Vísir - 28.07.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 28.07.1977, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 28. júli 1977. VISIR VÍSIR C'tjíefandi: Heykjaprent lif Framkvapindastjóri: Davift (iuómundsson Hilstjórar: l»orstt*inn l’álsson ábm. Olafur Hajínarsson. Hitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur G. Pétursson. L msjón meft llelgarblafti: Arni Þórarinsson. Blaftamenn: Anders Hansen, Anna Heiftur Oddsdóttir, Edda Andrésdottir, Kinar K. Guftfinnsson, Elias Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjón , Arngrimsson. Hallgrimur H. Helgason, Kjartan L. Pálsson. Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Syeinn^" Guftjónsson. Sæmundur Guftvinsson. iþróttir: Björn Blöndal. Gylfi Kristjánssón. C tlitsteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. I.jósmyndir: Einar Gunnar Einarsson. Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Siihistjúri: Páll Stefánsson Auglýsingastjori: Porsteinn Fr Sigurftsson Dreifingarstjóri: Sigurftur H. Pétursson. Auglys ingar: Siftumúla K. Simar XL’L’liO. Kdlill. \skril targjald kr. IIMHI á mánufti innanlands. Algreiftsla : Stakkliolli 2-1 simi Klilill Verft i laiisasölu kr. 70 eintakift. Hitstjórn : Siftiimiila II. Simi Klilill. 7 linur. I’reiitun: Blaftaprent lif. Hvers vegna skömmtunarkerfi? Stjórnmálamenn hafa lengi haft all-ríka tilhneig- ingu í þá átt að stýra atvinnustarfseminni með hafta- og skömmtunarreglum af ýmsu tagi. Með valdatöku viöreisnarstjórnarinnar á sínum tíma var þó stigið stórt skref til aukins frjálsræðis. En á síðustu árum hefur aftur gætt vaxandi áhuga á hafta- og skömmt- unarkerfinu. Er þetta því furðulegra, þegar á það er litið, að reynsla annarra þjóða sýnir, svo að ekki verður um villst, að frjálst markaðskerfi leiðir til mestrar verð- mætasköpunar og minnstrar verðbólgu. Verðlags- haftakerfið, sem við höfum búið við hefur engu breyttt um dýrtíðina. Reyndar má færa rök fyrir því, að þetta kerfi haf i fremur aukið verðbólguna en dreg- ið úr henni. Hallarekstursstefna gagnvart opinberum fyrirtækjum á vinstri stjórnarárunum ber vitni þar um. Þó að staðreyndirnar tali allt um kring, virðast stjórnmálamenn enn trúa á haftareglurnar. Þjóðverj- ar, sem búa við mjög frjálst markaðskerfi, hafa hvað minnsta verðbólgu í Evrópu um þessar mundir. Við righöldum á hinn bóginn í verðlagshaftakerfið og bú- um við mesta verðbólgu i allri álfunni og þó víðar væri leitað. Reynt hefur verið að koma í veq fyrir, að fyrirtæki skiluðu arði eða hefðu möguleika á að mynda eigið f jármagn til uppbyggingar og endurnýjunar. Jafnvel rikisfyrirtækin verða að lúta þessu lögmáli. Yfirvöld virðast heldur vilja, að borgararnir auki viðskipta- hallann við útlönd með misjafnlega nytsömum inn- f lutningi. Með þessu móti verða fvrirtækin smám saman háð- ari skömmtunarstjórum kerfisins. Viðhorfið er þann- ig, að jafnvel borgaraleg blöð býsnast yfir því, að fyrirtæki eins og Flugleiðir skili nokkrum hagnaði, sem þó er ekki nema brotabrot-af þeirri f járfestingu, sem fyrir dyrum stendur vegna endurnýjunar á flug- vélakosti. Þegar búið er að þrengja að atvinnufyrirtækjunum frá öllum hliðum, koma stjórnmálamennirnir og segja, að ekki megi hækka vexti, því þá stöðvist at- vinnureksturinn í landinu. Atvinnulifinu á þanniq að halda gangandi með því að taka sparifé almennings fyrir óverulegt endurgjald. Stjórnmálamennirnir kalla þetta réttilega vinstri pólitík. Ríkissjóður er eini aðilinn í þjóðfélaginu, sem hefur heimild til að bjóða sómasamlegt endurgjald fyrir fjármagn. Bankarnir, sem standa eiga undir lána- þjónustu