Alþýðublaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Elmar Oliveira: Fiöluleikari sem er meðal þeirra eftirsóttustu í heiminum og spilar með Sinfóníuhljómsveitinni annað kvöld. Samband íslenskra bankamanna 60 ára afmæli stéttarfélags 3.400 bankastarfsmanna Samband íslenskra bankamanna (SIB) fagnaði 60 ára afmæli sínu síð- astliðinn mánudag, 30. janúar, og bankar, sparisjóðir og önnur fjár- málafyrirtæki buðu viðskiptavinum af þvf tilefni uppá kaffi og meðlæti. Saga sambandsins verður stuttlega rakin hér á eftir vegna afmælisins: SÍB er stéttarfélag 3.400 starfs- manna banka, sparisjóða og flestra fjármálafyrirtækja landsins. Banka- menn vinna meðal annars í Seðla- bankanum, Byggðastofnun, Iðnlána- sjóði, Reiknistofu bankanna, Þjóð- hagsstofnun, kaupleigufyrirtækjum og víðar. SÍB var stofnað árið 1935 og var Haraldur Johannessen fyrsti for- seti þess. Það var upphaflega laus- tengt bandalag bankamanna, en þró- aðist smám saman yfir í að verða fullgilt stéttarfélag. Við stofnun Sambands íslenskra bankamanna fyrir 60 ámm vom ör- fáar konur starfandi í bönkum. Dæmið hefur nú snúist við, því 75% af félögum SIB em konur. Núver- andi formaður SÍB er Anna G. Ivarsdóttir, en hún er önnur konan til þess að verða formaður sam- bandsins. Framkvæmdastjóri SÍB er Vilhelm G. Kristinsson. Bankastarfsmönnum í viðskipta- bönkunum hefur fækkað um 850 frá því þeir vom flestir árið 1988. Tæknibylting og hagræðing í banka- kerfinu hefur haft þessa fækkun í för með sér. Undanfarin misseri hafa að meðaltali um eitt hundrað félags- menn SÍB gengið atvinnulausir. Síðustu ár hefur viðamikil tækni- væðing bankaþjónustunnar leitt til þess að þjónusta banka við almenn- ing og fyrirtæki hefur aukist vem- lega. Oftar en ekki eiga þessi sam- skipti sér stað í gegnum tölvur, hrað- banka og síma, þannig að þrátt fyrir aukin viðskipti þurfa viðskipta- mennimir sjálfir æ sjaldnar að koma í bankana. Þessir breyttu starfshættir í bönkunum hafa valdið því að mun meiri kröfur em gerðar til hæfni og þekkingar starfsmanna. Samband íslenskra bankamanna hefur frá fyrstu tíð lagt áherslu á menntunarmál bankamanna og rekur nú Bankamannaskólann sem er í eigu SÍB, viðskiptabankanna, spari- sjóðanna og Seðlabankans. Starf- semi Bankamannaskólans hefur ekki síst verið mikilvæg á þeim miklu breytingartímum sem nú ganga yfir. Samband íslenskra bankamanna (SÍB) fagnaði 60 ára afmæli sínu síðast- liðinn mánudag: Bankar, sparisjóðir og önnur fjármálafyrirtæki buðu við- skiptavinum af því tilefni uppá kaffi og meðlæti. Meðfylgjandi mynd var tekin í Islandsbanka við Bankastræti. A-mynd: E.ÓI. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands Einn eftirsóttasti fiðluleikari heims - Elmar Oliveira - spil- ar fiðlukonsert Beet- hoven með hljómsveit- inni á föstudag. Fiðlukonsert eftir Beethoven og Vorblót eftir ígor Stravinskíj eru þau verk sem Sinfóníuhljómsveit Is- lands mun leika á tónleikum sínum í Háskólabíói fimmtudagskvöldið 2. febrúar, klukkan 20:00. Hljómsveit- arstjóri er Osmo Vánská, en einleik- ari í fiðlukonsertnum er hinn heims- þekkti Elmar Olíveira. Vanska er jafnframt aðalhljómsveitarstjóri Sin- fóníuhljómsveitarinnar