Alþýðublaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 ALÞYÐUFLOKKURINN UNGIR JAFNAÐARMENN Opið hús í kvöld Ungir jafnaðarmenn hafa opnað kosningamiðstöð vegna alþingiskosninganna og er hún á II. hæð í Alþýðu- húsinu í Reykjavík, Hverfisgötu 8-10. Frá og með kvöldinu í kvöld verður þar opið hús fyrir unga jafnaðarmenn öll miðvikudagskvöld fram að kosn- ingum. Húsið opnar klukkan 20:00 og á boðstólum verða léttar veitingar. Allar upplýsingar veitir Baldur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri ungra jafnaðarmanna, í síma 91-29244. - Nánar auglýst síðar. Fjölmennum! JAFNAÐARMANNAFÉLAG EYJAFJARÐAR Aðalfundur 1995 Aðalfundur Jafnaðarmannafélags Eyjafjarðar verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 1. febrúar. Fundurinn verður í sal Fiðlarans að Skipagötu 14 (IV. hæð) á Akur- eyri og hefst klukkan 20:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Undirbúningur aukaflokksþings Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. 3. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í að leggja grunn að öflugu starfi á kosningaárinu 1995. Stjórnin. ALÞYÐUFLOKKURINN - JAFNAÐARMANNAFLOKKUR ÍSLANDS Aukaþing 4.-5. febrúar Aukaþing Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Is- lands - verður haldið á Scandic Hótel Loftleiðum í Reykjavík helgina 4. til 5. febrúar næstkomandi. Þingið er opið öllum flokksmönnum, en aðeins þeir sem kjörnir voru fulltrúar á 47. flokksþing Alþýðuflokksins í Suðurnesjabæ, sumarið 1994, hafa atkvæðisrétt. Dagskrá: Laugardagur 4. febrúar 10:00 Þingsetning. 10:15 Ávarp Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins. 11:30 Ávörp gesta. 12:00 Hádegisverður. 13:00 Kosningastefnuskrá: Kynning. 13:30 Umræður. 15:30 Kaffihlé. 16:00 Vinnuhópar um Evrópumál taka til starfa. 17:00 Þingi frestað til morguns. 19:00 Kratablót í Víkingasal: Framboðslistar kynntir. Sunnudagur 5. febrúar: 10:30 Evrópustefna: Kynning. 12:00 Hádegisverður. 13:00 Evrópustefna: Umræður og afgreiðsla. 15:00 Kosningastefnuskrá: Afgreiðsla. 16:00 Þingi. Upplýsingar um þingið eru gefnar á aðalskrifstofum Al- þýðuflokksins, sími 91-29244, myndsendir 91-629155. Framkvæmdastjórnin. Taktu lagið, Lóa! eftir Jim Cartwright - í leikstjórn Hávars Siguijónssonar - frumsýnt annað kvöld í Þjóðleikhúsinu Lítill söngfugl í skítugu bakhúsi Frumsýning á Smíöaverkstæðinu: Kristbjörg Kjeld og Ragnheiður Steindórsdóttir á fleygiferð í hlutverkum sínum í Taktu lagið, Lóa! sem frumsýnt verður annað kvöld. Leikritið Taktu lagið, Lóa! eftir breska leikritahöfundinn Jim Cartwright verður frumsýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins annað kvöld. Lóa er feimin og óframfærin ung stúlka sem býr í hrörlegu bakhúsi með óreglusamri móður sinni, af- skipt og vanrækt. Lóa hefur gripið til þess ráðs að loka sig inní sínum eig- in heimi með félagsskap tónlistar- innar sér til fulltingis. Faðir hennar heitinn hafði skilið eftir sig mikið plötusafn og Lóa hefur smátt og smátt náð ótrúlegri leikni í að herma eftir ýmsum frægum söngkonum. Eitt kvöldið kemur móðir hennar siðan heim með nýja bólfélaga. Hann er umboðsmaður fyrir þriðja flokks skemmtikrafta og dreymir skjótfenginn gróða. Umboðsmaður- inn heyrir Lóu litlu syngja, sér sam- stundis gróðavon í hæfileikum henn- ar og fær móðurina í lið með sér við að koma Lóu á framfæri. Jim Cartwright er meðal fremstu nútímaskálda Breta. Fyrsta leikrit hans, Strœti, var frumsýnt árið 1986 og sópaði til sín fjölmörgum verð- launum. Þjóðleikhúsið sýndi það verk árið 1992. Á síðasta leikári setti Leikfélag Akureyrar upp annað verk eftir Cartwright undir heitinu Bar- Par. Taktu lagið, Lóa! er hans nýj- asta leikrit og var ffumsýnt í London sumarið 1992. Jim Cartwright þykir oft