Alþýðublaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 m e n n i n c ■ Óháð listahátíð verður haldin í Reykjavík 18. ágústtil 3. september. Guðrún Vilmundardóttirkynnti sér málið... og hún hefur alltafverið" - segir Halldór Auðarson, aðalskipuleggjandi hátíðarinnar um sköpunarverk sitt. Frá 18. ágúst til 3. september verður Óháð listahátíð haldin í Reykjavík í þriðja sinn. Listahátíðin hefur fengið Iðnó til ráðstöfunar meðan á hátíðinni stendur og hefjast endurbætur á hús- inu í næstu viku. Alþýðublaðið ræddi stuttlega í gær við Halldór Auðarson, sem er aðalskipuleggjandi Óháðrar listahátíðar og var reyndar upphafs- maður hennar fyrir tveimur árum. Verður Óháða listahátíðin með sama sniði og tvö síðustu ár? „Hún verður með svipuðu sniði og tvö síðustu ár, kannski stærri og enn metnaðarfyllri ef eitthvað er. Sex ís- lensk tónverk verða frumflutt, meðal annars eftir Leif Þórarinsson tón- skáld sem verður heiðursgestur hátíð- arinnar. Leifur varð sextugur á síðasta ári, svo okkur fannst tilvalið að heiðra hann á þessari hátíð.“ Hverjir taka þátt í að skipuleggja hátíðina? „Þar leggja margir hönd á plóg, svo það er flókið að telja alla upp. Það taka að minnsta kosti þrjátíu manns þátt í að vinna í Iðnó, við byijum að vinna að endurbótum þar í næstu viku, enn er verið að reyna að ná inn íjár- magni til að vinna verkið. Öll hjálp er vel þegin. Við reynum að miklu leyti að fjármagna viðgerðimar með sjálf- boðavinnu, höfum fengið einhverja styrki, en þeir duga skammt. Mynd- listamenn sem fá inni í húsinu verða að leggja fram vinnu á móti, og sem betur fer er alltaf hópur af fólki sem er tilbúinn að rétta hjálparhönd." Fenguð þið afnot af Iðnó með því skilyrði að gera endurbœtur á húsinu áður en nokkrum verður boðið þang- að inn? „Já, við verðum að gera lágmarks endurbætur. Það hefur enginn fengið að fara inn í húsið í fjögur ár, að ég best veit, svo þetta er í fyrsta sinn sem Óháð listahátíð fær þar inni. Húsið er í þokkalegu ástandi, en það er mjög hrátt að innan, við verðum að klæða veggina, sem eru mjög gisnir, það er spuming um eldvamir. Allt rafkerfi er handónýtt, það var einmitt ein aðal- ástæðan fyrir því að húsinu var lokað á sínum tíma. Við verðum að leggja sjálf allt rafmagn sem við þurfum að nota. Óháða listahátíðin varð til í þeim anda að reyna að gera Iðnó að fjöl- listahúsi, koma lífi í það aftur, svo við vinnum þetta glöð í bragði." Þið hljótið að vera lukkuleg með að komast loksins inn ílðnó? „Auðvitað, upphaflegt markmið Óháðu listahátíðarinnar var að sýna ffam á að hægt væri að nýta Iðnó allan ársins hring. Það var áður en Reykja- víkurborg ákvað að kaupa meirihluta í húsinu, og sumir töluðu um að það ætti að rífa það. Við vildum sýna fram á að Iðnó þyrfti ekki að vera neitt bákn, heldur væri hægt að reka það á mjög einfaldan hátt. Það væri mögu- leiki að hafa einn einasta starfsmann, umsjónarmann, og síðan væri húsið afhent þeim sem vildu nota það. Það er mikið af listafólki og alls konar fólki í Reykjavík, sem hefúr not fyrir húsið. Það þarf hvorki að koma upp einhverri þunglamalegri stofnun né festa húsið ákveðnum hópum til þess að nýta húsið. Við