Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 12
vJSUk Miövikudagur 30. mai 1979 Allt útlit er nú fyrir að meginhluti úrgangs- efna frá járnblendiverksmiðjunni að Grundar- tanga komi verksmiðjunni og landsmönnum yfirleitt til góða i stað þess að valda þeirri mengun sem margir óttuðust. Með byggingu og rekstri reykhreinsivirkis járnblendiverksmiðjunnar er komið í veg fyrir áð ryk fari út i andrúmsloftið með útblæstri verksmiðjunnar. Rykið er að mestu ókrystallað kísildioxið sem nýtist i sements- framleiðslu og mun draga verulega úr alkali- skemmdum i steypu sem mikið hefur borið á i byggingum hérlendis siðustu ár eða áratugi. Má nefna sem dæmi að á þessu ári mun Sementsverksmiðja rikisins þurfa að flytja eina tvo skipsfarma af þessu ryki til landsins þar sem framleiðsla járnblendiverksmiðjunn- ar mun ekki fullnægja þörfinni fyrir þetta ryk. Reykhreinsivirkiö stendur nú fullgert i fullum rekstri og kostaöi um 1800 milljónir króna. Þaö mun hreinsa aö minnsta kosti 99% af ryki úr útblæstrin- um, en i þvi eru 1600 ryksugu- pokar sem hver um sig er ná- lega fjórir fermetrar. Gert er ráö fyrir um 180 þúsund rúm- metra gegnumstreymi af lofti um reykhreinsivirkiö á klukku- stund. Mengunarrannsóknir Þegar bygging járnblendi- verksmiöjunnar var til umræðu voru sumir sannfæröir um aö allt lifrfki i nágrenninu væri I hættu og ótti viö mengun réöi miklu um andstööu þeirra er mæltu gegn þessum fram- kvæmdum. Á þessum málum hefur hins vegar verið tekiö á þann hátt aö fyllsta öryggis sýnist vera gætt. Jón Sigurösson forstjóri járn- blendiverksmiöjunnar og Hjört- ur Torfason stjórnarformaöur járnblendifélagsins boöuöu til fundar meö fréttamönnum þar sem mengunarvarnir voru kynntar og siöan var fariö I skoöunarferö að Grundartanga. A fundinum voru auk Jóns og Hjartar þeir dr. Vilhjálmur Lúöviksson formaöur Náttúru- verndarráös, Agnar Ingólfsson forstööumaöur Líffræöistofnun- ar Háskólans og Eyjólfur Sæ- mundsson fulltrúi Heilbrigöis- eftirlits rikisins. Geröu þeir grein fyrir þeim rannsóknum sem geröar hafa veriö á þessu sviöi. 1 lögum um járnblendiverk- ' smiöjuna er kveöið svo á aö áöur en framleiösla hefst skuli Jón Sigurösson forstjóri Á neöstu hæö ofnhússins er glóandi málminum tappaö af og hann látinn renna f sérstaklega fóöraöar pönnur er taka 7-900 kiló af málmbráö. Siöan eru þær dregnar fram I kælisalinn þar sem málm- urinn storknar. Rætt um mengunarvarnir. Frá vinstri: Eyjólfur Sæmundsson, Hjörtur Torfason, Jón Sigurösson, Vilhjálmur Lúöviksson, Jón Steingrfmsson og Agnar Ingólfsson. L 12 VISIR Miövikudagur 30. mai 1979 Séö inn i logandi ofninn sem nú gengur meö 20-25 megavatta álagi. Umliverflsvernd vlD arundertanga: RANNS0KNIR GERBAR A ÖLLU LÍFRÍKI gerö liffræöileg athugun á um- hverfi verksmiöjunnar þannig aö fylgjast megi meö áhrifum hennar á lifrikiö. Kostnaö greiöir járnblendifélagiö og er kostnaöur vart undir 60 milljón- um króna. Þaö er sérstakt verkefnisráö sem hefur annast umsjón meö þeim rannsóknum sem staöiö hafa yfir. Litiö va_r vitaö um marga þætti lifrilcisins áöur en rann- sóknirnar hófust og uröu þær þvi aö vera mjög umfangsmikl- ar en koma þá jafnframt að mun viötækari notum en bara aö þvi er varöar rekstur verk- smiðjunnar. Geröar voru viö- tækar athuganir á magni ryks I andrúmslofti og efnasamsetn- ingu þess. Sagöi Eyjólfur Sæ- mundsson aö mælst heföi meira af ryki en búist var við sérstak- lega af finu ryki og gæti þar veriö um ofaníburö af vegum veriö að ræöa. Einnig fannst efni er nefnist PAH og getur valdiö krabba- meini en þetta efni myndast viö bruna. Þessar loftmælingar voru geröar á vegum norsks fyrirtækis i samvinnu viö Iön- tæknistofnun og Veöurstofuna aö hluta. Engin tæki til slikar mælinga eru til hérlendis. Þá hefur verið rannsakaö magn og tegundadreifing gróöurs og dýralifs, eins og til dæmis fléttur, mosar, háplönt- ur, fuglar og hryggleysingjar. Teknar hafa verið loftmyndir af svæöum, meðal annars meö infrarauöum lit til aö hafa til samanburöar siðar, auk rann- sókna á fjörum og I sjónum. Voru menn