Alþýðublaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 ALÞÝDUBLAÐK) 5 á s t a m á I Karólina Lamb. Hún sagði um Byron: „Þetta fagra föla andlit er örlög mín" og þegar hann hafnaði henni rambaði hún á brún geðveiki og ofsótti elskhuga sinn af miklu kappi. komið sér úr húsi hjá flestum betri borgurum vegna sérkennilegra og fá- ránlegra uppátækja. Hún hafði engu sinnt nema kjánalegri ást, sent hún lagði allt tilfmningaríki sitt í. Og sú ást eyðilagði hana. „Líf mitt hefur ekki verið eins og best verður á kosið,“ viðurkenndi hún, „ég er þræll hvatvísi minnar - ég hef flýtt fyrir falli mínu.“ Geðheilsu hennar hrakaði nú á þann veg að eiginmaður hennar, sem sýnt hafði framferði konu sinnar ómælda þolinmæði, treysti sér ekki til að búa með henni lengur. Hún sagði eitt sinn að hann elskaði sig einungis þegar allt gengi í haginn en sinnti sér ekki á erf- iðleikastundum. Orð hennar lýstu ekki sanngimi í hans garð. því hann lét á engu bera alla þá mánuði sent hún geystist um veislusali Lundúna með ástmanni sínum, Byron, eða í leit að honum. Lamb hafði sýnt eiginkonu sinni þolinmæði og umburðarlyndi þegar flestir aðrir í hans spomm hefðu kosið að hverfa á braut með forrnæl- ingar á vörum. Og þó hann kysi að jlíta sambúðinni yfirgaf hann hana. Þau bjuggu aðskilin þar til hún lést, en svo mikill samgangur var á milli þeirra að í raun var eins og ekkert hefði breyst. Karólína gerði sér grein fyrir að sá maður sem hún verið verst var maður- inn sem hafði elskað hana heitast. Hún tók nú að unna honum af sömu ákefð og á fyrstu hjónbandsárum sínum. Þegar hún átti ekki ýkja langt ólifað spurði hún kunningja sinn: „Hver heldurðu að sé besti maður sem ég hef kynnst?“ „Byron,“ var svarað. ,,Nei,“ sagði Karólína, „William Lamb.“ í einu síðasta bréfi sem hún skrifaði raðaði hún þeim einstaklingum sem hún hafði elskað heitast í tölusett sæti. Hún setti William Lamb fyrstan, þá móður sína, síðan Byron, son sinn setti hún í fjórða sæti, og í það firnmta bróður sinn. Karólína Lamb lést árið 1828 rúm- lega fertug. f nafnlausri minningar- grein sem birtist í bresku dagblaði, og . talið er að eiginmaður hennar William Lamb hafi skrifað, var að finna þessi orð, sem lýsa skilningi og fullkominni fyrirgefningu: „Heimurinn sýnir ást- konunt skálda miskunnsemi, og kannski ekki að ófyrirsynju, því til- finningar þeirra má að nokkru réttlæta, og þær byggja ekki eingöngu á ást til einstaklingsins heldur eru hluti af ímyndunarafli og það er það sem -skapar tilfinninguna, en ekki siðspillt innræti... Æskuár þessarar hæfile'ka- ríku og hjartahlýju veru gáfu fógur fyrirheit; vonir sent urðu að engu á fullorðinsárum hennar.” William Lamb varð forsætisráð- herra Breta frá 1834-1841 og þótti ekki atkvæðamikill. Einhver orðaði það svo að hann hefði fremur minnt á stjórnarformann en leiðtoga. Þegar Viktoría drottning komst til valda átið 1837, einungis átján ára að aldri, varð hann nánasti ráðgjafi hennar. Viktoría drottning varð ástfangin af hinum tæp- lega sextuga ráðgjafa sínum. Hún fann í honum föðurímynd og hetju sem hún gat dáð, dýrkað og leitað til og dagbók hennar var um tíma helguð honum að stórum hluta. En það var vitaskuld áð- ur en