Vísir - 26.09.1978, Blaðsíða 24

Vísir - 26.09.1978, Blaðsíða 24
VÍSIR Magdalena Gestsdóttir.Visi.hefur dregiö seöil úr bunkan- um og réttir Helgu Jónsdóttur, fulltrúa borgarfógeta. A milli þeirra stendur Kristin Aöalsteinsdóttir, fulltrúi Ctsýnar. (MyndJA) Frá Akureyri til Florida Þúsundir áskrifenda Visis höfðu sent svör í feröagetraun Vísis/ er dregið var um ferð til Florida í gær. Upp kom nafn Þrastar Á. Sigurðssonar, Akurgerði 3B, Akureyri. Hann hlýtur þvi ferð til Florida fyrir tvo með Férðaskrifstofunni Útsýn og Visir greiöir lika ferða- gjaldeyrinn fyrir báða. Nánar verður sagt frá drættinum i blaöinu á morgun, en viö minnum á, að þann 25. október verður dregið um ævintýraferö i ákrifendagetraun Visis. Þá má velja um ferð til Kenya eða siglingu um Miðjaröar- hafiö. Meinatæknar hœtta Meinatæknar hætta störfum :10. september veröi ekki búið aö semja viö þá fyrir þann tima. Þeir sögöu upp störfum fyrir sex mánuöum til aö leggja áherslu á launakröfur sín- ar. Náist samkomulag ekki, má búast Við neyðar- ástandi á sjúkrahúsum, þvi sjúkdómsgreining er að miklu leyti f höndum meinatækna svo og ýmsar rannsóknir, til dæmis blóð- rannsóknir. —GA Víðishúsið: fngi R. meö 2 kaupendur Ingi R. Helgason, lögmaður hefur leitað eftir við- ræðum við mennta- málaráðherra um kaup á Víðishúsinu svonefnda. i viðtali við Vísi í gær sagði Ingi, að tveir aðilar hefðu leitaðtil sín og beðið sig um að kanna möguleika á kaupunum. Ingi sagði að annar þessara aðila væri Skúli Árnason, en kvaðst ekki geta upplýst að svo stöddu hver hinn aðilinn væri. Eins og greint var frá í Visi fyrir nokkru hafa for- ráðamenn Karna- bæjar h, f. leitað eftir kaupum á húsinu. Guðlaugur Bergmann, fram- kvæmdastjóri Karnabæjar, upplýsti i gær, að engar viðræður hefðu farið fram milli þeirra og menntamálaráð- herra ennþá. —gbg Ugla sat á mastri Þegar loönubáturinn Ilákon ÞH 250 var stadd- ur um 10 milur suöur af I.anganesi á landstfmi, geröi þessi myndarlega ugla sig heimakomna um borð. I.ét hún ekki óvinalega aö Þóri háseta á Hákoni, sem aftur launaöi bliðu- hótin meö þvi aö sleppa henni aö lokinni mynda- tökú. ÓM/Visismynd Kjartan Stefánsson. Úrskurðað- ur í gœslu- varðhald Forstjóri biiasölu hefur verið handtek- inn og úrskuröaöur i gæsluvaröhald. Barst kæra á hend- ur manninum vegna bilaviðskipta og fara nú fram yfirheyrslur i málinu. Hallvarður Ein- varðsson, rann- sóknarlögreglustjóri, vildi ekki gefa upplýs- ingar um kæruefniö, er Visir spurðist fyrir um það i morgun. _____________—SG Sjúkra- liðar funda í dag Sjúkraliöar og fulltrúar fjármálaráöuneytisins funduöu i gær um launa- kjör sjúkraliöa. Niöurstöö- ur fundarins veröa kynntar félagsmönnum á félags- fundi i dag. Sjúkraliðar telja sem kunnugt er óviðunandi hve dregist hafi að framkvæma úrskurð kjaranefndar um launakjör sjúkraliöa. —GA Verkfall stundakennara við Hóskólann: HEFUR MJÖG ALVARLEGAR AFLEIDINGAR — segir kennslustjóri Háskólans „Ef til þessa verkfalls kemur hefur það mjög al- varlegar afleiðing- ar, vegna þess að meira en helmingur allrar kennslu við Háskólann er í hönd- um stundakenn- ara", sagði Halldór Guðjónsson, kennslustjóri Há- skólans, við Vísi i morgun. Stundakennarar við Háskóla Islands sam- þykktu á fundi i gær- kvöldi að boða vikulangt verkfall i byrjun nóvem- ber, yrði ekki gengið aö lágmarks launakröfum, sem voru settar fram og samþykktar á fundinum. Stundakennarar telja kjör sin i engu samræmi viö þann stóra hluta kennslunnar sem þeir hafa með höndum, og mún lakari en fastra kennara. Að sögn Ólafs Jónsson- ar, bókmenntakennara fara stundakennarar ekki fram á meira kaup, heldur vilja þeir endur- mat á högum stunda- kennara með tilliti til ráðningartima og mat á vinnu sem þeir leggja á sig viö undirbúning kennslustunda. —GA Þessir háskólakennarar voru ckki að greiöa atkvæöi, heldur er þessi inynd tekin i leikfimi hjá Valdimar örnólfssyni. Lýsið hœkk- ar — mjöl- ið lœkkar Loönulýsi hefur hækkað í verði á heimsmörkuðum að undanförnu. Verðið er nú skráð 450-460 dollarar fyrir hvert tonn, en var við síð- ustu sölur 430-440 dollarar tonnið. Talsverðar sveiflur eru á þessum mörkuðum og hefur verðið farið lægst i um 400 dollara, en hæst i um 500 dollara á siðasta ári. Verð á loðnumjöli hefur hins vegar fariö lækkandi og fást nú 6,20-6,30 dollarar fyrir hverja próteineiningu pr. 1000 kiló. Þessi verö- lækkun mun þó ekki hafa mikil áhrif hér, þvi litið magn loðnumjöls er til i landinu. —SJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.