Morgunblaðið - 27.03.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 27.03.2001, Síða 21
Full búð af glæsilegum undirfatnaði undirfataverslun, 1. hæð Kringlunni, sími 553 7355 dd ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 21 jafnvel lagið á meðan þeir greiða úr netunum. Þeir gera að öllum fiski og hirða bæði gotu og lifur. Það er prýðileg búbót því mjög gott verð hefur fengist fyrir gotuna, vel yfir 500 krónur fyrir kílóið. Múkkinn lætur sér hinsvegar fátt um söng- inn finnast og bíður rólegur við skipshlið eftir bitanum sínum. Afkoman erfið þegar stólað er á leigumarkaðinn Gullfaxi GK er kvótalaus bátur og því stólar útgerðin á kvóta frá leigumarkaðnum. Kristinn Arnberg, útgerðarmaður bátsins, segir verðið hafa hækkað verulega á Kvótaþingi síðustu vikur og það geri útgerðinni verulega erfitt fyrir. „Afkoman verður skiljanlega mjög erfið þegar 50 til 60% af aflaverðmætinu fer í kvótaleigu, markaðskostnað og ann- að. Við erum búnir að leigja kvóta fyrir vel yfir 10 milljónir frá ára- mótum og fjármagnskostnaðurinn því orðinn verulega hár. Hann er hinsvegar ekki tekinn af nema þeim 40% sem eftir standa og þá á líka eftir að borga mannskapnum og all- an útgerðarkostnað,“ segir Krist- inn. Gullfaxi leggur aflann upp hjá fiskverkun í Keflavík og fyrir hann fæst ágætt verð, rúmar 200 krónur fyrir kílóið. „Það er samt sem áður erfitt að láta enda ná saman við þessar aðstæður. Ég vil að stjórn- völd ákveði í eitt skipti fyrir öll hvort þessi bátaflokkur á að lifa eða ekki. Það er heiðarlegast að taka veiðileyfið af þessum kvótalausu bátum og banna þeim að róa eða þá að breyta reglunum þannig að þeim verði gert kleift að róa,“ segir Kristinn. Róið stíft í skugga verkfallsins Það er róið stíft þessa dagana, alla daga vikunnar, enda vilja menn nýta tímann sem best fram að verk- falli sjómanna, sem á að hefjast 1. apríl nk. Kristinn segist ætla að róa sjálfur í verkallinu, með tveimur sonum sínum, þeim Óðni og Kristni. „Það verður erfitt að vera bara þrír á, en við verðum þá bara með færri trossur. En maður verður víst að reyna að bjarga sér. Verst að mað- ur skuli ekki hafa verið duglegri við að framleiða fleiri sjómenn. Það hefði verið gott að hafa í eins og eina áhöfn í verkfallinu,“ segir Kristinn útgerðarmaður. Á landstíminu er tíminn nýttur til að spúla dekkið og ganga frá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.