Vísir - 28.08.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 28.08.1976, Blaðsíða 3
VISIR Laugardagur 28. ágúst 1976 3 Gert ráð fyrir fjölfötluðum börnum á barnaheimilinu Ný dagvistunarstofnun verö- ur tekin I notkun i noröurbæ Hafnarfjaröar i þessu hausti. Hér er um aö ræða dagheimili og leikskóla fyrir 72 börn. Þaö nýmæli veröur tekið upp i dag- heimilinu aö þar veröur sérstök deild fyrir fjölfötluö börn. Húsiö verður tilbúiö frá verk- tökum i byrjun október og gera bæjaryfirvöld ráö fyrir aö þaö veröi tilbúiö tilnotkunar siöar á haustinu. Guömundur Kr. Guö- mundsson arkitekt teiknaöi hús- iö, en þaö er með svipuöu sniöi og Austurborg við Háaleitis- braut. Reynt verður aö láta hrauniö halda sér sem mest. Gjóturnar verða lagaðar til og tyrft á nokkrum stööum, svo hrauniö verði ekki hættulegt fyrir börn- in. Þessi frágangur er sá sami og er á gæsluvelli sem er viö barnaheimilið og verið hefur i notkun i nokkur ár. Fellur hann mjög vel inn i umhverfi sitt. Fyrir er i Hafnarfirði eitt dag- heimili sem rekið er af Verka- kvennafélaginu Framtiðinni með styrk frá bænum. Þá er á vegum bæjarfélagsins rekinn einn leikskóli fyrir 70 börn. Ann- ar leikskóli er i Hafnarfirði og sér kaþólska trúboöið viö St. Jósepsspitala um hann. —SJ. Á gæsluvellinum i noröurbæ Hafnarfjaröar hefur hrauniö veriö sem mest látiö halda sér. Ljósm. Karl Húsvíkingum bœtist skuttogari Fyrir nokkru var sjósettur á Akranesi nýr skuttogari, sem skipasmiðastöð Þorgeirs og EU- erts hefur byggt fyrir húsvik- inga. Hannes Hafstein fram- kvæmdastjóri Slysavarnar- félagsins gaf skipinu nafniö Július Havsteen en einkennis- stafir skipsins eru ÞH-1. Skipið er teiknað af islenskum skipaverkfræðingi, Benedikt E. Guðmundssyni hjá skipasmiða- stöö Þorgeirs og Ellerts. 1 skip- inu er m.a. nýtt aðgerðarkerfi, sem hannaö var af uppfinninga- manninum Sigmund i Vest- mannaeyjum og var kerfið smiðað hjá Þór i Vestmannav eyjum. Skipiö er 285 brúttórúmlestir að stærð og rúmar lest þess 2335 70 litra fiskikassa. Skipið er búið til veiða með botnvörpu, flotvörpunót og net. í skipinu eru Ibúðir fyrir 15 manna skipshöfn og eru allar vistarverur skipverja rafhitað- ar og með fullkominni loftræst- ingu. Július Havsteen verður af- hentur húsvikingun i byrjun september og verður skipstjóri þess Benjamin Antonsson. JOH í sólbað af hug- sjónaástœðum Viö núverandi aðstæður, tjá vestur-evrópskir launþegar, spönskum launþegum best sam- stööu sina meö þeim, meö þvf aö halda áfram aö feröast til Spáin - ar. Þessi skoðun spánskra verka- lýösfélaga kemur fram I athuga- semdum ASI viö ummæli stjórn- enda þáttarins Þistla I útvarpinu s.l. sunnudag en i þættinum voru geröir aö þvi skórnir aö ASI styddi „fasistastjórnina” á Spáni óbeint meö þvf aö skerast úr leik Evrópskra verkalýössamtaka og setja ekki ferðabann á Spán. 1 athugasemdum ASI segir að þaöhafi verið stefna Alþjóöasam- bands frjálsra verkalýðsfélaga um allmörg ár að hamla gegn Spánarferðum. A hinn bóginn hafi samtökin tekið þessa afstöðu sina til endurskoðunar eftir viðræður við spönsk verkalýösfélög vegna þeirra breyttu aðstæðna sem rikja á Spáni. Bent er á að „taktik” andstæö- inga Spánarstjórnar verði að breytast til samræmis viö si- breytilegar aðstæöur og aö það sem er góð spánska I dag geti ver- ið slæm spánska á morgun. JOH