fara heldur harkalegum höndum um persónumar í leikverkum sínum og verkin sjálf því æði miskunnar- laus. En jafnframt em þau munúðar- full og meinfyndin og alltaf finnst einhver von því mitt í ljótleikanum ná ást og fegurð mannlífsins að blómstra. Taktu lagið, Lóa! var valið leikrit ársins í Bretlandi árið 1993 og hefur verið sýnt víða þar í landi og á Norðurlöndun- um; ávallt við miklar vinsældir. Það er Ólafía Hrönn Jónsdótt- ir sem fer með hlutverk Lóu, Kristbjörg Kjeld leikur móðurina og Pálmi Gests- son umboðs- manninn. Með önnur hlutverk fara Ragnheiður Steindórsdóttir, Hilmar Jónsson og Róbert Arn- finnsson. Lýsing er í höndum Páls Ragn- arssonar, leikmynd gerði Stígur Steinþórsson og Þórunn E. Sveins- dóttir hannaði búninga. Um tónlist- arstjóm sér Jón Ólafsson og annast hann jafnframt undirleik í sýning- unni. Árni Ibsen þýddi verkið og síðasta en ekki síst ber að geta Há- vars Sigurjónssonar sem leikstýrir verkinu. Lesandinn skrifar Fáein orð um Launasjóð rithöfunda - frá Pjetri Hafstein Lárussyni. Þann 24. febrúar síðastliðinn hélt Rithöfundasamband íslands félags- fund um málefni Launasjóðs rithöf- unda. Fundur þessi var að nokkm kynntur í Alþýðublaðinu þann 26. síðasta mánaðar. Er gott til þess að vita, að málefni þessa sjóðs, skuli fá umfjöllun á opinbemm vettvangi. En betur má, ef duga skal. I umræddri grein á baksíðu Al- þýðublaðsins, er meðal annars vitn- að í ræðu, sem ég hélt á fundinum, án þess þó, að nokkur grein sé gerð fyrir þvf, sem að baki lá. Mátti þó rit- stjóra Alþýðublaðsins vera það ljóst. Meðal þess, sem eftir mér er haft, er að gera ætti kröfu, að úthlutunar- nefnd ritlauna, rökstyddi það, þegar hún hafnar umsóknum. Vitanlega ætlast ég ekki til þess, að slíkur rök- stuðningur komi fram á opinberum vettvangi. Ég tel hins vegar, að höf- undar, sem fá neikvæða afgreiðslu umsókna sinna, jafnvel ár eftir ár, eigi rétt á því, að þeim sé gerð grein fyrir ástæðum þess, fari þeir þess á leit. Við skulum hafa það hugfast, að úthlutunarnefnd ritlauna deilir ekki úr eigin vasa, heldur er henni treyst fyrir almannafé. Næst er það haft eftir mér, að kanna bæri samhengið milli þess auglýsingaljármagns, sem útgefend- ur punga út í bækur einstakra höf- unda, og úthlutana, sem sömu höf- undar fá úr Launasjóði. Að baki þessara orða liggur eftirfarandi ástæða: Mörg undanfarin ár, hefur þetta samhengi ekki farið leynt. Það gefur augaleið, að útgefendur leggja mest fjármagn í að auglýsa líkleg- ustu sölubækumar. Hverjum hugs- andi manni má vera ljóst, að í þeim efnum ræður ýmislegt annað en bók- menntalegt mat. Þegar svo ritlauna- sjóður setur samasemmerki, milli þess, að höfundur „sé í umræðunni", sem kallað er, og hins, að bækur hans séu merkilegri en annarra manna rit, þá er sjóðurinn hættur að virka sem menningarlegur hvati. Hann verður einfaldlega bankastofn- un fyrir þá útgefendur, sem hafa yfir mestu auglýsingafjármagni að ráða. Samlíkingin við banka er þó ekki al- farið réttmæt, enda þurfa menn víst að greiða þeim aftur, það sem frá þeim hefst. Loks er til þess vitnað, í umræddri frétt Alþýðublaðsins, að ég hafi lýst ®FÉLAGSMÁLASTOFI\IUI\l REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39 -108 Reykjavík - Sími 888 500 - Fax 686270 Öldrunarþjónustudeild Forstöðumaður Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum, Snorrabraut 58 Staða forstöðumanns við Dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra á Droplaugarstöðum er laus til umsóknar. í starfinu er fólgin ábyrgð og umsjón með allri starfsemi er fram fer á stofnuninni bæði að því er varðar daglegan rekstur og yfirstjórn hjúkrunar við íbúa stofnunarinnar. Krafist er hjúkrunarfræðimenntunar, reynslu á sviði stjórnunar og reksturs og góðrar þekkingar og reynslu á málefnum aldraðra og öldrunarþjónustu. