Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 53 ...ferming 2001 riffla-flauelsjakki 7.990 riffla-flauelsbuxur 5.500 (litir svart - dökkbrúnt) bolur 1.990 stígvél 6.900 leðurblóm 990 kjóll 7.990 buxur 6.990 (litir: hvítt - drapplitað - fjólublátt) peysa 3.990 skór 4.900 kápur 9.990 (litir: drapplitað - ljósblátt - svart) skinnkragi 4.590 leðurblóm 990 flauelsjakki 9.990 flauelsbuxur 6.990 flauelspils 4.990 (litir svart - brúnt - dökkblátt) skyrta 2.990 stígvél 6.900 Sérsaumum Opið sunnudaga í Kringlunni 1300-1700 Laugavegi, s. 511 1717 Kringlunni, s. 568 9017 jakkaföt 15.900 stærðir 40-48 (litir: svart - dökkgrátt - hermannagrænt) skyrta 2.990 bindi 1.990 skór 6.900 blúndukjóll 8.990 (litir: ljósblátt - ljósbleikt - beinhvítt) skór 4.900 skinnkragi 4.590 peysa 3.990 H á r: P rí m a d o n n a , G re n s á s v e g i Þorlákshöfn - Þorláks- hafnarbúar héldu nú í þriðja sinn eitt fjölmenn- asta þorrablót sem haldið er á Íslandi. Blótið var haldið í Íþróttamiðstöð- inni og voru saman kom- in á sjöunda hundrað manns til að fagna þorra. Átta félög á staðnum standa fyrir blótinu en öllum er heimil þátttaka meðan húsrúm leyfir. Veislustjóri var Sævar Helgi Geirsson. Meðal skemmtiatriða var harmonikku og slagverk sem nefnist Harmslag. Söngfélag Þorlákshafnar og Kyrjukórinn (kvennakór) sungu nokkur lög. Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfs- son voru með gamanmál og var þeim fagnað frábærlega og höfðu þeir á orði þegar margsinnis var bú- ið að klappa þá upp hvort ekki ætti að hleypa þeim heim. Hljómsveitin Hunang hélt uppi dúndrandi fjöri fram eftir nóttu. Veitingahúsið Duggan í Þorlákshöfn sá um mat- inn. Kolbrún Skúladóttir, formaður skemmtinefndarinnar, sagði að skemmtunin hefði farið mjög vel fram enda hefðu gæslumenn sem komu úr Björgunarsveitinni á Eyr- arbakka staðið sig frábærlega vel og tekið starf sitt alvarlega. Risaþorrablót í Þorlákshöfn Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Söngfélag Þorlákshafnar var með nokkur létt lög. Fremri röð frá hægri: Rebekka Ómarsdóttir, Valgerður Guðmundsdóttir, Helga Hall- dórsdóttir, Einar Bragi Bjarnason, stórbryti sem sá um matinn, Krist- ján Friðgeirsson og Bjarni Áskelsson. Aftari röð: Rán Gísladóttir, séra Baldur Kristjánsson og Guðlaugur Óskar Jónsson. Margir notuðu blótið sem hálfgert ættarmót Þær skemmtu sér konunglega vinkonurnar, Sigrún Perla Böðvarsdóttir, Petrea Vil- hjálmsdóttir og Elín Ósk Jónsdóttir. ÞAÐ hefur verið móðins á síðustu misserum og árum að setja upp söng- dagskrár með þekktum íslenskum tónlistarmönnum sem þykja vera komnir af léttasta skeiðinu. Á slíkum uppákomum er þá vanalega farið yfir feril viðkomandi í tónum og listamað- urinn svo hylltur að leik loknum. Broadway, áður Hótel Ísland, hefur verið Mekka slíkra uppákoma og eru dæmi um tónlistarmenn sem hafa eytt þar fleiri árum í að rifja eigin fer- il upp og hafa í raun eytt lengri tíma í upprifjunina en hinn raunverulega feril sem verið er að rifja upp í það skiptið. Einkennilegt. Pálmi Gunnarsson er löngu orðinn löggiltur til upprifjunar. Hann er að vísu ekki með öllu kominn af léttasta skeiði, að minnsta kosti ekki í anda, en þrjátíu ára ferill gefur vissulega tilefni til að perlur séu rifjaðar upp, fólki til skemmtunar. Pálmi hefur að mínu viti farið þá