í Lathi í Finnlandi, en sú hljómsveit hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir frá- bæran leik sinn. Fidlukonsert Beethoven Það er nánast alltaf helgiathöfn þegar fiðlukonsert Beethoven er fluttur og ekki skemmir fyrir, að fá einn af eftirsóttustu fiðluleikurum heimsins til þess að leika hann. Fiðluleikarinn Elmar Oliveira - sem er af portúgölsku bergi brotinn, en er nú bandarískur þegn - hóf fíðlunám hjá bróður sínum níu ára gamall. Að námi loknu sópaði hann að sér verð- launum í fiðlukeppnum og var með- al annars fyrstur bandarískra fiðlu- leikara til að vinna gullið í Tsjæ- kovskýj-fiðlukepninni í Moskvu, ár- ið 1978. Fiðlukonsert Beethoven var sam- inn fyrir fiðlusnillinginn Franz Clement sem frumflutti hann árið 1806. Þó að sá flutningur hafi fengið góðar viðtökur, virðist sem konsert- inn hafi fallið í gleymsku þar til fiðluleikarinn Joseph Joakim tók hann á verkefnaskrá sína á síðari hluta sfðustu aldar. Síðan hefur hann skipað fremstan sess fiðlukonserta. Vorblót Stravinskíj Ballettmeistarinn Sergei Djag- hflev var sennilega einn mesti áhrifa- valdurinn í lífi Igor Stravinskíj, en það var fyrir hans tilstilli að Stra- vinskíj fór frá Rússlandi til Parísar þar sem hann dvaldi síðan í fjölda- mörg ár. Síðar llutti Stravinskíj til Bandaríkjanna og gerðist þar ríkis- borgari. Fyrstu Parísarár hans voru afar frjósöm, en þá samdi hann hvert stórvirkið á fætur öðru, svo sem ball- ettana Eldfuglinn (1910), Petrúskja (1911) og Vorblót (1913). Ballettinn Vorblót var fmmsýndur í París 1913 og munu engin dæmi um að tónlist- arviðburður hafi valdið öðm eins uppnámi og þá varð. Er leið á sýn- inguna fór fúkyrðaflaumurinn að streyma um salinn og hávaðinn varð þannig svo mikill að ballettdansar- amir heyrðu ekki tónlistina. Að lok- um fór svo að salurinn logaði í slags- málum. Gagnrýni eftir þessa fyrstu upp- færslu á Vorblótinu var öll á einn veg: Þetta var sú versta tónlist sem nokkm sinni hafði heyrst. Sinfóníu- hljómsveit fslands flytur nú verkið í þriðja sinn. Doktor Unnsteinn Stefánsson (til hægri) hlaut viðurkenningu Hagþenkis - félags höfunda fræðirita og kennslugagna - fyrir framúrskarandi fræðistörf og samningu fræðirita og námsefnis árið 1994. Það var Hjalti Hugason, formaður Hagþenkis, sem afhenti viðurkenninguna við sérstaka athöfn. Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna Dr. Unnsteinn Stefánsson hlaut viðurkenningu Hagþenkis 1994 - fyrir mikilsverð fræðistörf og í tilefni af útkomu ritverks hans, Haffræði I og II. Doktor Unnsteinn Stefánsson hlaut viðurkenningu Hagþenkis - félags höfunda fræðirita og kennslugagna - fyrir framúrskar- andi fræðistörf og samningu fræði- rita og námsefnis árið 1994. Kunn- gert var um úrslitin síðastliðinn föstudag, en þetta er í áttunda sinn sem viðurkenningin er veitt. Doktor Unnsteinn fékk viðurkenninguna fyrir mikilsverð fræðistörf og í til- efni af útkomu ritverksins Haffrœði I og II, en síðara bindið kom út á ár- inu á vegum Háskólaútgáfunnar. Það var Hjalti Hugason, formaður Hagþenkis, sem afhend viðurkenn- inguna við sérstaka athöfn. Félagar í Hagþenki, sem stofnað var árið 1984, em nú um 280 talsins og að sögn