Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 12
VEÐURBLÍÐAN á höfuðborg- arsvæðinu hefur yljað mörgum borgarbúanum þessa síðustu góð- viðrisdaga. Grallararnir sem ljós- myndari Morgunblaðsins rakst á niðri á ylströnd Nauthólsvík- urinnar kunnu vel að meta óvænt forskot á sumarið og skipulögðu veglegar sjóorrustur í flæðarmál- inu. Þetta var líklega síðasta tæki- færi til slíkra leikja í bili þar sem Veðurstofan spáir hægri austlægri eða breytilegri átt, með svalara veðri. Hitinn verður á bilinu 1 til 6 stig. Sjóorrust- ur á yl- ströndinni Morgunblaðið/Vilhelm Gunnarsson FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ 75 SKIPSTJÓRAR sendu í gær- kvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á samninganefndir sjó- manna og útgerðarmanna að ná sátt- um og ljúka gerð kjarasamnings áður en boðað verkfall skellur á. Yfirlýs- ingin í heild sinni er svohljóðandi: „Vegna yfirvofandi verkfalls sjó- manna, sem verið hafa samningslaus- ir í meira en eitt ár, viljum við und- irritaðir skipstjórar skora á samninganefndir sjómanna og út- gerðarmanna að nýta sér þann skamma tíma sem er fram að boðuðu verkfalli til að vinna af heilindum við að ná samkomulagi og ljúka gerð kjarasamnings. Málið er stærra en svo að hægt sé að draga lappirnar endalaust. Einnig viljum við skora á þá fjölmörgu útgerðarmenn sem við vitum að hafa fullan vilja til að gera raunhæfan kjarasamning, að láta ekki fámennan hóp valdamikilla manna innan LÍÚ neyða sig út í óþarfa átök við sjómenn með þeim al- varlegu afleiðingum sem slíkt getur haft í för með sér fyrir þá sjálfa, fyrir sjómenn, fiskverkafólk og þjóðarbúið í heild. Samantekt þessi var unnin af fáum úr hópnum á einni dagstund með óformlegum hætti. Nöfn skipstjór- anna 75 eru valin af handahófi og bera undirtektir vott um hug manna í við- komandi máli. Án efa hefði verið hægt að þrefalda undirskriftalistann án mikillar fyrirhafnar. Tíminn er hins vegar að renna út og látum við því hér staðar numið að sinni.“ Undir yfirlýsinguna skrifa: Haraldur Sverrisson - Suðurey VE, Stefán Guðmundsson - Aron ÞII, Ólafur Óskarsson - Friðrik Sigurðs- son ÁR, Sindri Óskarsson - Frár VE, Alexander Hallgrímsson - Fróði ÁR, Einar Guðnason - Jón á Hofi ÁR, Jón- as Sigmarsson - Hafnarröst ÁR, Ósk- ar Kristjánsson - Háey VF, Sigurður G. Sigurjónsson - Smáey VE, Aðal- steinn Einarsson - Hringur GK, Stef- án Einarsson - Aðalbjörg RE, Sigurð- ur Ólafsson - Aðalbjörg II RE, Kolbeinn Marinósson - Albatros GK, Guðbjartur Ö. Einarsson - Arnar ÁR, Þórhallur Óskarsson - Arney KE, Sigurmundur Arinbjörnsson - Ála- borg ÁR, Gísli Unnsteinsson - Tjald- ur SH, Viðar Björnsson - Ársæll SH, Hannes Haraldsson - Baldur VE, Svavar Ágústsson - Rúna RE, Hall- grímur Guðmundsson - Happasæll KE, Vilhelm Henningsson - Hásteinn ÁR, Ármann Stefánsson - Jón Gunn- laugs GK, Halldór Þ. Gestsson - Kristrún RE, Jón B. Árnason - Núp- ur BA, Ægir Ármannsson - Ófeigur VE, Guðmundur S. Halldórsson - Reykjaborg RE, Guðmundur S. Jóns- son - Sigurfari GK, Oddgeir Ísaksson - Sjöfn EA, Ólafur Sigurðsson - Sól- rún EA, Brynjar Kristmundsson - Steinunn SH, Guðmundur Gústafs- son - Sæbjörg ST, Halldór K. Valdi- marsson - Benni Sæm GK, Ómar Þor- leifsson - Sigurborg SH, Jónas Jónsson - Bervík SH, Hallgrímur Guðmundsson - Bjarmi VE, Erlingur K. Guðmundsson - Bjarni Gísla SF, Jóhannes Héðinsson - Brimnes BA, Benedikt P. Jónsson - Bjarmi BA, Guðmundur Ársælsson - Brynjólfur ÁR, Óskar Karlsson - Dalaröst ÞH, Helgi Ágústsson - Danski Pétur VE, Magnús Ríkharðsson - Drangavík VE, Jens Brynjólfsson - Egill SH, Örn Einarsson - Erling KE, Þor- steinn Guðmundsson - Erlingur SF, Arnþór E. Hermannsson - Sæþór EA, Sigurjón Halldórsson - Farsæll SH, Grétar Þorgeirsson - Farsæll GK, Jónas Þ. Jónsson - Fjölnir GK, Erling Pétursson - Freyja RE, Gísli Jónsson - Freyr GK, Óli B. Björg- vinsson - Gaukur GK, Jónas Jóhanns- son - Geir ÞH, Valdimar G. Hafsteins- son - Haförn VE, Agnar Guðnason - Gjafar VE, Bergvin Oddsson - Glófaxi VE, Pétur Sveinsson - María Péturs- dóttir VE, Egill Þráinsson - Svein- björn Jakobsson SH, Erlendur Þór- isson - Guðrún Björg BA, Einar B. Tómasson - Hafnarberg RE, Ólafur Á. Sigurðsson - Haförn ÞH, Guðfinn- ur Karlsson - Sæberg ÁR, Kjartan Guðmundsson - Guðrún VE, Sveinn Steinarsson - Gulltoppur ÁR, Örn Ragnarsson - Hafdís SF, Jóhann Kiesel - Hafnarey SF, Guðmundur Á. Mattíasson - Hamar SH, Guðmundur Þorkelsson - Sæfari ÁR, Steingrímur Jóhannesson - Votaberg SU, Heiðar Erlingsson - Þinganes SF, Guðbjart- ur Jónsson - Gunnbjörn ÍS, Baldur Birgisson - Trausti ÁR, Guðmundur Guðlaugsson - Þórunn Sveinsdóttir VE, Sveinn Valgeirsson - Byr VE. Tíminn fram að boðuðu verkfalli verði nýttur BÆJARRÁÐ Húsavíkur telur að ekki verði séð að innanlandsflug í nú- verandi mynd eigi framtíð fyrir sér, sé horft til þeirrar þróunar sem orðið hafi á undanförnum misserum og eigi eftir að halda áfram. Þetta kem- ur m.a. fram í bókun bæjarráðs vegna umræðna um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Þar kemur jafnframt fram sú skoðun að flutn- ingur á miðstöð flugsamgangna til Keflavíkur myndi skapa lands- byggðinni veruleg sóknarfæri í ferðaþjónustu með beinni tengingu millilandaflugs og innanlandsflugs þar sem erlendir ferðamenn kæmust beint á áfangastað án þess að þurfa að fara um Reykjavík. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri Húsavíkur, segir menn líta þannig á málið að núverandi staðsetning flug- vallar í Reykjavík grundvallist meðal annars á þeirri meginforsendu að auðvelda landsmönnum öllum að- gengi að þeirri miðstöð stjórnsýslu, menningar og öryggismála sem höf- uðborgin eigi að vera. „Ef flugvöllurinn á að vera slík umferðarmiðstöð til og frá miðju landsins í þeim skilningi, þá verður auðvitað að vera umferð um þennan völl, þ.e.a.s. að innlandsflug sé öflugt og virkt í þeim skilningi að Íslend- ingar fari í erindagjörðum til sinnar höfuðborgar; hinn almenni borgari, stjórnsýslan og forsvarsmenn í at- vinnulífinu.“ Bæjarráð Húsavíkur telur hins vegar að innanlandsflug eigi ekki framtíð fyrir sér og verði ekki sam- keppnisfært við bílinn verði það al- farið rekið áfram á forsendum mark- aðarins. Að sögn Reinhard sjá menn ekki annað fyrir sér en að áætlunar- flug muni snarminnka á næstu árum frá stórum hlutum landsins og það verði aðeins þeir staðir sem eigi allra lengst og erfiðast aðgengi að höfuð- borgarsvæðinu sem muni nota flugið í einhverjum mæli. Oft betra að aka alla leið Reinhard segir að samkvæmt þessu hljóti rökin fyrir því að taka dýrmætt land í höfuðborginni undir tiltölulega litla flugumferð að verða veikari. Að sögn Reinhards hefur ákveðinn hluti af þeirri umferð sem fór með flugi frá Húsavík færst al- farið yfir í bíla eftir að flugið lagðist niður. Íbúar þurfa nú að aka í klukkutíma til Akureyrar og bíða þar eftir flugi og þá er oft spurning hvort ekki sé einfaldlega betra að aka alla leið og spara þar með tals- verðan kostnað og hafa jafnframt bílinn til afnota í borginni. „Þannig að ýmsir þættir gera að verkum að samkeppnisstaða flugsins í núverðandi stöðu er mjög erfið. Síð- an nýtir maður samskiptin á Netinu miklu meira og finnur í raun og veru að maður kemst miklu oftar hjá því að fara en áður.