Vísir - 06.01.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 06.01.1976, Blaðsíða 9
vism Þriöjudagur 6. janúar 1976. 9 Tómas Guðmundsson skáld er 75 ára i dag. Kristján Karlsson hefur ritað inngang að Ljóðasafni Tómasar Guðmundssonar. Þar fjallar hann m.a. um Reykjavikurskáldskap Tómasar. i tilefni þessara timamóta i lifi borgarskáldsins birtir Visir hér hluta úr rit- gerð Kristjáns Karlssonar: „Nú verður Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn. Siðari kynslóðir þurfa tæplega að fara i grafgötur um það, hvers vegna Reykjavik fagnaði Tómasi Guðmundssyni svo á- kaft sem sinu skáldi og bæjar- stjórnin braut blað i sögu sinni til að veita honum sérstök verð- laun með fararstyrk til Suður- landa. Fullyrða má, að enginn listamaður hefir átt jafnrikan þátt i að móta hugmyndir lands- manna um Reykjavik sem nú- timaborg með stórborgarlifi langt umfram stærð sina né vekja skyn þeirra á fegurð hennar. Þar sem önnur skáld höfðu einkum ort um útsýnina frá Reykjavik, yrkir Tómas um útsýnina inn á við i bænum. Fyrir daga hans ortu menn um Reykjavik sem sögustað i fögru umhverfi, en bæinn sjálfan sem hæpinn fegurðarauka. Enda þótt flest skáld landsins á siðari timum hefðu búið langvistum i Reykjavik, voru þau grunsam- lega fáorð um bæinn, og enn eldi vissulega eftir af gömlum hug- myndum um Reykjavik sem ein hvers konar útlenda sódómu i saklausu islenzku þjóðlifi. Það var ekki ýkjalangt siðan, að Einari Benediktssyni hafði þótt nauðsynlegt að staðhæfa, að með Fróni er „Vikin” dygg og tryggogsönn. Enginn maður hafði stór- brotnari hugmyndir á sinum tima um framtið Reykjavikur en Einar Benediktsson, en samt hét hún ennþá „Vikin”. Það mætti vera ofurlitill mælikvarði á skilning manna á tungutaki, hugmyndum og smekk Tómas- ar Guðmundssonar, að þeir fyndu, hve óhugsandi væri, að hann talaði nokkurn tima um „Vikina”. i stað þess að yrkja um sögu Reykjavikur og afsaka nútið hennar, yrkir Tómas bæöi fagnandi lofsöngva og ástúðlega gagnrýni um borgina eins og hún er. Og hann yrkir ekki ein- ungis um þá nýju islenzku feg- urð, sem stræti hennar, höfn, malbik og garðar hafa að geyma, heldur einnig um at- hafnalif hennar, örlög og hætti bæjarbúa. Segja má, að timi hafi verið til kominn og að Tóm- as hafi komið á réttum tima. Reykjavik var um það bil orðin borg og þurfti að mynda sér hugmyndir um sjálfa sig. Eins oftur hlýtt og Með Fögru veröld varð Tóm- as Guðmundsson i samri svipan þjóðskáld og höfuðskáld. Frá þvi að bókin kom út i nóvember 1933 og til jafnlengdar næsta ár var hún endurprentuð tvisvar sinnum. Fyrsta útgáfa seldist upp á örfáum dögum. Svo mikil eftirspurn um ljóðabók mun vera einsdæmi i islenzkri bók- menntasögu. Með eigi minni sanni en Byron við útkomu Childe Harold mátti Tómas Guðmundsson segja : „Ég vakn- aði einn morgun og var.. orðinn frægur.” bjart um bœmn" og hjá unglingi á gelgjuskeiði voru hugmyndirhennarum útlit sitt dálitið óvissar. Hvað var þá meira virði, en uppgötva hreina nýja fegurð i þvi sem helzt þótti ábótavant i nýrri stórborg? Og hér var auk þess á ferðinni nýtt málfar, sem borgin átti eða gat eignað sér. Það leysti hefð- bundin visuorð úr læðingi, án þess að sundra þeim, gæddi þau óviðjafnanlegri mýkt og sveigj- anleik. Það var viðhafnarlegt, án þess að vera hátiðlegt, fynd- ið, en ástúðlegt: Sjá göturnar fyllast af Astum ogTótum, með nýja hatta og himinblá augu, á hvitum kjólum og stefnumótum. Myndirþess voru einatt saman- þjappaðar i paradoxa, mót- sagnir og orðaleiki, án þess að það yrði nokkurn tima kald- hamrað eða tyrfið. Það var jafnvel eins og tungutakið yrði þvi mýkra og nærtækara sem merking þess var samsettari og flóknari. Það var mjög við- bragðsfljótt, fimlegt og rikt að örum blæbrigðum. Það var með öðrum orðum mjög bæjarlegt. I