Harðar Bergmann, framkvæmdastjóra félagsins, fjölg- ar þeim ört. Starfsemi Hagþenkis er Ijármögnuð með samningum sem félagið gerir við menntamálayfir- völd um afnot skóla af útgefnum verkum höfunda innan vébanda þess. í greinargerð viðurkenningaráðs Hagþenkis er veitingin að vissu leyti tengd 50 ára afmæli lýðveldis- ins. Þar er minnt á að Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillögu um stofnun hátíðarsjóðs þann 17. júní sem ætlað er efla vistfræðirann- sóknir á h'fríki sjávar og efla ís- lenska tungu. Verk doktor Unn- steins tengjast vel báðum þessum markmiðum. Orðrétt segir í greinargerðinni: „Viðurkenningin nær í raun til starfsferils doktor Unnsteins í heild sinni, þar sem hann helur á undan- fömum áratugum unnið brautryðj- endastarf á sviði hafrannsókna og að ýmsu leyti lagt gmnn að nútíma þekkingu okkar á hafinu. Ber starf hans allt vitni um mikla elju og vís- indalega natni. Ekki er síður um vert að hann hefur miðlað þessari þekk- ingu á móðurmálinu, þannig að hún er öllum aðgengileg." Að loknu yfirliti um efnisþætti Haffræði 1 og II er minnst í greinargerðinni á mjög ítarlega nafna- og atriðisorðaskrá og verkið talið skrifað á fögra og auð- skiljanlegu máli. Viðurkenningin felst f viðurkenn- ingarskjali og fjárhæð sem að þessu sinni var 250 þúsund krónur. Sérstakt viðurkenningarráð ákveður veitinguna. I ráðinu eiga sæti lirnm fulltrúar skipaðir af stjóm félagsins til tveggja ára í senn. Ráð- ið skipa nú: Indriði Gíslason pró- fessor, Jón Gauti Jónsson land- fræðingur, Mjöll Snæsdóttir fom- leifafræðingur, Sigrún Klara Hannesdóttir prófessor og Þor- steinn Vilhjálmsson prófessor. Doktor Unnsteinn Stefánsson er fæddur árið 1922. Hann lauk MS- prófi í efnafræði frá University of Wisconsin árið 1946 og doktors- prófi í haffræði frá Kaupmanna- hafnarskóla árið 1962. Hann hefur starfað og numið við hafrannsókna- stofnanir í Danmörku, Noregi, Eng- landi og Bandaríkjunum auk þess sem hann starfaði sem sérfræðingur og deildarstjóri hér á Islandi hjá Hafrannsóknastofnun. Doktor Unnsteinn gegndi pró- fessorsembætti í hlutastöðu við Duke University í Norður-Karól- ínufylki í Bandaríkjunum árin 1965 til 1970, var verkefnisstjóri hjá Menningar- og fræðslustofnun Sameinuðu þjóðanna 1970 til 1973 og prófessor við Háskóla íslands 1975 til 1992. Eftir doktor Unnstein liggja fjiilmörg ritverk. Auk Haf- frœði I og II má nefna Hajið sem út árið 1961 og doktorsritgerðina North Icehmdic Waters árið 1962. Þá hefur hann birt fjölda ritgerða í íslenskum og erlendum vísinda- tímaritum. Doktor Unnsteinn tileinkar Haf- fræði I og II eiginkonu sinni, Guð- rúnu Einarsdóttur, sem var hon- um stoð og stytta við ritun verksins; bæði hvað snertir vélritun á handriti fyrr á áram, prófarkalestur og auk þess sem hún hefur lesið yfir texta og lagfært málfar. Leikritið Alheimsferðir Erna verður „Reykjavíkur-frumsýnt“ á föstudaginn í Kaffileikhúsinu: Leikararnir í verkinu, þau Steinunn Ólafsdóttir, Anna Elísabet Borg, Ásta Arnardóttir (Erna) og Valdimar Örn Flygenring, voru á fullri ferð í gærdag við að reka smiðshöggið á verkið A-mynd: E.