Alþýðublaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 1995 S k o ð a n MtYÐVBMDID 20895. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Ólafur Ragnar klúðrar kosningabaráttunni Alþýðubandalagið hefur verið í harðri stjómarandstöðu við ríkisstjóm, sem hefur þurft að grípa til óvinsælla aðhaldsað- gerða. Því hefur þar að auki tekist að ná til fylgis við sig fulltrúa óánægjuafla úr verkalýðshreyfingunni. Samkvæmt öllum lög- málum stjómmálanna ætti Alþýðubandalagið því að njóta byrj- ar í kosningabaráttunni. Barátta flokksins byrjaði líka vel. Alþýðubandalagið naut aukins fylgis, ekki síst í kjördæmi formannsins, Reykjanesi. En dæmið hefur snúist við. Alþýðubandalagið spólar í hjólförun- um, og er tekið að renna niðurávið. Hvergi er þessi þróun jafn skýr og í kjördæmi Ólafs Ragnars, þar sem flokkurinn hefur hmnið í nýjustu könnunum. Heriist Alþýðubandalagsins er nefnilega kolröng. Ólafur Ragnar er að reka tvær kosningabaráttur fyrir einu og sömu kosningamar. Hin formlega kosningabarátta er háð á þeim for- sendum, að Alþýðubandalagið boðar „vinstra vor“ og vill ger- ast samnefnari vinstri aflanna. Þannig vill hann safna atkvæð- um til vinstri. Hin óformlega barátta gengur hins vegar út á það að gera Alþýðubandalagið að fýsilegum samstarfsaðila fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og nýta vinstri atkvæðin til að gera Davíð Oddsson aftur að forsætisráðherra. Árásir Alþýðubandalagsins gegn ríkisstjóminni gátu þess- vegna aðeins beinst gegn Alþýðuflokknum, til að styggja ekki Sjálfstæðisflokkinn og Davíð. Og alla kosningabaráttuna hefur Ólafur rótast einsog naut í flagi gegn Alþýðuflokknum, sem flokksfélagar hans skilgreina þó sem félagshyggjuflokk. Hann víkur ekki einu orði að Sjálfstæðisflokknum. Árangurinn getur nú Ólafur Ragnar lesið úr fylgistölum kannanna af Reykjanesi, þar sem fólk er í stómm stíl að hafna honum fyrir tvöfeldnina. Sagan er að endurtaka sig frá vorinu 1991. I síðustu kosn- ingabaráttu, þegar góður möguleiki var að halda áfram fyrri vinstri stjóm, þá einbeitti Ólafur Ragnar sér með hörðum árás- um gegn Alþýðuflokknum. Það leiddi til þess, að Alþýðuflokk- urinn vildi ekki frekara samstarf við hann. Þannig kom hann eigi flokki út úr ríkisstjóm. En farsinn er ekki búinn. Hmnið í Reykjanesi, og fylgistap Alþýðubandalagsins á landsvísu hefur nú leitt til þess, að Ólafur Ragnar hefur, enn einu sinni, snúið við blaðinu. Töframaðurinn hefur dregið nýja kanínu úr hatti sínum. í kjördæmaþætti í sjónvarpinu á sunnu- dag lýsti hann því allt í einu yfir, að hann stefndi að því að mynda vinstri stjóm, og hefði mánuðum saman unnið að stefnuskrá slíkrar stjómar! Þetta vakti almenna kátínu annarra þátttakenda, og ekki síður hjá þeim, sem heima sátu. Hver trúir svona manni? Ólafur Ragnar er enn að loka fyrir stjómarþátttöku Alþýðu- bandalagsins, bæði til vinstri og hægri. Enn einu sinni er hann að mála Alþýðubandalagið út í hom. Væntanlega er hann far- inn að skynja stöðu sína, því það vekur eftirtekt að í öllum fjöl- miðlum birtist hann pirraður, sár og reiður. Og afar, afar ótrú- verðugur. Það nær aðeins eitt orð yfir herlist Ólafs Ragnars: Klúður! „ Gat ekki varíst lengur og baðst lausnar" f Morgunblaðinu á sunnudaginn birtist athyglisvert viðtal við Láru Haíliðadóttur, fyrrverandi deildar- stjóra í félagsmálaráðuneytinu. Hún hóf störf í ráðuneytinu árið 1957 fyr- ir tilstuðlan Hannibals Valdimars- sonar og vann þar síðan í 34 ár. Á þessum tíma vann hún fyrir 11 ráð- herra og ber þeim góða sögu. Lára segist hafa