erum búin að ná ákveðnum áfanga, nú verðum við að sýna fram á að þetta gangi upp. Dag- skráin verður mikið til inni í Iðnó, þar verður hjarta hátíðarinnar." Hátíðin opnar á afmœlisdegi Reykjavíkur. Verður mikið um að vera afþví tilefni? „Já, til stóð að halda sumarnám- skeið fyrir unglinga til að undirbúa stóra göngu, en við lentum í húsnæð- ishrakningum, svo námskeiðið verður að bíða næsta sumars. En hópur lista- manna ætlar að undirbúa göngu, við ætlum að gera líkneski af landvættun- um og ganga fylktu liði niður Lauga- veginn. Leikskólar Reykjavíkur taka vonandi þátt, hljóðfæraleikarar úr Spunasamtökunum ætla að sjá um tónlistina, og auðvitað eru allir vel- komnir.“ Hvað verður að gerast á Óháðri listahátíð frá 18. ágúst til 3. septem- ber? „Það er margt í mótun enn þá. Leif- ur Þórarinsson er í forsæti, eins og áð- ur sagði. Snorri Sigfús Birgisson heldur tónleika með verkum eftir sig og Leif og fleiri, þar á meðal tríóverk, þar sem Oskar Ingólfsson klarinett- leikari og Þórhallur Birgisson fiðlu- leikari verða með honum. Elísabet Jökulsdóttir og Sindri Freysson ■ Sex fræðingar voru í náðinni við úthlutun fræðimannsíbúðar í Kaupmannahöfn Listfraeðingur, arkitekt, lög- fræðingur, málfræðingur og tveirsagnfræðingarfa inni Úthlutunamefnd ffæðimannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sig- urðssonar í Kaupmannahöfn hefur lok- ið störfum og úthlutað íbúðinni ffá 1. september 1995 til 31. ágúst 1996. Fræðimannsíbúðin er skammt ffá Jóns- húsi eða í húsi númer 70 við götu heil- ags Páls. Fræðimaður hefur enn fremur vinnustofu f Jónshúsi. Alls bárust nefndinni 36 umsóknir og hlutu sex ffæðimenn afhot af íbúð- inni: Doktor Már Jónsson sagnfræð- ingur til að kanna gögn um Árna Magnússon, prófessor og handrita- safhara (september til nóvember 1995); Hrafnhildur Schram listfræðingur vegna rannsóknar á skandinavískum áhrifum á fyrstu kynslóð íslenskra lista- manna (desember 1995); Páll Bjarna- son arkitekt vegna rannsóknar á þróun íslenskrar byggingalistar (janúar 1996); Sigfiís Haukur Andrásson sagnfræð- ingur til að rannsaka ffekar verslunar- sögu íslands árin 1808 til 1855 - frí- höndlunartímabilið - (febrúar til apríl 1996); Hjördís Hákonardóttir lög- ffæðingur til samanburðarrannsókna á ritstíl og orðafari danskra og íslenskra lögffæðinga (maí til júní 1996); Jón G. Friðjónsson málfræðingur til að afla heimilda í orðasöfhum Amastofnunar um íslensk orðatiltæki úr Biblíumáli (júlí til ágúst 1996). í úthlutunamefndinni eiga sæti þeir Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, Ólafur Egilsson, sendiherra íslands í Kaupmannahöfh og formaður stjómar Jónshúss, og Jakob Ingvason prófess- or sem tílnefndur var af rektor Háskóla íslands. Listfengu bræðurnir Halldór og Jón Sæmundur Auðarsynir voru í góðri sveiflu i rigningunni í gær. „Óháða lista- hátíðin verður jafn stjórnlaus og hún hefur alltaf verið. Auðvitað reynum við aðeins að halda í taumana, en það er ekkert gaman að hafa allt niður njörvað," segir Halldór (til vinstri á myndinni) sem er aðalskipuleggjandi Óháðrar listahátíðar og nýtur þar meðal annars aðstoðar bróður síns sem hannaði kynningarplakat