti gerð úr kolefnistreíjum, Nomex glassfíber og epoxý. Sannarlega er VERTIGO meiri hraðakstursbfll en götusn- attari. Hæð bflsins er ekki nema 102 senti- metrar, breiddin er 193 sentimetrar og lengdin 393 sentimetrar. Sporvídd að fram- an er 158 sentimetrar en að aftan er spor- víddin 162 sentimetrar. Ekki tel ég fráleitt að enskir vilji eigna sér talsverðan heiður af VERTIGO því vélin kemur jú frá þeim. Bfllinn er altént framleiddur í Belgíu og hönnuðurinn er belgískur snillingur að nafni Tony Gillets. Sá er 48 ára gamall og D| & ÁLiÐ VHRTIGO framleiddur í Bclgíu: Ford Cosworth vélin mcö öllum sínum 220 heslöflum sér um að knýja þetta 720 kílóa tryllitœki, lír kyrrstöðu í 100 kílómetra hraða á litlum 3,8 sekúndum... þekktur hér á ámm áður fyrir ágæta sigra sem ökumaður í Formula 5000 og Formula 2. Belgíumeistari varGillets árin 1976, 1979 og 1980. Hann hóf störf hjá Donker- voort verksmiðjunum í Namur árið 1982 eftir að ferlinum lauk. Hjá Donkervoort átti hann stóran þátt í smíði tilraunabfls sem náði að komast úr kyrrstöðu í 100 kfló- metra hraða á aðeins 2,9 sekúndum. Það var svo árið 1991 að fyrstu skrefin voru stigin í átt að framleiðslu þess tryllitækis sem við Ijöllum hér um í dag, VERTIGO. Arið 1992 stóðst bfllinn allar öryggispróf- anir UTAC í París og þar með jókst áhugi fjárfesta á að koma nálægt framleiðslu hans. Þessi áhugi gerði það að verkum að árið 1993 var hafin framleiðsla á VERT- IGO og það árið litu fyrstu 10 bflarnir dagsins ljós. Ný verksmiðja var sett á fót og þar er nú verið að hefja framleiðslu og áætlað er að koma þaðan út um 60 bflum á ári þegar allt verður komið á fulla ferð. Takmarkið er að það náist árið 1995. Verð- ið á VERTIGO er í samrænti við alla um- gjörð hans og seint mun jrcssi verða á allra færi. Þeir sáu sem hafa efni á að fjárfesta í einum slíkum þurfa allavega ekki að sitja eftir á rauðu ljósi ef mikið liggur við. Við- bragðið er eitt hið magnaðasta sem um get- ur. McLAREN BÆTIR HRAÐAMETIÐ McLAREN-teymið sem þckktast er fyrir fiábæran árangur í Formuia I k:ipi> akstri hyggst nú bæta 10 ára gamalt hraðakstursmct Richard Noble. Torvelt hefur hingað til reynst að hnekkja því en rnetið hljóðar upp á 1018 kflómetra hraða á klukkustund. Til þess að slá metið er búið að smíða ofúrtryllitæki (bfl) scm samkvæmt útreikningum á að fara létt með að slá met Noble. Nýja MeLAREN tækið á nefnilega að geta rofið hljóðmúrinti sem er 1224 kíltv metrar á klukkustund. MAVERICK er tækið kallað og það er knúið RB 199 MK 104 þrýstiloftsmótor og útreikningar segja að tækið ætti að geta komist í 1360 kílómetra hraða á klukkustund. Styrktar- og samvinnuaðilar McLAR- EN em ekki af minni stærðargráðunni: ROLLS ROYCÉ og BRTfíSH AEROSPACE. PEUGEOT 306 BLÆJUBÍLL Blæjubflar hafa ekki verið ai- gengir hér á landi, enda skiljan- lcgt því veðurfái" er ekki beint hagstæu fyrir þá. Ix-gar maður sér (ressa bíla erlendis þá saknar maður þess óneitanlega að getu ckki vcitt sér þann rnunað að aka á svotia bílum hér. Svo maður tali nú ekki um þegar útlit bkejubfl- anna er jafn velheppnuð og PE- UGEOT 306 sem myndin hér ber með scr. CORSA í SPARIFÖTUM FRÁ Þýsku sérfræðingamir hjá ZV hafa að mestu einbeitt sér að því að f snyrta og hressa japónsku Ijöl- skyldubflana við. Skemmtileg und- antekning leit þó dagsins Ijós fyrir skömmu þegar jreir tóku OPEL CORSA í yfirhalningu. Undirvagn- inn var lækkuður um 60 millimetra, bfllinn settur á 6jx 14 tommu felgur og 185/50 vindskeið síkkuð að framan ásamt því sem vindhhT var sett að aftan. ALAIN PROST HÆTTUR, FARINN ALAIN PROST, heimsmeistari í Fonnula I kappakstri, er hæitur keppni. Þá ákvörðun tók hann er fagnað var fjórða heimsmeistaratitli snillingsins í Fonnula 1. Prost er annar heimsmeistarinn sem hættir keppni á toppi ferilsins en Bretinn NIGEL MANSELL hætti fyrir ekki svo löngu síðan og hóf að keppa í Indy Car kappakstri í Bandaríkjun- um eftir að hann vann titilinn í Formula 1. Álitið er að þcssi ákvörðun Prost hafi mestmegnis kontið til vegna þess að Williams liðið samdi við AYR- TON SENNA um að keppa í bflum þess á næsta tímabili og honunt og Prost