Vísir - 12.05.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 12.05.1976, Blaðsíða 6
Miövikudagur 12. mai 1976. VISIR Umsjón: Guðmundur Pétursson „Pólitískt kraftaverk sagði Frank Church, eftir að hafa fengið fleiri atkvteði en Jimmy Carter í forkosn- ingunum í Nebraska — Ford tapaði fyrir Reagan, en vann í Vestur-Virginíu Nokkuð á óvart hafði Frank Church öldunga- deilda rþingma ður gengið 40 prósent at- kvæða, en Jimmy Cart- er aðeins 36 prósent at- kvæða demókrata þeg- ar meirihluti atkvæða hafði verið talinn i for- kosningunum i Nebraska i morgun. Ford forseti hefur stöðvað sigurgöngu Eeagan að vissu leyti, með þvi að fá 57 prósent atkvæða repúblikana á móti 43 prósentum Reagans i forkosn- ingunum i Vestur-Virginiu. En forkosningarnar þar eru ekki jafn mikilvægar og i Nebraska, þar sem Reagan sigraði Ford. Þegar meirihluti atkvæða hafði verið talinn i morgun, hafði Reagan fengið 52 prósent at- kvæða, og Ford 48 prósent. Frank Church, sem nú tók þátt i fyrsta sinn i forkosning- um, sagði i morgun, að úrslitin væru „pólitiskt kraftaverk”. Hvorki Carter né Church vildu þo nokkuð spá um úrslit siðari forkosninga með tilliti til þessara úrslita. Carter tókekki þátt i forkosn- ingunum i Vestur-Virginiu. Robert Byrd, annar öldunga- deildarþingmaður fy.l kisins var þar i kjöri, og fékk um 90 prósent atkvæða demókrata, og George Wallace fékk um 10 prósent. Wallace fór ekki i kosn- ingaferðalag um V-Vireiniu. Forkosningar fóru einnig fram hjá demókrötum i Connecticut. í morgun hafði Jimmy Carter fengið 36 prósent afkvæða, og Morris Udall 31 prósent. Frank Church — sigraði Carter. FÖISUÐ [RFDASKRÁ HUGHíS Embætti fógetans i Las Vegas fékk bréf fyrir stutlu. með skjali i scm sagt var crfðaskrá Howard liughes. i þessari erfðaskrá var niu manns áhafnaöur um sjötti hluti eigna Hughes. Nöfn fólksins voru ekki nefnd, hcldur aðeins al- mannatrygginganúmcr þess. Talsmaður Summa fyrirtækis- ins, sem Hughes átti, sagði að „erföaskrá” þessi væri fölsuð. „Erfðaskráin” er dagsett 22. júni 1969, og i henni er Summa fyrir- tækinu falið að skipta eignunum. En Summa var ekki stofnað fyrr en i desember 1972. 1 skjalinu sem sent var fógetan- um sagði að þetta væri erfðaskrá Howard Hughes, og ætti að póst- leggja hana 30 dögum eftir dauða hans. Hinir fimm sjöttu hlutar eigna Hughes, sem metnar eru á tvo milljarða dollara, áttu að renna til ættingja hans, lækninga- stofnunar og háskóla. Húsnœði óskast Einstaklingsibúð eða herbergi með hús- gögnum óskast fyrir sænskan styrkþega við Norrænu eldfjallastöðina, frá 1. júni. Upplýsingar i síma 25088 Norræna eldfjallastöðin Fró Byggingasamvinnufélagi Kópavogs Fyrirhuguð er stofnun byggingarflokks um byggingu fjölbýlishúss. Tekið verður á móti umsóknum félags- manna á skrifstofu félagsins að Lunda- brekku 2 til laugardagsins 15. mai kl. 1-7 s.d. Stjórnin Húsnœði óskast 5-4 herbergja íbúð með húsgögnum óskast til leigu fyrir finnskan styrkþega við Nor- rænu eldfjallastöðina frá 1. júni nk. Upplýsingar i sima 25088. Norræna eldfjallastöðin TILKYNNING TIL SÖLUSKATTSGREIÐENDA Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvl, að gjalddagi söluskatts fyrir aprflmánuð er 15. mai. