Vísir - 01.12.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 01.12.1977, Blaðsíða 2
( í Reykjavík } V-------"V—11 1 ' Ef Sinfóniuhljómsveitin yrði lögð niður myndirs þú þá sakna hennar? Vilhjálmur Kjartansson, bil stjóri: Alveg örugglega ekki. En þaö er sjálfsagt aö styrkja hana þvi það er fullt af fólki sem hlust- ar Á hana. Oddbjörg Leifsdóttir, bóndakona Ég hlusta aldrei á hana. Þetta er menningarauki og sjálfsagt að styöja hana. Guörún Jóhannesdóttir, húsmóö- ir:Já, vissulega. Ég hlusta alltaf á hana í útvarpinu. Þórhallur Halldórsson, verk- stjóri: Ég hef gaman af allri léttri tónlist en sleppi alveg andleg- heitunum. Ef rikið hefur efni á þvi að halda Sinfóniuhljómsveit- inni uppi þá er það allt i lagi. Jóhanna Guöbrandsdóttir, hús móöir: Nei, ég hef ekki ánægju af henni. Miðvikudagur 30. nóvember 1977 VISIR VISIS NR.1 HVAÐ SÝNIRÞESSI MYND? _ Fegurðarsamkeppni tslands f Egilsbúð á Neskaupstað HVER ER Megrunardrottningar Linunnar aö Hótel Sögu. ÞESSI Stjórn Kvenfélagasambands ís- lands heiðruð í Stapa. MAÐUR? Breski ja röv isinda ma öurinn George Mclntoch við Kröflu. italski ballettmeistarinn Giovanni Guilliermo á Höfn. Þýski siglingamaöurinn Axel Czu- day I Keflavikurhöfn. MANSTU EFTIR Á meðan áskrifendaget- raunin stendur yfir veröa birt- ir sjö slikir getraunaseölar fram i mai. 1. febrúar, 1 april og fyrsta júni veröa svo bíla- vinningarnir dregnir úr rétt- um svarseðlum. Þú átt að setja kross i þann reit, sem er framan viö svariö sem þú telur vera rétt neö- MYNDUNUM? an viö hvora mynd og einnig I þann áskriftarreit, sem viö á hér fyrir neöan. Þegar þú hef- ur fyllt út nafn þess á heimil- inu, sem skráöur er fyrir áskriftinni á seðilinn hér fyrir neðan þarftu að senda get- raunaseöilinn sem fyrst til Vísis. Utanáskriftin er hér fyrir neöan. \ insa m legast sct ji<\ krnss i þann rt*it, st*m \ ií) á. □ Nafn Ég er þegar áskrifandi að Visi Heimilisfang Sveitarfél./Sýsla Simi □ Ég óska eftir að gerast áskrif- andi að Visi Nafn-nr. Áskrifendagetraun Pósthólf 1426 101 REYKJAVIK VÍSIR A FULLHI Vegagerð verði boðin út erlendis Umræöur um vegamál hafa aö undanförnu leitti Ijós, að vilji er fyrir hendi til að hrinda af okkur þvi ófremdarástandi, sem i raun rikir i vegamálum landsins. Helsta atriöið sem tal- ar á degi hverjum fyrir varan- legu slitlagi á allar aðal leiðir er sá kafli sem þegar hefur veriö lagður varanlega yfir Hellis- heiði og yfir Þjórsárbrú aö mestu leyti fyrir atbeina Ingólfs Jónssonar, fyrrverandi sam- gönguráðherra. Fyrir þá sem ganga helst fyr- ir byggðajafnvægi I daglegum þanka sinum, er vert að ihuga að varanlegur vegur frá Reykjavik til Suðurlandsundir- lendisins er einhver mesta rösk- un á byggöajafnvægi, sem nú blasir við augum. Misræmiö mun hvergi fyrirfinnast meira hvað snertir aðstöðu f landi, þar sem fólk vill fá að komast leiðar sinnarán stórskaöa eða óvenju- legs viðhalds á farartækjum. Drýldni á þann veg, að annað sé brýnna að gera en leggja varan- lega vegi, og allir komist þó leiðar sinnar, heyrir kannski frekar undir harölifi en rök- semdafærslu. Það liggur I augum uppi að engir fara að leggja varanlega vegi nema þvi fylgi þær lag- færingar á vegastæðum, sem hæfa snjóalögum á hverjum stað. Röksemdaf ærsla þess efnis, að fyrst verði aö koma vegum upp úr snjóum cr alveg út i hött, vegna þess að varan- legur vegur hlýtur að vera lagð- ur til frambúðar. Þessi rök upp- lýsa þvi betur um hugarfar mælenda en sjálfan vanda framkvæmdarinnar. Þingmenn úr innstu dölum, þar sem hesta- slóöir liggja til öræfa og bráöa- birgðavegir til byggöa eiga eðli- lega erfitt meö aö skilja, að til skuli þjóðfélag á fslandi, sem oröið er það þróað, að varanleg- ir vegir verða ekki lengur um- flunir. Þótt mannskepnan sé látin liggja á milli hluta og hoss- ingur hennar og hugarangur á þjóðvegum, fer brátt svo aö farartæki fyrirfinnast engin, sem komast hrossavegi ein- stakra þingmanna. Hvað eftir annað hefur verið á það bent, bæði hér og annars staðar, að varanlegur vegur helstu þjóðleiðina i kringum landið minnkar f raun allar f jar- lægðir, þéttir byggðina og auð- veldar fólki öll samskipti, fjörg- ar verslun og félagslifog breytir I raun ásýnd daglegs lifs svona álika og rafmagnið á sinum tima. Þetta væri gott fyrir þing- menn hrossaveganna að hafa i huga. Með viðbárum sfnum eru þeir að freista þess að halda við einangrun dreifbýlisins, efla til- gangslausan akstur með möl og drullu og valda töfum á sjálf- sagðri framvindu til hagsbóta fyrir þjóöfélagið i heild. Við höfum lagt i tvær stór- virkjanirá skömmum tima með ágætum árangri. Varanleg gerð hringvegar mundi ekki kosta meira en sem nemur fram- kvæmdum við Laxá umfram virkjun og virkjun Kröflu. Með smávægilegum tækjabúnaöi, sem til er innanlands, yrði þetta auðvitað miklu dýrara og tæki miklu lengri tima en þolinmæð- in býður. Aftur á móti væri hægt að leggja varanlegan veg hina svonefndu hringleið á 3-5 árum, yrði vegarlagningin boðin út með likum hætti og stórvirkjun. Erlendis er til fjöldi verktaka, sem fer land úr landi með tæki sin og tól og leggur vegi. Þessir verktakar hafa leikið sér að þvi að leggja kilómetra á dag full- frágenginn að öllu leyti og það i skóglendi. Suma daga gengur þeim kannski betur. Hér er hægt að byrja báðum megin, en það þýðir a.m.k. tveir kílómetrar á dag fullfrágengnir. Þær hugmyndir, sem menn hafa gert sér um framkvæmdir innlendra aðila við gerð fullfrá- genginna vega hafa þvi miöur ekki við rök aö styöjast. Þá er óhugsandi að við förum að kaupa dýrarog stórvirkar vélar Ut af einu átaki í vegagerð. Hins vegar mundu tæki okkar duga ágætlega i dútl á hliðarvegum eftirað slitlag erkomiðá hring- veginn. Þess vegna er ráðið að bjóða hringveginn út eins og stórvirkjun og hætta frekara pexi um þessi mál. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.