við atvinnufyrirtæki og einstaklinga, fá ekki að greiða sparif járeigendum sama endurgjald fyrir innlánsfé og ríkissjóður. Á þennan hátt nýtur ríkissjóður forréttinda á kostn- að annarra, jafnvel bankanna svo ekki sé talað um fyrirtækin. Meðan þannig er búið að fyrirtækjarekstr- inum, að hann má ekki skila arði er lítil von til þess, að borgararnir hafi áhuga á að beina peningunum beint inn í atvinnulífið. Yfirvöld vilja heldur, að þeim sé breytt í steypukrónur eða frystikistukrónur. Sumir kalla það íslenska atvinnustefnu að setja fyrirtækin undir skömmtunarstjórakerfi og koma í veg fyrir beina þátttöku almennings í fyrirtækja- rekstri. Stjórnmálamennirnir vilja einfaldlega koma í veg fyrir, að yfirráðin yfir f jármagninu dreifist, því að það dregur úr þeirra eigin völdum. Fátt er þó mikilvægara til viðhalds lýðræðisskipu- laginu en treysta f járhagslegt sjálfstæði borgaranna. Ein leið i því efni er að opna möguleika fyrir, að yf ir- ráðin yfir f jármagninu dreif ist, því að það dregur úr þeirra eigin vöidum. Fátt er þó mikilvægara til viðhalds lýðræðisskipu- laginuen treysta fjárhagslegt sjálfstæði borgaranna. Ein leið í því efni er að opna möguleika fyrir almenn- ing til beinnar þátttöku í fyrirtækjarekstri. En það gerist ekki í verulegum mæli, nema fyrirtækin fái að- stöðu til að greiða þeim arð, sem leggja fram fjár- magnið. Eins er með bankana, þeir fá ekki sparifé al- mennings, nema borga fyrir það. Verðbólgan vex ef vextir af * innlendu fjór- magni lœkka Að undanförnu hefur verið mikill hávaði i þeim Alþýðu- bandalagsmönnum um efna- hagsmál. í fyrsta lagi hefur þar borið á útdráttum i úr tveimur eða þremur gömlum skýrslum, gerðum i og fyrir ráðherratið Magnúsar Kjartanssonar, undir nafninu „lslensk atvinnu- stefnai’ Er siðan milli útdrátta skotið inn gömlum lummum úr trúarjátningum sósialista um vonda og feita karla sem fást við það sér til skemmtunar að plata verkafólkið og hafa út ur þvi fé. I öðru lagi hefur verið hamast á móti vaxtahækkunum þar sem „málgagn þjóðfrelsis og sósialisma” hefur boðað arðrán gamals fólks og unglinga, sem enn hafa ekki haft vit á þvi að taka fé sitt út úr bönkum og öðr- um innlánsstofnunum. Til þess að halda hinu sósialistiska samræmi i hagkerfinu verða islenskir sparifjáreigendur að sæta margfalt verri kjörum i sinu eigin landi en erlendir aðil- ar. Alþýðubandalagsmenn tima sem sagt ekki að borga Islend- ingum sömu vexti og erlendum aðilum I þriðja lagi hafa verið miklar hugleiðingar um rikidæmi til- tekinna einstaklinga sem þjóðin treystir betur en þeim Alþýðu- bandalagsmönnum að fara með sameiginleg mál sin. I fjórða lagi hefur verið kvart- að yfir þvi að nokkur fyrirtæki greiði ekki tekjuskatt. Á sama tima er boðað að allur rekstur i landinu sé aðþrengdur vegna vaxtaokurs. Enginn útskýrir þó hvernig fyrirtæki, sem eru á hausnum vegna hárra vaxta- greiðslna eigi að geta verið af- lögufær um miklar upphæðir i tekjuskatt. Þetta er þó liklega aðeins hið. sósialistiska sam- ræmi i hagkerfinu. íslensk atvinnustefna. 1 sambandi við fyrst talda atr- iðið „Islensku atvinnustefnuna” furðar fólk sig á þvi, hvers vegna þeir Alþýðubandalags- menn tóku ekki mark á áð- urnefndum skýrslum meðan þeirvoru sjálfir viö stjómvölinn ogsjálfurMagnús Kjartansson i embætti iðnaðarráðherra. Þá var öldin önnur og ferðalög til Sviss og vestur um haf taldar vænlegri við uppbyggingu iðn- aðar á Islandi. Nú er hins vegar róið á önnur mið og boðað að enginn megi hreyfa sigi atvinnuuppbyggingu á íslandi sér og öðrum til bjargar nema rikið. Það á aö standa fyrir öllu nema rekstri