sammála um þörf og gagnsemi rannsóknanna svo hafa megi sem bestan saman- burö eftir aö járnblendiverk- smiðjan hefur hafiö fram- leiðslu. Bjart framundan Að Grundartanga var fariö I skoðunarferð um verksmiöjuna I fylgd Jóns Sigurössonar, Sæmundur Guövinsson skrifar Myndir: Jens Alex- andersson Hjartar Torfasonar og Jóns Steingrímssonar verkfræöings. Þann 5. mai voru fyrstu hráefnin sett i bræösluofn verksmiöjunn- ar og tveim dögum siöar var byrjaö aö hleypa kisiljárni úr ofninum. Siöan hefur fram- leiösla veriö stööug aö frátöld- um stuttum hléum vegna still- inga og smá bilana meöan vélar og tæki eru reynd. Búnaö sem vinnur úr kisil- járninu er nú sem óöast veriö aö taka i notkun og allt á aö vera til 26. júni þegar ráögert er aö taka verksmiöjuna formlega I notkun. Þegar allt er komiö I fullan gang mun hún framleiöa um tvö þúsund tonn af kisiljárni á mánuöi meö þessum eina ofni Neöst á myndinni má sjá tvær pönnur meö glóandi málmi f kælisalnum. Þegar hálfstorkn- aö er I hverri pönnu er hleifurinn tekinn úr meö gaffaliyftara og settur f sérstaka kæli- kassa. Þegar málmurinn er oröinn kaidur er hann tekinn og settur I kvörn er malar hann og sigt- ar. en annar ofn veröur tekinn i notkun á næsta ári. Fram- leiðsluverðmæti þessa árs verður hátt i þrir milljaröar. Eins og fram kom i frétt VIsis i gær hefur fyrri áfangi verk- smiðjunnar reynst mun ódýrari en áætlaö var og munar hér áö minnsta kosti 35 milljónum norskra króna eöa sem svarar tveimur milljöröum islenskra veröbólgukróna. Verð á kisiljárni hefur fariö mjög hækkandi aö undanförnu og má búast viö aö þaö veröi um áramót komið upp i þaö sem þarf til aö standa undir öllum kostnaði miöaö viö tvo ofna I notkun. Framleiöslan er öll flutt á markaö erlendis og notuö viö stálframleiöslu. Þarf um þrjú kfló af kísil við framleiöslu á einu tonni af stáli. Nú starfa liölega 100 manns viö járnblendiverksmiöjuna en þegar ofn 2 veröur tekin i notkun þarf að fjölga mönnum um 50% en framleiðslan tvöfaldast og veröur um leiö mun hagkvæm- ari. Astæöa er til aö þakka for- ráöamönnum járnblendiverk- smiöjunnar fyrir aö hafa frá upphafi haft mjög gott samstarf viö fjölmiöla og gefiö þeim kost á aö miöla öllum upplýsingum hverju sinni til almennings. Þetta var i þriðja sinn sem fréttamönnum er boöiö aö Grundartanga og sjötti fundur- inn meö fréttamönnum. Þess hefur jafnan veriö gætt aö gefa tækifæri til aö afla upplýsinga hjá öllum yfirmönnum hinna ýmsu deilda verksmiöjunnar sem svaraö hafa spurningum um þau sviö er undir þá heyra. Félög I bygglngarlðnaöi: Hætla á alvlnnuleysl I haust Fyrirhugaö er að úthluta lóö- um undir aöeins 262 Ibúöir I sex sveitarfélögum á höfuöborgar- svæðinu á þessu ári, en á siðasta ári var úthlutaö lóöum undir 738 Ibúðir á svæöinu. Þessar upplýsingar koma fram i frétt frá ráöstefnu sem Trésmiöafélag Reykjavikur, Múrarafélag Reykjavikur, Málarafélag Reykjavikur, Sveinafélag pipulagninga- manna og Sveinafélag hús- gagnasmiöa héldu fýrir skömmu. Astæöan fyrir ráöstefnuhald- inu var sú aö I vetur hefur veriö meira atvinnuleysi i ýmsum greinum byggingariönaöarins en mörg undanfarin ár og all miklar likur á alvarlegu at- vinnuleysi I haust og næsta vetur veröi ekkert aö gert Bent var á ýmsar leiöir til aö snúa þessari óheillaþróun viö. Meðal annars þarf aö koma I veg fyrir skeröingu á tekju- stofnum Byggingarsjóös og sveitarfélögin samræmi skipu- lagsstörf sin betur. Hamla þyrfti gegn innflutningi húsa og húshluta, lóöaframboö veröi skipulagt og aö úthlutun lána til ibúðakaupa eöa bygginga veröi komið á eina hendi og lánstimi lengdur i 50-70 ár. —SG Nýja skrifstofiihúsgagnakerfið frá Bjerringbro gefur umhverfinu hressilegan lit Biðjið um tilboð í nýja innréttingu á skrifstofu yðar — með hliðsjón af þörfum yðar og kröfum. Tillögur að fyrirkomulagi innréttinga og ,,skrifstof ulandslags" við yðar hæf i eru ávallt til reiðu, — endurgjalds- laust. B/8 — litakerf i — 800 er skrifstof ukerfi sem hægt er að nýta við hvers konar aðstæður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.