Alþýðublaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Erlend hringekja Washington D.C.: Algjör upplausn ríkir meðal starfsfólks á Capitol Hill ímyndið ykkur harmakveinin ef risafyrirtæki sem veitti 20 þúsund manns atvinnu yrði á einni nóttu yfirtekið af samkeppnisaðilum sem hótuðu því að skera starfsliðið niður við trog og umbylta fyrirtækinu á allan hátt. ímyndið ykkur harmakveinin ef risafyrirtæki sem veitti 20 þúsund manns atvinnu yrði á einni nóttu yfirtekið af samkeppnisaðilum sem hótuðu því að skera starfsliðið niður við trog og umbylta fyrirtækinu á all- an hátt... Eitthvað í þessa veru hefur nú gerst á Capitol Hill í Washington. Sorgarmars geislaprentara sem spýta út atvinnuumsóknum er ærandi. Fyrir 40 áaim - þegar nýir vald- hafar tóku fulltrúadeild bandaríska þingsins yfir síðast - taldi starfsliðið þar rétt rúmlega 3 þúsund manns. I dag er þessi tala komin uppf 12 þús- und og öldungadeild þingsins hefur um 7 þúsund manna starfslið. Þegar öldungadeildin lenti síðast í klóm Repúblikanaflokksins árið 1980 gátu margir demókratanna sem þá hrökt- ust á brott fengið vinnu við fulltrúa- deildina er var undir stjóm Demó- krataflokksins. Svo háttar vitaskuld ekki til nú. Þetta kom nýverið fram í Tlie Economist. Starfslið dæmigerðrar bandarískr- ar þingnefndar hefur lengi verið skipað að tveimur þriðju hlutum af Repúblikaninn Newt Gingrich, verðandi þingforseti, hefur undan- farið staglast á áætlan sinni um að skera niður starfslið þingnefnda um þriðjung. Margir efast um að sú verði raunin. demókrötum og restin repúblikanar. Á nýju þingi verður þessum hlutföll- um snúið við og tlestar pólitískt skipaðar stöður innan þingsins (þar á meðal dyravarðastöður) lenda til umsagnar hjá repúblikönum. Bara svona til að ítreka skilaboðin sem Repúblikanaflokkurinn hefur verið að senda út, þá er rétt að minna á að nýja stjaman þeirra og verðandi þingforseti, Newt Gingrich, staglað- ist á þeirri áætlan sinni í vikunni að skera niður starfslið þingnefndanna um þriðjung. Áfallid er hrikalegt Demókratar sem starfa innan öld- ungadeildarinnar hafa verið að und- irbúa sig fyrir hið versta í allnokkum tíma. En byltingin í fulltrúadeildinni virðist hafa komið flestum starfs- mönnum þar fullkomlega í opna skjöldu. Þeir fengu hreint út sagt áfall eftir að ljóst varð hver staða demókrata var á þingi. Hvað getur óvelkomin þingrotta á demókrata- vængnum gert í svona stöðu? „Feng- ið útbrot af hræðslu og kaldan svita niður bakið,“ segir aðstoðarmaður sigraðs demókrata sem áður var í einni löggjafamefnd þingsins. „Eg er miðaldra hvítingi sem hefur enga sjáanlega hæfileika." Margir af brotthröktum fymim starfsmönnum demókrata munu landa þægilegum störfum hjá ein- hverjum af þeim ótalmörgu lög- fræðistofum, þrýstihópum og rann- sóknastofnunum sem halda til í Washington. Aðrir geta fært sig yfir í ríkisgeirann svo framarlega sem harkalegur niðurskurður verður ekki ákveðinn þar af hinum báknhatandi repúblikönum. Höfum í huga að svo gæti farið að eftir stuttan tíma muni demókratar á leiðinni frá Washington verða tölu- vert fæni en sá fjöldi repúblikana sem nú er á leiðinni inn. Það verður ekki nokkur einasti stjómmálaskýr- andi hissa ef umbyltingar repúblik- ana á ríkisbákninu og svokallaður niðurskurður muni leiða til stærra og enn útblásnara stjómkerfis í Wash- ington, ekki