Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 55 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake HRÚTUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert umhyggjusamur um aðra en þarft að vera vand- látari í vali á vinum þínum því sumir kunna ekki að leggja vináttu sína á móti. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Vinir og vandamenn leggjast á eitt um að aðstoða þig og þú uppskerð nú þá hlýju og vin- arhug sem þú hefur sýnt þeim á liðnum tímum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Einhver vandamál skjóta upp kollinum í vinnunni og geta leitt til einhverrar valdabar- áttu. Hafðu bara þitt á hreinu því við þér hreyfir enginn eins og stendur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nú getur þú ekki lengur vik- ist undan því að setjast niður og gera einhverjar áætlanir um framtíðina. Það gengur ekki lengur að láta bara reka á reiðanum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Við sumar ákvarðanir fer bet- ur á því að láta hugann ráða en hjartað þegar þú sérð hlut- ina í skýru ljósi þá veistu að þú ert að gera rétt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Sambönd þín við aðra taka sinn toll þessa dagana en það mun létta til þegar fram líða stundir. Skoðanaskipti eru eðlileg. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér er óhætt að slaka svolítið á því þótt starfið sé margt þá er alltaf nauðsynlegt að gefa sér tíma til þess að staldra við og líta á broslegu hliðarnar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er ástæðulaust að leggja árar í bát þótt aðrir skilji ekki fullkomlega hvað þú ert að fara. Leyfðu sköpunarþránni að njóta sín. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er sjálfsagt að hlusta það sem aðrir hafa fram að færa en fyrst og síðast verður þú að taka ákvörðun samkvæmt því sem þú sjálfur veist best og réttast. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það væri gráupplagt að geta varið deginum með sjálfum sér svo ef þú getur laumast afsíðis þá skaltu gera það en annars reyna að finna þér skjól í erli dagsins. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert svolítið uppi í skýjun- um þessa dagana og ættir því að finna þér leið niður á jörð- ina aftur. Að öðrum kosti áttu á hættu að starf þitt skili sér engan veginn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er gott og blessað að setja sér takmörk í lífinu en þá því aðeins að menn keppi að þeim með drengilegum hætti. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér berast nú allskyns skila- boð úr öllum áttum og ættir að íhuga þau því það er aldrei að vita hvar sannleikurinn liggur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla Í MIÐJU spili þarf sagnhafi að velja á milli leiða. Hann hefur ekki fullkomna taln- ingu á spilum varnarinnar, en útspil vesturs er þýðing- armikil vísbending: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 43 ♥ D942 ♦ 83 ♣ K654 Vestur Austur ♠ K107 ♠ – ♥ G10765 ♥ ÁK83 ♦ D109 ♦ G652 ♣ D7 ♣ G10832 Suður ♠ ÁDG9865 ♥ – ♦ ÁK74 ♣ Á9 Vestur Norður Austur Suður – – – lauf * Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass * Alkrafa. Útspil: Hjartagosi. Þetta er mjög góð slemma og borðleggjandi ef spaðinn skiptist 2–1. Suður trompar útspilið og leggur niður spaðaás. Ef báðir fylgja er hugmyndin að stinga tvo tígla í borði. En svo sem auðvitað er trompið allt á sömu hendi. Það þýðir að vestur gæti fengið tvo slagi á spaða ef sagnhafi reynir að stinga tígul tvisvar. Nú, jæja; það er ekki um annað að ræða en taka ÁK í tígli og trompa tígul. Og trompa hjarta heim. Nú er spurningin þessi: Á að spila fjórða tíglinum í þeirri von að vestur fylgi lit, eða reikna með tígulgosan- um í austur og vona að hann eigi líka a.m.k. fimmlit í laufi – en þá má þvinga hann í láglitunum með því að spila trompunum til enda? Svarið liggur í útspilinu. Vestur hefur fylgt lit í tígli með D109. Ef hann ætti gosann líka myndi hann áreiðanlega hafa komið þar út, ekki satt? DG109 í ósögðum lit er einfaldlega betra útspil en hjartagosi frá G10. