Vísir - 08.10.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 08.10.1977, Blaðsíða 5
y ir vargar. Ég hrasaði hvað eftir annað, — féll dýpra og dýpra. — Hinn vondi félagsskapur, sem faðir minn hafði svo ákveðið varað mig við, — varð mér til falls. Þar er uppspretta ógæfu minnar. Nú sé ég svo átakan- lega skýrt, það sem ég vildi hvorki sjá né skilja: — Faðir minn var bæði vitrari og fram- sýnni en ég”. Vinir minir. — Þetta eru tvö andstæð dæmi af mörgum, er sýna okkur áhrifamátt fyrir- myndarinnar, — til góðs eða ills, — þegar æskan er annars vegar. Skozki námumaðurinn lagði með breytni sinni traustan grundvöll undir lifsgæfu sonar sins. — Léttúðugir og óreglu- samir unglingar áttu sinn þátt i þvi, að vinur þeirra varð dæmur afbrotamaður. En þessi tvö dæmi sýna okkur lika, að enginn er án ábyrgðar þegar um það er að ræða, að varða æskunni framtiðarveg. — Foreldrar, heimili, félagar, skóli, kirkja — og fjölmörg fé- lagssamtök eiga hér mikinn hlut að máli. Og eigi gæfulega til að takast — og vel að fara, þá verða allir þessir aðiljar, bæði sem einstaklingar og stofnanir, — að taka til sin — og hlýða boði hins upprisna Drottins okkar og Frelsara, er hann segir við okk- ur i dag: ,,Gæt þú lamba minna”. Og það skalt þú, sem vilt i ein- lægni leggja höndina á plóginn með Drottni þinum, ávallt muna, að hann yfirgefur þig ekki. Hann er með þér — til að hjálpa þér, blessa þig og styrkja hverja góða og einlæga viðleitni þina, þótt hún sé i veikleika haf- in — og i vanmætti gjörð. Gœt þú lamba minna Þessum orðum beindi Jesús til sins hrösula lærisveins, Sim- onar Péturs. En hann segir þetta lika við okkur öll. Orð Jesú eru hafin yfir tima og rúm. Þau eru ávallt fersk og lifandi eins og þau væru mælti i fyrsta sinn á liðandi stund. Eða finnst þér máske að þau eigi ekkert erindi til þin? Finnst þér, sem kominn ert til fullorðinsára, að þú hafir eng- um skyldum að gegna við þann vorgróður, sem er að vaxa upp i kringum þig. Skiptir þig ekki einhverju máli, hvaða framtið- arbraut æskan i dag velur sér, — hvort hún tlanar i ábyrgðar- leysi út á villustigu lasta og synda — eða gengur á gæfu- vegi? Ef þú ert faðir eða móðir, þá getur þú ekki verið hlutlaus, — a.m.k. ekki þegar um þin eigin börn er að ræða. Jesús treysti Pétri, — og hann treystir einnig þér. — Þess vegna kveður hann einmitt þig tilþess að gæta lamba sinna.Þú átt að leggja þitt lóð á vogar- skálina til þess, að þau börn sem þú umgengst — og átt samleið með, verði betri og gæfusamari en þau hefðu orðið, ef þú hefðir þar hvergi komið nærri, — og þin i engu notið við. Engir eru eins áhrifagjarnir og börn og unglingar. Þetta verðum við, sem eldri erum, stöðugt að hafa hugfast. Það fordæmi, sem við gefum með okkar daglegu framkomu og breytni, þeim börnum, sem viö daglega umgöngumst, getur orðið þeim hvorttveggja bæði gæfuhnoða, sem visar þeim veginn til gifturikrar framtiðar, — og fótakefli, sem þau falla um. Merkur, skozkur prestur sagði einu sinni frá þvi i prédik- un, að lifsgæfu sina ætti hann flestu öðru fremur að þakka ,þeirri fyrirmynd, sem faðir hans hafði verið honum — og þvi fordæmi, sem hann hefði gefið honum á uppvaxtarátunum. Þessi umræddi faðir var fátæk- ur námumaður. A morgnana, þegar hann var að leggja af stað til vinnu sinn- ar, var hann vanur að nema staðar við dyrnar örstutta stund, spenna stóru og vinnu- lúnu hendurnar