Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 64
HESTAR 64 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í FRÉTTATILKYNNINGU frá Ís- lenska reiðskólanum frá 22. febrúar sl. kemur fram að greiðsluörðugleika skólans megi rekja að hluta til þess að yfirvöld búfræðslumála hafa neit- að að taka framlagða námskrá skól- ans til skoðunar og veita honum leyfi til að taka þátt í hinu opinbera menntakerfi hestamennskunnar. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herrra segir hins vegar að frá því við- ræður við Íslenska reiðskólann hóf- ust hafi ætíð verið bent á að eina færa leið skólans til að bjóða upp á mennt- un í hestamennsku á framhaldsskóla- stigi innan íslenska menntakerfisins væri að vera í samstarfi við fram- haldsskóla. Samkvæmt lögum væri ekki hægt að fara þá leið sem Örn Karlsson, stjórnarformaður Íslenska reiðskólans, vildi fara, þ.e. að skólinn yrði einkaskóli. Jafngildir höfnun á starfsleyfi Í frétt Íslenska reiðskólans segir m.a. að með því að yfirvöld bú- fræðslumála hafi neitað að veita hon- um leyfi til að taka þátt í hinu op- inbera menntakerfi hestamennsk- unnar jafngildi það höfnun á starfs- leyfi skólans því skólinn hafi ætlað sér að bjóða upp á nám á því skóla- stigi sem lög um búnaðarfræðslu ná yfir. Þessi höfnun hafi einnig valdið því að fjárfestar sem höfðu gefið lof- orð fyrir nýju hlutafé sem nemur 15 milljónum króna hafi að mestu haldið að sér höndum á meðan þessi óvissa ríkir. Að sögn Guðna Ágútssonar land- búnaðarráðherra hefur hann frá upp- hafi bent Erni Karlssyni á að ganga til samninga við framhaldsskóla og þá Fjölbrautaskóla Suðurlands og boðið honum alla þá aðstoð sem hann hafi getað látið af hendi. „Lögin eru skýr í þessu efni,“ sagði Guðni, „og þau hafa verið ljós frá upphafi. Sam- kvæmt þeim getur hann ekki stofnað einkaframhaldsskóla. Ég hef því bent honum á að vera ekki að tefja sig á þessu og ganga beint til samn- inga við FS.“ Möguleiki á starfsleyfi Í lok greinargerðar sem Íslenski reiðskólinn sendi frá sér 26. febrúar sl. þar sem rakin eru samskipti skól- ans við búfræðsluráð og landbúnað- arráðherra segir m.a. að landbúnað- arráðherra hafi í janúar sl. bent á að til að geta stofnað til búnaðarnáms- brautar þurfi Íslenski reiðskólinn að fá viðurkenningu menntamálaráðu- neytisins á grundvelli laga um einka- skólaviðurkenningu. Sagt er að þetta séu nýjar leiðbein- ingar frá landbúnaðaryfirvöldum og hafi þessi leið reynst fær við skoðun í menntamálaráðuneytinu að upp- fylltum þeim skilyrðum að skólinn aðlagi námskrá sína að aðalnámskrá framhaldsskóla. Í fréttatilkynning- unni kemur fram um þetta atriði að þar sem það virðist loks vera í höfn að skólinn hafi möguleika á að fá starfsleyfi til að starfa í menntakerfi hestamennskunnar og þar með starfsgrundvöll muni aðstandendur tryggja þann fjárhagsgrundvöll sem þurfi til að skólinn fái bú sitt að nýju og starfi áfram. Gagnrýnt er í greinargerðinni að vegna þess að ekki hafi fyrr verið bent á þessa leið hafi starfsleyfi skól- ans tafist um eitt og hálft ár og talað er um ómælt tjón af þessum sökum fyrir skólann og aðstandendur upp- byggingarinnar á Ingólfshvoli og sunnlenska bændur. Samstarf við 700 nemenda skóla góður kostur „Ég hef alltaf bundið miklar vonir við þessa starfsemi í Ölfusinu,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra. „Ég hef alltaf trúað því að það næðust samningar um samstarf skól- ans og Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ég hef rætt við skólameistara hans og hann er áhugasamur um samstarf við reiðskólann. En þetta hefur ekki gengið upp hingað til. Ég hef samúð með forsvarsmönnum Íslenska reið- skólans. Ég taldi Íslenska reiðskól- ann eiga mjög góða möguleika með því að fara í samstarf við 700 nem- enda skóla. Með því væri hægt að ná glæsilegum árangri. Ég hef ennþá þá trú að þetta sé sú leið sem Íslenski reiðskólinn eigi að fara.