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 21. mars, verður sjötugur Karl Hafsteinn Pétursson, fyrr- verandi bóndi og leigubif- reiðastjóri, Hátúni 12, Reykjavík. Karl býður vin- um og vandamönnum að gleðjast með sér í félags- heimili Sjálfsbjargar að Há- túni 12 í Reykjavík, laugar- daginn 24. mars frá kl. 18:00. 50 ÁRA afmæli. Í gær,þriðjudaginn 20. mars, varð fimmtug Sólveig Þorleifsdóttir. Hún og eig- inmaður hennar, Hrafn Baldvins Hauksson, taka á móti gestum nk. laugardag 24. mars í Síðumúla 35 kl. 18-22. STAÐAN kom upp á Ís- landsmóti skákfélaga sem lauk fyrir skömmu. Þorvald- ur Logason (2085) sem er í vaskri B-sveit Hellis stýrði hvítu mönnunum gegn Rúnari Sigurpálssyni (2180). 28. Hxf8! Kxf8 29. Dd8+ Kg7 30. Bxc5 og svartur gafst upp enda stutt í mátið þar sem t.d. hefði 30...He6 engu bjarg- að sökum 31. Bf8+ Kg8 32. Bh6+ og hvítur mátar í næsta leik. Gríðarleg spenna var í fyrstu deild Íslandsmótsins og réðust úrslitin ekki fyrr en á síð- ustu stundu. Taflfélag Reykjavíkur stóð uppi sem sigurvegari og skeikaði einungis hálfum vinningi að Taflfélaginu Helli tæk- SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ist að verja titilinn þriðja ár- ið í röð. Lokastaða fyrstu deildar varð þessi: 1. Tafl- félag Reykjavíkur a-sveit 43 vinningar af 56 mögulegum. 2. Taflfélagið Hellir a-sveit 42½ v. 3. Skákfélag Akur- eyrar a-sveit 32½ v. 4. Skák- félag Hafnarfjarðar a-sveit 24½ v. 5.–6. Taflfélagið Hellir b-sveit og Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 24 v. 7. Taflfélag Kópavogs a-sveit 18 v. 8. Taflfélag Garða- bæjar a-sveit 15½ v. LJÓÐABROT HULDULJÓÐ Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans alstaðar fyllir þarfir manns. Vissi ég áður voruð þér vallarstjörnur um breiða grund, fegurstu leiðarljósin mér. Lék ég að yður marga stund. Nú hef ég sjóinn séð um hríð og sílalætin smá og tíð. Munurinn raunar enginn er, því allt um lífið vitni ber. – – – Smávinir fagrir, foldar skart, finn ég yður öll í haganum enn. Veitt hefur Fróni mikið og margt miskunnar faðir. En blindir menn meta það aldrei eins og ber, unna því lítt, sem fagurt er, telja sér lítinn yndisarð að annast blómgaðan jurtagarð. Jónas Hallgrímsson. Gay Sanalitro óskar eftir íslenskum penna- vinum. Áhugamál hans eru frímerkjasöfnun og að fá að vita meira um Ísland. Guy Sanalitro, Apt. 310 126 Day St. Bloomingdale, IL 60108, USA Gertrude Ackon Annan, sem er 24 ára gömul kona frá Ghana, óskar eftir íslenskum pennavini. Áhugamál hennar eru m.a. tón- list. Gertrude Ackon Annan, Forson Street, Cape Coast, Ghana. Pina Borzi, sem er fertugur Ítali, óskar eftir íslenskum penna- vini á svipuðum aldri. Áhugamál hans eru kvikmyndir, tónlist, bækur og Netið. Pina Borzi, C.P. 34 98060 San Giorgio di G. Marea, ME Italy. Pennavinir Taktu til í herberg- inu þínu! Hvaða aumingi sem er skilur þetta, Jónas. Með morgunkaffinu Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face Fermingarmyndatökur Erling Ó. Aðalsteinsson Ljósmyndastofa Laugavegi 24, sími 552 0624 Pantanir í síma 552 0624 frá kl. 13-18 alltaf á sunnudögum Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 3. flokkur, 20. mars 2001 Kr. 1.000.000,- 4999B 10081F 12022B 12666B 14578B 21688B 24257G 41191F 50311H 57561E LAUGAVEGI 36 Opnaðu augun 30% verðlækkun á öllum gleraugnaumgjörðum & glerjum. Ertu haldin síþreytu, svefntruflunum eða sjúkdómum sem læknavísindin ráða illa við? Losaðu þið við rafbylgjur og ryk í íbúðinni. Árangurinn gæti komið þér á óvart. Upplýsingar gefur Hreiðar Jónsson í síma 581 1008 eða 862 6464. Ný sending Amerískar værðarvoðir og púðar Pantanir óskast sóttar LAUGAVEGI 64, SÍMI 552 5100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.