sinar til bænar og lúta höfði. Að lokinni þessari einföldu bænargjörð sagði hann svo, — um leið og hann hvarf út úr dyrunum: „Ég geng i dag i nafni Drottins”. Hin einlæga guðrækni, sem mótaði allt lif þessa fátæka verkamanns, hafði svo djúp og varanleg áhrif á soninn, að hann kvaðst aldrei geta þakka það svo sem vert væri. /—" V""" " " \ Sr. Björn Jónsson skrifar En sem dæmi hins gagnstæða kemur fram i huga vestur-is- lenzkur faðir, sem átti tal við einkason sinn, er var að kveðja foreldrahúsin og fara til náms i framhaldsskóla, ásamt fleiri fé- lögum sinum. — Faðirinn lét i ljós áhyggjur sinar yfir þvi, hve þessir félagar væru óvandaðir. Ég hefir sannfrétt, sagði hann, ,,að þeir séu farnir að reykja og drekka áfengi, — að þeir séu blótsamir og klúryrtir og sæki þá staði, sem heiðarlegum pilt- um eru ekki samboðnir. Ég bið þig þess innilega nú, þegar leið- ir okkar eru að skilja, að yfir- gefa slikan félagsskap og forð- ast hann alla tið.” Sonurinn sagði fátt. En þegar hann var kominn að heiman, var ekki laust við, að hann með sjálfum sér gerði gys að þvi, hve hugsunarháttur föður sins væri einfeldnislegur og gamaldags. Honum fannst sjálfum að hann væri alveg fullfær um að sjá fót- um sinum forráð. Timar liðu. Ungi maðurinn var orðinn fulltiða maður. — Við hittum hann næst i réttarsaln- um. — Hann er af réttinum dæmdur sekur fyrir glæp. — Þegar dómarinn spyr hann, hvort hann hafi eitthvað fram að færa sér til málsbóta, svaraði hann: „Lifskjör min hefir nú um langt skeið legið ofar brekkuna, þar til ég að lokum lenti I greip- um laganna og er nú dæmdur óbótamaður. Þessi ógæfukjör min byrjuðu á þann veg, að ég var foreldrum minum óhlýðinn. Ég hélt, að ég væri vitrari en faðir minn, — og lét þvi ástrikar áminningar hans og góð ráð sem vind um eyrun þjóta. — Þegar ég var farinn að heiman, mættu freist- ingarnar mér eins og blóöþyrst- Góð ryðvörn fryggir endingu og endursölu BILARYOVÖRNhf Sk eif unni 17 cx 81390 $ RANXS FiaArir Eigum úvallt fyrirliggjandi fjaðrir í flestar gerðir Volvo og Scania vörubifreiða. útvegum fjaðrir í sænska flutninga- vagna. Hjalti Stefánsson Sími 84720 Munið alþjóðiegt hjólparstarf Rauöa krossins. Gírónumer okkar er 90000 RAliÐI KROSS ISLANDS 197ð FORD FAIRMONT Bíllinn sem beðið hefur verið eftir Hann sameinar sparneytni og rými evrópubílsins — styrk og gæði ameríkubílsins (Eyðsla 10 1. á 100 km.) Þér getið valið um eftirfarandi: 4-5-6 strokka vél — sjálfskiptingu — vökvastýri Fjórskiptan gírkassa með yfirgír - diskahemla að framan - upphitaða afturrúðu o.fl. o.fl. Hönnun Ford Fairmont bílsins er talið besta framlag Bandaríkjanna til bílgreinarinnar í áraraðir Ford Fairmont árgerð 1978 Ford Fairmont árgerð 1978 4 dyra með eftirfarandi útbúnaði: 4 dyra með eftirfarandi útbúnaöi: 1. 6 strokka vél 3,3 litrar (200cub.) 1. 4 strokka vél 2,3 litrar (eyðir 10 á 100 km.) 2. Sjálfskipting 2. Fjórskiptur girkassi með yfirgir 3. Vökvastýri 3. Vökvastýri 4. Hituð afturrúða 4. Hituð afturrúða 5. Diskahemlar aö framan 5. Diskahcmlar að framan 6. Tau eða vinyl i sætum 6. Tau eða vinyl i sætum 7. Heill bekkur eða sérbólstraðir stólar. 7. Sérbólstraðir stólar verð kr. 3.000.000.- (verð kr. 2.150.- til leigubilstj.) verð kr. 2.780.000.- (verð kr. 1.980.000.- til leigub.) FORD FAIRMONT ER RÉTTI BÍLLINN Sveinn Egi/sson hf. SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.