þessari persónulegu ljóðagerð hafði að sinum hætti rætzt draumur ungrar borgar um sið- fágað talmál. Kreppuárin fóru að með vax- andi svartsýni og takmarkaðri trú á lifsgildi. En Fagra veröld varð ekki afturtekin, og það var ótviræð gæfa reykviskri og þar með islenzkri menningu, að skáld með lifsviðhorfum og sið- menntandi málfari Tómasar Guðmundssonar varð fyrstur til að gefa bænum ákveðinn svip i bókmenntum og vitund manna. Mörg skáldleg skynjun Tómas- ar er nú runnin mönnum svo i merg og bein, að þeir vita varla, hvaðan hún er komin. En hver, sem áttar sig á gildi hennar, hefir skilið að nokkru marki, hvilikur áfangi Fagra veröld er i menningarsögu Islendinga. Baldur Guðlaugsson skrifar: VARÐVEITUM FRJÁLSAN SAMNINGSRÉTT Samningaumleitanir heildar- samtaka vinnumarkaðarins hefjast i dag að nýju að afloknu hléi yfir hátiðarnar. Samningar urðu lausir nú um áramótin, og hafa aðilar vinnumarkaðarins þvi i hendi sér að boða verk- stöðvun með einnar viku fyrir- vara, en meðan ósamið er, er að vanda unnið eftir siðast gildandi samningum. Það dylst naumast nokkrum heilvita manni eins og nú er ástatt i efnahags- og atvinnu- málum þjóðarinnar, að oft var þörf en nú ber lifsnauðsyn til, að kjarasamningar virði þau tak- mörk, sem afkoma atvinnuvega og breyting þjóðhagsstærða setja kauphækkunum. Nánari tiundun, útlistun og rökræða um skil hins mögulega og hins ómögulega, hins skynsamlega og hins óskynsamlega i kaup- gjaldsmálum á eftir að eiga sér stað á fundum samningsaðila, og skal þvi ekki fjölyrt frekar um þau atriði hér. Afskipti rikisva Idsins A hinn bóginn langar mig til að fara nokkrum orðum um aðra hlið samningagerðar á vinnumarkaðnum, þ.e.a.s. af- skipti og aðild rikisvaldsins, að kjarasamningagerð á hinum frjálsa vinnumarkaði. Aðild rík- isvaldsins er engan veginn ný af nálinni. Varla hafa verið gerðir svo heildarsamningar á vinnu- markaðnum um langt árabil, að rikisstjórnin hafi ekki greitt fyr- ir þeim með einhverjum hætti, t.d. loforðum eða yfirlýsingum um aðgerðir i húsnæðismálum, skattamálum, tryggingamál- um, atvinnumálum eða niður- greiðslumálum, svo að eitthvað sé nefnt. Það er siður en svo, að rikisvaldið þröngvi sér inn i samningaumleitanir — þvert á móti er miklu fremur um það að ræða, að aðilar leiti ásjár og úr- lausnar hjá stjórnvöldum til að ná endum saman. Enginn fær auðvitað ennþá séð fyrir, hvaða stefnu eða lykt- ir yfirstandandi kjarasamning- ar fá. Ljóst er engu að siður, að báðir samningsaðilar leggia áherslu á og ætlast til virkrar aðildar rikisvaldsins. Alþýðu- samband Islands markaði þá stefnu i kjaramálaályktun sinni i desember, að valið stæði á milli tveggja leiða: hinnar hefð- bundnu kauphækkunarleiðar, sem ekki var sögð einhlit aðgerð til að jafna metin gegn óðaverð- bólgu, hvað þá til að bæta lifs- kjörin, og annarrar, viðtækari kjaramálaleiðar, sem hefði að markmiði að ráðast gegn orsök- um verðbólgunnar og leggja grundvöll að varanlegum árangri kjarabóta og kjara- verndar. Þessi siðari leið, sem ASI hef- ur sagst vilja reyna til þrautar, áður en gripið yrði til hefð- bundnu leiðarinnar, byggist á kröfum um margvislegar stjórnmálalegar og efnahags- legar ráðstafanir og snýr eink- um að stjórnvöldum. Verka- lýðshreyfingin hefur engu að siður leitað stuðnings vinnuveit- enda við þessar hugmyndir sinar og óskað eftir þvi, að aðilar tækju þær sameiginlega upp við rikisvaldið. Hjól atvinnulífsins Vinnuveitendur hafa á sama hátt bent á, að torvelt muni reynast að tryggja atvinnu, nema takast megi að skapa að- stöðu fyrir atvinnuvegina til að halda uppi fullri framleiðslu og aukinni framleiðni. Hjól at- vinnulifsins geti þvi aðeins haldið áfram að snúast, að at- vinnuvegunum verði sköpuð rekstrarskilyrði og sé i þvi sam- bandi óhjákvæmilegt, að