Vísir - 25.07.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 25.07.1978, Blaðsíða 11
VISIR Þriðjudagur 25. júli 1978 I 11 VÍSIR KANNAR VERDMYNDUN VORUNNI FYLGT FRÁ FRAMLEID- ANDA TIL ÞÍN HflftW' 330 kCf - ■ H8írW: 3¥¥ /4) § V erðútreikningur: yfir M j BUlCSbDMfi 'RY&crÍ Ver ðútreikningur: yfir APP0LSÍRUS V erðútreikningur: yfir (xHB)pRleOlH Sundurliðun Erlend mynt Krónur VtKT Sundurliðun Erlend mynt Krónur r JS<L Sundurliðun Erlend mynt Krónnr Kts 49-2HS 100 i A9- 3MS 149 Innkaup H3 Erlendur kostnaður Erlendur kostnaður Flutningsgjald ... HL OO Flulningsgjald ... l3'000 S7I w« Vátrygging t22 (oZHb3 /84 Cif verð \o2- 8b4 ToUur SO. Vft . . ToUur Q ' ToUurl.S.%..... 9 ¥30 b2-¥fcj SflMTALS 1119Í 2,10 Uppskipun »00 Uppskipun 200 Akstur ioo Akstur Soo Vðrugjaid Vörugjald 200 Vörugjald 2po Leyfisgjald Leyfisgjald ‘H'fl Bankakostnadur H SHH Bankakostnaður 9- «44 Geymsla Geymsla SomToXs III S3S 5^MTAts 7HIIZ 2ZV S 83 94b Vextir Vextir Vextir \-!oTR llll I-2S9 Kostnaðarverd . . . U3.-VÍT Kostnaðarverð .. . 7SZ3.3 Kostnaðarverð ... SS ■ 2d$ 2V? 7 SZX &-520 llagninglq.R '/. HS •>/* AlagningHLb"/* AftJHÆ 8ZH 355 5a'*TXLS 131-IIS 3«<í iL/.tn-3 23.V33 Sðluskattur 20%.. Zb. 5¥3 leildarupphœd . . ZOÓ-SJ? Q&Q Heildarupphceð .. IHO-leOó H2fe_ Htildarupphað .. ISRZSS HL3 Islendingar sem verslað hafa eitthvað á erlendri grund furða sig iðulega á því hversu margfalt dýrari vara getur verið út úr verslun á Islandi en til dæmis í Bret- landi. Sumir skýra þetta með óhóflegri álagningu heildsala og smásala. Aðrir koma sökinni yfir á taumlausa skattheimtu hins opinbera. Tollar, vörugjald, sölu- skatturog fleira Ihækkii vöruna svo mikiðaðálagningin sé eins ogdropi ihafið. Við athugun vöruverðs dugar að sjálfsögðu ekki að líta einungis á hina óbeinu skatta heldur þarf að skoða heildstætt alla þá liði sem bætast ofan á innkaupsverð vöru. tslenskir neytendur hafa hingað til virst sljórri fyrir sl- hækkandi vöruveröi en aörar þjóðir. Fólk tautar gjarnan fyrir munni sér að þetta eða hitt sé okur, en það fer ekki I mót- mælagöngur eins og gerist iðu- lega erlendis. Það kann og að skýra hvers vegna Neyt- endasamtökin hafa aldrei náð verulegri fótfestu hér á landi. Margar skýringar er sjálfsagt aö finna á þvl hvers vegna verð- skyn tsiendinga er brenglað. Ekki er langt siðan menn þóttu heppnir ef þeir gátu yfirleitt fengið þann varning sem þá vantaði I verslunum. Þegar skömmtunartímabilinu lauk fór verðbólgan smátt og smátt að dansa sinn hrunadans, sem nú er I algleymingi. Fólk hefur fyrir löngu gefið upp alla von um að vita hvað sá varningur kostar sem það heldur á. Einnig virðist borin von aö vara sem kemur meö næstu sendingu kosti það sama og sú sem var I hinni siðustu. Neytendum er ekki einum um að kenna. Kaup- menn hafa verið ótrúlega tregir V____________________________ við það að útskýra fyrir við- skiptavinum hvernig vöruverð- ið veröur til. Það er ekki óal- gengt að sölumennstökkvi uppá nef sér