Vísir - 09.04.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 09.04.1976, Blaðsíða 11
vism Föstudagur 9. april 1976. ( Fimm konur í Þjóðleikhúsinu: „Karlmenmrnir keyra yfir okkur" Þær voru kátar stelp- ur á tvitugsaldri sem héldu hópinn og helsti draumurinn var að myndarlegur maður tæki þær upp á arma sina og bæri þær inn i musteri ástarinnar, — heimilið. En hvernig rættust þá draum- arnir? Það fáum við að sjá á fjölum Þjóðleikhússins þegar „Fimm konur” á fertugsaldri hittast eina kvöldstund og nótt á heimili einnar þeirra. Sú sem stendur fyrir heimboðinu, er ný- skilin við draumaprinsinn fyrr- um og farin að skoða lif sitt og sjálfa sig, vinkonur og umhverfi inýju ljósi. Eftir þvi sem á sam- kvæmið og vinið liður gerast þær vinkonur æ opinskárri og ýmislegt óvænt skýtur upp koll- inum, áður en nóttin er öll. A þennan hátt bregður Björg Vik upp mynd af vandamálum kvenna og stöðu þeirra i leikrit- inu „Fimm konur” sem frum- sýnt var i Oslo fyrir rúmu ári og hefurfarið einsog eldurum sinu um Norðurlöndin og þótt gott framlag á nýliðnu kvennaári. Leikstjóri sýningarinnar er Erlingur Gislason, leikmynd er eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Þýðinguna gerði Stefán Bald- ursson og konurnar fimm leika þær: Briet Héðinsdóttir, Bryndis Pétursdóttir Margrét Guðmundsdóttir, Sigriður Þor- valdsdóttir og Kristin Anna Þórarinsdóttir. Næsta sýning er á sunnudag kl. 8. Biet Héðinsdóttir, leikur önnu Maju, konuna, sem vinnur úti og heldur fram hjá eiginmann- inum til að sannfæra sjálfa sig um að liún sé ekki að visna upp og verða gömul. Höfundurinn er hér — Les úr verkum sínum í Norrœna húsinu Björg Vik er blaðamaður að mennt og hóf nám i blaða- mannaháskólanum 1955, vann mörg ár við það starf og stóð m.a. að útgáfu nýs kvennablaðs í Noregi. Ljósm. Loftur. Ilöfundur leikritsins „Fimm konur”, Björg Vik, er stödd hér á landi i boði Norræna hússins, þar sem hún mun kynna verk sin og lesa úr þeim. Sagt hefur verið um Björg Vik, að hún sé ein af fáum norskum rithöfundum, sem njóti almennra vinsælda. Hún er einkum smásagnahöfundur og fyrsta smásagnasafn hennar kom út 1963. Siðan hafa komið út fjögur söfn smásagna, hið sið- asta 1975 „Fortellinger om fri- het”, og var sú önnur þeirra, sem lögð var fram af hálfu Noregs vegna bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Málefni kvenna hafa verið Björgu Vik ofarlega i huga og i verkum sinum fjallar hún um samband konu og karls og vandamál kynjanna og hvernig þau megi leysa. í fyrstu var hún aðeins kunn i heimalandi sinu en nú hefur hróður hennar bor- ist til annarra landa. A sunnudag kl. 17 les Björg Vik úr verkum sinum og einkum úr Fortellinger om frihet, siðasta smásagnasafninu. Ógiftar eða giftar, fráskildar eða sjálfstæðar konur, — allir eiga þær við vandamál að striða og stiflan brestur á einni nóttu yfir kertaljósi og vínglasi. Ljósm. Loftur. Drekinn hási leggur land undir fót Hrekinn hási heitir barnaleik- ritið eftir danann Benny And- er sen, sem Leikfél. Grimnir sýndi fyrir fullu húsi i tvígang i Stykkishólmi siðas tliðinn sunnudag. Sama dag var sýning á leikritinu Pétriog Rúnu og var það jafnframt fyrsta leiksýning i nýja félagsheimilinu i Stykkis- hólmi. Nú um helgina leggur Drekinn hási land undir fót og verða næstu sýningar á Loga- landi i Borgarfirði, laugardag kl. 4, og Pétur og Rúna um kvöldið kl. 9. Daginn eftir verður barnaleikritið sýnt i samkomuhúsinu i Grundarfirði. Sýningu Jónasar lýkur á sunnudagskvöld Undanfarna viku hefur Jónas Guðrnundsson haldið sýningu að Harnragörðurn, þar sern hann sýnir 45 vatnslita- og olíurnyndir. Myndirn- ar málaði Jónas i haust sern leið og í vetur. Sýn- ingin er opin kl. 2-10 urn helgina en henni lýkur á sunnudagskvöld. Austurstræti 17 starmýri 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.