Morgunblaðið - 25.04.2001, Page 17

Morgunblaðið - 25.04.2001, Page 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 17 Auglýsing um tillögu að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2018 Samkvæmt 13. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2018. Skipulagstillaga þessi nær yfir núverandi og fyrirhugaða byggð og aðra landnotkun í þeim tólf sveitarfélögum sem aðild eiga að samvinnunefndinni. Mörk skipulagssvæðisins inn til landsins er markalína svæðisskipulags Miðhálendisins 2015 sem staðfest var af umhverfisráðherra 10. maí 1999. Tillaga að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2018, uppdráttur ásamt greinargerð, með skýringaruppdráttum og öðrum fylgigögnum, liggur frammi almenningi til sýnis frá 25. apríl til 24. maí 2001. Tillagan liggur frammi á eftirtöldum stöðum, á opnunartíma skrifstofa og/eða eftir nánara samkomulagi. 1. Siglufirði: Á skrifstofu Siglufjarðarbæjar. 2. Ólafsfirð: Á skrifstofu Ólafsfjarðarbæjar. 3. Dalvíkurbyggð: Í Ráðhúsinu á Dalvík. 4. Hríseyjarhreppur: Á skrifstofu Hríseyjarhrepps. 5. Arnarneshreppur: Hjá oddvita, Ásgarði, Hjalteyri. 6. Hörgárbyggð: Hjá oddvita á Dagverðareyri. 7. Akureyri: Í þjónusturými Ráðhúss. 8. Eyjafjarðarsveit: Í stjórnsýsluhúsinu á Syðra-Laugalandi. 9. Svalbarðsstrandarhreppi: Í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri. 10. Grýtubakkahreppi: Í gamla skólanum á Grenivík. 11. Hálshreppi: Hjá oddvita á Illugastöðum. 12. Grímseyjarhreppur: Í félagsheimilinu Múla. 13. Héraðsnefnd Eyjafjarðar: Strandgötu 29 á Akureyri. 14. Skipulagsstofnun: Laugavegi 166 í Reykjavík. 15. Veffang: www.nett.is/eyjafjordur Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila til samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar. Athugasemdir skal senda til framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Eyjafjarðar, (Bjarkar Guðmundsdóttur), Strandgötu 29, 600 Akureyri, eigi síðar en 9. júní 2001 og skulu þær vera skriflegar . Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Samvinnunefnd um svæðisskipulag Eyjafjarða VORHREINGERNING stendur nú sem hæst hjá starfsmönnum Ak- ureyrarbæjar en þeir eru þessa fyrstu sumardaga í óða önn að hreinsa og fegra bæinn eftir vet- urinn. Á myndinni eru þeir Stefán, Engilbert og Gunnlaugur við störf sín, en þeir voru að færa Tryggva- brautina í sumarbúninginn í blíð- skaparveðri í gærmorgun. Morgunblaðið/Rúnar Þór Glaðir í morgunsólinni. Bæjarstarfsmennirnir Stefán, Engilbert og Gunnlaugur á sópnum. Vorhrein- gerning hafin í bænumFYRSTI gullpotturinn í Gull-námu Happdrættis Háskóla Ís-lands féll á Akureyri í fyrra- kvöld, mánudagskvöld. Gísli Jónsson, umboðsmaður Happdrættis Háskóla Íslands á Akureyri, sagði að nokkru fyrir kl. 20 um kvöldið hefði kona komið í spilasalinn en hún var á leið á fund og hugðist staldra við í salnum þar til fundurinn hæfist. „Hún ætlaði rétt að skjótast inn og drepa tímann fram að fundinum,“ sagði Gísli. Konan mætti hins vegar nokkru fjáðari á umræddan fund en hún var þegar hún lagði af stað, því gull- potturinn, um fjórar milljónir króna, féll henni í skaut. „Hún kom eitthvað aðeins seinna á fundinn en hún ætlaði sér því hún varð vitanlega mjög glöð og hoppaði hér af kæti áður en hún fór út,“ sagði Gísli og bætti við að peningarnir hefðu komið á góðan stað. Fyrsti gullpotturinn féll á Akureyri Kona gekk út með fjórar milljónir Eru vandamál á toppnum? Ofnæmi, flasa, exem, psoriasis, feitur eða þurr hársvörður? ÚTSÖLUSTAÐIR: HEILSUVÖRUVERSLANIR OG APÓTEK UM ALLT LAND. HÁRVÖRUR LEYSA VANDANN OG ÞÚ BLÓMSTRAR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.