Alþýðublaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 á þeirra eigin tungu. Slík sam- skipti eru lítilli þjóð ómetanleg; stækka hana og auka henni þrek. Án þessa arfs hefðum við ekki fengið sjálfstæði okkar, handritin né 200 mílna fiskveiðilögsögu og án hans væri sjálfsvirðing okkar líklega heldur bágborin. Án hans enginn háskóli eins og við þekkj- um, þetta mikilvæga flaggskip ís- lenzks sjálfstæðis með alþjóða- fána þekkingar og nývísinda við hún, engar raunvísindastofnanir, enginn Arnagarður né þjóðarbók- hlaða. Þá væru engin Hollvina- samtök háskólans í burðarliðnum með það markmið að auka tengsl Háskóla Islands við fyrrum nem- endur sína og aðra þá sem bera hag skólans fyrir brjósti. Aristóteles segir að fólkið í köldum löndum skorti gáfur og hæfileika og gaeti hvorki stjórnað sjálfum sér né öðrum, þótt það ætti andlegt þrek sem slægi upp í hugdirfsku hellena. Allt þetta höf- um við afsannað vegna menningar okkar og arfleifðar. Montequieu gerir sér grein fyrir því í loftslags- kenningu sinni í Anda laganna að kaldlandaþjóðir búa yfir miklum krafti, viljastyrk og frelsisþrá. Ekki er ólíklegt að hann hafi dregið þessa ályktun af arfi okkar íslendinga sem allir siðmenntaðir menn hafa haft spurnir af öldum saman. Islendingar hafa borið gæfu til að -velja úr erlendri menningu þau áhrif sem ákjósanlegust hafa verið og breytt aukinni þekkingu í ís- lenzkan veruleika. Þannig hafa og íslenzkar bókmenntir ávallt verið með sínum sérkennum og var sá tónn sleginn þegar í upphafi þegar fornritin voru skráð á bókfell. Þannig var einnig trúarlíf ís- lendinga með öðrum hætti en tíðkaðist annars staðar þótt trúin væri hin sama. íslendingar tóku kristna trú með svo sérstæðum hætti að sá atburður á sér vart hliðstæðu með öðrum þjóðum. Þeir breyttu einnig siðbótinni í serislenzkan veruleika þrátt fyrir páú gífurlegu áhrif sem komu ut- an frá Danmörku og meginlandinu ög réð það að sjálfsögðu úrslitum að þeir snöruðu guðsorðabókum sínum á íslenzka tungu, prédikuðu á íslenzku og höfðu metnað til þess að laga lúterskan rétttrúnað að íslenzku umhverfi, rétt eins og þeir höfðu brotið þá frumreglu kaþólskrar kirkju að nota helzt ekki latneska alþjóðamálið eins og páfadómur vildi, en rita þess í stað bækur á íslenzka tungu svo að alþjóð fengi boðskapinn beint í æð, eins og nú er komizt að orði. Slíkt þótti allt að því goðgá í öðr- um kaþólskum löndum og átti sér fáar fyrirmyndir. Allt hefur þetta orðið til þess að móta íslenzkt samfélag á okkar dögum og ekkert útlit fyrir annað en þessi mikilvæga arfleifð verði áfram það leiðarljós sem helzt mun lýsa okkur inn í framtíðina. Samhengi í íslenzkri menningu og bókmenntum er í senn merki- legt og mikilvægt. Mörg heims- skáld hafa sótt í þennan brunn, þau hafa sem sagt sótt í íslenzkan skáldskap, íslenzkar bókmenntir, íslenzka hugsun, en ekki þennan samnorræna arf sem alltaf er talað um undir heitinu norse. Líklega eru það frændur okkar á Norður- löndum sem hafa ýtt undir þessa nafngift en við skulum ekki láta villa um fyrir okkur. Þetta er ein- faldlega íslenzk geymd og það er okkar sérhlutverk að varðveita hana og endurnýja. Við höfum áleitnar spurninqar aldrei ætlað okkur að vera skand- inavískt þjóðminjasafn; höfum aldrei ætlað okkur að vera til frambúðar einangraðir fátæklingar sem lifa helzt í fortíðarljóma og miklum bókmenntum; eða blekk- ingu og andörlögum; heldur ís- lenzkur veruleiki með fyrirheit fortíðarinnar í farteskinu. En þótt margt sé harla fagurt og eftirminnilegt í þessum forna menningararfi verður það ekki endurvakið með okkur í upphaf- legri mynd. Það getur einungis orðið aflgjafi nýrra hugmynda, nýs galdurs. Það verður aldrei endurtekning gamalla töfra. And- rúm verður ekki