“ Flugið ekki samkeppn- isfært við bílinn Bæjarráð Húsavíkur VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skipta- og iðnaðarráðherra mælti í gær á Alþingi fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands þar sem heimilt verður að selja hlutafé rík- issjóðs í bönkunum. Verði frumvarpið að lögum er stefnt að því að sala á hlutafé rík- isins í bönkunum tveimur hefjist ár- ið 2001 og ljúki fyrir lok kjörtíma- bilsins árið 2003. Þó er gerður sá fyrirvari, að sala á hlutabréfum hljóti ætíð að taka mið af aðstæðum á hlutabréfamarkaði, öðrum þjóð- hagslegum aðstæðum og þeim mögulegu sölutækifærum sem fyrir hendi eru hverju sinni. Þá er þess getið að í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um sölu fyrirtækja í eigu ríkisins verði lögð áhersla á sölu til almennings og til- boðssölu. Einnig er gert ráð fyrir að kannaður verði áhugi kjölfestufjár- festa á kaupum á stórum hlut í bönkunum. Í því sambandi verði sérstaklega hugað að fjárfestingu erlends fjármálafyrirtækis í bönk- unum. Fjörlegar umræður spunnust eft- ir að viðskiptaráðherra hafði mælt fyrir frumvarpinu. Lögðu þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs áherslu á andstöðu sína gegn áformum um sölu ríkisbank- anna, en þingmenn Samfylkingar- innar lýstu þeirri skoðun sinni að að- eins bæri að selja annan bankanna eins og sakir stæðu á markaði. Vilja fremur selja hlut ríkisins í Búnaðarbankanum nú Í máli Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, kom fram að flokkurinn telur að aðstæð- um á fjármálamarkaði sé þannig háttað um þessar mundir að ástæða sé til þess að láta ýtrustu varúðar- sjónarmið ráða ferðinni við sölu á hlut ríkisins í viðskiptabönkunum. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um sölu á Búnaðarbanka Íslands og Landsbanka Íslands sé opinn tékki, sem ekki tryggi dreifða eignaraðild, virka samkeppni eða samráð við starfsfólk. Í yfirlýsingu sem þingflokkur Samfylkingarinnar sendi frá sér vegna málsins kom ennfremur fram að alla þætti samkeppnisvæðingar þurfi að undirbúa af ýtrustu kost- gæfni og það sé óráð og óðagot að selja hlut ríkisins í báðum bönkum á sama tíma. Samkeppnisvæða eigi annan bankann að fullu og meta reynsluna af því ferli áður en tekin verði ákvörðun um ráðstöfun á hlut ríkisins í þeim banka sem þá verði eftir í meirihlutaeign ríkisins. Sam- fylkingin segist vilja knýja fram ýmsar breytingar á frumvarpinu, m.a. að einungis verði nú veitt heim- ild til sölu á hlut ríkisins í Búnaðar- banka Íslands. Þá vill flokkurinn að 10% af hlutabréfum ríkisins verði dreift jafnt á milli fjárráða Íslend- inga. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna, lýsti hins vegar algjörri andstöðu flokks- ins við áform ríkisins um sölu bank- anna. Sagði hann að dreifð eignarað- ild yrði best tryggð með núverandi fyrirkomulagi, þ.e. að ríflega 280 þúsund Íslendingar eigi bankann. Vísaði Ögmundur til reynslu ann- arra þjóða, s.s. Norðmanna, og sagði að öllum mætti ljóst vera að ríkið yrði látið koma til bjargar, lentu fjármálafyrirtækin í alvarlegum erf- iðleikum. Sagði hann nauðsynlegt að þessari ábyrgð ríkisins fylgdu jafn- framt einhver völd. Varaði hann jafnframt við því að þröngur hópur áhrifaaðila í við- skiptalífinu styrkti enn tök sín í ís- lensku viðskiptalífi í kjölfar einka- væðingar bankanna og lagði áherslu á mikilvægi dreifðrar eignaraðildar. Samfylkingin um sölu hlutafjár í Landsbankanum og Búnaðarbankanum Óráð að selja hlut ríkisins í bönkun- um á sama tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.