Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 35
kerfi og það er aðeins á Norður- löndum sem vísir er að slíkum gæðakerfum. Verklagsreglur við útgáfu lofthæfiskírteinis Fastmótaðar reglur gilda um það hvernig flugvél fær nýskráningu og lofthæfiskírteini á Íslandi. Við ný- skráningu og umsókn um lofthæfi- skírteini fyrir TF-GTI var öllum þeim skilyrðum sem talin eru upp hér að neðan fullnægt. Að auki hafði flugvélin farið í sk. 50-tíma skoðun hinn 1. ágúst 2000, eða viku áður en hún fórst. Þegar lítil einföld flugvél er flutt til landsins frá Bandaríkjunum (ekki úr JAR umhverfi) er skráningar og loft- hæfiferlið eftirfarandi: Nýskráning: (Fyrir flugvélar með tegundarskírteini sem Flugmálastjórn hefur metið gilt.) 1. Útfyllt umsóknareyðublað um ný- skráningu. 2. Núverandi eigandi verður að leggja fram afsal (Bill of Sale) frá síðast skráða eiganda stílað á nafn kaupandans. 3. Ef skráningarskírteinið (gefið út af Flugmálastjórn Bandaríkjanna, FAA, í þessu tilviki) er fyrir hendi þá kemur fram á því hver skráði eigandinn var. Ef það er ekki fyrir hendi er upplýsingar þar um að finna á Netinu. Allar upplýsingar er varða veð og eldri skráningar er hægt að fá hjá skráningarstofu FAA í Oklahoma City. 4. Tilkynning um afskráningu frá skráningarstofu FAA í Oklahoma City ásamt staðfestingu á stöðu veðbanda. 5. Staðfesting um að eigandinn sé ís- lenskur. 6. Leyfisbréf fyrir radíóstöð í flugvél frá Póst- og fjarskiptastofun. 7. Flughandbók (AFM). Hér nægir að hún sé sýnd þegar flugvélin er tekin út. 8. Staðfesting frá tryggingarfélagi um að vélin sé tryggð lögmæltum vátryggingum á nafn eiganda/ flugrekanda. 9. Staðfesting um að flugvélin hafi fengið tollmeðferð. Lofthæfiskírteini: Þegar skráningarferlinu er lokið kemur að útgáfu lofthæfiskírteinis (atvinnuflug): 1. Útfyllt umsóknareyðublað um út- gáfu lofthæfiskírteinis frá sam- þykktri JAR 145 viðhaldsstöð. 2. Allar dagbækur (fyrir skrokk, hreyfil og loftskrúfu) eru lagðar fram ásamt lofthæfilýsingu og gildum lista yfir stöðu lofthæfifyr- irmæla. 3. Viðhaldsáætlun þarf að leggja fram til samþykktar. 4. Gild vigtar- og jafnvægisskýrsla. 5. Staðfesting um að ákveðin mæli- og leiðsögutæki hafi verið kvörðuð ef nota á flugvélina í blindflugi og komið sé að slíkri kvörðun í sam- ræmi við viðhaldsskrá. Þegar flugvél er tilbúin til skoð- unar fer eftirlitsmaður lofthæfideild- ar og skoðar hana með tilliti til al- menns ástands og alls búnaðar. Hinn 1. ágúst 2000 gekkst TF-GTI undir 50-tíma skoðun. Í þeirri skoðun var flugvélin og helstu kerfi hennar skoðuð, loftsía og kerti hreinsuð og prófuð, skipt um olíusíu og ýmislegt annað yfirfarið. Eldsneytissíur voru skoðaðar, stilling á eldsneytisloka skoðuð, hjólabúnaður og stjórntæki skoðuð og fleira. Engar bilanir höfðu verið skráðar í gögn flugvélarinnar né tilkynntar til stofnunarinnar. Eftirlit Flugmálastjórnar með flugrekendum Ellefu manns í fullu starfi og einn í hlutastarfi sinna öllu því fjölbreytta eftirliti sem er á vegum Flugmála- stjórnar. Stofnunin hefur eftirlit með lofthæfi og viðhaldi 43 flugvéla sem eru þyngri en 10 tonn og 27 smærri loftförum hjá 14 flugrekendum. Stór hluti stærri flugvélanna er í rekstri í útlöndum. Þá hefur Flugmálastjórn eftirlit með handhöfum rúmlega 2.500 flugskírteina. Það gefur því augaleið að eftirlit með þessu öllu verður að byggjast á trausti á því að þeir sem hafa fengið tiltekin