Alþýðublaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 18. janúar 1996 10. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Bítlaklúbbur stofnaður í kvöld „Aldrei of seint fyrir ást" - ÞorgeirÁstvaldsson er heiðursaðdáandi Bítlanna ásamt Keflavíkuröldungunum Rúnari og Gunnari. Þorgeir Astvaldsson í Bítlastellingum. „Þeir voru fyrir ofan gaflinn á rúminu hjá mér strax 1963 og hafa verið í eyrunum og augunum á mér allar götur síðan." Allar götur síðan 1963 hafa starfað ótal aðdáendaklúbbar bresku Bítlanna út um allar jarðir. En svo vill til að það er ekki fyrr en 1996 að loks er stofnaður Bítla- klúbbur á íslandi, nánar tiltekið í kvöld að Bítlavinir eru boðaðir á Hard Rock Café til að votta dægur- lagagoðunum frá Liverpool virð- ingu sína og aðdáun. Þar verða í öndvegi þrír heiðursmenn sem allir lentu svo heiftarlega í Bítlaæðinu að það breytti lífshlaupi þeira. Það eru Keflavíkurpoppararnir Gunn- ar Þórðarsson og Rúnar Júlíus- son og svo útvarpsmaðurinn góð- kunni, Þorgeir Astvaldsson. Þre- menningarnir teljast semsé vera handhafar Bítlamenningarinnar á Islandi númer eitt, tvö og þrjú. „Mér er sannur heiður af því að vera þarna og vona að þetta verði til að rækta bítlið í manni og við- halda því,“ segir Þorgeir Astvalds- son í spjalli við Alþýðublaðið. „Þeir eldast nú einu sinni svo vel inni í manni, Bítlarnir, að ég lét mér ekkert bregða þegar mér var tilkynnt að ég væri heiðursfélagi." Þorgeir lætur þess þó getið að hann viti ekki gjörla hvaða hlut- verki heiðursfélagi í svona félags- skap eigi að gegna: „Ætli þetta sé ekki eins og í fínni klúbbum á Bretlandi, að maður mæti endrum og sinnum í sparifötunum sínum - eða Bítlafötunum - sitji við end- ann á borði og sé látinn segja eitt- hvað viturlegt á ögurstundum. Ég á ekkert bágt með það, enda vill svo til að ég er alinn upp með þessum strákum frá Liverpool. Þeir voru fyrir ofan gaflinn á rúm- inu mínu strax árið 1963 og svo hafa þeir náttúrlega verið í eyrun- um og augunum á mér allar götur síðan.“ Það er kannski ekki á allra vit- orði, að minnsta kosti ekki núorð- ið, að Þorgeir var í einni allravin- sælustu bítlahljómsveit á Islandi á sínum tíma. Hljómsveitin hét Tempó og Tempó-bítlarnir voru al- vöru poppstjörnur, að minnsta kosti á Islenskan mælikvarða. „Þetta var svona skólahljómsveit Langholtsskóla og byrjaði reyndar að fremja snilldarverkin í hinu fræga húsi safnaðar Langholts- kirkju. Við vorum úr Álfheimun- um og þar fann Haukur Morthens okkur og bauð okkur að taka þátt í hljómleikahaldi með hljómsveit- inni Swinging Blue Jeans. Hún var kannski frekar skyndifræg en heimsfræg og hefur líklega fallið í gleymsku. En þeir voru frá Liverpool og það var náttúrlega nóg. Þannig að fyrstu frægðarspor- in voru nokkuð á alþjóðlega vísu.“ - En þið spiluðuð líka með Kinks sem eru öllu heimsfrægari... „Já, síðan gerðust þau undur og stórmerki að Baldvin Jónsson, nú- verandi bio-landbúnaðarfrömuður, gerðist umboðsmaður þessara stráka úr Álfheimunum. Hann var stórhuga og náði samningum við piltana í Kinks sem bar ansi hátt á þessum tíma. Við lentum með þeim í röð átta hljómleika í Aust- urbæjarbíói og þá komst maður eiginlega í beint samband við al- heimsfrægðina. Þarna kynntist ég náunga sem heitir Ray Davis sem var nokkuð skemmtilegt." - Nú er engin ástæða til að gera lítið úr músíkferli þínum. Því verð- ur þó vart á móti mælt að tónlistar- lega ert þú minnstur bræðra af heiðursfélögum Bítlaklúbbsins... „Það er á fárra vitorði en ég er leynitónlistarmaður mikill. Það er kannski af innbyggðri hæversku að ég hef ekki haft mig meira í frammi. Innst í hjarta mínu veit ég samt að ég hef töluvert í þá að segja, þótt náttúrlega hafi maður litið öfundaraugum til Keflavíkur fyrr á tíð. Þaðan komu höfðingj- arnir. Þeir voru í nálægð við menn- ingarstrauma að vestan og manni fannst þeir alltaf skrefinu framar. En ég er mjög sáttur við að vera í félagsskap þeirra og staðráðinn í að láta þessa minnimáttarkennt hvergi í ljós.