endurtekið. En töfraþula tungu og arfleifðar sæk- ir hljómfall sitt í reglubundna hrynjandi hjartsláttarins. Hún á rætur í kvikunni sjálfri og hún hefur fylgt okkur frá ómunatíð. Eins og tónlist. Eins og allt sem ber mennsk- unni vitni og skiptir máli; það á rætur í sköpuninni sjálfri, hjart- slætti jarðarinnar, hrynjandi henn- ar og taktbundinni þögn alheims- ins, þessari hljómlist þagnarinnar sem bregður fyrir í miklum sin- fóníum; í þessari hrynjandi sem er í okkur sjálfum eins og aldan sem hreyfist í kyrru, þögulu hafi. Og hafið þarf ekki augu eða eyru til að kynnast þessari hreyfingu. Það er sjálf hreyfingin, þögnin mikla sem fylgir háttbundinni hrynjandi tímans. Við getum margt af arfi okkar lært. Forníslenzk ritverk eru ómetanleg og ástæða til að draga af þeim ályktanir um samtíma okkar. Þessi verk eru ekki dauður bókstafur né gamall texti handa stúdentum, heldur markverð tíð- indi úr reynsluheimi þeirra sem þurft hafa að horfast í augu við harðneskjulegt alræði samtímans og það úthellta blóð sem pólitísk- ar hugmyndir og hefndarverk hafa skilið eftir í okkar eigin slóð. Stundum eru þessi verk unnin í skjóli mikilla hugsjóna, já raunar oftast. En hugsjónir sem leiða til hefndarverka eru vondar hugsjón- ir. Slíkum hugsjónum þarf að breyta og kannski þarf helzt að breyta þeim sem boða þessar hug- sjónir eins og kristnir menn gerðu upp úr miðöldum þegar ofstækis- menn gengu á lagið og frömdu hryðjuverk í skjóli þess kærleiks- boðskapar sem engu er líkur. En mér er til efs að íslendingar, jafnvel þeir, geri sér nægilega grein fyrir mikilvægi þessa forna arfs okkar, hvað þá aðrar þær þjóðir sem horfast í augu við háskalegan heim. Það getur varla verið tilviljun þegar merk erlend skáld draga mikilvægar ályktanir af þessum verkum í brýnum og hastarlegum skírskotunum. I þess- um ritum kynnumst við grimmi- legum hryðjuverkum og blóð- hefndum sem voru snar þáttur af hugsun og hugmyndum umhverf- isins, rétt eins og hryðjuverk á ír- landi, í Bosníu og annars staðar eiga rætur í sjúku hugarfari of- stækisfullra ógæfumanna. í ís- lendinga sögum sjáum við það betur en annars til hverra hörm- unga slík ógn og óbilgirni og slíkt hatur leiðir. Sá sem þekkir Njálu kveikir ekki njálsbrennur. Blint tillitsleysi er arfasátan og upphaf bálsins. Sú áminning á brýnt er- indi við unrhverfi okkar og sam- tíð. Þóra Arnórsdóttir háskólanemi fjallaöi um ræðu Matthíasar í grein í Alþýðu- blaðinu síðastliðinn þriðjudag. Ræða hans er því birt hér í heild. ■ Vísbendingaleikur Alþýðublaðsins Spurt er “Þekkirðu manninn? Alþýðublaðið heldur í dag áfram með laufléttan spumingaleik, þarsem reynir á hversu mannglöggir lesendur eru. Spurt er um menn úr öllum áttum, Islendinga jafnt sem útlendinga, h'fs og liðna. Spumingamar em 10 og em gefnar þijár vís- bendingar með hverri spumingu. Sá sem svarar rétt eftir fyrstu vísbendingu fær þijú stig, tvö stig fást fyrir rétt svar eftir aðra vísbendingu og eitt stig ef svarið kemur eftir þriðju vísbendingu. Lesendur geta mælt þekkingu sína við svör keppend- anna Garys Gunnings og Qluga Jökulssonar, hér að neðan. FYRSTA VÍSBENDING ÖNNUR VÍSBENDING ÞRIDJA VÍSBENDING 1 Hann var bandarískur leikari, fæddur um aldamótin. Hann bar millinafnið De Forest en notaði það ekki. Verulega athygli vakti hann fyrst í myndinni The Petrified Forest árið 1936. Hann lék líka í myndum einsog Angels With Dirty Faces, Sa- brina, High Sierra og Dead End. Hann hlaut Óskarsverðlaun ár- ið 1951. Leikkonan Lauren Bacall var ljórða eiginkona hans. Frægast- ur er hann fyrir hlutverk sitt í Casablanca. CN Hann fæddist í Caracas í Venesúela árið 1783 og var af aðalsættum. Hann varð einvaldur í nokkrum Suður-Ameríkuríkjum, en átti þá hugsjón að spænskumælandi lönd álfunnar mynduðu sam- bandsríki. Eitt af löndum Suður- Ameríku heitir eftir honum. 