Vísir - 18.12.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 18.12.1978, Blaðsíða 2
2 Mánudagur 18. desember 1978 VÍSIR Bob Marley í Eþíópíu Bob Marley er um þessar mundir í Eþíópiu í heimsókn hjá vini sínum Alari „Skill" Coe, fyrr- verandi knattspyrnu- kappa frá Brasilíu og nú- verandi þjálfara lands- liðs Eþíópíu. Af Marley er það annars að f rétta að hann hefur nýlega sent frá sér tvöfalda hljóm- leikaplötu „Babylon by Bus" en hún inniheldur mörg af hans vinsælustu lögum fram til þessa. Auk þess er Marley að skipuleggja hljómleika- ferð um Vestur-Afríku og þar er með talin Nígería þar sem markaður fyrir reggae-tónlist er talinn sérstaklega góður og á- rennilegur. Einnig er Marley að koma sér upp eigin stúdíói sem heitir Tuffong eftir hljómplötuútgáfu hans. Bob Marley Streisand og Neil Diamond á toppnum í Bandarikjunum Barbra Streisand Barbra Streisand gerir það gott um þessar mundir en lag hennar og Neil Diamond ,,You don't bring me f lowers" sló ný- lega hraðamet upp í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans, það tók lagið aðeins sex vikur að ná þessu marki. Fyrra met áttiDebby Boone meö „You light up my iife” og Elton John og Kiki Dee meö „Don’t go breaking my heart” en þessi lög náöu fyrsta sætinu eftir sjö vikur. Auk áöurnefndra vinsælda er L.P. plata hennar Greatest Hits Vol. 2 núna i sjöunda sæti. Barbra hefur alltaf gefiö út vin- sælar stórar plötur en nú er hún farin aö sækja inn á markaö lit- illa platna og hefur hún á siö- ustu þremur árum komist i fyrsta sæti meö lögin „The way we were” og „Evergreen” og svo nú meö Neil Diamond. Grateful Dead í ham Gömlu Grateful Dead hafa að undanförnu ver- ið í miklum ham. Síðan hinu sögulega tónleika- haldi sveitarinnar við Gizeh-pýramídana í Egyptalandi lauk hefur greinilega ríkt mikil sköpunargleði meðal hljómsveitarmeðlima. Tveim mánuðum eftir Egyptalandsferðina kom út nýja Dead-platan Shakedown Street þar sem Lowell George stjórnaði upptöku. Þetta er óvenjuleg Dead-plata, létt eða þung?, en alla- Kote Bush með nýja plötu Fáir listamenn hafa slegið jafn rækilega í gegn með sinni fyrstu plötu og söngkonan Kate Bush. Platan hennar The Kick Inside svo og lagið Wuthering Heights sem komu út snemma á þessu ári náðu í topp 10 í flest- um Evrópulöndum svo og Ástralíu og Japan. Mjög var vandað til The Kick Inside og tók hún á annað ár í vinnslu. En nú hefur Kate Bush sent frá sér nýja plötu og þótt ótrú- legt megi viröast bætir hún enn um betur frá þeirri siöustu og er þá mikiö sagt. Nýja platan vega aðlagar hún sig vel að tónlist samtímans. Fyrir nokkrum vikum héldu Gratef ul Dead upp í sitt lengst hljómleika- ferðalag um Bandaríkin frá upphafi eftir að hafa fyllt Winterland-hljóm- leikahúsið 6 kvöld í röð. Óvænt veikindaforf öll Jerry Carcia orsökuðu þó að ekki tókst að Ijúka ferðinni. En vafalaust biða allir Dead-aðdá- endur eftir hljómleika- plötu sem hljóðrituð var í Egyptalandi og koma mun á markað næsta vor. Umsjón: Gunnar Salvarsson og Asmundur Jónsson Kate Bush er gædd miklum tónlistarhæfileikum auk þess sem hún er undurfögur. ber nafniö Lion Heart og eitt lag af henni hefur þegar náö mikl- um vinsældum en þaö er Hammer Horror. Greinilegt er aö Kate er eitt aöalnúmeriö í enska poppheiminum um þessar mundir og sannaöist þaö best i kosningum Melody Maker þar sem hún var kosin bæöi besta söngkonan og bjartasta vonin auk þess sem Wuthering Heights var hátt á lista yfir bestu lögin. En þrátt fyrir aö Kate sé ung aö árum og frægöin hafi komiö snöggt hefur velgengnin ekki stigiö henni til höfuös eöa breytt henni aö þvi er menn segja og vinir hennar halda þvi fram aö hún sé enn sama Kate og þegar David Gilmour gitarleikari Pink Floyd kom fyrst auga á hæfileika hennar fyrir um þaö bil þrem árum, en þaö var ein- mitt Gilmour sem kom henni á framfæri viö EMI hljómplötu- fyrirtækiö og stjórnaöi einnig upptökum á nokkrum lögum á The Kick Inside. Eins og áöur sagöi er greinilega framför aö merkja hjá Kate Bush á nýju L.P. plötunni hennar og veröur athyglisvert aö fylgjast meö henni I framtiöinni þvi ef fer sem horfir á hún eftir aö gera enn stærri hluti stúlkan sú. Kite Hain er nú aö hefja nýja kapftula á tónlista ferli slnum. Breytingar hjá Marshall Hain Eftir langvarandi hljómleikahald þeirra Marshall og Hain i Bretlandi að undan- förnu hafa borist þær fréttir að Julian Mars- hall sé búinn að slita samstarfinu við Hain. Flestum okkar kemur þetta vafalaust veru- lega á óvart eftir að hafa heyrt Dancing in the City, eitt besta „hit-lag” þessa árs. Einnig sakar ekki að geta þess að lagið er við það að slá i gegrj i Bandarikjunum um þessar mundir Einhver miskliðvirðist hafa komið upp á með- al þeirra Marshall og Hain meðan á hljóm- leikaferðinni stóð. Hain kvað Julian skyndilega hafa vaknað upp og komist að þeirri niður- stöðu að tónlist þeirra einfaldlega samlagað- ist ekki hugmyndum hans og sköpunarlöng- un. Kite Hain lætur þetta skyndilega frá- hvarf Marshall litið á sig fá og leitar hún hljóðfæraleikara i hans stað. Sjálf hefur hún samið ný lög sem vænt- anlega verða hljóðrituð i upphafi næsta árs. Liklega mun Hain halda Marshall Hain- nafninu en samt sem áður kemur til greina að kalla hljómsveitina The Kite Hain Band eða jafnvel Martial Hain. Kite Hain segist ætla að halda sig á svipaðri linu og hún markaði með Dancing in the City. Ef svo reynist er enginn vafi að þessi efnilega söngkona eigi glæsta framtið fyrir sér. En Hain hefur allt til þess að bera að skipa sér á meðal helstu söngkvenna heims i dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.