Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 57 spennandi nám að hef jast Kvikmyndaskóli Íslands býður nú, einn skóla á Íslandi, upp á raunhæft alhliða og sértækt nám í kvikmyndagerð og tengdum greinum sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar. Öflugur tækjakostur og hæfir kennarar og leiðbeinendur gera nemendum skólans kleift að mynda traustan grunn kunnáttu og færni sem opnar þeim dyrnar að tækifærum í ört vaxandi heimi myndmiðla og margmiðlunar. Kvikmyndaskóli Íslands leggur ríka áherslu á að kenna nemendum ekki eingöngu á nýjustu tækni heldur einnig að tileinka sér hugmyndafræði og lögmál hinna ýmsu myndmiðla. Einungis þannig nýtist tæknin sem tæki til að gera hugmyndir að veruleika. Kvikmyndagerð Sjónvarpsþættir, heimildarmyndir, tónlistarmyndbönd, auglýsingar, margmiðlun, tilraunamyndir. Kvikmyndataka, klipping, hljóðvinnsla. Námið er 80% verklegt. Örfá sæti laus í 4 mánaða grunnnám sem hefst 26. mars. Skráning og nánari upplýsingar í síma 588 2720 Kvikmyndaskóli Íslands Skúlagötu 51, 101 Reykjavík kvikmyndaskoli@kvikmyndaskoli.is kvikmyndagerð Enn getum við bætt við nokkrum nemendum í neðangreint námskeið á vorönn: Útgáfu tón le ikar EGILS ÓLAFSSONAR verða á Gauki á Stöng í kvöld, miðvikudag, kl. 22 vegna útkomu nýrrar geislaplötu „Angelus novus“ Hljóðfæraleikarar: Guðmundur Pétursson, Eyþór Gunnarsson, Kristjana Stefánsdóttir, Mattías Hemstock, Haraldur Þorsteinsson og Stefán S. Stefánsson. Aðgöngumiðar við innganginn. Á MÁNUDAGINN fór eina ólöglega íþróttalandsliðið af landi brott til þess að stunda íþrótt sína í landi sem viðurkennir þá sem íþróttamenn. Tuttugu manna hópur samansettur af íslenskum hnefaleikaköppum, þjálfurum og aðstoðarfólki lagði af stað til Deuluth í Minnesota til þess að skiptast á höggum við heimamenn í hringnum. En hvað, verða þeir ekki með neitt stuðningslið? „Nei, reyndar ekki, við reynum að hvetja hver annan þegar færi gefst,“ segir Jón Páll Leifsson, landsliðs- maður í ólympískum hnefaleikum. „Ég vona nú að það verði einhverjir þarna á okkar bandi, þetta er Skand- inavíubyggð. Þeir eru t.d. með Leif Eiríksson park þar sem við verðum. Þannig að þetta eru mjög fjarskyldir frændur okkar sem verða þarna. Kannski finna þeir fyrir þörf til þess að hvetja sína fjarskyldustu.“ Hræðsla við hið óþekkta Nú er bannað að æfa hnefaleika á Íslandi, eruð þið búnir að vera boxa mikið við skuggann? „Já, og svo höfum við nú æft okkur á hvor öðrum mjúklega þegar eng- inn sér. Það er mis- jafnt hversu lengi menn eru búnir að æfa. Ég er búinn að æfa í nokkur ár en hef ekki haft nein ákveðin markmið til þess að stefna að. Við teljum okkur vera nokkuð undirbúna fyrir eitthvað sem við vitum ekki alveg hvað verður.“ Hver er helsti styrkleiki liðsins? „Það er mjög erfitt að segja, okkar lið er náttúru- lega reynslulaust með öllu. Við erum að keppa við stráka sem eru fylkismeistarar. Við erum m.a. að fara í þessa ferð til þess að komast að því hverjir styrkir og veikleikar liðsins eru.“ Er kominn skrekkur í liðið? „Já, ef ég svara fyrir sjálfan mig, óneitanlega. Ég held að það sé bara hollt. Það er bara vonandi að maður nái að nýta það í hringnum. Við erum að fara á móti mun reynslumeiri strákum og keppnisreynsl- an vegur mjög þungt í hnefa- leikum. Þetta eru líka okkar fyrstu leikir og það er óneitanlega hræðsla við það sem maður þekkir ekki.“ Hvernig fer keppnin fram? „Það er búið að setja upp tvö kvöld fyrir keppnina, á miðvikudag og á föstudag. Hver keppandi keppir einn leik hvort kvöld, þannig að það skipt- ir ekki máli hvort þú vinnu eða tapar. Það fá allir fá annað tækifæri á föstu- daginn.“ Er þetta þá eins konar stigakeppni á milli liðanna? „Þetta er nú ekki mjög formlegt. Þetta er ekki skráð sem opinber bar- dagakeppni þar sem hnefaleikar á Ís- landi eru bannaðir. Yfirleitt vinnast ólympískir hnefaleikar á stigum. Við förum út til þess að vinna, gerum allt til þess. Við gerum líka ráð fyrir því að hinir sem mæta í hringinn séu líka þangað komnir til þess að vinna sína leiki, ég efast um að menn verði of vinalegir í hringnum þrátt fyrir að til- gangurinn með þessu sé að öðlast meiri reynslu en ekki að drepa einhvern. Við erum líka að fara í þessa ferð til þess að mótmæla þessu banni á ólympískum hnefaleikum. Þetta verður sett upp sem keppni og ég geri ekkert ráð fyrir því að þeir fari að hlífa okkur neitt sérstaklega. Enda vita þeir ekki betur en að það sé heilt landslið á leiðinni til þeirra og hver vill ekki leggja landslið.“ Barist við þingmenn og fáfræði Af hverju sjáum við ekki ólymp- íska hnefaleika í sjónvarpinu? „Það eru náttúrulega miklu meiri peningar í atvinnumannahnefaleik- um en ólympískum. Þar sem það eru engar grímur í atvinnumannahnefa- leikunum og allt mun grófara þá gef- ur það miklu meiri peninga af sér. Það er ekki það sem við erum að fara að gera. Við erum að fara að keppa í ólympískum hnefaleikum og það myndu margir segja að það sé miklu meiri íþrótt en atvinnumannahnefa- leikar. Miklu færri meiðsli og strang- ari reglur. Þar af leiðandi minna áhugavert sem sjónvarpsefni fyrir marga.“ Eruð þið að ímynda ykkur þegar þið eruð í hringnum að þið séuð í rauninni að berjast við þingmenn? „Nei, ég held að það sé best að kljást við þingmenn á þeirra leik- vangi, þ.e.a.s. með orðum. Ég sé ekki fyrir mér neinn sérstakan þingmann eða -konu á bak við grímuna á þeim andstæðingi sem ég keppi við. Ég held að það sé bara betra að tala við þá í rólegheitum og útskýra fyrir þeim muninn á ólympískum og at- vinnumannahnefaleikum. Fara yfir með þeim lið fyrir lið það óréttlæti sem okkur finnst við vera beittir með því að banna þessa íþrótt sem er alls staðar annars staðar leyfð,“ segir Jón Páll að lokum. Það eru skiptar skoðanir á Íslandi á hnefa- leikum. Birgir Örn Steinarsson ræddi við Jón Pál Leifsson sem nú er staddur í Bandaríkjunum að keppa í Íslands nafni í þessari bönnuðu íþrótt. Íslenski hnefaleikahópurinn er lagður af stað til Bandaríkjanna Ekkert mál fyrir Jón Pál?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.