farsælu leið að setja saman dagskrá sem er í alla staði „mínimalísk“. Hljómsveitin er fámenn, danssporum er þægilega ábótavant sem og ljósa- sýningum sem eru til þess eins að skapa fjarlægð milli flytjenda og áhorfenda. Uppsetningin hjá Pálma og félög- um er einfaldlega lítið svið í horni matsalarins og hugguleg stofubirta sem hefði þó mátt vera veikari ef eitt- hvað er. Hljóðkerfið var smátt í snið- um og var hljóðstyrk stillt í sjaldgæft en kærkomið hóf. Hljómur var hlýr en helst til lokaður á efri tíðum, eink- um á söngrödd Pálma, en hann er með þessa eðalmjúku baritónrödd sem ekki þarfnast mikillar lágmiðju- hjálpar úr hljóðblöndung. Eins og áður segir þá spannaði dagskrá tónleikanna lauslega langan feril Pálma í poppinu. Mest bar að sjálfsögðu á lögum eftir Magnús Ei- ríksson þrátt fyrir að lög úr smiðjum þeirra Gunnars Þórðarsonar, Magn- úsar Þórs Sigmundssonar og Billy Joels hafi einnig verið leikin. Salurinn var þéttsetinn Akureyringum og Vopnfirðingum sem voru vel með á nótunum og sungu hressilega með í kunnum söngvum eins og „Reyndu aftur“ og „Rónanum“ en skiptu svo yfir í kirkjulega andagt er Pálmi söng mærðarljóðin „Ísland er land þitt“ og „Íslenska konan“. Andrúmsloftið í salnum var mjög gott og náði Pálmi afar góðu sambandi við áhorfendur með skemmtilegu söguspjalli á milli laga af æðruleysi og sjálfsháði hins þroskaða manns. Lagavalið fannst mér nokkuð vel heppnað þótt ýmsum perlum hafi verið sleppt. Hljómsveitin var hin prýðilegasta og oftast trú fyrri útsetningum í grunninn þrátt fyrir ýmsar blæ- brigðabreytingar. Gítarleikur Krist- jáns Edelsteins var einkar smekkleg- ur og á köflum meira flæðandi og hljómabrotinn en heyra má í upp- runalegum útgáfum laganna og hljómsveitin lék í heild fremur demp- að og snyrtilega. Einstakir kaflar, einkum í upphafi laga, minntu tölu- vert á eðalpopparann Sting enda er Pálmi afbragðstúlkandi á raddbönd og bassa, líkt og sonur mjólkurpósts- ins frá Newcastle. Áðurnefndur gít- arleikur Edelsteins minnti einnig á stíl Dominic Miller, gítarleikara Sting, án þess að um einhverja auð- heyranleg áhrif væri að ræða. Hljóm- borðsleikarinn Davíð Þór og trymbill- inn Benedikt skiluðu sínu vel og ástæða er til þess að gefa Davíð sér- stakan gaum í framtíðinni. Þrátt fyrir að vera framúrskarandi tónlistarmenn þá virtust Pálmi og félagar á stundum ekki alveg vera nægilega samstiga í leik sínum en af auðheyrðum mistökum var lítið og ekkert til að gera veður út af. Per- sónulega þóttu mér ballöðurnar koma best út; lög eins og „Samferða“, „Þitt fyrsta bros“ og „Ég elska þig enn“, en einnig hafði ég gaman af útfærslu sveitarinnar á hinum hræðilega „Gleðibanka“, sem er kannski ekki svo slæmur eftir allt saman. Þegar á heildina er litið má segja að tónlistardagskrá Pálma Gunnars- sonar sé hin prýðilegasta skemmtun, hlýleg, auðmelt og afslappandi. Afslappandi Morgunblaðið/Kristján Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður. TÓNLIST T ó n l e i k a r Dagskrá með völdum lögum af tón- listarferli Pálma Gunnarssonar. Pálmi Gunnarsson söng og lék á bassa. Með honum léku Kristján Edelstein á gítar, Davíð Þór Jóns- son á hljómborð og Benedikt Bryn- leifsson á trommur. Laugardags- kvöldið 17. febrúar. SALUR HÓTEL KEA Orri Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.