hcfur aldrei samið vel. Enginn kappakstursmaður hefur unnið jafnntargar Formula 1 keppnir og Prost en hann vann 51 Grand Prix sigra á ferlinum. MICHAEL ANDRETTI FARINN WESTUR ufturtil Bandarikjanna og mun ainál afýmsum loga uiðu þess ’ að sýna bcstu hliðar sfnar og þ' eit þó hvað sfðar verður. síst af. 1 Það hefur ekki mikið farið fyrir hinum ágætu AUDI bílum á markaðnum hér á landi. Þegar maður sá þessa bíla á bflasölum var verðlag þeirra svo langt fyrir neðan sannvirði að engu tali tók. Líklega má rekja ástæðuna fyrir þessu til fyrri tíma en þeir AUDI bílar sem fluttir voru til íslands á átt- unda áratugnum þóttu nokkuð kvillasamir. En þeir voru viðurkenndir eigi að síður sem góðir akstursbflar, voru þokkalega kraft- miklir og skemmtilegir á flestan hátt. AUDI var því bfll sem alla burði átti að hafa til að vera í fremstu röð í endursölu ef frá var tald- ir kvillarnir. En því fór sem fór og urn margra ára skeið var bíllinn tregur í sölu. Svo kom þó að þvf að innra eftirlitið hjá verksmiðjunum varð beinskeyttara. Það skilaði auðvitað árangri um leið og ef maður lítur á bflasölur hér þá er þetta augljós stað- reynd. mikil breyting hefur orðið á endur- sölu AUDI bflanna. Þeir bílar sem verk- smiðjumar hafa sent frá sér síðan 1988 hafa reynst frábærlega. Það er ekki að undra þar sem Þjóðverjar eru þekktir fyrir sína miklu og þróuðu hátækni og almenna vömvöndun. Til dæmis eru þeir í fremstu hvað varðar nýtingu áls við bflasmíðar og lítum aðeins frekar á þá staðreynd. Álnotkunin á sér nokkra sögu hjá ÁUDI því árin 1938 og 1939 var ál notað í Grand Prix kappaksturs- bílinn Silfurörina sem Auto Union gerði út, en það fyrirtæki var einn forvera AUDI verksmiðjanna. Silfurörina fluttu Rússar til Moskvu eftir stríð til að skoða nánar. Ál- notkunin vakti sérstaka athygli þeirra. Þeir hjá AUDI er þess fullvissir að áiið sé það smíðaefni sem meslu máli niuni skipta þeg- ar til lengri til tfma er Iitið en mun aukin notkun þess gera framleiðendum kleift að létta bfla sína umtalsvert. Ætla má að þess verði ekki langt bíða þangað til aukin notk- AUDI AVUS, ofurbílliiin sem sýnir glögglega hressilega framtíðarsýn framleiðandans. Þetta er álbíll í fremstu röð. SH.FURÖRIN, Grand Prix kappakstursbíll frá 1938 sem framleiddur var af Auto Union, eimim forvera A UDI verksmiðjanna. Þctta er billinn sem Riíssar fluttu til Moskvu eftir stríð til að skoða nánar. Alnotkunin íhonum vakti sérstaka forvitniþeirra. A UDIA 8, ekki bara með ál ígangverkinu. Dís- elvélin íþessu tryllitœki er 200 hestafla, V8 og í framtiðinni er œtlunin að hafa þarna W12, 354 hestafia vél. un áls létti bfla urn allt að 25% en það myndi þýða allt að 16% beinan eldsneytis- spamað. Það er þó ekki aðeins eldsneytis- spamaður sem þama er um að ræða því létt- málmurinn er snöggtum verðmætari en stál- ið þegar að endumýtingu kernur. Stafar það meðal annars af þvf hversu miklu minni orku þarf til að endumýta álið en stálið. Þeir hjá AUDI halda því frain að þess verði ekki langt að bíða að ryð og þau göt sem því fylgja og hrjáð hafa margan bflaeigandann verði að baki, heyri sögunni til. Þannig ntunu bílar koma til með að endast margfalt á við það sem þekkist í dag. Ástæða þess að ál er ekki meira notað í bflafrumleiðslu í dag en raun ber vitni er að styrkleiki þess er enn ekki sá sami og stálsins. Álið er til dæmis ekki hægt að nota í sjálfberandi undirvagn einsog gert hefur verið með stálið um langt skeið. Álið hefur engu að síður skilað sínu hlutverki vel við framleiðslu hinna ýmsu vélarhluta sem og við smíði gírkassa og íjölmargra smáhluta sem ekki ber eins mik- ið á. Eins er álið mikið notað sem vöm á álagspunkta sem staðsettir em víðsvegar um bílinn. Það var árið 1985 sem AUDI vakti fyrsl vemlega athygli á möguleikum álsins við smíði bfla. Það var þegar þeir sýndu AUDI 100 á bflasýningunni í Hannover. Síðan hafa þeir náð enn betri tökum á álinu í bflaframleiðslu og nú er svo komið að þessi þróun hefur smitað út frá sér til annarra bfla- framleiðenda og eykst nú hröðurn skrefum á öllum vígstöðvum. Shell

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.