Vísir - 02.03.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 02.03.1977, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 2. mars 1977 C í Moslellsveiin) Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Kristin Skjaldardóttir 7 ára: Eg ætla að verða hjúkrunarkona, vegna þess, að ég er viss um að það er svo skemmtilegt. Elfsabet Jónsdóttir, 7 ára: Hjúkrunarkona,það er svo gott að vera góöur og hjálpa fólki. Vilborg Hólmjárn, 8 ára: Ég vil vinna i fiskieða veröa flugfreyja. Þaö er örugglega svo gaman aö fljúga. Einar Erlingsson, 7 ára: Atvinnu- maöur i knattspyrnu. Þá fær maöur svo vel borgaö og getur keypt allt. óskar Eiriksson, 7 ára: Veit ekki. Ætla bara ekki aö ákveöa þaö strax. Höskuldur, skipherra, fieygir niður pósti til Týs. Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og áhöfn TF-SYN I fyrsta gæslufluginu. Frá v. Guðjón Jónsson, yfirflugstjóri, Tómas Helgason, aðstoöar-flugmaður, Höskuldur Skarphéðinsson, skipherra, Friögeir Olgeirsson, stýrimaður og Þórður Þórðarson, loftskeytamaöur. Vfsismyndir — LA. í gœsluflugi með nýju Fokker vélinni DURA Flugliðar Landhelgis- gæslunnar eru einkar ánægðir með nýju Fokk- er flugvélina sina TF- Syn sem nú hefur farið i sitt fyrsta gæsluflug. SYN er nú allvel búin tækjum, þótt enn eigi eftir að gera fyrir hana hitt og þetta, sem þeir hjá Gæslunni gera eftir hendinni. Flugþoiið er helsti kostur vélarinnar fram- yfir TF-SYR. Hún getur verið einum fjórum klukkustundum lengur á lofti, eða i 11 klst. en mikið flugþol er ekki lit- ill kostur fyrir leita- og eftirlitsflugvél. TF-SYR fer nú i skoðun en kemur svo til gæslustarfa á ný. Telja gæslumenn að með hinni stóru landhelgi sem nú þarf að lita eftir séu tvær vélar nauðsyn- legar, ef halda á uppi raunhæfu eftirliti. Höskuldur Skarp- héðinsson skipherra sagði við fréttamenn að breytingar á miðunum væru nú margvíslegar frá morgni til kvölds, og sé varðskipunum þvi nauðsynlegt að njóta góðs stuðnings úr lofti. í fyrsta gæslufluginu, um helgina var flogið i kringum landið og flug- liðarnir fleygðu niður pósti og blöðum, til bræðra sinna á varð- skipunum. í áhöfn vélarinnar i þessari fyrstu ferð voru Höskuldur Skarphéðins- son, skipherra, Guðjón Jónsson, yfirflugmaður, Friðgeir Olgeirsson, stýrimaður, Tómas Helgason, aðstoðarflug- maður og Þórður Þórðarson, loftskeyta- maður. —ÓT að af Kristni Finnbogasyni, og taliö er að hafi um tvö þúsund atkvæði á bak við sig. Umræöan um það, að Alfreð Þorsteinsson ráði ekki við stofnun eins og Sölu Varnarliðseigna er bara pip, og sýnir eitt með ööru hvernig skrif manna geta dög- um og vikum saman snúist um einskisverðan tittlingasklt. Hin ráöningin er skipan Eiriks Tómassonar, ungs iög- fræðings, i embætti aðstoðar- manns dómsmálaráðherra. Fyrr i vetur var Eirfkur gerður að varamanni i bankaráði Seðlabankans. Abak við þennan unga mann standa sterkustu fjármunaöflin I Framsóknar- flokknum, þegar Sambandinu sleppir. Faðir hans er einn af þingmönnum austurlands og situr I stjórn fiokksins, en fööurbróöir hins unga lögfræöings er fulltrúi Fram- sóknarflokksins i stjórn