Vísir - 11.07.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 11.07.1978, Blaðsíða 9
9 vism Þriöjudagur 11. júli 1978 Umsjón: Guðmundur Pétursson „Opnu réttarhöidin reynast harðlokuð,, Ofsóknir Kreml- stjórnar- innar ó Viða um heim hafa menn fordæmt réttar- höldin, sem hófust i gær yfir þeim Anatoly Scharansky og Alexander Ginzburg, sem báðir eru félagar úr Helsinkimannrétt- indahópnum. Báöum mönnunum hefur ver- ið haldiö i einangrun, en Scharansky er gefið aö sök aö hafa gengið erinda erlendra njósnastofnana ( sem getur varðað dauöarefsingu), meðan Ginzburg er ákæröur fyrir andsovéskt athæfi og áróöur (sem gæti varðaö hann 10 ára þrælabúöabist og 5 ára útlegð). Báöir sakborningar hafa vis- aö ákærunum á bug, og hvaö varöar Scharansky.hefur Carter Bandarikjaforseti persónulega reynt aö fullvissa sovéskt yfir- völd um, aö Scharansky hafi engin samskipti haft vib CIA. Stjórnin i Washingtonog aörar stjórnir á Vesturlöndum hafa lýst þvi yfir, aö þær liti á réttar- höldin yfir þeim félögum sem tilraun Kremlar til þess aö brjóta allt andóf á bak aftur. Alls sitja yfir 20 félagar úr Helsinkihópnum i varðhaldi eöa dæmdir i fangelsi fyrir að hafa mótmælt vanefndum Sovét- stjórnarinnar i mannréttinda- ákvæöum Helsinkisáttmálans. Þeirra á meðal er Yuri Orlov, stofnandi og leiötogi hópsins. Þriöju réttarhöldin hófust einnig i gær yfir 49 ára gömlum „Þannig afgreiðum við frjólsu blaðamennskuna þeirra!,, John D. Rockefeller III fórst í bílslysi John D. Rockefeiler III, milljónamæringur og elztur þeirra Rockefeller- bræðra, fórst í bilslysi skammt frá sveitabýli fjölskyldunnar við Pocatico-hæðir í New York-riki. Hinn 72 ára gamli Rockefeller var faðir John D. (Jay) Rockefeller IV, rikisstjóra Vestur-Virginiu og bróöir Nelson Rockefellers, fyrrum varaforseta, David Rockefellers, bankastjóra og Laurance Rockefellers, kaupsýslumanns. (Fimmti bróöirinn, Winston, fyrrum rikisstjóri i Arkansas, lést af krabbameini fyrir nokkrum ár- um.) Um slysið er ekki vitab i einstökum atriöum, en Rocefeller mun hafa veriö i ein- um af þrem bilum, sem rákust á. Sextán ára unglingur, David Low að nafni, mun einnig hafa beðiö bana. Tvær konur slösuöust. — Lögreglan segir, að vettvangsrannsókn hafi leitt i ljós, aö bifreiö David Lows hafi veriöekiö á röngum vegarhelm- ingi, þegar hún rakst á aðra bif- reið. Af henni kastaðist hún svo aftur á bifreiö Rockefellers. John D. Rockefeller III fædd- ist i New York 21. mars 1906, elsti sonur auöugustu fjölskyldu Bandarikjanna. Hann útskrif- aöist frá Princeton-háskóla 1929 og hóf fljótlega störf i fyrirtækj- um fjölskyldunnar, en starfaði einnig mikib að félagsmálum. Óeirðir ó Spáni Hinni frægu hátíð naut- anna sem árlega er haldin i Pamplona á Spáni hefur verið aflýst eftir þriggja daga átök lögreglu við þjóðernissinna Baska, þar sem einn maður hefur beð- ið bana og yfir 150 særst. Þetta er i fyrsta skipti, sem há- tiðahöldunum er aflýst, svo aö menn reki minni til. Hátiðar- nefndin hafði krafist þess, aö bráðabirgðarikisstjóri fylkisins yrði látinn segja af sér, og óeirð- arlögreglan yröi á burt. Þegar þvi var synjað, var hátiöinni aflýst. Öeirðirnar brutust út á laugar- dag. Þá voru komin til Pamplona um 150 þúsund ferðamenn, spænskir og erlendir, sem nú eru flúnir úr bænum. Atökin hófust á