ÓI ******* Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum Alheimsferðir Erna“ - eftir Hlín Agnarsdóttur verður „Reykjavíkur- frumsýnt“ á föstudaginn. Leikþátturinn „Þá mun enginn skuggi vera til“ verður tekinn aftur upp næstu tvo fimmtudaga. Leikritið Alheimsferðir Erna hlaut fyrstu verðlaun í leikritasamkeppni Landsnefndar um alnæmisvamir vorið 1993. Leikritið var framsýnt á Listasumri á Akureyri síðastliðið sumar, en framsýning verksins í Reykjavík verður næstkomandi föstudag, 3. febrúar, í Kaffileikhús- inu í Hlaðvarpanum. Höfundur verksins, Hlín Agnarsdóttir, er jafnframt leikstjóri þess, en leikend- ur era Anna Elísabet Borg, Ásta Arnardóttir, Steinunn Ólafsdóttir og Valdimar Örn Flygenring. Sýn- ingin hefst klukkan 21:00, en húsið er opnað klukkan 19:00. Að vanda leikhússins er boðið uppá kvöldverð fyrir og eftir sýningu. Alheimsferðir Erna gerist á ferða- skrifstofunni Alheimsferðir þar sem Ema er markaðs- og sölufullUúi. Ema fær þá stórsnjöllu hugmynd, að „selja óróleikann í Reykjavík“ ein- sog hún orðar það og markaðssetja fijálslyndi Islendinga í kynferðis- málum. í miðjum klíðum þarf Ema hins- vegar að endurskoða eigið frjáls- lyndi í þessum efnum þegar hún skyndilega stendur frammi fyrir því að vera hugsanlega smituð af al- næmisveiranni. I umsögn dómnefndar leikrita- samkeppni Landsnefndar um al- næmisvarnir segir meðal annars: „Þeir fletir sem við eram látin skoða í þessu verki era kannski fyrst og fremst siðfræði okkar íslendingar og hvaða afleiðingar hún hefur fyrir samskipti kynjanna. Venjuleg stúlka, Ema, fer heim með sætum strák og sefur hjá honum. Nokkram áram síðar er þessi stúlka löngu búin að gleyma þessu atviki og stendur frammi fyrir því að hugsanlega hafi hún smitast af alnæmi og ef til vill Kolbrún Erna Pétursdóttir: Einleik- ur í leikþættinum „Þá mun enginn skuggi vera til". líka ófætt bam hennar og ástkær eig- inmaður. Leikurinn gerist á ferða- skrifstofunni Alheimsferðir þar sem einnig vakna áleitnar spurningar um ímynd landsins vegna þess orðs sem fer af frjálslyndi Islendingar í kyn- ferðismálum." „Þá mun enginn skuggi vera til" tekinn upp aftur Leikþátturinn Þá mun enginn skuggi vera til eftir Björgu Gísla- dóttur og Kolbrúnu Ernu Péturs- dóttur hefur verið sýndur yfir 50 sinnum víða um land frá því síðast- liðið haust. Verkið hefur aðallega verið sýnt á vinnustöðum og hjá fé- lagasamtökum. Alls hafa á milli 3 og 4 þúsund manns séð leikþáttinn, en áhugi hefur engu að síður dofnað. í desember vora tvær opnar sýn- ingar í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarp- anum og var fullt á þeim báðum. Því hefur verið ákveðið að bjóða uppá tvær opnar sýningar á ný í Kaffileik- húsinu fnnmtudagana 2. og 9. febrú- ar. Sýningamar hefjast klukkan 21:00, en húsið er opnað klukkan 19:00. Boðið er uppá kvöldverð fyr- ir og eftir sýningu. Þá mun enginn skuggi vera til er áhrifamikill leikþáttur um sifjaspell og afleiðingar þess. Verkið er ein- leikur konu og leikur annar höfund- anna, Kolbrún Erna, hlutverk henn- ar. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. „Nauðsynlegt er að auka umræð- una um sifjaspell og afleiðingar þess, því fræðsla og upplýst umræða er grandvöllur þess að forða megi bömum og unglingum frá lífsreynslu sem getur valdið þeim óbætanlegu tjóni. Leikhúsið er sterkur miðill og þetta verk lætur engan ósnortinn,“ segir í tilkynningu frá Kaffileikhúss- ins. Umhverfisráðherra á ráð- stefnu Sjálfstæðisflokks „Orka - Umhverfi - Alvinna” er yfirskrift ráðstefnu sem orkunefnd Sjálfstæðis- flokksins gengst fyrir næstkomandi mánudag, á Hótel Borg og hefst klukkan 17:00 með ávarpi Geirs H. Haarde, þingfiokksfomianns Sjálfstæðisflokksins. Fjórir gest- ir flytja erindi, þeir Össur Skarphcðinsson umhverfisráðherra, Helgi Bjarnason yfirverkfræðingur Landsvirkj- / 4 \ < * lr ' m j 67. sýning á Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson verður annað kvöld í Þjóðleikhúsinu. Með þeirri sýn- ingu verður áhorfendafjöldinn frá þvi að verkið var frumsýnt 11. febrúar 1994 kominn uppí 30 þúsund. Sýningum mun Ijúka innan skamms þarsem söng- leikurinn West Side Story verður frumsýndur í byrj- un mars. Á myndinni er Ingvar Sigurðsson í hlut- verki sínu í Gauragangi. unar, Edgar Guðmundsson verkfræðingur og Benedikt Jó- hannesson framkvæmdastjóri Talnakönnunar. Auk frammæl- enda og stjómanda verða eftir- farandi við pallborð að loknuni erindum: Jaap Sukkel frarn- kvæmdastjóri sæstrengsverk- efnisins ICENET, Jón Sigurðs- son forstjóri íslenska Jám- blendifélagsins, Þórður Frið- jónsson forstjóri Þjóðhags- stofnunar, Jónas Elíasson pró- fessor og Geir H. Haarde. Ráðstefnan er öllum opin og stjómandi hennar er Aðalsteinn Guðjohnsen, formaður orku- nefndar Sjálfstæðisflokksins. Stórmeistarar Þorsteinn frá Hamri og Helgi Hálfdanarson, tveir af höfuð- snillingum íslenskrar tungu, voru meðal þeirra skálda sem lásu upp á Ijóðakvöldi Besta vinar Ijóðsins á Hótel Borg í síðustu viku. Húsfyllir var og rann allur aðgangseyrir óskiptur til söfnunarinnar Samhugur í verki til styrktar Súðvíkingum. Þetta var fyrsta skáldakvöld Besta vinar Ijóðs- ins í hálft annað ár. Fyrir utan Þorstein og Helga komu fram skáldin Ingibjörg Haraldsdótt- ir, ísak Harðarson, Sigurður Pálsson, Thor Vilhjálmsson, Vigdís Grímsdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir. Kynnir kvöldsins var Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og einnig flutti Guðni Franz- son flautuleikari tvö verk. A-mynd: E.ÓI. Menningartengsl íslands og Rúss- lands (MÍR) gera FJodor Dostojevskí góð skil næstu tvo sunnudaga 26 dagar í lífi Fjodor Dostojevskí Fjodor Dostojevskí og verk hans verða á sýningarskrá bíósalar Menn- ingartengsla Islands og Rússlands (MÍR) næstu tvo sunnudaga. Næst- komandi sunnudag, 5. febrúar, klukkan 16:00, verður myndin 26 dagar í lífi Dostojevskí sýnd, en Fá- vitinn verður sýnd sunnudaginn þar á eftir. I kvikmyndinni 26 dagar í lífi Dostojevskí er lýst tæplega fjögurra vikna tímabili í lífi hins þekkta rúss- neska rithöfundar, en fjórar vikur var sá frestur sent útgefandinn Stell- ovskí gaf Dostojevskí til að ljúka við nýja skáldsögu, ella fengi útgefand- inn allan höfundarrétt og höfundar- laun á verkum hans. Fjodor Dostojevskí brá þá skjótt við og skrifaði skáldsöguna Fjár- hœttuspilarinn og naut í tímaþröng- inni ómetanlegrar aðstoðar einkarit- ara síns, Önnu Snitkinu, sem síðar vaið reyndar