Albert, hinn heittelskaði eigin- maður, kom til sögunnar. William Lamb verður seint talinn hafa notið gæfú í einkalífi. Einkasonur hans og Karólínu lést árið 1836 tæp- lega þrítugur. Sama ár var höfðað einkamál vegna hneykslismáls sem tengdist hefðarkonu við hirðina. Hann var þá starfandi forsætisráðherra og málið var látið niður falla. Örfáum ár- um áður hafði ástarsamband hans við aðra konu valdið miklu umtali. Hann lét af embætti forsætisráð- herra 1841. Ári síðar fékk hann hjarta- áfall og var e;ftir það rúinn heilsu og ekki fullkomlega með sjálfum sér eftir það. Lamb lést árið 1848, tæplega sjö- tugur. Hann saknaði ætíð konu sinnar, sem hafði reynst honum svo illa. „- Þrátt fyrir allt var hún mér meira virði en nokkur annar var eða á eftir að verða,“ sagði hann og mörgum árurn eftir lát hennar heyrðist hann spyrja þunglyndislega, með djúpum söknuði: „Skyldi ég eiga eftir að hitta hana í öðrum heimi?“ ■ og á ekki eftir að vera í návist þinni framar.“ Ómögulegt er að henda reið- ur á því hvort frásögn Karólínu sé sönn eða login. Hún var ekki ætíð áreiðanlegt vitni, svo mjög á valdi langana sinna að raunveruleikaskynið brást henni hvað eftir annað. Byron, sem var mesti gallagripur í einkalífi, steig ekki gæfuspor þegar hann kvæntist. Eiginkonan komst fljótlega á þá skoðun að snillingurinn væri snarvitlaus og yfirgaf hann. Kar- ólína notaði tækifærið og skrifaði Byr- on einkennilegt bréf þar sem hún sagðist ekki myndu segja konu hans það sem hún ein vissi um verstu synd- ir hans. Þegar Byron svaraði ekki skrifaði hún eiginkonunni bréf þar sem hún gaf í skyn að hún gæti veitt henni ýmsar niiður geðþekkar upplýs- ingar um eiginmann hennar. Eigin- konan beit á agnið og samþykkti fund og þar sagði Karólína eiginkonunni frá ástum Byrons og hálfsystur hans og ástarævintýrum Byrons með ung- urn karlmönnum. Þær frásagnir urðu til að herða eiginkonuna í hatri sínu á eiginmanninum og var það þó all- nokkuð fyrir. Eftir að hafa náð sér rækilega niður á fyrrverandi ástmanni sínum þótti Karólínu sem enn væri ekki nóg gert og einbeitti sér að því að skrifa skáld- söguna Glenarvan. Það var skelfilega vond bók sem hún skrifaði á tveimur vikum og aðalsöguhetjan var greini- lega Byron sem þar var gerður sekur um morð og mannrán. Vinir og kunn- ingjar Karólínu komust að því sér til Byron lávarður. I byrjun var hann heillaður af Karólinu, en að iokum sagði hann: „Ég veit ekki hverja ég á eftir að elska, en fram að síðustu stundu lifs míns mun ég hata þessa konu. Remember thee! remember thee! Till Lethe quench life ’s burning stream Remorse and Shame shall cling to thee, And haunt thee like afeverish dream! Remember thee! Aye, doubt it not. Thy husband too shall think ofthee, By neither shalt thou beforgot, Thoufalse to him, thoufiend to me! Hún skrifaði Byron frá írlandi til að tjá honum ást sína. Svar hans: „Skemmtu þér. En láttu mig í friði." Skömmu síðar gerði hún tilraun til að skera sig á háls með rakvélablaði en móðir hennar stöðvaði hana. Karólína hélt áfram að senda Byron bréf sem hann svaraði með því að senda henni uppsagnarbréf þar sem hann sagðist elska aðra konu. Hún brást við með því að stofna til eins konar