Alþýðublaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing um kjörskrár vegna alþingiskosninga Kjörskrár vegna kosninga til Alþingis sem fram eiga að fara laugardaginn 8. apríl 1995 skulu lagðar fram eigi síðar en miðvikudaginn 29. mars 1995. Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórnar eða á öðrum hentugum stað sem sveitarstjórn auglýsir sérstak- lega. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofu- tíma til kjördags. Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn. Athygli er vakin á því að sveitarstjórn getur nú allt fram á kjördag gert viðeigandi leiðréttingar á kjörskrá, ef við á. Jafnframt hefur sérstök meðferð kjörskrármála fyrir dómi verið felld úr gildi. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 24. mars 1995. IINNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Útboð Endurnýjun veitukerfa og gangstétta. Áfangi 2, 1995 F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, Gatnamálastjórans í Reykjavík, Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Símstöðv- arinnar í Reykjavík, er óskað eftirtilboðum í endurnýjun dreifikerfis hitaveitu og jarðvinnu fyrir rafveitu og síma auk yfirborðsfrágangs í eftirtöldum götum: Langholtsvegi, Reykjavegi og Safamýri. Helstu magntölur eru: Lengd hitaveitupípna 5.700 m Skurðlengd 4.400 m Gangstéttarsteypa 2.800 m2 Hellulögn 1.200 m2 Malbikun 1.900 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 1.500,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 11. apríl 1995, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 IINNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Útboð F.h. Vatnsveitu Reykjavíkur, er óskað eftir tilboðum í 0200 til 0600, heildarmagn 1.900 m af „ductile iron" píp- um ásamt „fittings". Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 25. apríl 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 JAFNAÐARMENN Á SUÐURLANDI Kosningamiðstöð í Vestmannaeyjum Kosningamiðstöð Alþýðuflokksins í Vestmannaeyjum er að Heiðarvegi 6. Opið frá klukkan 10:00 til 22:00. Allt- af heitt á könnunni. Kosningastjóri er Þorsteinn Hall- grímsson. Allir velkomnir - komið og kynnið ykkur málin. Símar 98-11316 og 98-11017. Símbréf 98-11007. A-listinn á Suðurlandi. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Staða trygginga- yfirlæknis (INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Útboð F.h. Reykjavíkurhafnar er óskað eftirtilboðum ítímaleigu á vinnu fyrir jarðýtu á efnistippum á hafnarsvæðinu og nefnist útboðið: Aðkeypt ýtuvinna 1995 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar stöðu tryggingayfirlæknis. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipar í stöðuna að fengnum tillögum tryggingaráðs og forstjóra Trygginga- stofnunar. Umsóknum um stöðuna skal skila til heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins, Laugavegi 116, ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf fyrir 1. maí nk. Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins veitir nánari upplýs- ingar um stöðuna og starfskjör. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 24. mars 1995. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ JT Styrkir til náms á Italíu og í Finnlandi námsárið 1995-1996 ítölsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingum til náms á ítalíu. Styrkurinn er einkum ætlaður til framhalds- náms eða rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða til náms við listaháskóla. styrkfjárhæðin nemur 1.000.000 lírum á mánuði. Frestur til að skila inn umsóknum er hér með framlengdur til 31. mars nk. Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingum til háskólanáms og rannsóknastarfa í Finnlandi. Styrkurinn er veittur til níu mánaða dvalar og styrkfjárhæðin er 4.000 finnsk mörk á mánuði. Umsóknarfrestur er til 25. apríl nk. Umsóknir um styrkina, ásamt staðfestum afritun próf- skírteina og meðmælum, skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 24. mars 1995. STJÓRNMÁL Á NORÐURLANDI EYSTRA Sameig- inlegir fundir Stjórnmálaflokkamir á Norðurlandi eystra halda eftirtalda sameig- inlega fundi: Dalvík: Víkurröst, þriðjudaginn 28. mars, klukkan 20:30. Ólafsfjörður: Tjarnar- borg, miðvikudaginn 29. mars, klukkan 20:30. Þórshöfn: Félagsheim- ilið, fimmtudaginn 30. mars, klukkan 20:30. Raufarhöfn: Félags- heimilið, föstudaginn 31. mars, klukkan 20:30. Húsavík: Félagsheimil- ið, laugardaginn 1. apríl, klukkan 14:00. Fjölmennum. Lýsing: Stærðarflokkur á jarðýtu Caterpillar D6 C Komatsu 65 E eða sambærilegt Áætlaður vélatími 400 klst. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 21. mars, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 5. apríl 1995, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 JAFNAÐARMENN Á SUÐURLANDI Kosningamiðstöð á Selfossi Kosningamiðstöð Alþýðuflokksins á Selfossi er að Eyrar- vegi 15. Opið til klukkan 22:00 alla daga. Alltaf heitt á könn- unni. Kosningastjóri er Elvar Gunnarsson. Allir velkomnir - komið og kynnið ykkur málin. Sími 98- 22311. A-listinn á Suðurlandi. JAFNAÐARMENN Á SUÐURLANDI Kosningamiðstöð í Hveragerði Kosningamiðstöð A-listans í Hveragerði er að Reykjamörk 1. Opið virka daga frá klukkan 20:00 til 22:00 og um helgar frá 14:00 til 18:00. Alltaf heitt á könnuninni. Allir velkomnir - komið og kynnið ykkur málin. Sími 98- 34043. A-listinn á Suðurlandi. JAFNAÐARMENN Á NORÐURLANDI EYSTRA Kosningaskrifstofur Akureyri: Brekkugata 7, símar 24399, 23303, 23307. Húsavík: Uppsalavegur 8, niðri, sími 41121. Ólafsfjörður: Aðalgata 18. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) ÁKR. 10.000,00 1980-l.fl. 15.04.95 - 15.04.96 kr. 370.132,90 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. mars 1995. SEÐLABANKJ ÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.