“ Sagt er í greinargerðinni að á sama tíma og stjórnvöld hafi tafið starfsemina á Ingólfshvoli hafi þau lagt óhemju fé í uppbyggingu líkrar starfsemi í Skagafirði, þ.e. Hestamið- stöðvar Íslands. Þegar aðstandendur skólans hafi leitað leiðbeininga land- búnaðarráðuneytisins hafi stundum orðið fyrir svörum aðstoðarmaður ráðherra sem jafnframt er stjórnar- formaður Hestamiðstöðvar Íslands. Hvað varðar gagnrýni á Hestamið- stöð Íslands í Skagafirði sagði land- búnaðarráðherra að starfsemi henn- ar kæmi þessu máli ekkert við. Þorsteinn Broddason, forstöðumað- ur Hestamiðstöðvarinnar, hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu. Þar kemur fram að Hestamiðstöðin hafi fulla samúð með aðstandendum Ís- lenska reiðskólans og þykir leitt hvernig farið hefur fyrir rekstrinum. Einnig er tekið fram að Hestamið- stöð Íslands sé ekki tengd neinum rekstri sem kann að vera í samkeppni við skólann. Fréttatilkynningu og greinargerð frá Íslenska reiðskólanum og frétta- tilkynningu frá Hestamiðstöð Ís- lands má lesa í heild sinni á hestavef mbl.is /sport/hestar. Íslenski reiðskólinn á Ingólfs- hvoli tekinn til gjaldþrotaskipta Uppbygging var mikil á Ingólfshvoli í Ölfusi en ekki gekk vel að koma upp reiðskóla til langframa. Á rústum Hestaskólans var reistur Íslenski reiðskólinn en hann er nú gjaldþrota. Ásdís Haraldsdóttir skoðaði fréttatilkynningar og greinargerðir um málið og ræddi við landbúnaðarráðherra. ALLTAF fleygir tækninni fram og teygja þessar framfarir af og til anga sína inn í hestamennskuna. Eitt það nýjasta sem hestamönnum stendur nú til boða er svokölluð hreyfigreining þar gerðar eru tímamælingar á hreyfingum með sérstöku forriti sem fyrirtækið Kine hefur hannað og það meðal annars verið notað af sjúkraþjálf- urum og við kennslu í Háskóla Ís- lands. Greiningin fer þannig fram að tekin er mynd með myndbands- upptökuvél og hún yfirfærð á tölvu- tækt form. Sett eru merki á þá lík- amshluta sem greina á hreyfingu á. Sé um hesta að ræða væru það væntanlega fætur hestsins eða liðir í afturhluta eða í bógnum. Eftir því sem best er vitað hafa ekki farið fram miklar rannsóknir á hreyfingafræði íslenska hestsins og því mörgum spurningum ósvarað. Með myndbandstækninni hafa hestamenn öðlast aukna þekkingu á breytilegu hreyfingamynstri ein- stakra hrossa. Ýmsar liðskekkjur í fótum hrossa geta valdið vanda- málum við þjálfun eða hamlað ár- angri á einstökum gangtegundum og má þar nefna þegar hross grípa fram á sig á skeiði eða tölti með hornstæðum afturfæti. Þá hættir sumum hrossum til að strjúka sig, þ.e. þegar til dæmis framfótur í framgripi strýkst utan í hinn fram- fótinn og svo hliðstætt á afturfæti. Annað sem nefna mætti er að munur getur verið á hreyfingaferli hliðstæðna, þ.e. fram- og afturfóta á einum og sama hestinum. Með myndbandstækninni hafa menn greint að mjög algengt er að hross lyfti fótum hærra á annarri hliðinni og liggur þá orsökin að því er talið er oft í afturparti hestsins. Þar get- ur verið um að ræða misstyrk eða þá að hesturinn kreppir ýmsa liði betur á annarri hlið. Af þessu leiðir að hross geta verið á breytilegum takti, til dæmis nær skeiðtakti á annarri hliðstæðunni. Þá er einnig vel þekkt að skeiðhestar geta sömu- leiðis