réttindi vinni eftir þeim reglum sem settar hafa verið. Meginþunginn í eftirliti stofnunar- innar felst í því að tryggja að ein- göngu þeir fái heimild til flugrekstr- ar, viðhalds og flugs sem uppfylla tiltekin skilyrði. Síðan er stöðugt fylgst með því hvort þessi skilyrði séu til staðar á öllum sviðum. Til að stunda flugrekstur þarf bæði flug- rekendaskírteini (AOC) sem snýr einkum að flugöryggislegum atriðum og flugrekstrarleyfi sem tekur m.a. á eignarhaldi og á fjárhagslegum at- riðum. Enginn getur fengið flug- rekstrarleyfi án þess að hafa flugrek- endaskírteini, sem á að tryggja að öryggisatriðum sé fullnægt. Eftir að gengið hefur verið úr skugga um að á öllum sviðum flug- rekstrarins séu aðilar með lögbundin réttindi og að reksturinn sjálfur hafi nauðsynleg leyfi, er því treyst að reksturinn fari fram eftir faglegum reglum. Síðan eru gerðar reglulegar úttektir, skoðanir og óformlegar at- huganir á því hvort verið sé að vinna eftir settum reglum. Eftirliti Flug- málastjórnar má því að mörgu leyti líkja við heilbrigðiseftirlit með mat- vælum, þar sem treyst er á innra eft- irlit en fulltrúar heilbrigðiseftirlits- ins eru ekki á hverjum vinnustað að fylgjast með. Flugöryggissvið Flugmálastjórn- ar sætir einnig reglulegu eftirliti af hálfu JAA. Á rúmlega 12 mánaða fresti koma sérfræðingar frá JAA og taka út hvernig stofnunin stendur að eftirliti með viðhaldsaðilum svo og viðhaldi JAR OPS 1 flugrekenda. Sérfræðingarnir fara einnig með fulltrúum Flugmálastjórnar í úttekt- ir til nokkurra aðila. Þessi úttekt tek- ur um eina viku. Það sama gildir varðandi útgáfu skírteina og eftirlit með flugskólum. Viðbótareftirlit í Vestmannaeyjum Undanfarin fimm ár hefur Flug- málastjórn sent starfsmenn til Vest- mannaeyja í tengslum við þjóðhátíð- ina. Meginhlutverk þeirra hefur verið að stjórna umferð fólks á flug- hlaði og í flugstöðinni, sem og að líta eftir því að flugmenn án réttinda til flutningaflugs væru ekki að fljúga með fólk gegn gjaldi. Á þjóðhátíðinni 2000 voru sjö starfsmenn á vegum Flugmála- stjórnar í Vestmannaeyjum. Einn sá um umferðarstjórnun á flughlaði og bruna- og björgunarmál flugvallar- ins. Hann hafði annan með sér í um- ferðarstjórnun á flughlaðinu en sá maður var einnig flugvallarvörður ásamt öðrum starfsmanni. Tveir slökkviliðsmenn voru í þessum hópi og einn maður sá um öryggismál í flugstöðinni. Sjöundi maðurinn var framkvæmdastjóri flugvallarsviðs umdæmisins og sá hann um yfir- stjórn þessa hóps. Mánudaginn 7. ágúst naut hópurinn aðstoðar tveggja sérþjálfaðra lögreglumanna Ríkislögreglustjóra. Starfssvið þessara manna var að annast öryggisgæslu gagnvart far- þegum á flughlaði og í flugstöð, bruna- og björgunarmál flugvallar- ins, eftirlit með flugbrautum, þá hafa þessir starfmenn reynt að fylgjast með því að ekki væru flugmenn að fljúga með farþega gegn gjaldi sem ekki höfðu til þess tilskilin réttindi. Flug TF-GTI frá Vestmanna- eyjum til Reykjavíkur TF-GTI fékk heimild til flugtaks frá Vestmannaeyjum klukkan 20:04:58 mánudaginn 7. ágúst og gaf upp að áætlaður flugtími til Reykja- víkur væri 30 mínútur, flugþol væri tveir og hálfur tími og um borð væru flugmaður og fimm farþegar. Rétt um 35 mínútum síðar fórst flugvélin í Skerjafirði eða klukkan 20:35:04. Á leið sinni til Reykjavíkur talar flugmaður TF-GTI fyrst við flug- turninn í Vestmannaeyjum, síðan Reykjavík–aðflug (APP) og loks við