nautaatsleikvangi, þar sem voru 17.000 áhorfendur samankomnir. Ahorfendur höfðu látiö hendur skipta, þegar þjóðernissinnaðir Baskar trufluðu sýninguna meö mótmælaaðgerðum. Lögreglan ætlaöi að stilla til friöar og þá fór allt í bál og brand. Götur voru i gærkvöldi auöar og i myrkri i Pamplona, þar sem annars heföi verið dansab úti fram á morgun. Brennd bilhræ gat að lita hér og þar og gluggar göptu meö brotnum rúöum. túík, Viktoras Pyatkus.en þau fara fram i Vilnius, höfuöborg Lettlands. Hann er sakaöur um andsóvéskt atferli og áróöur. — Eftir þvi sem kvisast hefur þaðan, hefur Pyatkus neitaö aö viðurkenna réttarhöldin eöa taka nokkurn þátt i þeim. Réttarhöldunum yfir Scharansky og Ginzburg var lýst sem „opnum”, en erlendir diplómatar, sem reyndu aö senda áheyrnarfulltrúa, var öllum neitaö um inngöngu, og fengu ekki einu sinm nánustu skyldmenni hinna ákæröu aö vera viöstödd — utan bróöir Scharanskys, Leonid, og eiginkona Ginzburgs, Arina. Arina segir mann sinn fár- veikan af magasári og berklum, og aðekki heföi verið sjón aö sjá hann i réttarsalnum, þar sem hann fékk aldrei aö tylla sér. — Frá fangelsislækni hefur hins- hendur andófs- mönnum fordœmdar víða um heim vegar komi tilkynning um, aö Ginzburg sé aö visu meö of háan blóðþrýsting en aö ööru leyti viö góöa heilsu. Vance tekur réttarhöldin upp í SALT- viðrœðum við Gromyko Cyrus Vance, utan- ríkisráðherra USA, fer til Genfar ídag til nýrra við- ræðna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um tak- markanir kjarnorku- vopna (SALT). Fyrir brottförina sagði hann blaðamönnum, að Olíuskip strandar með 60 þúsund sml. af hráolíu við Chile Oliuskip frá Chile strandaöi úndan Talscahuang skammt suður af Santiago, höfuöborg Chile. Oliufarmur skipsins er þegar tekinn aö leka i sjóinn. Skipið, sem heitir Cabo Tomar, barst upp á sker á San Vicente- flóa á föstudaginn i miklu hvass- viöri. Þaö var með 60 þúsund smálestir af oliu um borö. Hvass- viðrið hefur hindraö björgunar- störf, og ætla menn að 10% af oliufarminum sé nú komin I sjó- inn. sambúð þessara risa- velda hefði nú stórlega versnað með réttarhöld- unum í Moskvu yfir and- ófsmönnunum Scharansky og Ginzburg. Auðheyrt var á bandariska utanrikisráöherranum, aö hann ætlaði aö taka réttarhöldin til umræöu á fundi slnum viö sovésku samningamennina, en hann hittir á morgun aö máli Andrei Gromyko, starfsbróður sinn. „SALT-viöræöurnar eru hins- vegar þær mikilvægustu ”, sagöi Vance. „Þaö mál veröur aö taka allt öðrum tökum en margt annað og láta þaö hafa for- gang”. Frést hefur, aö innan Washingtonstjórnarinnar hafi komiö upp ágreiningur milli Vance og Brezezinskis, ráögjafa forsetans i öryggismálum, en hinn siðarnefndi mun hafa lagt til viö Vance, aö hann neitaöi Rússum um tölvur og annan tækjakost, sem þeir kynnu aö biðja um — til að sýna vanþókn- un Bandarikjanna á réttarhöld- unum. Vance neitaði. Auk réttarhaldanna yfir and- ófsmönnum mun Vance færa i tal við Gromyko gremju Banda- rikjastjórnar yfir handtökunum og rógsákærunum á bandarisku fréttamönnunum tveim, Craig Whitney og Hal Piper. — Bandarikjastjórn hefur áður mótmælt handtökunum viö Moskvustjórnina, og þykjast menn sjá ýmis merki þess, aö Sovétstjórnin ætli ekki aö fylgja þvi máli eftir af hörku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.