Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 11

Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 11
VISIR . Laugardagur 16. júnl 1979 íréttagetrcxun krossgótan spurningalelkur 1. Hvaö hækkaöi verð á tóbaki mikið í vikunni? 2. Á mánudaginn var greint frá deilu vegna fyrirhugaðra byggingar- framkvæmda á Landa- kotstúninu. Ætlunin er að reisa þar tveggja hæða hús en íbúasamtök Vesturbæjar hafa risið öndverð gegn þessum fyrirætlunum. Hvaða að- ili ætlar að byggja á tún- inu? 3. i vikunni voru send 30 þúsund laxaseiði úr landi. Hvert voru þau send? 4. Kvikmyndaleikarinn frægi, John Wayne, lést aðfaranótt þriðjudagsins. Hvað var hann gamall? 5. „Rokkhljómleikar árs- ins" voru haldnir í Laugardalshöllinni á þriðjudagskvöldið. Hvaða rokkarar komu þar fram? 6. Hverjum hefur *verið falin gerð kvikmyndar- innar um Snorra Sturlu- son? 7. I vikunni var undir- ritaður samningur Is- lendinga og Kentamanna um þróunaraðstoð is- lands við Kenía á sviði fiskveiða. Islenskur skip- stjóri mun fara til Kenía til að kenna og stýra til- raunaveiði þar í landi. Hvað heitir skipstjórinn? 8. I vikunni tapaði meistaraflokkur Vals í knattspyrnu sínum fyrsta leik í fyrstu deildinni í 26 mánuði. Fyrir hvaða liði tapaði Valur? 9. Vísir skýrði frá því í vikunni að sprengja hefði sprungið fyrir utan erlent sendiráð í Reykjavík. Hvaða sendiráð var það? 10. Hagnaður SÍS á síðasta ári nam um 84 milljónum króna. Þetta kom fram í skýrslu for- stjóra Sambandsins, sem fluttvar á aðalfundi þess í gær. Hvað heitir for- stjóri Sambandsins? 11. Hver var kjörinn fyrsti varaformaður BSRB á nýloknu þingi Bandalagsins? 12. Ung íslensk stúlka hlaut fyrstu verðlaun í norrænu danskeppninni, sem lauk í Finnlandi á f immtudaginn. Hvað heitir hún? 13. Rannsóknarblaða- maður Vísis upplýsti í „Heimilisdálki" Vísis í gær, að brúskur nokkur sem seldur er dýrum dómum i blómabúðum sem jurt, sem eingöngu nærist á súrefni, sé hvorki jurt né vaxi og sé að auki steindautt fyrir- bæri. Hvað er „jurt" þessi kölluð? 14. Hvað heitir forstöðu- maður Listasafns Einars Jónssonar? 1. Hvers vegna var 17. júní sérstaklega valinn til lýðveldisstofnunar? 2. Hvaða ár hófust Skaftáreldar? 3. Hver er höfundur skáldsagnahetjunnar Sherlock Holmes? 4. Hvað er 15 ára hjúskaparafmæli kallað? 5. Hvað nefnist leið 9 í leiðakerfi SVR? 6. Hver var meðalaldur fólksbifreiða á fslandi árið 1978, a) 3,7 ár, b)7,2 ár, c)10,8 ár? 7. Er hrafninn friðaður á islandi? 8. Hvert er stærsta trúf é- lag á (slandi, næst á eftir þjóðkirkjunni? 9. Hver er minnsta plánetan í sólkerfinu okk- ar? 10. Hvað er stinningsgola mörg vindstig? Spurningarnar hér að ofan eru allar byggðar á fréttum i Vísi síðustu dagana. Svör eru á bls. 23.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.