flugturninn í Reykjavík. Þegar flug- vélin nálgaðist Reykjavík er ekkert við flug hennar að athuga og ekkert í samskiptum flugmanns og flugturns, sem bendir til annars en flugið væri með eðlilegum hætti. Flugvélin var þ.a.l. ekki í neinni nauð þegar hún var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Þetta er rétt að hafa í huga í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á að flugmaðurinn hafi verið beðinn um að taka hring vegna um- ferðar og þegar honum er síðar sagt að hætta við lendingu. Í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli var flugmaður TF-GTI beðinn að koma sunnan og vestan við Reykja- víkurflugvöll vegna annarrar um- ferðar sem var að koma úr norðri og þar sem skyggni hafði versnað vegna rigningarskúra norðan flugvallar. TF-GTI gerði enga athugasemd við það. Þegar TF-GTI var að nálgast loka- stefnu við Örfirisey var flugumferð- arstjóranum ljóst að fyrir heildar- stjórn umferðarinnar var einfaldast að láta TF-GTI gera vinstri hring og koma inn á eftir Íslandsflugi 753. Þetta mat byggðist á því að TF-GTI var í sjónflugi og bar að halda sig í sjónflugsskilyrðum og gat því gert þá vinstri beygju sem honum var gef- in og komið á eftir Íslandsflugi 753. Ef Íslandsflugi 753 hefði verið gert á þessum tíma að gera fráhvarfsflug hefði heildartöf umferðarinnar orðið mun meiri. Sjónflugsreglurnar segja að í því loftrými sem TF-GTI var á þessum tíma í flugstjórnarsviði Reykjavíkur (tegund D) skuli lárétt fjarlægð frá skýjum vera 1.500 metrar og lóðrétt fjarlægð 1.000 fet. Skyggni skal að lágmarki vera 5 kílómetrar. Til að sjónflugsskilyrði teljist vera í flug- stjórnarsviðinu má skýjahula ekki vera meira en hálfskýjað (5⁄8) neðan við 1.500 fet. Opinber veðurskeyti frá Veður- stofu Íslands klukkan 20:00 og 21:00 gefa eftirfarandi: Klukkan 20:00 Vindur 130 gráður 10 hnútar skyggni meira en 10 kílómetrar rign- ingarskúrir í grennd léttskýjað (1⁄8 til 2⁄8) í 1.600 fetum hálfskýjað (5⁄8 til 7⁄8) í 3.200 fetum hiti 12 gráður daggar- mark 10 gráður loftþrýstingur (QNH) 1.014 hectopascal. Klukkan 21:00 Vindur 100 gráður 8 hnútar skyggni 9 kílómetrar lítils háttar súld og mistur léttskýjað (1⁄8 til 2⁄8) í 1.000 fetum hálfskýjað (5⁄8 til 7⁄8) í 2.600 fetum alskýjað (8⁄8) í 3.100 fet- um hiti 11 gráður daggarmark 10 gráður loftþrýstingur (QNH) 1.013 hectopascal. Eins og að ofan greinir uppfylltu veðurskilyrði það að flug TF-GTI væri framkvæmt í samræmi við sjón- flugsreglur. Við aðskilnað flugvéla á flugbraut- um gildir eftirfarandi (grein 352.2 MANOPS – Starfsreglur flugum- ferðarstjórnar): Aðskilja skal vél í lendingu frá vél sem áður er lent og notað hefur sömu flugbraut með því að tryggja að seinni vélin fari ekki yfir lendingar- þröskuld fyrr en eitt af eftirfarandi skilyrðum er til staðar. 1. Fyrri vélin er lent og hefur ekið útaf flugbrautinni. 2. Fyrri vélin er lent eða er yfir flug- brautinni, og a. Er í nægjanlegri fjarlægð frá lendingarþröskuldi til að seinni vélin geti lent og lokið sínu lendingarbruni án þess að það minnki öryggi; og b. Seinni vélin sé látin vita af stað- setningu fyrri vélarinnar og hvað hún hyggist fyrir. Þar sem þessi skilyrði voru ekki til staðar þegar TF-GTI nálgaðist flug- brautina var honum sagt að hætta við lendingu og fljúga annan umferð- arhring. Hér á eftir eru útskriftir á þeim samtölum sem fóru fram milli TF- GTI, flugturns í Vestmannaeyjum, Reykjavík-aðflugs