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt sölu- skattsskýrslu I þrlriti. Fjármálaráðuneytið Gabor og Ryan giftu sig I janúar 1975. Hér skera þau brúðkaups- tertuna. En sælan stóð ekki lengi. Eiginmaður Zsa Zsa plokkaði Rollsinn Leikkonan Zsa Zsa Gabor, fræg fyrir hjónabönd sin og skiinaöi, kærði núverandi eiginmann sinn til lögreglunn- ar I Hollywood I gær, fyrir aö hafa plokkað tveggja milljón króna verðmæti af Rolls- Royce bil hennar. Eiginmaðurinn, milljóner- inn Jack Ryan, er farinn frá Gabor fyrir nokkru, og þau hafa ákveðið að skilja. Ryan, sem er 50 ára, sagði þessu til skýringar að þau hafi ákveðið að skipta sameiginlegum eignum jafnt, og hafi Rollsinn verið þar á meðal. Hann hafi bara tekið sinn hluta bilsins. Þau hjónin hafi verið búin að ákveða að láta gera bilinn upp, selja hann, og skipta ágóðanum. En Gabor hafi látið draga bilinn burt meðan verið var að króma hluta hans. Ryan tók þá hjólin undan bilnum, felgur, sæti, grill, hluta yfirbyggingar og stuðara, og sagðist vera búinn að fá sinn hluta. Vinstri menn setja fram kröfur sínar Vinstrimenn i Líbanon hata sett fram sameigin- legar kröfur sínar i sex lið- um til að pólitísk lausn fá- ist í borgarastriðinu i Líbanon. Vinstrimenn setja á oddinn að hersveitir sýrlendinga hverfi á brott úr Libanon. Nú eru um 10 þúsund sýrlenskir hermenn innan landamæranna. 1 yfirlýsingu sinni létu vinstri- menn i það skina aö þeir kynnu að geta unnið með Elias Sarkis, hin- um nýkjörna forsta Libanon. Sarkis var löglega kjörinn forseti en vinstrimenn vilja ekki sjá hann þvl hann er hægri maður. Þó kann að vera vonarglæta um samstarf þvl vinstrimenn segja að það sé ekki maðurinn sem skipti máli, heldur hvaö hann hyggst gera. 1 yfirlýsingu sinni krefjast vinstrimenn auk þess að sýr- lendingar tryggi „öryggi palestinsku byltingarinnar”. Þá er krafist viðræðna um kröf- ur vinstrimanna um umbætur. Þær umbætur stefna m.a. aö þvi aö hætt verði að kjósa menn til hárra embætta eftir trúarflokk- um. Bardagar voru á við og dreif i nágrenni Beirút i gær, og inni I sjálfri borginni. Fœr Azevedo stuðn- ing sósíalista? Sósialistar i Portúgal munu að öllum líkindum tilkynna i dag hvern flokkurinn kýs að styðja sem frambjóðanda til forscta- kjörs. Kosning forseta fcr fram i næsta mánuði. Kosningabaráttan i Portúgal greinist nú æ meir i baráttu milli hægri og vinstri afla. Antonio Ramalho Eanes yfir- hershöfðingi hefur þegar fengið stuðningsyfirlýsingu tveggja 'flokka sem taldir eru fremur ihaldssinnaðir, alþýðu- demókrata og miðdemókrata. Þessir flokkar eru annar og þriðji stærstu stjórnmálaflokk- ar Portúgal. Pinheiro de Azevedo aðmiráll, forsætisráöherra Portúgal, virðist hins vegar njóta stuðnings vinstri manna. 1 fyrstu leit út fyrir að sósialistar mundu styðja Eanes, en öfl iengst til vinstri innan flokksins vilja ekki vera i samfloti með alþýðudemókrötum eða mið- demókrötum. Þvi er allt eins búist við að Azevedo fái stuðningsyfirlýs- ingu sósialista. Þótt bæði Azevedo og Eanes hafi lýst yfir að þeir hyggist bjóða sig fram til forsetaem- bættis, hafa þeir ekki gert það formlega. Eini frambjóðandinn sem hefur gert það er kona, Maria Vieira de Silva að nafni. Tveir litlir flokkar trotskyista styðja hana, en óliklegt er talið að hún fái mörg atkvæði. Þar sem enginn stjórnmála- flokkur fékk afgerandi meiri- hluta i þingkosningunum i sið- asta mánuði, verður forseta- kjörið mikilvægara en ella. For- setinn á að skipa forsætisráð- herra, og hann mun hafa sterk itök i málefnum sem varða stjórnarskrána. Azevedo

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.