Vísir - 03.01.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 03.01.1979, Blaðsíða 4
4 Miövikudagur 3. janúar 1979 vtsm KFUM áttatíu ára: FJÖRTÍU DEILDIR í HÖFUÐBORGINNI Einn af stofnendum félagsins, Sigurbjörn í Vísi, var á afmœlisfundinum í gœrkvöldi „Friörik Friöriksson segir frá þvi i ævisögu sinni aö honum hafi þótt þaö ókræsileg tilhugs- un aö koma hér heim f fámenniö og eiga aö standa aö þvf einn og óstuddur aö koma hér á Kristi- legu féiagi ungra manna, eftir aö hafa veriö I þróttmiklu slarfi I Kaupmannahöfn og lætur þess meöal annars getiö aö hann heföi jafnvel frekar kosiö aö fara sem trúboöi suöur • til Afriku hendir en koma hingaö heim aftur til aö hefja þetta starf hér”, sagöi Siguröur Páls- son, formaöur K.F.U.M. þegar Vfsir ræddi viö hann f gær í til- efni af þvi aö félagiö átti þá áttatiu ára afmæli sem minnst var meö samkomu i Bústaöa- kirkju i gærkvöldi. Aðdragandinn að stofnun KFUM og KFUK á Islandi var sá, aö Þórhallur Bjarnason sem þá var kennari viö prestaskól- ann í Reykjavik hafði spurnir af þátttöku Friöriks Friðrikssonar i hinu öfluga starfi KFUM i Kaupmannahöfn, skrifaði hon- um bréf og hvatti hann til aö koma heim og hefja slikt starf i Reykjavik og varö þaö úr. Fjölbreytt æskulýðs- starf „Þetta starf varð fljótt liflegt og þróttmikið og varð mjög áberandi i borgarlifinu og var með fjölbreytta starfsemi”, sagði Sigurður. „Til dæmis á knattspyrnufélagið Valur upp- runa sinn í KFUM. Séra Friðrik var einnig með skátahreyfingu sem hann kallaði Væringja og lét hann drengina klæöast forn- mannabúningum og var þá áður en núverandi skátahreyfing tók til starfa hér. Friðrik var afar uppátektar- samur hvaö þetta snerti á þess- um fyrstu árum og var ungl- ingastarfið mjög öflugt undir hans handleiöslu. Hann lagöi áherslu á alhliða þroskun og vildi að fólkið sem hann var meö fengi likamlegt og félagslegt atlæti auk trúarlegs uppeldis”. — Eru þessi samtök fjölmenn i dag? „Við erum með fjörutiu deild- ir á þrettán stöðum hér i Reykjavik, hundrað og sjötíu sjálfboðaliða og hátt á þriöja þúsund börn og unglinga. Auk þess eru félög starfandi út um allt land. Hlutfallslega náum við ekki til eins margra eins og meðan borgin var miklu minni, þvi borgin hefur vaxið miklu hraðar en geta okkar til að Sigurbjörn Þorkelsson sem kenndur er viö Vísi, er einn af stofnendum KFUM. Hann lét sig ekki vanta á afmælisfundinn i Bústaöakirkju þó hann sé kom- inn yfir nirætt. Siguröur Páisson formaöur KFUM. fylgja þvi eftir varðandi fjárhag og mannafla, en þrátt fyrir það tel ég að okkur hafi tekist furðanlega að halda i horfinu, þvi samkeppnin er griðarlega mikil, um tima barna og unglinga. Niræður félagsmaður — Heldur fólk áfram i þessum samtökum eftir að það kemst á fullorðinsár? „Það er algengt i þessum fé- lagasamtökum eins og öllum öðrum, að þeir sem eru i barna- deildunum skili sér ekki allir upp i unglingadeildirnar. En þeir sem rækja unglingastarfiö hjá okkur að einhverju marki' gerast langflestir virkir starfs- menn aö minnsta kosti um ein- hvern tima. Svo þegar fólk stofnar heimili dregur úr virkri þátttöku en þaö er eigi að sfður i tengslum viö þessa hreyfingu áfram. Það má geta þess, að einn af stofnendum félagsins lifir enn og verður með okkur á sam- komunni i kvöld. Það er Sigur- björn Þorkelsson, sem er kenndur við Visi. Hann er kom- inn yfir nirætt og hefur alla tið verið mjög áhugasamur félags- maður þrátt fyrir háan aldur. Það er áreiðanlega óvenjulegt að áttræð ungmennasamtök hafi stofnanda á meðal sin”, sagði Sigurður Pálsson. —JM Séöyfir hátföarsamkomuna f Bústaöarkirkju i tilefni af áttatfu ára afmæli KFUM f gærkvöldi Strand Álafoss í ósi Hornafjarðar: „TJÓNIÐ SKIPTIR TUGUM MILUÓNA" segir Óttar Möller, forstjóri Eimskipafélags íslands Ef allt er tekiö meö, töf skips- ins, björgun og annaö, þá skiptir tjóniö tugum miiljóna,, sagöi Ótt- ar Mölier þegar Visir spuröi hann um tjón fyrirtækisins vegna Alafoss og hvort ekki fylgdi þessu röskun á áætlunum félagsins. „Svona lagað skapar alltaf ó- þægindi, en við erum svo vanir þvi að eitt og eitt skip tefjist i verkföllum, isum og bið erlendis við að fá losun svo það er ekki hægt að segja að þetta valdi mikilli röskun umfram það sem tafir alltaf gera. Alafoss var fastur hálfan mán- uð og skipið kostar milli sjö og átta hundruð þúsund á dag. Þessu er þannig háttað þarna að skipin sigla inn um ós og er það tiltölulega greiöfært, en þegar þau koma inn úr ósnum veröa þau aö taka mjög krappa beygju á stað sem venjulega er hundraö metrar en er núaðeinsfjörutiueða fimmtiu metrar Þvi veldur þessi vindstaða sem hefur verið undan- farið og aðstæður, litil rigning litið sem kemur úr fjöllunum og straumurinn hefur legiö þannig aö þetta hefur breytt sér mjög mikiö. Svona ástand hefur ekki verið þarna i þrjátiu ár, segja heimamenn. Þegar skip festast þarna i sandinum eins og oft hefur komið fyrir núna, þá losna þau við næsta aðfall og festast aftur og straumurinn færir þau alltaf inn- ar og innar, en meö þvi aö þaö hefur veriö komið fyrir festingum i landi bæði að austan og vestan- verðu þá héldu þær viö skipið, þannig að þegar það komst á flot, fór það ekki innar. Það voru jarð- ýtur settar sitt hvoru megin, og sú að austanverðu togaöi i skipið og hin hélt við, þannig aö það færðist ekki og þetta gerði mjög mikið gagn. Nú er búiö að koma fyrir bráöa- birgðafestingum i landi sem verða þarna, tveimur sitt hvoru, megin svo að ef skip lenda i þessu aftur, veröur miklu betri aðstaða til að koma þeim á flot. Við höfum farið fram á það aö þarna yröu settar varanlegar festingar. Og það er mikilvægt að ekki sé fariö þarna um nema i dagsbirtu. Skipið er óskemmt og komið I siglingar á nýjan leik. Það hjálpuðust allir að og það var mjög góð samvinna og vel að þessu staðið”, sagöi Óttar Möller. - JM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.