Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 2
vísm Miðvikudagur 30. n|f i 1979 nsH Á Vopnafirði Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Leifur Ragnar Jónsson 11 ára: Ekki sjómaöur, ætli ég veröi ekki flugmaöur. A. f Kristin Ragna Jónsdóttir 10 ára: Hjúkrunarkona og ljósmóöir — Af þvi aö mamma min er þaö. Magniís Þór Róbertsson 9 ára: Ég veit þaö ekki ég 'er aö hugsa um aö veröa fótboltamaöur. Marinó Pétursson 11 ára: Stýri- maöur. Mérfinnstgaman á sjó og frændi minn er stýrimaöur. Preben Jón Pétursson 12 ára: Ég ætla aöveröa rafmagnsverkfræö- ingur. — Ég hef bara gaman aö þvi aö fikta viö rafmagn og tengja. Björn Sigfússon og kona hans Bodil Petersen fyrir framan hús sitt aö Lækjarvegi 3 Þórshöfn en hann telur sig ekki geta fengiö meir en 18 milljónir fyrir húsiö. Ný einbyiishús átthagaiiötrar vlða úti á landi?: Einöýllshús á Þðrshöfn seljast á 18 milljónir samskonar hús kosta 40 og 50 milljónlr I Reykjavfk ,,Þó maöur vildi fara burt er það ekki hægt vegna þess aö ekkert verö fæst fyrir húsiö”, sagði Björn Sigfússon bifreiöa- stjóri á Þórshöfn i samtali við Visi. „Þetta er vandamál sem allir á þessum smærri stöðum eiga við aö glima er hafa byggt sitt eigið húsnæöi”, sagöi Björn. Björn byggði sér einbýiishús a Þórshöfn á árunum 1976 og 1977. Húsiö er fullfrágengiö, um 130 fermetrar aö stærö, 5 herbergja meö stóru þvottaherbergi og geymslu. Einnig fylgir húsinu 40 fermetra bllskúr og stór lóö er i kring um húsiö. ,,Ég byggði húsiö aö mestu fyrir fjármagn frá Reykjanes- skaganum því ég fór á átján vertiöir frá Sandgeröi”, sagöi Björn. ,,Ég hef ekki auglýst það til sölu en ég fengi i hæsta lagi 18 milljónir fyrir það sem er svip- aö og verö á þriggja herbergja ibúö i blokk i Reykjavik. Ef ég ætti þetta hús fyrir sunnan gæti ég fengiö milli 40 og 50 milljónir fyrir þaö”. Kona Björns, Bodil Petersen, er færeysk og sagði Björn aö það heföi fyllilega hvarflaö að þeim aö flytja til Færeyja. Þau ættu tvö börn sem væru farin aö heiman, annaö er f skóla á Sauðárkróki og hitt væri i skóla i Reykjavik. Þau væru aöeins heima yfir biásumariö. „Svona hús eru hálfgeröir átt- hagafjötrar þvi ég vil ógjarnan selja það fyrir hálfviröi”, sagði Björn. „Auk þess sem þeir pen- ingar myndu ekki duga til þess aö kaupa samskonar húsnæði t.d. i Reykjavlk”. —KS Umsjón: Katrin Pálsdóttir og Halldór Reynisson Heltar málllðlr I matvöruverslunum Fæstir eru svo heppnir aö hafa vinnustaöinn steinsnar frá heim- ilinu. Þaö tekur þvi oft langan tima aö komast i og Ur vinnu, og þaraf leiðandi sleppir fólk þvi að fara heim i mat. Mötuneytieru á flestum stórum vinnustöðum, en á þeim minni verður fólkiö aö sjá sjálft um aö fá sér eitthvað i svanginn. Þaö er oröiö töluvert algengt aö hægt sé aö fá keyptar máltiöir i matvöruverslunum. Þetta er yfirleitt einfaldur matur, og ekki boriö mikiö i hann. Til að kanna þetta nánar höfð- um viö samband viö nokkrar verslanir sem hafa heitan mat á boðstólum I hádeginu, og birtast viðtölin i dag og á morgun_____kp Klölbúðin Borg: Hægt að velja úr tlu tegundum al heltum mat „Það er yfirleitt hægt aö velja úr tiu tegundum af heitum mat hjá Kjötbúöinni Borg á Lauga- veginum i hádeginu. Hægt er að fá heitan mat langt fram eftir degi og gæti þaö komið sér vel fyrir þá sem seinir eru fyrir. Þetta er allur algengur matur, t.d. nýtt kjöt, saltkjöt, kjötbollur, steiktur fiskur og fiskbollur. Til dæmis um verð kosta tvær kjötbollur meö öllu meölæti t.d. kartöflum, rauökáli, baunum og sósu, 550 krónur. Sama verö er á skammti af steiktum fiski. —KP. Kjötbúöin Borg býöur upp á allt aö tiu rétti til aö velja úr. Dalmúli: Buffiö meö spældu eggl á 650 krönur Þrir til fjórir réttir eru á boðstólum i Dal- múla i hádeginu. Auk þess er hægt að fá sildarflök og sviðasultu með heitum kartöflum. „Viö seljum allan mat eftir vigt, en yfirleitt er meöal-matarskammtur á um 700 krónur”, sagöi Hilmar Olafsson kaupmaöur i Dalmúla i samtali viö Visi. Boðiö er upp á nýtt kjöt, salt- kjöt, steiktan fisk, kjötbollur, kjötbúöing o.fl. Sem dæmi um verö þá kostar eitt buff meö spældu eggi, ásamt kartöflum og grænmeti, 850 krónur. —KP. t Daimúla er meöal-matarskammturinn á um 700 krónur. Visismyndir GVA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.