Vísir - 09.11.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 09.11.1978, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 9. nóvember 1978 FfNGURNIR GRÆDDIR Á Flestu venjulegu fólki finnst óþaegilegt að láta stinga sig í fingurna með nælu eða einhverju öðru állka, og vill helst komasthjá því. En Mike nokkur Sivillo, tuttugu og þriggja ára gamall, frá Cleveland í Ohio, hafði bara gaman af þegar hann lenti I þessu og brosti breitt þegar hann fann fyrir sárs- auka. Hans tilfelli er líka dálítið sérstakt. Sivillo missti f jóra fing- ur framan af hendi sinni, þegar þung pressa i verksmiðju féll ofan á f ingurna. En læknum tókst að græða fingurna á aftur, og meðfylgjandi sýnir Dr. A. Scott Earle eftir aðgerðina, prófa tilfinninguna í fingrum Sivillos. Moore fékk óvenjulega afmœlisgiöf Hún var vægast sagt óvenjuleg afmælisgjöfin sem breska kvikmynda- stjarnan Roger Moore, fékk frá konunni sinni, Luísa Moore, á af- mælisdaginn fyrr i þess- um mánuði. Pakkinn var stór og mikill, og eftir að Moore hafði leyst bönd og rifið pappfr, stóð innihaldið upp: sautján ára gömul þokkaleg stúlka, á bikini einu saman. En borði var bundinn um stúlk- una, þar sem á stóð: „Look— But Not Touch, eða horfðu — en snertu ekki. Moore brosti breitt þrátt fyrir það, og sætti sig við áletrunina. „Gjöfin" er 17 ára stúlka, Alessandra Platania, nemi, og fer með hlutverk I nýju James Bond-myndinni „Moonraker". Utan á pakkanum stóð: Til hamingju með afmælið — Micio. Micio er gælu- nafnið sem Lusia notar á hinn fimmtíu og tveggja ára gamla eiginmann sinn, og mun þýða Pussycat eða kisu- lóra, Alessandra kvaðst hafa verið svolítið taugaóstyrk á meðan viðtakandinn opnaði pakkann, „en hann var svo indæll og þægilegur, að mér leið strax vel". Umsjón: Edda Andrésdóttir ..Stiginn” hrópaöi Tarsan. Hinir komu og hjálpuöu honum aöýta stiganum burt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.