eiginkona hans. Leikstjóri myndarinnar er Alex- ander Zarkhi, en með aðalhlutverk- in fara Anatolí Solonitsyn og Jevg- enía Simonova. íslenskur texti er með myndinni, aðgangur er öllum heimill og er ókeypis að vanda. Nánar um Fjodor Dostojevskí Fjodor Mikhalóvitsj Dostojevskí fæddist árið 1821 og lést sextugur að aldri eftir líf sem einkennist af ógæfúlegum atburðum. Þegar Dostojevskí var aðeins 18 ára var faðir hans myrtur á sveitasetri st'nu af uppreisnarsömum bændum. Tíu áram síðar, eftir að hafa öðlast nokkra frægð eftir útgáfu sinnar fyrstu sögu (Fátœkt fólk - útgefin 1846) var hann skyndilega handtek- inn fyrir tengsl sín við hóp byltingar- sinnaðra sósíalista. Dostojevskí var dæmdur til dauða árið 1849 fyrir þessi tengsl, en var síðan náðaður nokkram mínútum fyrir aftökuna og sendur til Síberíu. í freðmýrinni þar eystra varð hann fárveikur og átti hið ömurlegasta líf. Ritstörf hóf Dostojevskí að nýju árið 1859 og sendi þá fljótlega frá sér bókina Hús hinna dauðu þar sem hann lýsti reynslu sinni í Síben'u. Eftir að vera sleppt úr prísundinni Fjodor Mikhalóvitsj Dostojevskí: Rithöfundur sem hafði mikla van- trú á pólitískri róttækni, gagnrýndi óspart vestræn áhrif í rússnesku samfélagi og trúði á sérstakt hlut- verk mannskilnings í heiminum. MÍR gerir Dostojevskí góð skil næstu tvo sunnudaga. komst riihöfundurinn að því sér til mikillar skelfingar, að hann var nær gjaldþrota. Hóf Dostojevskí þá fjár- hættuspilamennsku af miklum móð og þurfti tvisvar að flýja land undan fólki sem hann skuldaði háar fjár- hæðir. Það var ekki fyrr en síðari eigin- kona hans, Anna Snitkina, tók í taumana, að Dostojevskí náði tökum á lífi sínu. Bestu skáldsögur sínar rit- aði hann á síðustu áram ævinnar: Gkepur og refsing (1866), Fávitinn (1868-1869) og Bræðumir Kar- amazov (1879—1880). Fjodor Mikhalóvitsj Dostojevskí hafði með verkum sínum gífurlega mikil áhrif á skáldsagnagerð á Vest- urlöndum. Skáldsögur hans einkenn- ast af djúpum skilningi á þverstæð- um í mannlegu eðli, ástríðumikilli glímu persónanna um hinstu rök trú- ar og siðgæðis og samúð með hinurn útskúfuðu í þjóðfélaginu. I verkum hans kemur einnig fram vantrú á pólitíska róttækni, gagnrýni á vestræn áhrif í rússnesku samfélagi og trú á sérstakt hlutverk rússneskrar kristni og mannskilnings í heimin- um. Israelskir ljósmyndarar Farandsýningin „Ljósmyndun í ísra- el" verður opnuð af doktor Gylfa Þ. Gíslasyni, fyrrverandi ráðherra, næst- komandi sunnudag, klukkan 14.00, í anddyri Háskólabíós. Það eru menn- ingar- og vísindadeild ísraelska utan- ríkisráðuneytisins, sendiráð ísraels í Osló og Páll Arnór Pálsson aðalræðis- maður Israels á Islandi sem standa fyrir sýningunni. Sýningin hefur verið í Osló í janúarmánuði og fer héðan til Kaupmannahafnar. Á sýningunni gef- ur á að líta verk níu Ijósmyndara; þeirra Yossi Breger, Yosaif Cohain, Morel Derfler, Avi Ganor, Pesi Girsch, Judith Guetta, Judy Orgel Lester, Simcha Shirman og Bareket Ben Yaakov. Sýningin mun standa til 25. febrúar og er opið inná hana alla virka daga frá klukk- an 08:00 til 16:00. Jafnframt er sýningin opin öllum bíógestum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.