svartagaldursmessu þar sem börn fóru með ljóð meðan hún brenndi mynd af Byron og afrit af bréfum hans (hún gat ekki hugsað sér að brenna upprunalegu bréfin). Hún hélt áfram að senda honum bréf og þrábað um lokk úr hári hans. Hann sendi henni lokk úr hári kunningja- konu sinnar. Hún ágirntist mynd af honum og falsaði undirskrift hans til að eignast hana. Hún ruddist inn á heimili hans án þess að gera boð á undan sér. Eitt sinn er hann var ekki heima tók hún bók af borði hans og skrifaði inn í hana: „Mundu mig!“ Þegar Byron kom heim og sá skilaboðin skrifaði hann í bræði fyrir neðan orðsendingu hennar ljóð, sem seint mun flokkast til ljúfra ástarljóða: Forsmáð kona leitar hefnda Byron skrifaði tengdamóður Karól- ínu, sem var trúnaðarvinkona hans, og sagði, ekki að ófyrirsynju: „Eg er farin að halda að hún sé raunverulega geð- biluð, annars væri mér ómögulegt að þola það sem ég hef þurft að umbera af hennar hálfu.“ Hann neitaði að hitta Karólínu og sagði: „Ég veit ekki hverja ég á eftir að elska, en fram að síðustu stundu lífs míns mun ég hata þessa konu.“ Karólína hélt áfram að skrifa hon- um og hann svaraði: „Þú segist ætla að eyðileggja mig. Ég þakka, en ég hef þegar séð um það sjálfur. Þú segist ætla að steypa mér í glötun, kannski muntu einung- is spara mér ómakið." Samskiptaerfiðleikar elskendanna fyrrver- andi náðu síðan há- marki þegar þau hittust fyrir tilviljun á dans- leik. Þau skiptust á nokkrum orðum. Frá- sagnir af því hvað síð- an gerðist stangast á en skyndilega tóku við- staddir eftir því að Karólína var með hníf í hendi og kjóll hennar var blóð- ugur. Hvort hún ætlaði að skaða sig eða Byron er ekki vitað. Viðstaddir tóku af henni hnífinn og héldu síðan áfram að dansa. Opinbera skýringin var sú að hún hefði skorið sig á gleri, en enginn hirti um að trúa að svo hefði verið. Byron féllst loks á að hitta Karól- ínu. Karólína sagði síðar að hann hefði sagt við sig á þeim fundi: „Ves- alings Karo, ef allir eiga eftir að hata mig, þá veit ég að þú munt ekki breyt- ast - ekki einu sinni vegna illrar með- ferðar.“ Hún svaraði: ,Jú, ég er breytt hrellingar að einnig þeir voru fyrir- myndir að persónum í bókinni. Karól- ína Lamb var enn einu sinni orðin al- ræmdasta persónan í samkvæmislífi Lundúnaborgar. „Ég hef flýtt fyrir falli mínu" Eftir að Byron yfirgaf Karólínu hrakaði líkamlegri og andlegri heilsu hennar mjög. Fátt minnti á þá glað- lyndu stúlku sem hún eitt sinn var. Hún fékk æðisköst þar sem enginn fékk við hana ráðið og almennt álit var að hún væri orðin geðveik. Byron hélt til Grikklands og barðist þar í frelsisstríði Grikkja og þar lét hann lífið, þrjátíu og sex ára gamall. Nóttina áður en hann lést dreymdi Karólínu hann í fyrsta sinn síðan þau kvöddust og hún stökk fram úr rúminu æpandi af skelfingu. Hún sagði ævisagnaritara Byrons: „Ég elskaði hann rneir en dyggðina, trúna - meira en allar framtíðarhorfúr. Hann kramdi hjarta mitt en samt elska ég hann.“ Hún hafði kastað öllu frá sér hans vegna. Hún hafði eyðilagt hjónaband sitt, sem hefði svo auðveldlega orðið gott hefði hún eingungis verið fær um að sýna meiri sjálfsstjóm. Hún hafði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.