Alþýðublaðið - 01.02.1996, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 01.02.1996, Qupperneq 8
* * \WREVF/tZ7 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Fimmtudagur 1. febrúar 1996 mUBLMÐ 18. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Katrín Fjeldsted, formaður Félags íslenskra heimilislækna, ráðfærir sig við tvo kollega sína á fundi í gær. ■ Níu af hverjum tíu heilsugæslulæknum á íslandi hafa ákveðið að segja upp störf- um frá og með deginum í dag. Þeir spyrja hvort það sé vilji stjórnvalda að komi upp stjórnlaus samkeppni milli heimilislækna og sérfræðinga ■ ■jtllip Komið að hruni heilsu- gæslunnar í Reykjavík - segir Gunnar Ingi Gunnarsson heilsugæslulæknir: „Við okkartil þess að reyna að halda þeim." „Heilsugæslan í Reykjavík er byrjuð að hrynja. Það hefur verið von á því f mörg ár, en nú er komið að hruninu," segir Gunnar Ingi Gunnarsson heilsugæslulæknir í samtali við Alþýðublaðið. Frá og með deginum í dag segja 127 heilsugæslulæknar upp störfum, en það eru 90 af hundraði heilsugæslu- lækna á öllu landinu. Akveðið hef- ur verið að læknar sem þjóna Flat- eyri segi ekki upp störfum. Styrrinn milli heilsugæslulækna og heilbrigðisyfirvalda stendur einkum um verkaskiptingu þeirra og sérfræðinga. Telja heilsugæslu- læknar að verkaskiptingin eins og henni er lýst í lögum og reglugerð- um sé komin í uppnám. Samkvæmt núverandi skipulagi heilbrigðis- þjónustu sé það sé í verkahring heillsugæslulækna að annast frum- þjónustu sem feli meðal annars í sér kvaðir um að sinna sjúklingum á vöktum allan sólarhringinn, vitjun- um og mæðra- og ungbarnavernd. Sérfræðinganna sé hins vegar að sjá um annars stigs þjónustu svokall- ■ Evrópusambandið Verður kosið um aðildarumsóknir? Sá orðrómur er á kreiki í höfuð- stöðvum Evrópusambandsins í Brus- sel að ráðamenn þar telji ástæðu til að haldnar séu þjóðaratkvæðagreiðsl- ur um aðildarumsóknir í þeim ríkjum þar sem tvísýnt er að Evrópusam- bandsaðild hafi stuðning kjósenda. Áður hafa verið haldnar þjóðarat- kvæðagreiðslur um samninga sem hafa verið gerðir um inngöngu í ESB, en ekki um hvort eða með hvaða hætti skuli sótt um aðild. Þetta kemur fram í nýju tölublaði Evrópufrétta, sem gefnar eru út af Samtökum iðnaðarins og Vinnuveit- endasambandinu. Þar segir ennfrem- ur að ESB vilji forðast að aftur skap- ist sú andhælislega staða sem kom upp þegar Norðmenn felldu aðild að ESB eftir langar og strangar samn- ingaviðræður. Því sé komin upp sú krafa að í ríkjum þar sem mikill ágreiningur er um aðild verði stjóm- völd að láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um umsókn áður en hún er tekin fyrir, hvort sem þeim líkar bet- ur eða verr. Þetta gæti skipt talsverðu máli fyrir íslendingar, ef þeir ein- hvem tíma vildu sækja um að komast inn í ESB, enda yrði þjóðin þá að kjósa um aðildarumsóknina áður en til beinna samningaviðræðna kæmi. I fréttabréfinu segir ennfremur að viðræður um stækkun ESB gætu haf- ist stuttu eftir að ríkjaráðstefnu þess lýkur um mitt næsta ár. Gert er ráð fyrir að þá verði Malta og Kýpur efst á blaði, en að ríki í Austur-Evrópu sem hafa lýst áhuga á inngöngu bíði enn um sinn. erum í þeirri einkennilegu stöðu að segja upp störfum aða á afmarkaðri sviði læknisfræð- innar, á stofu, göngudeild eða sjúkrahúsi. Heilsugæslulæknarnir telja að þetta sé kerfi sem hefur gefist vel, sérstaklega úti á landi. Ástandið hafi hins vegar verið erfiðara á höf- uðborgarsvæðinu, enda fjölgi sér- fræðingum sem þar fá leyfi til sjálf- stæðs rekstrar utan sjúkrahúsa stöð- ugt meðan lítil endurnýjun eigi sér stað í röðum heimilislækna. Ein ástæða þess sé að það sé lítt freist- andi fyrir unga heimilislækna að hefja störf í Reykjavík meðan ástandið ekki breytist. Heilsugæslulæknum finnst að sérfræðingar séu sífellt að fara lengra inn á verksvið sitt, til dæmis þegar komið var á fót formlegri vakt barnalækna í Reykjavík síðast- liðið haust. Þeir segja að stefni í stjórnlausa samkeppni heimilis- lækna og annarra sérfræðinga um verkefni frumþjónustunnar og spyrja í greinargerð vegna uppsagn- anna: „Líta stjórnvöld svo á að heimilislækningar og sérgreina- lækningar eigi að keppa innbyrðis? Líta stjórnvöld svo á að skipta megi einstökum þáttum heimilislækninga milli sérgreina og heimilislæknar sitji eftir með þá þætti sem aðrir hafa ekki áhuga á að sinna?