verið fjórtaktaðir á annarri hliðstæðunni en í prýðilegum skeið- takti á hinni. Allur slíkur breytileiki getur valdið vandræðum og töfum á þjálfun og uppbyggingu hrossa og á það sérstaklega við um þegar verið er að þjálfa þau til stórra afreka. Með aukinni þekkingu á eðli og orsökum þessa mismunar í hreyf- ingum hrossa mætti ætla að gera megi þjálfun þeirra skilvirkari og jafnvel stuðla að framförum í þjálf- unaraðferðum. Knapinn gæti verið betur í stakk búinn að finna lausn á ýmsum vandamálum sem koma upp á þjálfunarferlinu. Með þessari tækni telja þeir Baldur Þorgilsson og Karl hjá Kine að hestamenn geti fengið mjög glöggar upplýsingar með bæði hraða- og lengdarmæl- ingum skrefa. Hægt er að mæla mjög nákvæmlega hreyfiferil og skreflengdir, hversu hátt hrossin lyfta fótum og síðan það sem er lík- lega áhugaverðast sem væri sam- anburður á hliðstæðum hvers hests. Einnig gæti verið áhugavert að sjá útkomu á mælingum, hversu vel hrossin kreppa afturpartinn og er þá verið að tala um hornið sem mjaðmarbein og lærleggur mynda og þar fyrir neðan hornið sem lær- leggur og langleggur mynda og að síðustu hornið sem langleggur og leggur neðan hækils mynda. Þá er sömuleiðis hægt að gera tímamæl- ingar milli niðurkomu fóta. Einnig þykir áhugavert að sjá hvort þessi tækni gæti hjálpað við að leysa ágripavandamál sem eru algengari hjá keppnishrossum. Með tilkomu þessarar tækni vakna spurningar hvort ekki sé full ástæða fyrir hestamenn að reyna hana og sjá hvort hún henti við rannsóknir á hreyfingum íslenskra hrossa. Væri þetta ekki tilvalið verkefni fyrir til dæmis Hólaskóla að hafa frumkvæði að slíkum rann- sóknum, þar eru glöggir og snjallir reiðmenn ásamt dýralækni sem gætu framkvæmt slíka rannsókn. Kinemenn hafa tækniþekkinguna, tölvubúnað og forritið sem til þarf og eru þess fullvissir að þetta eigi ekki síður erindi til hestamanna en til dæmis sjúkraþjálfara sem nota tæknina með góðum árangri við hreyfigreiningu á fólki. Boltinn er því hjá hestamönnum. Hreyfi- greining fyrir hesta Morgunblaðið/Valdimar Jafnvægi hesta á gangi byggist mikið á að samræmi sé í hreyfingum og spyrnan jöfn milli hliða. Ekki er annað að sjá en skeiðspretturinn hjá Reyk frá Hoftúni og Sveini Ragnarssyni sé því sem næst fullkominn, gott snið með góðu svifi. TILKOMA reiðhallarinnar Arnargerðis á Blönduósi hefur hleypt miklu lífi í hestamennskuna í Austur-Húna- vatnssýslu. Í vetur verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá sem ýmist er á vegum Hestamannafélagsins Neista eða Arnargerðis ehf. sem er hluta- félag sem stofnað hefur verið um höll- ina. Stofnaður hefur verið unglinga- klúbbur Neista og skráðu sig þegar í hann um 20 krakkar. Er þar gert ráð fyrir öflugu starfi undir leiðsögn Helga H. Jónssonar. Ætlunin er að yfir vet- urinn hittist klúbbsfélagar hálfsmán- aðarlega í reiðhöllinni og verður þá margt skemmtilegt gert auk reið- kennslu, s.s. farið í leiki á hestum, út- reiðar um nágrennið og ýmislegt fleira. Helgina 23. til 25. febrúar er fyrirhugað námskeið með Sigrúnu Sigurðardóttur og fer hver að verða síðastur að skrá sig á það. Ágætis þátttaka er á námskeiðinu en örfá pláss eru þó enn laus. Hinn 9. mars verður annað töltmót vetrarins og verða þá helstu gæðingar svæðisins farnir að sýna áhugaverða takta ef þeir á annað borð geta eitthvað eins og það er orðað í fréttatilkynningu. Hinn 24. mars verður stórsýning vetr- arins, í sama anda og vígsluhátíð reiðhallarinnar í fyrra, þar sem fram komu margir af fremstu gæðingum landsins. Ekki verður minna lagt í sýn- ingu þessa árs og hafa