ef tilvonandi kaupandi kvartar yfir háu verði, i stað þess að sýna fram á það að hér sé ekki álagningunni einni um að kenna. Viðskiptavinurinn veit að vfsu að eitthvað hijóta heildsalar og smásalar að fá fyrir sinn snúð. Rikissjóður hefur einnig veru- legar tekjur af óbeinum skött- um, en hann er litlu nær. Það mun vera sjaldgæft að kaupandi sem greiðir 5000 krónur fyrir ákveðinn hlut viti tii hvaða aðila krónurnar fara. Visir hyggst nú reyna að gera hér einhverja bragarbót á neyt- endavitundinni. Fyrirhugaö er að birta hér i blaðinu yfiriit yfir hina ýmsu vöruflokka. Þar mun veröa gerð grein fyrir þeim toll- um sem ieggjast á viðkomandi varning. Gerö verður úttekt á ýmsum vörutegundum innan fiokkanna svo sem barnafötum undir liðnum FATNAÐUR og svo framvegis. Einni og einni vörutegund verður fylgt eftir alveg I hendur neytandans. Rakið verður hvað það er sem veldur þvi að vara sem kostar 1000 krónur frá framleiöanda getur kostað 4000 krónur þegar neytandinn kaupir hana. Vonast aðstandendur þáttar- ins til þess að lesendur blaðsins verði hjálpsamir við að koma með uppástungur um þær vöru- tegundir sem taka beri fyrir. A þann hátt er hægt að hugsa sér að islenskir neytendur taki viö sér og fari aö ieggja metnaö sinn I það að vita hverjum þeir eru að greiða og fyrir hvað. Ástæðan fyrir vali ferskra ávaxta I þessum fyrsta dálki okkar er sú að tollar eru nokkuð svipaöir á ávöxtum. Vert er þó aö gefa gaum að þvi aö reynt er að stjórna vali neytandans meö 15% tolli á jafn heilnæma ávexti og grapealdin og 40% tolli á vin- ber. Lesendum til fróðieiks ákváðum við að taka einnig með niðursoðna ávexti til saman- burðar. ÞJH/BA Leiðin f gegnum tollinn Af öllum vörutegundum sem fluttar eru inn á tollsvæði is- lenska rikisins er skylt að greiða aðflutningsgjöld eða tolla, nema þaö sé sérstaklega undanskilið I lögum. Islenska tollskráin er skrá yf- ir það hve háan toll hver innflutt vara ber. Er skráin að uppsetn- ingu og tollaflokkun miðuð við tollanafnafyrirmynd Tollasam- vinnuráðsins i Briissel, en það er stöðluð skrá yfir skiptingu varaiflokkaogtegundir. Fylgir þvi mikil hagræðing að miða tollskrána við Brflsselskrána þvi aö það auðveldar til mikilla muna ákvörðun vöru I toll- flokka. Um 135þjóðir byggja ml tollskrár sinar á Brdssel- skránni, þeirra á meðal allar helstu viðskiptaþjóðir Is- lendinga. Upphæð tolla er hins vegar sérmál hverrar þjóðar og hér á Islandi er það I höndum löggjaf- ans að ákveða hve háan toll vara ber. Tolltaxtinn er breyti- legur eftir þvi hvort um er aö ræða vörur frá EFTA-löndum eða ekki. Er þá sérstaklega kveðið á um það i tollskránni hvernig EFTA-vara er tolluð. Tollverð Upphæð tolla er ákveðinn hundraðshluti af tollverði vör- unnar. Það sem reiknast til toll- verðs er i fyrsta lagi, innkaups- verðvörunnar (umreiknaö I is- lenskar krónur) I öðru lagi flutningsgjaid miðaö við fylgi- bréf og I þriðja lagi önnur eftir- krafa.t.d. vátrygging