Július Havsteen i reynsluslglingu. Ljósm. Jóhann Guömundsson, Akranesi. Gegn atvinnuleysi og lakarí þjónustu „Viö berjumst meö fjöldanum I fréttinni segir ennfremur að gegn atvinnuleysi og lakari þjón- undirskriftasöfnunin gegn lokun ustu viö neytendur”, segir I frétt mjólkurbúða gangi mjög vel og frá Samtökunum gegn lokun taki starfsstúlkur mjólkurbúöa og mjólkurbúöa. áhugasamir neytendur þátt I 40 úru flughútíð: Flugdagur ó Sandskeíðií dag t dag veröur haldin flughátiö og flugsýning aö Sandskeiöi, ef veöur leyfir i tilefni aö þvi aö fyrir 40 árum var flug endur- vakiöá islandi. Ef ekki verður af hátiöinni i dag verður hún é morgun en ella um næstu helgi, ef veörið veröur ekki hagstætt núna um helgina. 6. ágúst 1936 var Agnar Kofoed Hansen skipaður i hið nýja embætti flugmálaráðu- nauts rikisins. Að hans forgöngu var Svifflugufélag Islands stofnað þ. 20. ágúst það ár og þ. 25. sama ár stofnaði hann Flug- málafélag Islands. Þessi tvö fé- lög urðu sú lyftistöng sem þurfti til að endurvekja áhuga á flugi og flugmálum hér á landi. Á sýningunni verður aðallega reynt að sýna stöðu hinna ýmsu greina flugiþrótta, eins og hún er hér á landi eftir 40 ára starf. Þar verður sýnt vélflug, svif- flug, þyrluflug, módelflug meö radióstýrðum módelum, fall- hlifarstökk flug i loftbelg og drekaflug. Listflug verður sýnt á vélflugum, svifflugum og á flugmódelum. Þá verður mikið af gömlum ognýjum flugvélum, svifflugum og þyrlum til sýnis. •—RJ söfnuninni. Segir I fréttinni aö at- vinnumissir kvennanna sem I mjólkurbúðum vinna vegi þyngst með þátttöku almennings I söfn- uninni en það haldist I hendur við hagsmuni neytenda. Samtökin mótmæla þeim fullyrðingum for- ráðamanna Mjólkursamsölunnar að atvinnuvandi stúlknanna muni leysast. Ennfremur er tilvist at- vinnumiðlunar þeirrar er for- ráöamenn Mjókursamsölunnar sögðu að kaupmenn hafi komið á fót dregin i efa. 1 fréttinni segir aö yfir helm- ingur kvennanna 167, sem i mjólkurbúðum starfa séu komnar yfir fimmtugt og margar þeirra komnar á hæstu laun vegna starfsaldurs og hljóti allir að sjá hversu vonlaus barátta þeirra muni vera á vinnumarkaðinum. —JOH. í sýningarsal, en ekki MÍR Mishermt var I blaöinu I gær aö málverkasýning Unnar Svavars- dóttur væri I sýningarsal MÍR. Sýningin er I Sýningarsalnum Laugavegi 178. Nýr ritstjóri til Lög- bergs — Heimskringlu „Ég fer um miöjan september tú Kanada og hef strax störf á ritstjórn Lögberg-Heims- kringla,” sagöi Friöa Björns- dóttir blaöamaöur á Timanum i viötali viö Visi, en hún hefur veriö ráöin ritstjóri blaösins um fjögurra mánaöa skeiö. Caro- line Gunnarsson, sem veriö hef- ur ritstjóri blaösins i áratugi munláta af störfum fyrir aldurs sakir. Friða hefur fengið þriggja mánaða leyfi frá störfum við Timann og auk þess á hún inni sumarleyfi sitt. Hún sagði að fjölskylda hennar myndi dvelja með henni i Kanada, en ekki fara þangað um leiö og hún sjálf. Aðspurð sagðist Friða varla hafa séð blaðið og þess vegna ekki gert sér fyllilega grein fyr- ir þvi, hvernig hún myndi snúa sér i starfinu svona fyrst I stað. ,,En eitt er vist,” sagði Friða, „og það er að ég ætla aö láta stærri fyrirsagnir i blaöið.”-RJ i*rioa Björnsdóttir skoöar hér kringlu. Ljósm. Visis: Karl eitt eintak af Lögbergj- Heims- Jeppesen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.