unnið með glöðu geði undir góðri stjóm í góðu andrúms- lofti allt þar til Jóhanna Sigurðar- dóttir settist í stól félagsmálaráð- herra. Eftir að hafa starfað undir hennar stjóm í fjögur ár og ljóst að Jóhanna mundi áfram gegna starfi fé- lagsmálaráðherra segist Lára ekki hafa getað varist lengur og beðist lausnar. Kaflar úr viðtalinu við Lám Hafliðadóttur fara hér á eftir. „Við erum fjórar sem hættum í ráðu- neytinu á meðan Jóhanna var þar og ég held að henni hafi ekki þótt það miður." Sagt er að menn eflist við hveija raun, en aðrir halda þvf fram að fólk sé mismunandi í stakk búið að taka við mótlæti. Hvað sem er rétt í því stendur Lára Hafliðadóttir keik eftir að hafa reynt ýmislegt þau 64 ár sem hún hefur lifað.. .Lára fékk lömunar- veiki 25 ára gömul, þá með þrjú ung böm og þar af eitt nýfætt. Systir hennar, 22 ára, fékk einnig lömunar- veikina og lést af völdum hennar. I kjölfar veikindanna gekk Lára í gegnum skilnað og hafði ekki tök á ónarmid að ala upp tvö af bömum sínum. Hún náði sér af lömunarveikinni eins vel og hægt var að búast við, fékk vinnu í félagsmálaráðuneytinu fyrir tilstilli Hannibals Valdimarssonar og tókst að byggja sér íbúð. Eftir rúmlega þriggja áratuga starf í ráðuneytinu var hún hrakin þaðan að eigin sögn í ráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Vegna stjómarslita sat Hannibal ekki lengi í ráðuneytinu eftir að Lára kom til starfa. En svo fór að tvær aðr- ar konur fóm einnig í bameignafrí þannig að Lára ílentist í ráðuneytinu og vann hún alls fyrir 11 ráðherra. „Allir ráðherramir vom afskaplega notalegir og góðir við mig,“ segir hún og þagnar smástund. „Þangað til Jóhanna Sigurðardóttir kom,“ heldur hún svo áfram. „Hún var ekki þægi- leg nema við karlana. ,,Eg hafði til dæmis verið skipuð deildarstjóri í ráðuneytinu 1978, hafði ærinn starfa og vinnutíminn var oft langur. Áður en Jóhanna kom í ráðuneytið vann ég með glöðu geði undir góðri stjóm í góðu andrúms- lofti og fékk greitt fyrir þá yfirvinnu sem ég vann.“ „Á árinu 1986 eða ’87 ákvað ríkis- valdið að greiða skyldi opinbemm starfsmönnum óunna yfirvinnu vegna launaskriðs í einkageiranum. Eftir það var yfirvinna ekki lengur greidd nema að litlu leyti í samræmi við vinnuframlag. Nú gilti bara að vera af réttu kyni og í náðinni hjá þeim sem úthlutuðu. Eg fékk aldrei greidda yfirvinnu eftir að þetta kerfi komst á. Mig gmnar að þetta fyrir- komulag, að greiða fólki yfirvinnu án tillits til hvort hún er unnin eða ekki, sé orsökin að hinum óþolandi mikla launamun karla og kvenna sem nú gildir.“ Lára sá meðal annars um Jöfnun- „...það var í raun enginn stiröleiki, því hún [Jóhanna Siguröardóttir] virti mig ekki viðlits. Ég held að flestum konunum hafi þótt hún erfið, en ekki körlunum." arsjóð sveitarfélaganna í 16 ár og þegarhún hætti vom umsvif hans 1,6 milljarðar króna á ári. „I ráðherratíð Alexanders Stefánssonar hafði kom- ið til starfa í ráðuneytinu maður sem sóttist í að taka sjóðinn yfir. Honum tókst ætlunarverk sitt þegar Jóhanna kom í ráðuneytið eins og allt annað sem hann vildi fá fram. Jóhanna sagði upp lögfræðingi (konu) í ráðu- neytinu, en hún leitaði réttar síns og fékk starf í öðm ráðuneyti. Við emm Ijórar sem hættum í ráðuneytinu á meðan Jóhanna var þar og ég held að henni hafi ekki þótt það miður,“ seg- ir Lára og ekki er laust við biturleika í röddinni. „Um áramótin 1989-90 höfðu öll störfin verið tekin af mér og mér sagt að ég mætti velja hvað ég vildi gera. Það var ekki um neitt að velja og við það sat, en ég mætti alltaf í vinnuna.” „Ég sagði víða frá þessu, meðal annars mönnum sem höfðu unnið með mér, en þeir trúðu því ekki. Einn sagði við mig að ég skyldi sitja þetta af mér, og bíða næstu ráðherraskipta. Ég beið þangað til ég komst á 95 ára regluna til þess að ég fengi greiðslur úr lífeyrissjóði og þraukaði því verk- efnalaus fram yfir þann tíma.