Vísir - 06.01.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 06.01.1976, Blaðsíða 6
6 NotaÓir bílar til sölu Teg. árg. verð VW fastback 1971 550 VW 1970 VW 1969 350 VW 1200 1974 725 VW 1300' 1973 650 VW 1302 1972 VW sendib. 1973 850 VW 1972 700 VW 1972 560 VW 1971 VW 1970 500 Range Rover 1972 Range Rover 1974 Land-Ro_yer dlsel 1974 1.450 Land-Rover bensin 1973 Land-Rover dlsel 1972 900 Land-Rover dlsel 1971 750 Land-Rover dlsel 1970 700 Land-Rover dlsel 1968 Land-Rover dlsel 1967 450 Land-Rover bensin 1965 Moris Marina 1800 4d 1973 700 Pontiac Firebird 1971 VW Camper 1970 1.000 vw Microbus 1965 200 VW Microbus 1969 650 VW Microbus 1973 Citroen GS 1972 ® VOLKSWAGEN OGGO Audl HEKLAhf Laugavegi 1 70— 1 72 — Sími 21240 i BÍLAVARAHLUTIR Notaðir varahíutir í flestar gerðir eldri bíla t.d. Rambler Classic, Chevrolet Biskvæn, Impala og Nova árg. ’65. Vauxhall Victor ’70. BÍLAPARTASALAN Höfðatún 10, simi 11397. Opiö frá kl. 9-6.30, laugardaga kl. 1-3. Húsbyggjendur Einangrunarplast Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-ReykjavikursyæBiö meö stuttum fyrirvara. Afhending á byggingarstað. IIAGKVÆMT VERD. GREIDSLUSKII.MAI.AR Borgarplast hf. Korgarncsi simi: 93-7370 Kvöldsími 93-7355. Sendisveinn óskast eftir hódegi, þarf ekki að geta mœtt alla daga VÍSIR Simi 86611 Hverfisgötu 44. Tóku tíu verkamenn af lífi af því að þeir voru mótmœlendatrúar Hvert níðingsverkið rekur annað ó N-írlandi Hryöjuverkamenn IRA sátu i gærkvöldi fyrir áætlunarbifreiö á af- skekktum sveitavegi og myrtu tiu farþega, alla mótmælendatrúar. i allri sjö ára sögu blóðsúthellinganna og hryðjuverkanna á Norö- ur-irlandi er þetta eitt- hvert versta níðingsverk- iö, sem unnið hefur veriö, og er þó ekki hörgull á endemunum. En þessi blóðtaka i gærkvöldi mun hafa verið i hefndarskyni fyrir ámóta ódæöisverk, sem unnin hafa verið i Suður- Armagh á undanförnum dögum. Þar myrtu flugumenn ofstækis samtaka mótmælenda fimm kaþólikka á heimilum þeirra eftir að þrir mótmælendur höfðu beðið bana i sprengjum ka- þólskra hryðjuverkamanna. Aætlunarbillinn sem flutti starfsmenn vefnaðarverksmiðj- unnar i smábænum Markethill til og frá vinnu, var staddur nokkrum km frá vinnustaðnum, þegar hryðjuverkamennirnir stöðvuðu hann i gærkvöldi. Fyrirsátursmenn voru tuttugu, allir vopnaðir. • I bilnum voru 12 starfsmenn, en morðingjarnir spurðu hvern og einn, hverrar trúar hann væri. Ellefu voru mótmælendur, en sá tólfti kaþólskur. Honum var skipað að hypja sig. Siðan hófst dauðagelt vél- byssunnar, þegar kúlunum var látið rigna yfir verkamennina varnarlausa. Þegar að var komið, voru tiu þeirra liðin lik, en sá ellefti lifði ósköpin af, þar sem hann lá neðstur i valkestinum. Hann var fluttur alvarlega særður á sjúkrahús. lrlandsmálaráðherra, Marlyn Rees, hefur boðað til neyðar- fundar með leiðtogum allra stjórnmálaflokka N-lrlands til að ræða, hvernig stemma megi stigu við þessari dýrslegu morð- öldu. „Þetta er ekki stjórnmála- óeirðir. Þetta er einfaldlega glæpamennska, þar sem hermdarverkin kalla á fleiri hermdarverk,” sagði hann. Guðmundur f ékk 1V2 vinning í gœrdag.... Wolfgang Uhlmann frá A- Þýskalandi hcldur enn forystu sinni á skákmótinu i Hastings eft- ir jafntefli viö Korchnoi i sjöundu umferð i gær. — En nú munar að- eins hálfum vinning á honum og Bronstein sem vann Jansa frá Tékkóslóvakíu nokkuð iéttilega. Skák þeirra Uhlmanns og Korchnoi vakti eðlilega mesta at- hygli, þvi að þar áttust viö menn i efstu sætum og fyrir mótiö hafði Korchnoi þótt sigurstranglegast- ur, þannig að skákin kann að vera úrslitaskákin um efsta sætið. — Korchnoi eyddi alltof miklu af umhugsunartima sinum í fyrstu leikina og var feginn, þegar Uhl- mann bauð honum jafntefli eftir 23 leiki. Fulltrúi okkar íslendinga á mótinu, Guðmundur Sigurjóns- son.fékk 1 l/2vinning i gær. Hann hafði hvitt" I sjöundu umferð á móti Sosonko, sem tefldi Sikil- eyjarvörn, en þeir sömdu jafntefli eftir 27 leiki. — En biðskák sina á móti Hartston úr sjöttu umferð vann Guðmundur, þar sem hann tefldi með svörtu. Röðin er nú þessi: Uhlmann 5 1/2, Bronstein 5, Hort og Korchnoi 4 1/2 (Hort vann nefnilega Hart- ston i 7. umferð), Kaplan og Tai- manov 4, Guðmundur, Sosonko og Stean 3 1/2, Jansa og Miles 3, Bellin, Bisguier, Keene og Nunn 2 1/2, Hartston 2. Reagan í kosn- ingaferðalagi Ronald Reagan, fyrrum rikis- stjóri Kalifornlu, hóf I morgun formlega kosningabaráttu sfna, þar scm hann stefnirað því að ná útnefningu repúblikanaflokksins til franiboðs í forsetakosningun- uni í árslok. Keppir hann þar við sjálfan forsetann, Gerald Ford. Aöur en hann lagði upp i morgun i þrettán daga kosninga- feröalag, þar sem hann mun hafa viðkomu i fimm rikjum, sagði hann: „Ég er sannfærður um, að ég muni komast langt. Ég veit vel að framundan er erfiður hjalli og langur.” Undanfari forkosninga flokkanna er að hefjast. 1 Nýja Hampshire hefst 24. febrúar kosning fulltrúa á flokksþing repúblikana-flokksins, og þykir boðsefnunum mikið undir þvi að eiga þar stuðningsmenn. Fréttaskýrendur i' Banda- rlkjunum eru þeirrar skoðunar að Reagan muni velgja Ford undir uggum i innanflokkskapphlaup- inu. — Reagan gerir sér sjálfur góðar vonir um að repúblikanir i New Hampshire sendi stuðnings- menn hans á flokksþingið, þegar forsetaefnið verður valið, þvi að rikisstjóri New Hampshire og aðaláhrifamaður flokksdeildar- innar þar, Maldrim Thomson, er eindreginn stuðningsmaður Reagans. Aðrir viðkomustaðir á kosningaferðalagi Reagans fyrsta sprettinn verða Norður-Karólina , - Flórida, Wisconsin og Illionois.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.