fs- lenskra aðalvektaka, sem undanfarið hafa verið að reyna að koma einhverju af peningum sinum i steinsteypu viö Höfða- bakka, en eiga þó nóg eftir i bönkum og e.t.v. i sparisjóðum I hinumýmsu kjördæmum. Þess- ir tveir bræður eru af svonefndri Hánefsstaðaætt, og tilheyra hægri armi Framsóknar. Þeir hafa þvi yfirleitt verið úti I kuldanum þangað til núna, að hinn ungi sveinn hefur ekki viö aö taka viö vegtyllum. Fyrr- greindar ráðstafanir benda tii þess aö nú sé uppi timi einka- framtaksins i flokknum, og stjórnmálaritstjórinn hafi séö skriftina á veggnum. Svarthöfði veggnum 5 ■ I * Timinn lætur sér tfðrætt um stjórnarsamstarfið um þessar mundir, og fullvissar fólk i aiiar áttir um, að eölilegt sé að sam- starfiö haldi áfram, alveg eins og stórlega hafi verið aö þvi vegið nú nýlega. Ekki eru alveg Ijósar forsendur þess að nú skuli hafinn róður um þetta efni I Timanum, og sé gengið út frá þvi sem visu, að „byssurnar skjóti ekki sjálfar” i þessu efni, heldur lúti sinum púðurmeist- ara, þá má Ijóst vera að fyrir- skipun um hið mæröarfulla stjórnarsamstarfstal hefur komið að ofan. Má af þvl draga þá ályktun að ýmsum innri erfiðleikum f flokknum sé lok-' ið i bili, og á næstunni megi bú- ast við, aö flokkskjarninn „harmóneri” betur en verið hefur við samstarfsflokkinp. „Þess vegna er eölilegt að þetta samstarf haldist áfram, enda hefur það mörgu góðu . komið til vegar.” stendur I EIRIKUR TÓMASSON forustugrein Timans. Hægt er aö taka undir þetta sjónarmiö, og fagna jafnframt þvf sjónar- miði, að fiokkar geti deilt þótt þeir starfi saman 1 rikisstjórn. Þurfa menn ekki annað en lita til næstu áratuga til að sjá hver breyting til batnaðar hefur orðiö i þessu efni, enda ætti opinská umræða að tryggja aö hver flokkur héldi sinu i stjórnar- samstarfinu. Hins vegar hefur Timinn ekki alltaf verið svona glaðbeittur, þegar um opinbera umræðu hefur veriö að ræða, og ber að fagna afturbatanum. Hins vegar hefur það vakið athygli, aö undanfarna mánuði ALFREÐ ÞORSTEINSSON gætu þýtt að stefnt sé á iangvar- andi stjórnarsamstarf. Þær fátæklegu breytingar, sem enn eru komnar f ljós, og gætu bent til meiri festu I stjórn- arsamstarfinu, eru einkum tvær mannaráðningar, sem hafa raunar komið jafn mikiö á óvart, þótt ekki hafi orðiö um- ræða nema um aðra þeirra. Alfreö Þorsteinsson vék af Timanum af þvi hann undi ekki lengur samstarfi við stjórn- málaritstjórann, og segir það sina sögu um það hver ræður, þrátt fyrir mikla valdamaskinu i Reykjavik, sem m.a. er stjórn- Skriftin t ef ekki alit frá myndun núver- andi rikisstjórnar, hefur Timinn verið fremur deyföarlegur, og ekki alltaf boðað þær umræður i anda frjálslyndis, sem hann stærir sig af þessa dagana. Má vera að þetta stafi af þv! að stjórnmálaritstjóri blaðsins sjái fram á, að hann verði kvaddur til frekari afskipta, verði um framhald að ræða á stjórnar- samstarfinu, sem um margt hefur veriö til fyrirmynd- ar.Þessar hugmyndir eru sprottnar af nokkrum breyting- um hjá flokknum, sem auðvitað má lesa úr á ýmsan hátt, en

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.