og flugturns í Reykjavík mánudaginn 7. ágúst 2000. GREINARGERÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 35 Eftirfarandi er greinargerð flug- málastjóra til samgönguráðherra: Samgönguráðherra Hr. Sturla Böðvarsson Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 101 Reykjavík Reykjavík, 29. mars 2001 Vísað er til bréfs ráðherra dags. 24. þ.m. þar sem leitað er umsagn- ar stofnunarinnar um hvort ávirð- ingar á hendur LÍO ehf. sem fram komi í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa útgefinni 23. mars 2001 um flugslys það sem varð í Skerja- firði hinn 7. ágúst sl. gefi sam- gönguráðuneytinu efni til upp- sagnar tveggja samninga sem ráðuneytið er bundið flugrekand- anum, annars vegar um áætl- unarflug milli Reykjavíkur og Gjögurs, en hins vegar um áætl- unarflug á Vestfjarðasvæði og Suð- ursvæði. Þá er því jafnframt beint til stofnunarinnar að hún hugi sér- staklega að því hvort fullnægt sé skilyrðum flugrekstrarleyfis hlut- aðeigandi, samkvæmt ákvæðum IX. kafla loftferðalaga. Greindir samningar greina upp- sagnarheimildir ráðuneytinu til handa, að fenginni umsögn Flug- málastjórnar Íslands, í þeim til- vikum að flugrekandinn hljóti dóm vegna vanrækslu í flugrekstri eða hafi með sannanlegum hætti gerst sekur um alvarlega siðferðilega eða faglega misbresti í flugrekstri. Ekki kemur skýrt fram í samning- unum að þessar ástæður réttlæti fyrirvaralausa uppsögn en þeirra er þó getið í tengslum við heimildir til fyrirvaralausrar uppsagnar og af samhenginu virðist mega ráða að sú sé meiningin. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur samningsins um Vestfjarða- og Suðursvæði er 9 mánuðir, en Gjög- ursamningurinn geymir svohljóð- andi heimild: Samgönguráðuneytið að fenginni umsögn Flugmála- stjórnar getur einnig frestað efnd- um samnings lendi flugvélar flug- rekandans í óhappi eða flugatviki, sem gæti hafa leitt til dauðsfalls. Þessi ógilding getur varað uns skorið hefur verið úr um hvort flugrekandinn verði sakfelldur. Slysið er í rannsókn að hætti laga um meðferð opinberra mála. Engar ákærur hafa enn verið gefn- ar út, þaðan af síður kveðnir upp dómar. Fyrri tilvísun ofan- greindrar uppsagnarheimildar, þeirrar sem greinir í 2. mgr. bréfs þessa, getur því ekki átt við og kemur því sú seinni, um sann- anlega misbresti, til skoðunar. Í reglugerð um flutningaflug nr. 641/1991 sem gildir um hlutaðeig- andi flugrekstur segir í gr. 4.6.3: Flug skal ekki hefja fyrr en gengið hefur verið úr skugga um að elds- neytis- og olíubirgðir flugvélar- innar séu nægilegar til að tryggt sé að ljúka megi fluginu örugglega. Í þessu sambandi skal taka tillit til veðurskilyrða og allra tafa sem bú- ist er við á flugi. Þá skal einnig hafa meðferðis varaforða til að vera viðbúinn óvæntum atvikum. Nán- ari fyrirmæli um varaforðann eru síðan gefin í greininni. Þá er boðið í grein 4.3.3 að leið- arflugáætlun skuli gerð fyrir sér- hvert flug. Gerð leiðarflugáætl- unar útheimtir að sérstakur gaumur sé gefinn að flugþoli, elds- neyti um borð og áætlaðri elds- neytisnotkun. Allt frá því að slysið varð hefur legið fyrir að ekki var af hálfu flug- rekandans nægjanlega framfylgt gildandi starfsreglum sem ætlað var að tryggja farsælar lyktir sér- hvers flugs hlutaðeigandi loftfars. Til dæmis voru leiðarflugáætlanir ekki gerðar. Í þessu felst alvarleg vanræksla á faglegum grundvall- arþætti í