3 Spurt er um kvikmyndaleik- stjóra sem 1930 lagði í púkk með rithöfundinum Upton Sinclair, fór til Mexíkó og tók myndina Que Viva Mexico sem honum auðnaðist raunar ekki að klára. Hann er talinn einn helsti brautryðjandi kvikmyndasög- unnar, enda þótt hann hafi að- eins náð að gera sex kvikmyndir á tuttugu og fimm ára ferli. Frægustu myndir hans em Október, i'van grimmi, Alexander Nevskí og Beitiskipið Pótemkín. 4 f ritningunni segir að Jesús hafi falið móður sína í umsjá þessa manns með svofelldum orðum: „Kona, nú er hann sonur þinn.“ Hann sá ógurlegar sýnir, þar á meðal Babýlonsskækjuna sitj- andi á „skarlatsrauðu dýri, al- settu guðiöstunar nöfnum, og hafði það sjö höfuð og tiu hom“. í einu guðspjallanna segir að hann hafi verið sá lærisvein- anna sem Jesús elskaði mest. CJl Spurt er um keflvískan popp- tónlistarmann sem 1979 samdi lög á vinsæla hljómplötu sem fékk nafnið íslensk kjötsúpa. Á bítlatímanum var hann lengstum meðlimur í hljóm- sveitinni Óðmönnum en seinna lék hann um hríð með framúr- stefnusveitinni Náttúru. Hann hefur samið ótal popplög en frægast þeirra er vísast Don’t try to fool me, en það kom út á plötu sem ÁÁ-records gáfu út. 6 Hann er knattspyrnumaður og var atvinnumaður í íþrótt sinni hjá þýska liðinu Fortuna Diisseldorf frá 1984 til 1989. Sjálfur hefur hann Iagt skóna á hilluna en er nú þjálfari annar- ar deildar liðs Knattspymufé- Iags Akureyrar. Hann er með sigursælustu fót- boltamönnum á Islandi og varð þvívegis íslandsmeistari og fjór- um sinnum sinnum bikarmeist- ari með liði sínu, Fram. 7 Hún er frá ísafirði einsog svo margir aðrir stjórnmálamenn. Þar fæddist hún 15. september 1940. Hún var aðstoðarmaður Jó- hönnu Sigurðardóttur 1988-89. Hún er formaður þingflokks Al- þýðuflokksins. 00 Jónas frá Hriflu sagði að þessi maður væri þjóðhættulegur; undir hans verndarvæng hefði byrjað grófgerð og siðlaus úr- kynjunarstefna í íslenskum bókmenntum og listum. Steinn Steinarr mun einu sinni hafa fleygt glasi að honum í samkvænú, enda vom þeir litlir vinir. Hann var fyrst og fremst virtur fræðimaður, en fékkst nokkuð við skáldskap líka. c0 Hann var rithöfundur, fæddur 1903, og hét Eric Arthur Blair en tók upp annað nafn. Hann tók þátt í spænska borg- arastríðinu og særðist í bar- daga. í scinni heimsstyrjöldinni var hann stríðsfréttaritari. Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð sýnir nú ieikgerð á skáldsögu hans, Dýrabse. Enn þekktari er hann þó fyrir 1984. 10 Hann fæddist 5. febrúar 1940, lauk BA-námi í sagnfræði en hefur starfað áratugum saman við blaðamennsku. Hann hefur skrifað margar bækur um helstu borgir Evr- ópu. Er auk þess annálaður kunnáttumaður um vín. Hann hefur kallað Boris Jeltsín róna. Gary náði jöfnu gegn llluga Gary Gunning blaðamaður á The lceland Reporter vann afrek sem engum íslenskum þátttakanda hefur tekist: Að ná jöfnu gegn llluga Jökulssyni í spurningaleik blaðsins. í dag eru nákvæmlega fimm ár síðan Gary kom til íslands, og er óhætt að segja að hann hafi á þeim tíma aflað sér víðtækrar þekkingar á íslenskum málefnum. Úrslitin þýða að þeir lllugi og Gary þurfa að mætast á nýjan leik í næstu viku. Spurning Gary Samtals lllugi Samtals 1 2 2 3 3 2 3 5 3 6 3 3 8 2 8 4 3 11 3 11 5 2 13 1 12 6 1 14 0 12 7 3 17 3 15 8 1 18 3 18 9 3 21 3 21 10 3 24 3 24 Illugi: Lenti í Gary: Stór- kröppum sjó. glæsilegur ár- angur. uossueþsux seuop ot ||oamo s6joar> ‘6 |epjo|q jnQJnöis '8 Ji«opspunujgno BjeAuuey 'L a9|suijo Jnjay -g uossuueqop 9 uueqop g uossnapaqag sauueqop y majsuosig [aéjas's JBAjiog uoujjs 'Z rieSog AajqdujnH q :joas

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.