hátíðarinnar. skipuleggja sitt hvort bókmennta- kvöldið, svo verður húsið undirlagt af samsýningu myndlistarmanna. Skúlp- túrar, lágmyndir, málverk... það verð- ur nóg að skoða. Við gefum fólki ffest til 20. júlí, til að komast inn í dag- skrána. Síðustu ár hafa málin þróast þannig að fólk er að bætast inn fram á síðasta dag, og það geta allir tekið þátt, þó þeir séu ekki kynntir í dag- skránni. Iðnó verður ekki eitt um hit- una, það verða myndlistasýningar og upplestrar á flestum kaffihúsum í borginni. Óháða listahátíðin verður jafh stjómlaus og hún hefur alltaf ver- ið. Auðvitað reynum við aðeins að halda í taumana, en það er ekkert gaman að hafa allt niður njörvað." ■ Þ;jár nýjarferðabækurfrá Máli og menningu „Aferð um landið" með Bimi Hróarssyni Mál og menning hefur sent ffá sér þrjár nýjar ferðabækur eftir Björn Hróarsson í bókaflokknum Á ferð um landið. Fjallar hver bók um sinn landshlutann sem em Dalir og Barða- strandarsýslur, Skaftafellssýslur og Snæfellsnes. Bækurnar í þessum flokki verða alls tólf og spanna þær landið allt en áður hafa komið út bæk- ur um Ámes- og Rangárvallasýslur, Borgarfjörð og Mýrar og Þingeyjar- sýslu. Ferðabækumar Á ferð um land- ið em í handhægu broti og samdar með það í huga að þær séu teknar með i ferðalagið. í þeim er fjallað um helstu aksturs- og gönguleiðir í hvetju héraði fyrir sig, taldir staðir þar sem ferðafólk ættí að staldra við, landslagi lýst og sögustöðum, bent er á fáfamar slóðir, greint ffá vötnum og ám ásamt veiði í þeim og vísað á útsýnisstaði. Aftast í hverri bók er ítarlegt kort af þeim landshluta sem lýst er í bókinni. Bækurnar eru prýddar fjölda ljós- mynda. Bjöm Hróarsson er jarðfræðingur að mennt. Hann hefur einkum fengist við ritstörf og ljósmyndun af ferða- slóðum um íslenska náttúm. Á ferð um landið er 73 blaðsíður, unnar í Odda hf. Kápur hannaði Margrét E. Laxness og verðið er 1490 krónur. ■ Mál og menning ^ Periurí náfttúru Islands - eftir Guðmund Pál Ólafsson kemur út á ensku. Mál og menning hefur sent ffá sér enska þýðingu bókarinnar Perlur í náttúru íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson: Iceland the Enchanted. í bókinni er íslensku Iandslagi lýst á eft- irminnilegan hátt í máli og myndum. Hún skiptíst í tvo hluta, fyrri hlutinn er yfirlit yfir jarðsöguna og kenningar um hvemig ísland reis úr sæ, hvemig landslag verður til, mótast og eyðist. I síðari hlutanum er lýst um 70 stöðum á landinu, ffá fjöru tíl fjalla. Um stað- ina er ekki einungis fjallað ffá sjónar- horni náttúrufræði, heldur líka í tengslum við sögu þjóðarinnar. Skýringamyndir, kort og glæsilegar ljósmyndir koma töffum landsins til skila í þessari bók sem er einstök gjöf til vina og viðskiptamanna erlendis. Guðmundur Páll Ólafsson er mennt- aður í Bandaríkjunum og Svíþjóð í náttúruffæði, ljósmyndun, myndlist og köfún. Hann hefúr víða farið og unnið mörg störf til sjós og lands á íslandi og er óbilandi hugsjóna- og baráttu- maður fyrir skynsamlegri nýtingu á auðlindum landsins. Bókina þýddi Bernard Scudder. Hún er 419 blað- síður, prentuð í Odda og kostar 14.850 krónur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.