“ „Þegar Jóhanna hafði setið í ljögur ár og í ljós kom að hún mundi sitja áfram í félagsmálaráðuneytinu gafst ég upp, gat ekki varist lengur og baðst lausnar." ,JEg varð aldrei vör við hjá neinum þeirra [öðrum ráðherrum eða ráðu- neytisstjórum] að óánægja væri með „Þegar Jóhanna hafði setið í fjögur ár og í Ijós kom að hún mundi sitja áfram í félagsmála- ráðuneytinu gafst ég upp, gat ekki varist lengur og baðst lausnar." eitt eða neitt varðandi mín störf." „.. .það var í raun enginn stirðleiki, þvíhún [Jóhanna Sigurðardóttir] virti mig ekki viðlits. Ég held að flestum konunum hafi þótt hún erfið, en ekki körlunum." Skömmu eftir að síðara kjörtíma- bil Jóhönnu hófst veiktist Lára og fór í ársleyfi á launum þar sem hún var á Reykjalundi í þjálfun og í Æfinga- stöð lamaðra og fatlaðra. ,Æg vissi að þegar ég kæmi til baka gæti ég unnið hálfan daginn og að lífeyrissjóðurinn ætti að standa undir greiðslum á móti. Læknirinn minn taldi að ég ætti að geta unnið þannig, en ég treysti mér ekki í ráðu- neytið aftur undir stjóm Jóhönnu.“ „Sú þögla áreitni sem höfð var í frammi varð til þess að ég hraktist í burtu og er það sú erfiðasta andlega reynsla sem ég hef gengið í gegnum miðað við öll þau áföll sem ég hef lent í.“ Dagatal 28. mars Atburdir dagsins J881 Rússneska tónskáldið Mussorgsky deyr, aðeins 42 ára að aldri. 1920 Dou- glas Fairbanks og Mary Pickford, kóng- urinn og drottningin í Hollywood, ganga íhjónaband. 1939 Spænska borgarastríð- inu lýkur með sigri fasista. 1941 Breski rithöfundurinn Virginia Woolf fremur sjálfsmorð. 1943 Rússneska tónskáldið Sergei Rachmaninov deyr í Bandaríkjun- um. 1985 Rússneskættaði listmálarinn Marc Chagall deyr Afmælisbörn dagsins Raphael listmálari, einn helsti jöfur end- urreisnartímans, 1483. Maxim Gorki rússneskt stórskáld, 1849. 1857 Geir Zo- egaorðabókarhöfundur, 1857. DirkBog- arde breskur kvikmyndaleikari og rithöf- undur, 1921. Annálsbrot dagsins Brenndur Lassi Diðriksson á alþingi, meðgekk ekkert, dó í kristilegum tilbún- ingi. AnnálsgreinarÁrna á Hóli, 1675. Lokaord dagsins Nei! Það er ekki satt: Beethoven liggur ekki hér. Hinstu orð tónskáldsins Franz Schuberts, 1797-1828, þegar honum var sagt að hann lægi í eigin rúmi. Klaufaskapur dagsins Ég þekki ekkert skáld sem ég hefði trúað til að búa á Krossi og í Bessatúngu í fá- tækt og ómegð einsog hann, án þess að bíða tjón á sálu sinni. Ég naut gestrisni hans á báðum þessum bæum, sumarið 1921 á Korssi, sumarið 1924 í Bessa- túngu. Hann hugsaði altaf og talaði einsog höfðíngi og gerði gys að fátækt sinni við gesti, einsog þetta væri einhver klaufaskapur. Halldór Kiljan Laxness um Stefán frá Hvítadal. Málsháttur dagsins Það heldur velli sem hæfast er. Ord dagsins Þó að skefli og skyggi í ál, skarki brim á gijóti, berðu heila hönd í sál hveijum stormi móti. Jón Magnússon. Skák dagsins Liðsafli er jafn í skák dagsins en mönnum hefur fækkað. Þannig hafa hrókamir oln- bogarými sem nýtist vel í opnum stöðum. Armas beitir hvítu hrókunum nú einsog fallbyssum gegn Garcia-Palermo. Hvað gerir hvítur? 1. Hd8! g5 Eini leikurinn. 2. Hee8! Hxe8 3. Dxe8+ Kg7 4. De5+ f6 5. Hd7+ Kg6 6. De8+ Garcia-Palermo gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.