Vísir - 08.05.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 08.05.1976, Blaðsíða 10
Laugardagur 8. mai 1976. VISIR I II Halldór Halldórsson skrifar: „Á bógt með að trúa að ökumaðurinn hafi getað dottið út úr bifreiðinni" segir í vottorði sem lagt var fram við rannsókn slyssins við Leirvogsú ________ Í Þrír þingmenn lögðu fram á Alþingi fyrir skemmstu tillögu til þingsályktunar, þar sem skoraö er á rikisstjórnina að gera ráðstafanir til að dómara- embættum verði i framtiðinni kleift að standa að rannsókn umfangsmikilla sakamála af meiri krafti en hingað til hefur tiðkast. t lok greinargerðar þremenninganna með tillögunni segir, að Alþingi verði að sjá til þess, að dómstólunum verði sköpuð sú aðstaða, sem geri þá hæfari til að verða við eðlilégum og sjálfsögðum kröfum um rétta og röska úrlausn mála. Af greinargerðinni má marka, að þingmennirnir hafa fyrst og fremst viðamikil bókhalds- og skattsvikamál i huga. En það eru fleiri mál flókin og erfið úr- vinnslu en bókhaldsmál. Eitt slikt er „Um ferðarslys 2026/69”. Flestir kannast við það undir heitinu Leirvogsár- slysið. Það mál hefur þcgar hlotið afgreiðslu dómkerfisins með dómi á miðju ári 1971. • Aðeins rannsakað að litlu leyti Kjarni þessarar greinar er sá, að felldur hafi verið dómur i málinu án þess, að það hafi veriö rannsakað nema að litlu leyti, og raunar er niðurstaðan sú, að öll meðferð málsins frá upphafi til enda sé réttnefnt réttarhneyksli. Og jafnvel þótt réttur dómur hafi verið felldur i málinu, er þar ekki að þakka dómspeki dómarans, heldur miklu fremur glópaláni. Stað- reyndin er nefnilega sú, að gögn málsins sanna engan veginn ná- kvæmlega hver sekt þess manns er, sem dæmdur var vegna málsins. Ekki er heldur sönnuð sekt þess manns, sem fannst látinn skammt frá slysstaðnum. Sá, sem dæmdur var játaði að hafa stolið hópfer-ðabifreið ásamt hinum látna félaga sin- um og hlaupist siðan á brott af slysstað án þess að skeyta um afdrif félagans eða tilkynna um atburðinn. Fyrir þetta var hann dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar. • Einvörðungu ákært fyrir nytjastuld Hér er ekki verið að sakast við þann dómara, sem felldi dóm i málinu, þvi samkvæmt lögum skal hann dæma samkvæmt gögnum málsins og eftir þeirri ákæru, sem saksóknari sendir frá sér. Þess er hins vegar gætt að ákæra manninn einungis fyrir svonefndan nytjastuld, sem hann hefur játað á sig, og fyrir að hlaupast á brott af slys- staö, sem hann játar einnig á sig. En það er i fyrsta lagi ljóst, að rannsóknardómarinn lét hjá liða að sannprófa ýmislegt i málinu, sem gæti hafa gefið til- efni til enn frekari ákæru. 1 öðru lagi er ljóst, að álitamál er, hvort gengio er nógu langt i ákærunni miðað við gloppótt gögn málsins. (Að þvi verður vikið siðar). 1 þriðja lagi virðist einnig ljóst, að saksóknari bregst skyldu sinni með þvi að fara ekki fram á frekari rannsókn. Leirvogsmálið er flókið og viðamikið og uppfullt af smá- atriðum, sem kunna að skipta höfuðmáli. Hér verður aðeins stiklað á stóru og getið fárra atriða. • Breytti fram- burði sinum við aðra yfirheyrslu Einhvern tima um miðja að- faranótt mánudagsins 15. september 1969 lenti langferða- bifreið i Leirvogsá á Kjalarnesi. Tilkynning barst um slysið klukkan rösklega sjö um morg- unin. Rúmum einum kilóm. neðar i ánni fannst lik af ungum manni, Arnari Hjörtþórssyni. Bifreiðinni hafði verið stolið i Reykjavik einhvern tima um nóttina. Strax og lögreglumenn komu á vettvang vaknaði sá grunur, að fleiri en einn maður, og jafnvel fleiri en tveir hefðu verið I rútunni, enda viður- kenndi kunningi hins látna, siðdegis á þriðjudegi, að hann hefði verið i henni ásamt Arn- ari. Hann sagði, að þeir hefðu stolið rútunni og báðir verið ölvaðir. Við fyrstu yfirheyrslu neitaði hann að hafa verið i bif- reiðinni, en breytti framburði sinum við aðra yfirheyrslu. t skýrslum um framburð hans kemur fram, að hann hafi verið með Arnari heitnum frá þvi um klukkan 20.30 á sunnudags- kvöldi og allt til þess, að bifr. fór i Leirvogsá. Arnar