vörunnar, umsýsluþlóknun, miðlaraþókn- un, fermingarkostnaður og ýmis önnur útgjöld vegna nauð- synlegra skjala, og umbúða. Við ákvörðun tollverðs er miðað við: a) að varansé afhent kaupanda á innflutningsstað i innflutn- ingslandinu, b) aöseljandiberi allan kostnað og gjöld við sölu og flutning vörunnar til innflutnings- staðar og afhendingu hennar þar, en c) kaupandi greiði alla tolla og önnur gjöld sem falla á vör- una I innflutningslandinu. Dæmi um það hvernig toll- verð er fundið: Innkaupsverð: kr. 655.600 Flutningsgjald: kr. 101.800 Eftirkrafa: kr. 8.300 Tollverð samt. kr. 765.700 Ef þessi vara ber 50% toll verða það 382.850 kr. sem inn- flytjandi þarf að greiða af henni. Önnur gjöld En jafnvel þótt innflytjandi hafi greitt tilskilið tollgjald eru litlar likur á þvi aö hann sleppi við svo búiö. Eftir er að tiltaka ýmis gjöld sem innflytjendum er gert skylt að greiða skv. lög- um eða reglugerðum. Nú er i gildi sérstakt tima- bundiö VÖRUGJALDsem nem- ur 16% af tollverði innfluttrar vöru að viðbættum tollinum sjálfum. Ef haldiö er áfram með sama dæmi og áðan nema 16% af 1.148.550 (tollverö og tollur) 183.768 kr. Samanlögð gjöld af vörunni eru þvi 566.618. Það skal tekið fram aö vörugjald er ekki lagt á allar innfluttar vörur t.d. ekki á vörur frá EFTA-löndun- um. JÖFNUNARGJALD leggst að meginstefnu til einvörðungu á vörur frá EFTA-löndunum en frá þvi er brugðiö I einstaka til- vikum. Jöfnunargjaldið nemur 3% af tollverði vörunnar. I svo stuttu yfirliti gefst ekki kostur aö gera grein fyrir öllum þeim gjöldum er kunna að leggjast á vöruna á leiðinni i gegnum tollstjóraembættið. En I einstaka dæmum sem tekin verða fyrir i þessum þáttum verður gerð ýtarleg grein fyrir þvi hvaöa gjöld leggjast á inn- kaupsverð vörunnar. Leiðin wr tollinum til þín Innflutta varan hefur hækkað verulega frá þvi sem hún kost- aði við komuna til landsins. Rikissjóðurhefurheimtsinn toll af vörunni, en hann á eftir að fá meira frá kaupandanum áöur en yfir lýkur. Sá kostnaöur sem bætist ofan á vöruverðið þessu næst er vegna uppskipunar, aksturs og vörugjalds. Verðlagsstjóri ákveður hámarksverö þaö sem setja má uppfyrir uppskipunog kemur sú upphæö inn I vöru- verðið samkvæmt reikningi frá skipafélagi. Aksturer alltaf ein- hver og mun sú upphæð yfirleitt nokkuðsvipuð þeirrisem setter upp fyrir uppskipun. Vöru- gjaldiöeriraunopinbergjöld til hafnarinnar, en þaö er yfirleitt ekki hátt.^Ath. að rugla ekki saman við vörugjaldið sem inn- heimt er i tollinumj Innflytjandinn leggur þvi næst bankakostnaö ofan á. Banka- kostnaðurinn má ekki vera meira en 2% af innkaupsveröi vöru. Við verðútreikning er einnig tekið tillit til geymslukostnaðar sem innflytjendur greiöa. Skipafélögin veita innflytj- endum ókeypis hálfs mánaöar geymslu. Vöruna er hægt að geyma hálfan mánuö i viöbót og er sá kostnaður tekinn inn i veröútreikning. Ef innflytj- andinn dregur hins vegar lengur en mánuð að sækja vöruna er frekari kostnaður vegna geymslunnar ekki