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Umsóknum skal skila til aðalskrifstofu öldrunarþjónustu- deildar á Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar að Síðu- múla 39 á umsóknareyðublöðum sem þarfást. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir yfirmaður öldrunarþjónustu- deildar, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, í síma 888500. MfflTOMÐ Félagar í Rithöfundasainbiuidi Isl.'Uitla fjölluðu um ofurvlðkvæint mál á féUigsíuncli í fyrnikvöld: Hversvegna fá sumlr rithöítmdar úthlutaö ór cíUr ár úr Utunusjóöí en aörlr sjaldnn eða aldrei? Siguröur A. Mugnússon sagöí fráleitt aö allir hðfundírr fiéttu aö f/i sftrau laun, afþví: Sumir eru einfaldlega betri en aðrir - oy in'Mvpsna gwur aWrel oröið lýðncðí í bókmcnntiftrt. LjóftskáUllft LUrjitr Sva« Stmonarson «ag»t .meistaraftoltluuitn' I UUiiKkum t>riknirnntittn lll syiulanna. og »agði aO Btt helöl orölft 6}{lhU undlr nrftu SlRurftar. _ því yfir, að hverjum heilvita manni ætti að vera ljóst, að félagar í Rithöf- undasambandinu ættu ekki erindi í stjóm Launasjóðs rithöfunda. Eins og fram kemur í fréttinni, kölluðu þessi orð mín á þá fyrirspum Sigurð- ar A. Magnússonar (frammíkall úr sal), hvort helmingur fundarmanna væm hálfvitar. Þeirri fyrirspum svar- aði ég ekki, enda verð ég að játa, að ég varð svolítið klumsa, þegar í ljós kom, að jafn heimspekilega þenkj- andi rnaður og Sigurður, hafði aldrei heyrt minnst á hugtakið „siðvit". Að vfsu má vera, að hann haft heyrt orð- inu fleygt, en hann hefur þá ekki skilið það. Tilefni þessara orða minna, er það, að nú situr félagsmaður í Rithöf- undasambandi Islands í úthlutunar- nefnd Launasjóðs. Að vísu er ekkert í lögum sem bannar það. Ég hygg, að löggjafanum hafi einfaldlega sést yf- ir þann möguleika, að slíkt siðleysi gæti grafið um sig í stjóm Rithöf- undasambandsins, að menn þar á bæ, fæm að tilnefna rithöfunda í stjórn Launasjóðs. En nú hefur kom- ið í ljós, að allur er varinn góður, í þeim efnum sem öðmm. I þessum orðum mínum felst eng- in gagnrýni á þá persónu, sem hér um ræðir, enda staða hennar vart öf- undsverð. Hér er einfaldlega um að ræða grundvallaratriði almenns siðgæðis. Er leitt til þess að vita, að slíkt skuli vera ýmsum af þekktustu rithöfund- um landsins iokið bók. Öllum má ljóst vera, að seint eða aldrei verður fundið upp opinbert rit- launakerfi, sem allir geta sætt sig við. Eftirfarandi atriði hljóta þó að miða í rétta átt: 1. Þeir, sem hlotið hafa ritlaun úr tveimur efstu flokkum tvö ár í röð, missi rétt til umsóknar þriðja árið. 2. Laun úr Launasjóði rithöfunda verði tekjutengd. Það er einfaldiega út í hött, að ríkið sé að styrkja ijár- hagslega, þá höfunda, sem geta lifað „Öllum má ljóst vera, að seint eða aldrei verður fundið upp op- inbert ritlaunakerfi, sem allir geta sætt sig við. Eftirfarandi atriði hljóta þó að miða í rétta átt: 1. Þeir, sem hlotið hafa ritlaun úr tveimur efstu flokkum tvö ár í röð, missi rétt til umsóknar þriðja ár- ið. 2. Laun úr Launa- sjóði rithöfunda verði tekjutengd. Það er ein- faldlega út í hött, að ríkið sé að styrkja fjár- hagslega, þá höfunda, sem geta lifað af þeim tekjum, sem þeir fá frá útgefendum. 3. Komið verði í veg fyrir hags- munatengsl þeirra, sem sæti eiga í úthlut- unarnefnd og einstakra rithöfunda og/eða út- gefenda.“ af þcim tekjum, sem þeir fá frá útgef- endum. 3. Komið verði í veg fyrir hags- munatengsl þeirra, sem sæti eiga í úthlutunamefnd og einstakra rithöf- unda og/eða útgefenda. Fleira mætti tína til í þessu sam- bandi, en ég læt gott heita að sinni. Með bestu þökkum fýrir birtinguna. Pjetur Hafstein Lárusson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.