hefði átt allt frumkvæði að þvi að stela rútunni og ekið henni með fyrr- greindum afleiðingum. Eftir slysið segist hann ekki hafa orðið félaga sins var, vaðið i land, hlaupið áleiðis til Reykjavikur, farið beint heim til sin og sofnað. Þetta er i gróf- um dráttum frásögn mannsins. • Rannsóknin beindist að slysi Það er ljóst, að i upphafi beindist rannsóknin að slysi. Hins vegar gáfu kringumstæður allar og málsatrik og misræmi i framburði vitna tilefni til verstu grunsemda. Ýmislegtkom fram við rannsókn málsins, sem með ólikindum mátti teljast, og þeg- ar dómur var felldur yfir félaga Arnars heitins i júni 1971 voru alls ekki öll kurl komin til grafar i málinu. Um það segja gögn málsins sina sögu. Strax á slysstað komu fram atriði, sem vöktu grunsemdir. 1. Lik Arnars fannst einum kilómetra frá slysstaðnum, og vilja sumir halda þvi fram, að það hafi ekki átt eða getað rekið svona langa leið, þar sem áin er mjög grunn. Það skal tekið fram, að léttir lausamunir m.a. sæti og plast- poki með svefnpoka i o.fl. fund- ust aðeins 200 metrum frá slys- staðnum. • Skórnir fund- ust í kjallara skemmtistað- ar 2. Likið fannst skólaust, og þrátt fyrir vandlega leit fjög- urra björgunarsveitarmanna i ánni, meðfram henni og i ósum hennar fundust skórnir ekki. Hins vegar fundust skór af hin- um látna i kjallara skemmti- staðar hér i borg mörgum mánuðum siðar. Talið er, að Arnar hafi verið i þessum skóm daginn fyrir slysið. 3. Björgunarsveitarmennirnir fundu vesti af Arnari i ánni — og var vestið hneppt. 4. Aðkoman að likinu var mjög einkennileg. Það lá á grúfu yfir stein og var bert bakið upp úr, en skyrtan yfir höfuðið. Þá hefur komið fram, að storknað blóð var i skyrtu hins látna. Eigandi hópferðabif- reiðarinnar, sem kom á staðinn og óð út að rútunni, tekur sér- staklega fram i skýrslu, að hann hafi ekki séð nein merki þess, að blóð hefði runnið i henni. 5. Fingrafararannsókn leiddi ekki i ljós, að Arnar heitinn hafi ekið rútunni. • Furðu þótti sæta, að eng- inn skyldi verða bif- reiðarinnar var 6. Eftir þvi sem næst verður komist varð slysið klukkan rösklega þrjú um nóttina — og er þá ályktað af þvi hvenaer siðast sást til hennar á Vestur- landsvegi. Rútan fannst hins vegar ekki fyrr en um. klukkan sjö um morguninn. Þykir kunnugum furðu sæta, að enginn hafi orðið bifreiðarinnar var fyrr en klukkan sjö, hafi slysið átt sér stað upp úr þrjú um nóttina. Vesturlandsvegur er einhver fjölfarnasti þjóðveg- ur landsins og hefur lögreglu- maður kunnugur vegaeftirlits- störfum sagt mér, að varla liði meira að meðaltali en 10-15 minútur milli þess, að bifreiðar fari um veginn ýmist frá Reykjavik eða þangað og það jafnvel þótt um nótt sé. 7. í fyrstu frétt Morgunblaðs- ins af slysinu segir svo i lok hennar: ,,í gær var rannsóknar- lögreglunni tilkynnt um mann, sem hefði gert tilraun til að stela langferðabil við Miklatorg um kl. tvö i fyrrinótt (þ.e. nótt- ina, sem slysið varð). Sjónar- vottar gátu gefið lýsingu á manninum, en sú lýsing kemur ekki heim við mann þann, sem fannst látinn i Leirvogsá i gær- morgun.” • Bflstjórinn skildi við hana kl. 21.30 Þá er að geta þess, að ekkert kemur fram i gögnum málsins fyrir utan framburð hins dæmda hvenær rútunni var stol- ið. Bilstjóri hennar skildi við hana um klukkan hálf tiu á sunnudagskvöldið, og frétti ekki^ um atburði næturinnar fyrr en um morguninn. Vitni er að óað- finnanlegum akstri rútunnar við mót Laugavegar og Nóatúns skömmu fyrir kl. þrjú. Þetta vitni sá aðeins einn mann i bif- reiðinni — og kemur lýsing á ökumanninum ekki heim og saman við útiit Arnars heitins. • í vottorði, sem lá fyrir réttinum... 9. í gögnum, sem lágu fyrir dómnum er að finna vottorð frá atvinnubifreiðarstjóra, sem kom á slysstað um svipað leyti og lögreglan á mánudagsmorg- uninn. Hann veitti þvi eftirtekt, að bilstjórasæti rútunnar var i aftasta „palli”, þ.e. rennt aftur frá stýrishjóli i öftustu stöðu. i blaðaviðtali við undirritaðan 24. -T* '• ^ - *,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.