ein- hverskonar tilfærsla fjármuna eigi sér' stað frá rikinu til at- vinnuveganna. Hafa vinnuveit- endur sett fram ákveðnar hug- myndir um niðurskurð rikisút- gjalda og lækkun eða afnám til- tekinna álaga á atvinnurekstur- inn og óskað stuðnings Alþýðu- sambandsins i þessum efnum. Hver sem niðurstaða þessara gagnkvæmu stuðningsumleit- ana aðila vinnumarkaðarins verður, að ekki sé minnzt á und- irtektir stjórnvalda, þvi tillögur beggja fela i sér óskir um við- tækar laga- og útgjaldaáforma- breytingar, er hitt ljóst, að báðir samningsaðilar æskja viðamik- illar og virkrar aðildar rikis- valdsins að yfirstandandi samn- ingagerð, enda varla annarra kosta völ að þessu sinni. En er hér um æskilega eða óumflýjan- lega þróun að ræða? Það er deginum ljósara, að kjör launþega og raunar lands- manna allra mótast ekki ein- vörðungu af ákvæðum kjara- samninga og upphæð útborg- aðra launa. Stefna þings og stjórnar i skattamálum, hús- næðismálum, heilbrigðis- og tryggingamálum, menntamál- um og fjölmörgum öðrum mála- flokkum, auk almennrar efna- hagsstjórnar ræður ekki minnu um raunkjör manna, en um- samdar launagreiðslur. Þess vegna þarf það i sjálfu sér ekki að koma á óvart, þótt samtök launþega meti fyrirheit um að- gerðireða aðgerðaleysi i slikum málum til jafns við launahækk- anir, enda igildi kjarabóta. A sama hátt er ofur eðlilegt, að atvinnurekendur taki mið af stjórnvaldsaðgerðum, sem snerta atvinnurekstur, svo sem stefnu i lána-, vaxta- og skatta- málum, og óski stundum yfir- lýsinga rikisvaldsins um til- teknar ráðstafanir, áður en gengið er til samninga um kauphækkanir, sem ella yrðu atvinnuvegunum ofviða. Þetta er þeim mun óhjákvæmilegra hér á landi, sem stefna hins opinbera hefur ætið gert frjáls- um atvinnurekstri erfitt upp- dráttar og haft i för með sér stöðuga vöntun á rekstrarfé og þróunarmöguleikum. Aö talast við í gegnum ríkisvaldið Þegar það sem nú hefur verið sagt, er haft i huga, sætir það engri undrun, að báðir aðilar vinnumarkaðarins skuli nú sem endranær leita á náðir rikis- valdsins i samningaumleitunum sinum. Nauðsynlegt er að sam- hæfa kjarasamninga almennri efnahagsstefnu, og má i þeim skilningi slá þvi föstu, að til_ raunhæfrgrkjarasamningagerð- ar i framtiðinni muni atbeini rikisvaldsins jafnan nauðsyn- legur. Spurningin er hins vegar:, hvar mörkin skuli dregin og veldur áhyggjum i þvi sam- bandi hversu mjög þáttur rikis- ins virðist fara vaxandi. Þegar svo er komið, að aðilar vinnu- markaðarins eiga ekki annars úrkosta en að talast við i gegn- um rikisvaldið, þá virðist manni, að dagar hins frjálsa samningsréttar geti tekið að styttast og allsherjar kjara- skömmtun liins opinbera verði skammt undan. Fullyrða má, að sú þróun væri báðum aðilum hins frjálsa vinnumarkaðar jafn mikið á móti skapi. Meinið er bara, að stöðugt stefnir i þessa átt. Hvað er til ráða? Spyr sá sem ekki veit. Þó sýnist mér augljóst að leita þurfi frambúðar sam- ráðs aðila vinnumarkaðarins og rikisvaldsins um að frjálsan at- vinnurekstur og finna launa- ákvörðunum og kjarapólitik nýjan farveg. Draga þarf skarpari skil á milli yfirráða- svæða aðila vinnumarkaðarins annars vegar og rikisvaldsins hins vegar að þvi er varðar gerð og framkvæmd kjarasamninga. Mestu skiptir þó sennilega, að samningsaðilar sjálfir geri sér viðhlítandi grein fyrir nauðsyn þess, að kjarasamningar grund- vallist á tillitinu til þjóðhags- stærða og afkomu atvinnuvega. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að koma sér saman um leiðir til að gera raunhæfa kjarasamn- inga, sem þeir beri siðan sjálfir ábyrgð á, þannig að ekki þurfi stöðugt til að koma forsjá rikis- valdsins. Annars kann samningagerð að veröa af okkur létt i eitt skipti fyrir öll.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.