borist fréttir af því að á meðal hesta verði nokkrar stjörnur frá LM 2000 úr röðum stóð- hesta auk þess sem nýjar stjörnur munu stíga sín fyrstu spor. Þá verða bestu ræktunarbú svæðisins með fulltrúa á sýningunni. Grín og glens verður í bland við úrvals gæðinga og frábærar merar. Gróska í hesta- mennskunni FJÓRIR einstaklingar hafa sótt um að halda Íslandsmótið í hestaíþrótt- um fyrir fullorðna og ungmenni á þessu ári. Það eru þeir Tómas Ragn- arsson, Hinrik Bragason, Vilhjálmur Skúlason og Einar Ragnarsson. Þeir hafa tekið félagssvæði Harðar í Mos- fellsbæ á leigu með það fyrir augum að halda mótið þar. Stjórn Landssambands hesta- mannafélaga hefur enn ekki fjallað um umsóknina. Að sögn Jóns Al- berts Sigurbjörnssonar, formanns landssambandsins, þykir honum vel koma til greina að einstaklingar haldi Íslandsmót. Ljóst sé að ekkert hestamannafélag á landinu hafi lengur áhuga á að halda slíkt mót. Búið er að ákveða að mótið verði haldið 22.–24. júní nk. og er gert ráð fyrir að sú dagsetning standi. Jón Al- bert sagði að þrátt fyrir að ein- staklingar héldu mótið og gætu bryddað upp á ýmsum nýjungum yrði að fara eftir lögum og reglum um Ís- landsmót hvað varðar keppnis- greinar og dóma. Því yrði að ganga út frá því að sjálf keppnin yrði með hefðbundnu sniði. Ný umsókn um Íslandsmótið EKKI hefur verið ákveðið hver verður þjálfari íslenska landsliðsins í hesta- íþróttum, en helsta verkefni ársins er Heimsmeistaramót íslenskra hesta í Austurríki í ágúst. Sigurður Sæmundsson, sem verið hefur landsliðseinvaldur í mörg ár, ef frá er talið síðasta ár, hefur verið að íhuga að keppa sjálfur um sæti í ís- lenska landsliðinu. Að sögn Þrastar Karlssonar, formanns landsliðs- nefndar Landssambands hesta- mannafélaga, hefur nefndin mikinn áhuga á að ráða Sigurð, en hann er enn að hugsa sig um og hefur ekki gefið afdráttarlaus svör. Þröstur sagði að nú væri verið að skoða stöðuna en ákvörðun um nýjan landsliðsþjálfara myndi liggja fyrir upp úr miðjum þessum mánuði. Landsliðsþjálf- ari ráðinn í þessum mánuði FUNDARFERÐ forystusveitar hesta- manna hefur gengið vel og verður síðasti fundurinn haldinn í Ölfushöll- inni á Ingólfshvoli í kvöld. Mæting hefur yfirleitt verið góð á fundunum og umræður fjörugar. Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður LH, sagðist vera ánægður með fundina í heild. Þó hafi það vissulega valdið vonbrigðum að mæting var slökust á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. á fund- inum sem haldinn var í Harðarbóli í Mosfellsbæ, einmitt þar sem hesta- menn væru fjölmennastir og skiptu þúsundum. Léleg mæting á höfuðborgar- svæðinu UNDIRRITAÐUR hefur verið kaup- samningur vegna sölu á næstsíð- asta hesthúsinu í eigu Hestamanna- félagsins Fáks á svæði félagsins í Víðidal. Nemur kaupverðið 18 millj- ónum króna. Aðeins eitt hesthús, svokallað stóðhestahús, er eftir í eigu félagsins. Nýir eigendur hesthússins eru þau Ragnar Tómasson og Edda Hinriks- dóttir og fá þau húsið afhent 1. júlí næstkomandi. Snorri Ingason, formaður Fáks, sagði að félagið fengi lokagreiðsluna við afhendingu hússins. Hann sagði að þessi sala myndi bæta skulda- stöðu félagsins verulega, en sam- kvæmt síðasta ársreikningi námu skuldir Fáks 22 milljónum króna. Ekki er fyrirhugað að selja stóð- hestahúsið. Fákur selur hesthús ÁKVEÐIÐ hefur verið að framlengja frest til að skrá þátttöku í fimimóti Morgunblaðsins og Gusts til kl. 16 á sunnudaginn. Skráning fer fram í síma 896 6753 eða á vakr@mbl.is. Skráning til sunnudags
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.