bakaria og rakarastofa að fólki skilst. Eru þetta dvænt verðlaun tilbakaranna fyrir að skjóta sér fram hjá verðlagslöggjöfinni, oghelstspáirfólki það að næsta tiskustefna Alþýðubandalagsins eftir „íslensku atvinnustefn- una” verði einhver hártisku- stefna. Sem beturfererhin „Islenska atvinnustefna” Alþýöubanda- lagsins ekki nema orð og islenska þjóðin mun rækilega sjá fyrir þvi að hún verði aldrei annað. Þessi tiskustefna Al- þýðubandalagsins liggur á lik- börunum en fólkið hlær. Vextir og verðlag. Arðrán sparifjáreigenda er hins vegar miklu alvarlegra í Vilhjálmur Egilsson viðskiptafrœðingur skrifar um efnahagsstefnu Alþýðubandalagsins og segir, að lágir vextir munu þýða enn þá meiri rýrnun á því innlenda frjálsa fjármagni, sem fyrirtœkin eigi kost á. V" J þvi máli hefur Alþýðubandalag- inu tekist að spila á stundar- hagsmuni Sambandsins og plata i lið með sér stóran hluta Framsóknarflokksins. Sam- bandið gengurblinttilþess leiks að eyða innistæðum i innláns- deildum kaupfélaganna og Samvinnubankanum með neikvæðum raunvöxtum. Þeir sjá ekki, ao et svo heldur sem horfir, munu þeir eftir nokkur ár þurfa að taka erlend lán til að fjármagna reksturinn. Þá verð- ur lánskjörunum ekki ráðið en útlendingaþóknun Alþýðu- bandalagsins hins vegar fullnægt. Alþýðubandalagsmenn halda þvi fram, að lækkun vaxta muni draga úr verðbólgunni. Lægri vaxtakostnaður fyrirtækjanna veitti aukið svigrúm til kaup- hækkana, sem annars færu út i verðlagið. Þessu hafa ótrúleg- ustu aðilar trúað. Staðreyndin er hins vegar sú, aö þetta er al- rangt Lægri vextir þýða ennþá meiri rýrnun þess innlenda frjálsa fjármagns, sem fyrir- tækin eiga kost á að fá að láni. Og þegar rýrnun fjármagnsins er komin á það stig, að skömmtunarreglur hrökkva ekki lengur til við að halda fyrirtækjunum gangandi, verð- uraðfá fjármagn annars staðar að. En hvar á að fá slikt fjármagn? Til þess eru nokkrar leiðir. I fyrsta lagi má nefna skyldu- sparnað fyrirtækja i formi skatta til fjárfestingarlána- sjóða. Þessi leið hefur verið far- in hér á landi og niðurstaðan af henni er ekki sú, að kostnaður fyrirtækjanna lækki, þar sem i stað vaxtagreiðslnanna hafa komið skattar til lánasjoðanna. I öðru lagi má nefna framlög rikisins til lánasjóðanna. Þessi framlög eru að sjálfsögðu feng- in með sköttum af almenningi og auk þess að þarna er verið að færa fjármagn frá launþegum til atvinnurekenda, verður niðurstaðan sú, að verðbólgan minnkar ekki, þvi að skattarnir hækka verðlagið sbr. söluskatt, tolla og vörugjald. I þriðja lagi má svo nefna skyldusparnað einstaklinga i alis kyns sjóðum svo sem lifeyrissjóðum. Þeir sjóðir hafa hingað til lánað litið fé til at- vinnurekstursins heldur mestan parttilsjóðsfélaga sjálfraá lág- um vöxtum. Ef svo heldur fram sem horfir, verða sjóðirnir hreinir gegnumstreymissjóðir innan tiðar. Lækkun vaxta þar mundi einungis hraða þeirri þróun, en ekki hafa áhrif á verð- lagið. 1 fjórða lagi má svo taka erlend lán. Það hefur verið gert i miklum mæli, og vextirnir af þeim lánum eru ekki á okkar valdi, Hins vegar verðum við að borga þá svikalaust og aukning erlends fjármagns á kostnað þessinnlenda með lækkun vaxta á innlendu fjármagni, leiðir þá ekki til lækkunar verðlagsins heldur þvert á móti. Bæði þurfa fyrirtækin að greiða háa vexti til útlendinga, og þar sem þær vaxtagreiðslur ganga inn í þjón- Arðrán gagnvart sparifjáreigendum er alvarlegt mál. Þar hefur Alþýðubandalaginu tekist aö spila á stundarhagsmuni Sambandsins og þannig platað í lið með sér stóran hluta Fram- sóknarflokksins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.