“ - En er ekki svolítið seint að stofna loks Bítlaklúbb árið 1996? í siðmenntuðum löndum hafa þeir verið starfandi í áratugi... „Það er náttúrlega löngu tíma- bært. En það er eins og einhver ágætur maður sagði: Aldrei of seint fyrir ást. Og það gildir um allt sem klassískt er - það er aldrei of seint að taka ástfóstri við það.“ Birgir Andrésson opnar um helgina sýningu á verkum sem hann sýndi á Feneyjabiennalnum í sumar n Allir eru velkomnir // Á safni í Sarajevo í Bosníu hanga nú ljórir fánar úr íslenskum lopa, verk eftir Birgi Andrésson myndlistar- mann. Birgir gaf fánana þangað suð- ureftir en áður höfðu þeir verið hluti af sýningu hans á Feneyjatvíæringn- um, mestu myndlistarhátíð heimsins, en þar var Birgir fulltrúi íslands. „Það er stór og mikil kerling sem rekur gallerí í París sem stendur fyrir þessu,“ segir Birgir. „Hún hafði sam- band við mig og spurði hvort ég gæti gefið þessu safni verk. Henni fannst víst að þarna hefðu náðst fram ein- hver séreinkenni, ef svo má segja, að menn þyrftu ekki að velkjast í vafa um af hvaða slóðum þetta kæmi.“ Á laugardaginn opnar Birgir svo sýningu á Sólon Islandusi og þar fá íslendingar að sjá brot af traktering- unum sem hann reiddi fram í Feneyj- unt, annars handprjónaða fána og hins vegar blýantsteikningar af gömlum bæjarstæðum. Fánana segir Birgir að góðar konur úr Handprjónasambandi íslands hafi prjónað fyrir sig: „Ég kalla þetta fs- lenskir fánar, en þar á ég ekki við ís- lenska fánann, heldur fána sem eru gerðir hér heima á íslandi og úr ís- lensku efni. Fánamir hafa sama form- ið og íslenski fáninn, en þeir eru gerð- ir úr sauðalitunum. Það má kannski segja að tilvísun fánans sé sameining þjóðarinnar þar sem hún safnast sam- an og hyllir fánann, en ég er frekar að vísa í íslenska menningu - að hylla ís- lenska arfleifð og íslensku sauðkind- ina.“ Myndimar af bæjarstæðunum seg- ist Birgir hafa teiknað eftir fyrirmynd- um úr fomleifafræði: „Ég kalla þetta manngerða náttúm. Ef svo má segja er öll íslensk náttúra orðin til af nátt- úrunar völdum. En ef maður fer til Evrópu sér maður að náttúran er meira eða minna gerð af manna hönd- um. Hér þarf maður að grafa sig niður til að finna hina manngerðu náttúru. Fyrir útlendinga kann hún að líta út eins og hvert annað hrjóstur, en hjá okkur hefur hún tilvísun í íslenska byggingarsögu og arfleifð, auk þess sem hún er náttúra sem gerð af manna höndum úr náttúrulegum efnum, torfi og grjóti." En hvemig stendur á þessum áhuga Birgis á íslenskri arfleifð. Er þetta einhver fortíðarþrá eða einfaldlega ræktarsemi við menningararfinn? „Ég leitast frekar við að búa til myndlist úr mínum ranni. Ég nota þann efnivið sem stendur mér næst. Ræktarsemi Islendinga við fortíðina er mér hugleikin, enda virðist mér hún vera það eina sem við getum staðið á. Það er hún sem einkennir okkur frá öðrum þjóðum og gerir okkur fært að mæta þeim á jafnréttis- gmndvelli. Svo ég nota bæði íslenskt myndmál og íslenskan efnivið. Þann- ig að þótt við fyrstu sýn geti virst að ég sé að eltast við einhverja nostalgíu, þá lít ég frekar svo á að ég sé að fást við einhveija nálægð." Sýningin hans Birgis opnar á Sólon á laugardaginn klukkan fjögur. Hann segist ekki hafa haft efni á að senda út boðskort svo hann vill koma því áleiðis að allir séu velkomnir. „Hafðu bara í fyrirsögn að allir séu velkomn- ir. Ég má ekki gera fólkinu þann grikk að vera þama einn.“ Birgir Andrésson er búinn að missa húsnæðið sitt á Vesturgötunni þar sem hann hefur staðið fyrir skemmtilegasta galleríi bæjaríns. Því er semsé komið á framfæri að Birgi vantar húsnæði. Og þess vegna er fyrirsögnin ekki „Myndlist úr mínum ranni", heldur „Allir em velkomnir“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.