tekinn inn i verðötreikninginn. Þegar hingað er komið er heildarverð vörunnar reiknað út og þaö má hugsa sér að það séu 100.000 krónur. Þessu næst eru reiknað- ir 1 1/2% vextir ofan á og stend- ur hún þá i 100.500 krónum fyrir álagningu. Þessu næst reiknar heildsali sér slna álagningu, sem má hugsa sér að sé 10% og er þá varan komin I 111.650 krónur. Smásalinn fær nú vöruna i hendur og reiknar sér álagningu sem getur verið 20%. Varan er nú komin i 133.980 en -biðum við- ekki er allt búið. Rikissjóöur á enn eftir að fá sinn skatt af sölunni. A eftir álagningu heildsala og smásala kemur 20% söluskattur og þá loksins er hið endanlega verðtilneytandans komiö fram. Verðiöá vörunni er þá orðið 160.776 krónur. Skýringar við töfflw Til þess að lesendur geti til fulls áttað sig á þeim útreikn- ingum sem ætlunin er að gera, þarf aö gera nánari grein fyrir þeim forsendum sem þeir byggja á. Það sem fyrst mun vekja athygli þina er það að inn- kaupsverðið verður ávallt 100 sterlingspund, hvort sem vöru- magn er meira eða minna. Is- lensku krónurnar sem i dag þarf að greiða fyrir þessi pund eru 49.245, en það kann að sveiflast nokkuð til. Viö völdum þessa upphæð til að samanburður væri auöskildari. Næst var kannað hvert væri meðalinnkaupsverö pr. kiló viðkomandi vöruteg- undar, og var þaö Hagstofan sem gaf þaðupp. Þegar kilóverð vörunnar var komið var þvi deilt upp I 49.245 kr. og þar með fengust upplýsingar um það hvað væri hægt að flytja mörg kfló inn fyrir 100 sterlingspund. Flutningsgjald er reiknað út frá þvi sem kostar að flytja hvert tonn af viðkomandi vöru og siöan er það umreiknað mið- að við kilóafjölda. Það skal sérstaklega tekiö fram aö við þá útreikninga sem gerðir eru i tollinum, það er á tolli, flutn- ingsgjaldi og vátryggingu nut- um við dyggilegrar aðstoðar Jó- hanns ögmundssonar hjá toll- stjóraembættinu. Varðandi þá liði sem bætast við siðar eins og akstur, upp- skipun og vörugjald skal tekiö fram að þeir eru áætlaðir. Hér er yfirleitt ekki um háar upp- hæðir að ræða en mjög tima- frekar i útreikningi og var þvi ákveðið að notast viö ákveðnar tölur fyrir allar vörutegundir. Við reiknum meö bankakostn- aði að hámarki 2% af innkaups- verði. Það er hins vegar heimilt að fá hærri upphæð tekna til greina ef fram eru lagöar nótur frá banka, en hér verður ein- göngu byggt á 2%-reglunni. Geymslukostnaður verður ekki tekinn með, enda mega innflytjendur geyma vöruna sér að kostnaöarlausu 115 daga. Viö vonum aðeins aö sem flestir innflytjendurnir leysi þær út sem fyrst, þannig aö þetta komi ekki óhagstætt út fyrir okkur neytendur. Upplýsingar um álagningu eru allar fengnar frá verðlags- stjóra. 1 töflunum er ætiö gert ráð fyrir hámarksálagningu. Ef lesendum þykir hins vegar sem kilóverö einstakra vörutegunda sé hærra i dálkum okkar en i verslun, þýöir það einfaldlega að kaupmaðurinn notar ekki álagningarheimildina til fulls. BA/ÞJH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.