Alþýðublaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 „Ljónið öskrar“ Jón B. Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins skrifaði grein í Al- þýðublaðið föstudaginn 18. nóvem- ber síðastliðinn sem hann kallar „Vonina og veruleikann". Þar gerir hann tilraun til að svara tveimur greinum sem við Ingvar Sverrisson, varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlist- ans, skrifuðum um flokkakerfið ís- lenska. Við Ingvar erum sammála um að það sé komið að fótum fram. Þó að mig taki það sárt að kalla pól- itískan leiðtoga minn til margra ára smákóng, þá verð ég að segja að hann fellur í allar þær gryíjur sem við félagamir ætlum slíkum í grein- um okkar. Það veldur mér vonbrigð- um að hann nær ekki að rífa sig upp úr smáflokkaþrasinu og nöldrinu sem einkennir stjómmálaumræðuna í dag. í fyrsta lagi virðist hann hafa mis- skilið okkur félagana að því leyti að ætla okkur að boða enn einn smá- flokkinn inn í þrasið þegar hann seg- ir að „Leiðimar [séuj áreiðanlega ekki þær að tjölga þeim flokkum eða flokksbrotum sem [vilji] vinna að sameiginlegu markmiði.“ Þetta er augljóst og kristaltært í hugum flestra nema Jóhönnu Sigurðardóttur og hennar fylgismanna. I öðm lagi fellur hann í þá gryíju að fara að tíunda „sérstöðu Alþýðu- flokksins." Það kallast að hafa sér- stöðu þegar enginn er sammála manni. Og hvemig öðlast maður hina eftirsóknarverðu sérstöðu. Jú, með því að falla í enn eina gryfjuna sem formaður Alþýðuflokksins fell- ur í í grein sinni; að kalla alla í kring- um sig óvini sfna og andstæðinga. Hann segir: „Andstæðingar Alþýðu- flokksins hafa áratugum saman kyrj- að þann söng að Alþýðuflokkurinn sé með hægri slagsíðu." Hverjir em þessir andstæðingar Alþýðuflokks- ins? Greinilega ekki Sjálfstæðis- flokkurinn, því hann myndi vart hanna „hægri slagsíðu“. I grein sinn víkur formaður Alþýðuflokksins ekki einu orði að grundvallar hug- myndaágreiningi Alþýðuflokksins Pallborðið Magnús Árni Magnússon skrifar og þeirrar eðlu breiðfylkingar, sem snýr að stöðu einstaklingsins í þjóð- félaginu á öllum tímum, en veltir sér upp úr dægurþrasinu við Olaf Ragn- ar og co. Ég verð að taka fram að ég á mikla samleið með formanni Alþýðu- flokksins í dægurþrasinu. Þess vegna er ég í flokknum hans. Hins vegar sé ég það sem áhrifaríkari leið til að ná Jólaundirbúningur hjá okkur er hafinn og hluti af pví er að töfra fram I ji^* iBOíii) Leikhúskjailarans Stórkostlegt úrval af fisk og kjötréttum ss.reyktum laxi - gröfnum laxi, fisksalötum, pastasalötum, síUarréttum, ekta f'nu Jólakangikjöti, reyktu grísalœri, og " flœskesteg ", sykurgljáÓar kartöflur og auÓvitaÓ er ilmanJi jólarauókáliÓ á sínum stað, svo eittkvað sé nefnt. Einnig úrval kræsilegra áhœtissrétta á sérstöku "sœtindahorði". Eða kvað segirðu um að en Ja hragðmikla kátíðarmáltíð á ekta enskri Jólaköku, gœða porti og ilmanJi kaffi ? Kr. 2750,- RAGGIBJARNA tekur á móti gestum, skemmtir, leikur unJir horðkalJi og fær til sín góða vini úr skemmtanahransanum. Hljómsveitin okkar ÓMISSANDI leikur fyrir Jansi. Boðið verður upp á Hlaðborðið allar helgar framm að Jólum, frá 26. nóv. Húsið opnarkl. 18:00 V Borðapantanir i síma 1QÓ3Ó/ Fax 1Q300 „Þó að mig taki það sárt að kalla pólitískan leiðtoga minn til margra ára smákóng, þá verð ég að segja að hann fellur í allar þær gryfjur sem við félagarnir ætlum slíkum í greinum okkar.“ fram þeim sjónarmiðum, sem Al- þýðuflokkurinn stendur fyrir, að berjast fyrir þeim innan stórs um- burðarlynds jafnaðarmannaflokks, heldur en að mála mig út í hom f smáflokki og kalla alla sem ekki em sammála mér í dag heimskingja. Þá er víst að þeir verða aldrei sammála mér og smátt og smátt fara þeir að fyrirlíta mig og hata rétt eins og ég fyrirlít þá og hata. Það er rétt hjá Jóni að ungir jafnaðarmenn vom fyrstir til að orða núverandi stefnu Alþýðu- flokksins í Evrópumálum. Síðan unnum við henni fylgi innan Al- þýðuflokksins. Það er af því að við og Alþýðuflokkurinn emm í sama liði. Hve áhrifaríkur stjóm- málamaður haldið þið lesendur góðir að Jón væri ekki, ef hann bæri gæfu til að starfa innan breiðfylkingar í stað þess að eiga alla þessa smáflokkakónga að óvinum sínum og hatursmönnum? Ég myndi líka fylgja skoðunum hans innan stóra flokksins, vinna þeim fylgi og hafa