minna. Rúanda: Gjaldþrota og veikburða land á barmi valdaráns Ný og veikburða ríkisstjórn Rúanda hefur engin gögn, engin skjöl, ekkert starfslið, enga embættismenn, enga lögreglu, dómara eða fangelsisyfirvöld, ekkert rennandi vatn, ekkert rafmagn og enga innkomu fjármagns í ríkiskassann. Tvö einmana ökutæki standa á bílastæði ráðuneytisins. Það var brætt úr vélinni í öðra þeirra í bar- dögunum í apríl síðastliðnum. Hitt er lítið annað en ryðhrúga sem hangir saman á málningarslettum, en er þó enn ökufært. Þetta er ráðherrabíllinn. Bfistjórinn gætir aleinn inngangsins í ráðuneytið með lemstruðum Kalas- hnikov-riffli sínum. Fari maður upp galtóman stigann með kúlnaföram á aðra hæð hittir maður fyrir ritara ráð- herrans; á borði hans situr rafmagns- ritvél en enginn rafstraumur er í hús- inu. Þessir þrír - ráðherrann, ritaiinn og bfistjórinn - era allt starfslið ráðu- neytisins. Svo segir í nýjasta tölu- blaði The Economist um ástandið hjá stjórnvöldum Rúanda. Fjóram mánuðum eftir að nýja ríkisstjómin í Rúanda tók við völd- um er ástandið þannig að ráðuneytin hafa ekkert starfslið, engin skjöl, engar skýrslur, engin gögn og ekkert rennandi vatn. Ríkisskattstjóri og fjármálaráðuneytið hafa enga starfs- menn þannig að innkoma ríkisins er engin. I Rúanda eru engir dómarar og engir lögreglumenn; og hvað þá fangelsisyfirvöld. Það era engin ríkj- andi lög og engin regla. Staða mála í landinu veltur algjörlega á herliði Tutsi- ættbálksins sem sigraði í borg- arastyrjöldinni gegn öfgafullum stjórnvöldum Hutu-ættbálksins. Tutsi-hermenn voma hungraðir yfir götuvígjum og vegatálmum. Þeir eru 30 þúsund talsins, launalausir, illa nærðir og tætingslegir og fæstir af unglingsaldri. Fá ekki adstod þó allir séu af vilja gerdir Sameinuðu þjóðimar, stofnanir þeirra og ýmis óháð samtök eru að gera sitt besta. Þau hjálpa til við að gæta friðar, endurreisa sjúkrahús, gera við brýr og vegi, hreinsa burtu jarðsprengjur, hefja skólanám og verja mannréttindi Rúanda- íbúa. Sumt af þessu hefur áhrif og virkar. Annað ekki. Sjálfsþurftarbúskapur sumra bænda er hafinn á ný og þeir era famir að sá útsæði í akra sína. Símakerfi landsins er komið í gang á nýjan leik - svona til að gera. En gjaldmiðill landsins og allt peninga- kerfi - sem aldrei stóð styrkum fót- um - er ónýtt dæmi sem gengur aldrei upp. Peningakerfið hefur verið gjöreyðilagt. Jafnvel fyrir þjóðar- morðið síðastliðið vor þá var ómögulegt að græða peninga í Rú- anda nema í tengslum við alþjóðlega hjálparstarfsemi sem stjórnað var af fyrrum stjórnvöldum landsins. Nú hefur hjálparstarfsemi af því tagi verið stöðvuð. Reglugerðir Alþjóðabankans og samstarfsaðila hans koma í veg fyrir að bankinn geti lánað til Rúanda þangað til landið hefur sýnt viðleitni í þá átt að greiða upp stórar vaxta- skuldir. En nýja rfkisstjórnin á ekki aur og það litla Ijármagn sent til var áður hvarf á braut í ferðatöskum fyrram valdhafa þegar þeir llýðu til Zafre í borgarastyrjöldinni. Mögu- leiki er þó á að veita lán af einhverju tagi svo gera rnegi til að tnynda við helstu rafmagnslínur, endurbyggja brýr og opna skóla á nýjan leik. En nýja ríkisstjómin getur engan veginn greitt laun viðgerðarfólksins og get- ur ekki einu sinni samþykkt slíkar aðgerðir. Rúanda hefur ekki nokkurn minnsta möguleika á að gera sjálft sig hæft til að þiggja þá hjálp