“ I haust, í kjölfar þess að vakt barnalækna var sett á stofn, sögðu heilsugæslulæknar upp samningi um rekstur læknavaktarinnar í Reykjavík. Þær uppsagnir taka gildi I. mars. Eftir það hafi þeir freistað þess að eiga viðræður við stjórn- völd um skipulag læknisþjónust- unnar. Þau hafi hins vegar ekki get- að tekið af skarið heldur fjallað um málið í kyrrþey. „Það er verið að gera atlögu að kerfinu án þess að um það sé rætt,“ segir Gunnar Ingi Gunnarsson. „Þess vegna standa menn upp sem einn maður og segja hingað og ekki lengra. Við viljum fá að vita hvort það sé ákvörðun stjórnvalda að leggja þetta kerfi niður. Ef svo er viljum við að okkur sé sagt hvað komi í staðinn. Við erum í þeirri einkennilegu stöðu að segja upp störfum okkar til þess að reyna að halda þeim.“ ■ Stóra Ameríkulottóið 23.910 „græn kort" í Sendiráð Bandaríkjanna á íslandi hefur tilkynnt að Islendingum gefist enn kostur á að sækja um svo kallað lukkuleyfi samkvæmt „Visa Lottery" áætluninni (Diversity Immigrant Visa (lottery) Program). Umsóknarfrestur Verður frá 12. febrúar til 12. mars næstkomandi. Áætlunin er opin fólki frá löndum sem hafa lágt hlutfall inn- flytjenda í Bandaríkjunum; 23.910 leyfum hefur verið úthlutað til Evr- ópulanda. Þeir sem vilja taka þátt skulu senda inn aðeins eina umsókn, vélritaða eða skrifaða með prentstöfum á venjuiég- an pappír, til „D-97 Program, National Visa Center, Portsmouth, NH 00212, USA.“ Upplýsingar um kröfur sem gerðar eru til umsækjenda og þær upplýsingar sem verða að fylgja um- ■ Kvikmyndahátíð 20th Century Fox Shirley Temple, Cary Grant og Yul Brynner í Regnboganum Um næstu helgi munu Skífan og bandaríska kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox efna til kvikmyndahátíð- ar í Regnboganum í tilefni af því að um þessar mundir eru liðin hundrað ár frá fyrstu kvikmyndasýningum fyrir almenning. Mun ætlunin að sýna bíó- myndir sem hafa fallið ágætlega í kramið hjá almennum bíógestum, en máski vakið misjafnar tilfinningar í bijóstum gagnrýnenda. Myndirnar eru gerðar á árunum 1937 til 1966. Elst er Wee Willy Winkie með barnastjörnunni lokka- prúðu Shirley Temple. Leikstjóri er enginn annar en meistari John Ford. David and Bathsheba er mikil Biblí- umynd frá 1951 með draumatröllinu Gregory Peck í aðalhlutverki. The King and I er ein sögufrægasta söngvamynd allra tíma; músíkin er eftir Rogers og Hammerstein en ógleymanlegur í aðalhlutverki er Yul Brynner. An Affair to Remember er rómantísk gamanmynd þar sem Cary Grant er á heimavelli, en síðast er að nefna kvikmynd sem heitir einfaldlega The Bible. Þetta er stórmynd eins og menn eru löngu hættir að gera; þama eru raktir tuttugu og tveir íyrstu kaflar Biblíunnar, til dæmis frásagnimar af Adam og Evu, Kain og Abel og Nó.a- flóðinu. Leikstjóri er John Hústoþ, eri meðal leikara eru Peter O’Toole og Ava Gardner. Myndimar verða sýndar án íslensks texta en miðaverð er 300 krónur. Shirley Temple leikur í myndinni Wee Willy Winkie frá 1937. verðlaun sókninni er hægt að fá með því að hringja í upplýsingasíma í Bandaríkj- unum, sem opinn er allan sólarhring- inn, (001) 202-663-1600; eða með því að hringja í (001)202-647-3000) (númerl 103) úr fax-síma til að fá prentaðar upplýsingar með símbréfi, eða með því að korna í sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík, þar sem upplýsingar liggja ífammi í móttöku.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.