árangur sem erfiði. Sænska nálgunin Þessa dagana geng ég með barmnælu sem á stendur „social- demokrater“ á bláum fleti og utan um orðið em tólf gular stjömur sem mynda hring. Mér áskotnaðist þessi næla úr herbúðum vina okkar og flokkssystkina sænskra. Hún stendur fyrir þann hóp karla og kvenna innan þesslensks bræðraflokks sem aðhyll- ast aðild Svíþjóðar að Evrópusam- bandinu. Það var rétt rúmur helming- ur kjósenda hins sænska jafnaðar- mannaflokks sem var á þeirri skoðun í þjóðaratkvæðagreiðslunni á dögun- um. Hinn helmingurinn grét beisk- um tárum þegar aðildin var svo loks naumlega samþykkt. En gliðnaði sænski jafnaðarmannaflokkurinn? Sprakk hann í frumeindir sínar þar sem annar armurinn stofnaði „rót- tækan umbótaflokk" og hinn „þjóð- emissinnaðan afturhaldsflokk". Ó nei, ekki aldeilis. Dægurmálin koma og fara og þrasið finnur sér annan farveg en þann að vega að rótum velferðar- samfélagsins sænska með því að drepa það afl sem gerði það að því sem það er. Afl sem hefur borið gæfu til að standa saman. Og þó það sé örlítið svifaseinna en „róttæki um- bótaflokkurinrí' þá kemst það á áfangastað. Em ekki sænskir jafnað- armenn að fara beita sér fyrir umbót- um á sænsku velferðarkerfi í anda ís- lenskra jafnaðarmanna? Em leiðtog- ar sænskra jafnaðarmanna ekki bún- ir að skila Svíum inn í Evrópusam- bandið? Er ekki helmingur sænskra þingmanna í dag konur? Allir þessir málaflokkar hafa einangrast hér á landi inni í ljótu smáflokkakerfi, í stað þess að þeim hafi verið unnið íylgi innan breiðrar jafnaðarmanna- hreyfingar, líkt og hjá grönnum vor- um. Jón B. Hannibalsson og Kvennalistinn vom kannski á undan Svíunum að greina vandamálið, en hinir sænsku verða á undan að leysa það. Mér er sem ég sæi árangur Ing- vars Carlssonar ef hann byggi við ís- lenskt flokkakerfi og væri formaður Alþýðuflokksins. Óyfirstíganlegt Ijón Formaður annars smáflokks, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, hefur talað fjálglega um sameiningu vinstri manna að undanfömu. Hann sér að flokkur hans er kominn að fótum fram. Kvennalistinn sem oft er nefndur sem lykillinn að slíkri sameiningu sér það henni meðal annars helst til foráttu að þurfa að sitja uppi með Ölaf Ragnar Grímsson. Ein þingkona Kvennalistans kallaði Ólaf „hið óyflrstíganlega ljón á vegi sameiningar", í Morgunblaðsgrein fyrir skömmu. (Sú lýsing á kannski við um fleiri?) Þetta sama er uppi á ten- ingnum hjá stuðnings- mönnum Jóhönnu, en þeir vilja Kvennalistann með í púkkið af því að þeir þola ekki Ólaf. Gamla hatrið ræður ferðinni. Ókei. En hefur Ólafur Ragnar Grímsson reynt að liðka fyrir slíkri sameiningu með því að bjóðast til að draga sig í hlé? Nei, ef far- ið væri fram á slíkt þá færi Ólafur vafalaust að klifa á sérstöðu Alþýðubanda- lagsins. Mér sýnist, kæru les- endur, að við séum læst inni í persónulegri óvild smákónganna. Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, segir einhversstað- ar. Því sýnist manni að eina leiðin sé sú að bíða. Bíða eftir því að smákóng- amir falli frá og biðja til guðs að þeir sem taka við kyndlinum verði ekki sokknir í sarna fenið. Því segi ég við ungt fólk í dag. Stillið ykkur. Sjáið þessa menn! Hlustið á þá. Lærið. Ekki utanað það sem þeir segja, heldur af mistökum þeirra. Þeir vilja sennilega vel, en áratuga hatur hefur skemmt þá, því hatur skemmir menn. Á meðan, haldið áfram að tala saman, haldið lífínu í voninni og gerið hana að veruleika. Höfundur er heimspeki- nemi og situr í framkvæmda- stjórn Alþýðuflokksins. Matur, tónlist og skemmtun Jólahlaðborð í Skrúði 28. nóvember til 22. desember. Úrval Ijúffengra jólarétta á notalegum stað. Tónlistarflutningur er í höndum Jónasar Þóris og Jónasar Dagbjartssonar. Verð í hádeginu: 1.650 kr. Verð á kvöldin: 2.490 kr. Jólastemning í Súlnasal 3. og 10. desember. Glæsilegt jólahlaðborð og fjölbreytt skemmtiatriði: Bossa Nova bandið með splunkunýja dagskrá. Egill Ólafsson og Guðrún María Finnbogadóttir (sigurvegari í Tónvakakeppni RÚV 1994). Jónas Þórir og Jónas Dagbjartsson. Hljómsveitin Saga Klass ásamt söngvurunum Reyni Guðmundssyni og Guðrúnu Gunnars- dóttur leikur fyrir dansi til kl. 3. Verð: 2.700 kr. Borðapantanir eru í síma 29900. - þín jólasaga!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.