flugrekstri. Sú staðreynd að samkvæmt ákvæðum 41. gr. loftferðalaga er það flugstjórinn sem ber ábyrgð á ferðbundnu loft- hæfi loftfarsins upphefur ekki ábyrgð flugrekandans, en nefnd fyrirmæli laganna lúta að því, að flugstjóra ber fyrir hvert flug að yfirfara þau atriði sem lúta að ferð- bundnu lofthæfi og hann getur kynnt sér. Ferðbundið lofthæfi fel- ur í sér að flug sé réttilega og vand- lega undirbúið þannig að því megi ljúka farsællega. Í þessu sambandi eru eldsneytisbirgðir og áætluð eldsneytiseyðsla að sjálfsögðu grundvallaratriði. Þrátt fyrir að loftferðalög leggi þessa ábyrgð á flugstjóra verður ekki framhjá því litið að flugrekanda er ætlað að fylgja fram starfsreglum sem tryggja að starfsmenn hans, þ.m.t. flugstjórar, sinni skyldum sínum. Flugrekstrardeild flugörygg- issviðs stofnunarinnar fram- kvæmdi strax eftir slysið skoðun hjá flugrekandanum og gerði síðan formlega úttekt á flugrekstrinum nokkru eftir slysið, sem fylgt var eftir, m.a. með úttektum í árslok. Í framangreindri skoðun kom í ljós að tilskilin flugrekstrargögn fyrir loftför í rekstri voru fyrir hendi og virkt flugrekstrarkerfi varðandi reglubundna starfsemi félagsins. Þau frávik sem fram komu í úttekt- inni í september var endanlega lok- ið við að lagfæra af hálfu flugrek- andans í sl. janúarmánuði. Tilefni til sviptingar flugrekstrarleyfis af þessum orsökum var því ekki fyrir hendi og seinni úttektir gáfu ekki efni til slíkra viðbragða. Í tilefni tilvitnaðs bréfs ráðherra gerði Flugmálastjórn sérstaka og ítarlega úttekt dagana 27. og 28. mars. Vart varð nokkurra frávika en ekkert þeirra var alvarlegt. Til flugrekstrarleyfissviptingar á grundvelli flugöryggislegra sjón- armiða hefur því ekki komið. Áfram verður sérstaklega fylgst með flugrekstri umrædds flugrek- anda og frekari úttektir gerðar. Aðhald að rekstri allra flugrek- enda, sem enn haga ekki rekstri sínum skv. reglum JAR-OPS 1, var hert í kjölfar slyssins, m.a. með aukinni tíðni skoðana, og mun það átak vara fram til þess tíma, að þessum reglum hefur að öllu leyti verið komið í framkvæmd. Svo sem fyrr segir sætir slysið opinberri rannsókn. Að tilhlutan Flugmálastjórnar rannsakar lög- reglan einnig meint brot flug- rekstrarstjóra félagsins sem flug- stjóra í tiltekinni ferð sama dag og slysið varð og varðar sú rannsókn m.a. flutning farþega án tilskilins öryggisbúnaðar. Fyrir handhöfum ákæruvaldsins liggur að rannsókn lokinni að taka afstöðu til máls- höfðana og hvaða kröfur verða hafðar uppi af þess hálfu, þ.m.t. hvort flugrekstrarleyfissviptingar verður krafist í refsiskyni, en Flug- málastjórn er ekki til þess bær að beita slíkum viðurlögum. Þær ávirðingar sem á flug- rekstrarstjóra eru bornar eru hins vegar svo alvarlegar að til hæf- isbrests hans til að gegna þessu starfi kann að koma. Flugrekstar- stjóri verður að njóta óskoraðs trausts Flugmálastjórnar. Sé rök- studd ástæða til að vantreysta hon- um brestur hæfi hans. Hæf- isbrestur flugrekstrarstjóra leiðir af sér afturköllun flugrekanda- skírteinis félagsins, nema nýr verði til þess ráðinn og þá aðili sem Flugmálastjórn samþykkir og get- ur borið óskorað traust til. Falli flugrekandaskírteinið úr gildi verður réttinda skv. flugrekstr- arleyfinu ekki neytt meðan það ástand kann að vara. Virðingarfyllst, Þorgeir Pálsson flugmálastjóri Bréf flugmálastjóra til samgönguráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.