sem velviljaðir aðilar væra tilbúnir til að veita. En sfðan ber að líta á það, að það eru svosem ekki margir erlendir aðil- ar sem era ríkisstjóm Rúanda velvilj- aðir. Núverandi valdhafar eru langt- frá geðþekkir eða fýsilegir sam- starfsaðilar. Tutsi-ættbálkurinn sem stjórnar landinu algjörlega myndi nær örugglega tapa kosningum ef einhver hefði dug f sér eða kjark til að halda eins og einar slíkar. Tutsi- herliðið hefur stillt upp nokkrant Hutu-mönnum á æðstu staði; svona til málamynda. Hutu-menn eru í embættum forseta, forsætisráðherra og nokkram öðrum virðuleikaemb- ættum. Breyskleikakeppni ætt- bálkanna Ofaná allt saman virðist vera ein- hverskonar breyskleikakeppni í gangi milli ættbálkanna: Utanrfkis- ráðherra Rúanda sem tilheyrir Hutu- ættbálknum og var til dæntis nýlega gripinn glóðvolgur á leið útaf hótel- herbergi í New York með næslum 14 milljónir í ferðatösku. Ráðherrann var á leið til Parísar - á vit hins ljúfa lífs - í stað þess að gegna diplóma- tískum skyldum sínum með aðstoð milljónanna 14 í Bandaríkjunum. Strangtrúaður yfirmaður í herliði Tutsi- ættbálksins í Kigali stjórnar dagblöðum Rúanda og útvarpinu. Hann krefst strangrar ritskoðunar á Forsætisráðherra Rúanda gefur til kynna fjárhagsástand landsins og það fjármagn sem ríkisstjórnin hefur til að endurreisa landið. hervísu og refsar grimmilega fyrir meint brot á þeim reglum. Villi- mannslegir Tutsi-hermenn mis- þyrma Hutu-mönnuni í frumskógin- um. Það verður þó að viðurkennast, að ríkisstjóm Rúanda hefur meiri vilja til raunverulegrar endurreisnar landsins en mörg nágrannaríkin sem þó njóta alþjóðlegrar aðstoðar. En án fjánnagns til að koma stjómvöldum og stjómkerfi landsins í gang á nýjan leik þá er þeiiri hættu boðið heint að ríkisstjóminni verði velt úr sessi af undirmönnum í hernum eða lágt sett- um „ríkisstarfsmönnum". Slíkir bylt- ingarmenn gætu reynst vera enn grimmari og óraunhæfari valdhafar en þeir núverandi eru. Kunnugir geta sér þess til að þrír og hálfur milljarð- ur nægi til að láta hjólin rúlla á nýjan leik í þessu gjaldþrota landi; Ijár- hagslega sem siðferðislega. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og félagar hans, demókratarnir á Capitol Hill, sjá nú á bak aragrúa fyrrum starfsmanna sinna. Koma jafnmargir repúblikanar I staðinn? ® EIGNARHALDSFÉLAGIÐ 'mjt BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Heiðurslaun Bninabótafélags Islands ehf. 1995 Stjórn Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Is- lands veitir einstaklingum heiðurslaun sam- kvæmt reglum, sem settar voru árið 1982, í því skyni að gefa þeim kost á að sinna sér- stökum verkefnum til hags og heilla fyrir ís- lenskt samfélag, hvort sem er á sviði lista, vísinda, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Reglumar, sem gilda um heiðurslaun og / / veitingu þeirra fást á skrifstofu BI að Ar- múla 3 í Reykjavík. Þeir, sem óska að koma til greina við veit- ingu heiðurslauna árið 1995 þurfa að skila umsóknum til stjórnar félagsins fyrir 10. desember 1994. Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag íslands. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu sem okkur var sýnd við andlát og útför, Guðbjargar Þorsteinsdóttur, Bergstadastræti 40, Reykjavík. Gunnar Valdimarsson og aðrir aðstandendur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.