Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 80
80 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er til þjóðsaga um hinn merka mann Sun Tzu Wu sem var uppi í Japan fyrir um 2.500 árum. Þetta á að hafa gerst stuttu eftir að hann skrifaði hina þrettán kaflana um stríðslistina (The Art of War) sem var eins konar kennslubók um hvernig eigi að bera sig í bardaga. Ho Lu, sem var konungur og drottn- ari yfir fjölskyldu Tzu’s, lét kalla hann til sín eftir að hafa grandskoð- að rit hans. Ho Lu sagði Tzu sagði að hann hygðist leggja fyrir hann þraut sem ætti að skera út um hvort eitt- hvert vit væri í ritunum. Konungur- inn hafði látið safna saman 180 stúlk- um úr hirð sinni og átti Tzu að sanna sig með því að láta þennan kvenna- skara hlýða skipunum sínum. Tzu brást hinn rólegasti við, skipti stúlkunum í tvo flokka, setti svo tvær uppáhalds frillur konungsins í fremstu röð á hvorum flokk. Því næst dreifði hann spjótum til allra stúlknanna og spurði hvort þær væru örugglega ekki allar með mun- inn á fram/aftur og vinstri/hægri á hreinu. Allar svöruðu þær játandi. Því næst hófst æfingin. Eftir að skipun Tzu’s til hópanna að snúa til vinstri hafði aðeins fram- kallað hávær hlátrasköll frá hópun- um sagði hann rólegur; „Ef skipun- arorð eru ekki skýr, skiljanleg og beinskeytt er það hershöfðingjanum að kenna.“ Því næst skipaði hann hópunum að snúa sér til hægri. Í þetta skiptið urðu hlátrasköllin enn hærri. Eftir að hláturinn og flissið hafði dáið út sagði Tzu rólegur: „Ef skipunarorð eru ekki skýr, skiljanleg og beinskeytt er það hershöfðingj- anum að kenna. En ef þau eru það þá er við hermennina að sakast.“ Hann bað því frillur konungsins að krjúpa á kné og hjó af þeim höfuðin, þrátt fyrir mótmæli konungsins. Hann bað svo næstu tvær stúlkur í röðinni að taka stöðu frillnana og hélt æfingunum áfram, án frekari hlátraskalla. Konungurinn, sem var ekkert allt of hrifinn af því að hafa misst frillur sínar, lét koma þeim skilaboðum til Tzu að honum líkaði ekki starfshætt- ir hans. Svar Tzu’s var hart og hnit- miðað: „Hermönnum þínum hefur nú ver- ið kenndur agi og nú er hægt að nýta þær í hvaða verkefni sem þú kýst. Hvort sem þú skipar þeim að vaða eld eða vatn munu þær hlýða.“ Þessi stutta dæmisaga ætti að gefa ykkur einhverja mynd af bók- inni um stríðslistina. Það voru þessi rit Sun Tzu sem mótuðu lífshætti samuraianna og enn í dag er stuðst við bókina þegar kemur að stríðs- undirbúningi eða viðskiptum. Lone Wolf and Cub er líklegast þekktasta Samurai-Manga serían. Hún segir frá leigumorðingjanum Itto Ogami eða Lone Wolf eins og hann er kallaður, fyrrverandi sam- uraia sem gekk gegn vilja shoguns (meistara) síns sem hafði skipað hon- um að framkvæma seppuku (sjálfs- morðsaðferð framkvæmd til þess að viðhalda heiðri). Sá „heiður“ hafði söguhetju okkar áhlotnast vegna þess að hann var hafður fyrir rangri sök fyrir að reyna að steypa meist- ara sínum af stóli. Það er því skilj- anlegt að hann skuli streitast á móti því að fá að „opinbera“ innyfli sín fyrir sólarljósinu. Eftir að Lone Wolf hefur tekið þá ákvörðun að ganga veg bölvunar um aldur og ævi verður hann að taka ákvörðun um örlög barnungs sonar síns. Ef hann kýs að taka son sinn með sér verður hann fordæmdur alla sína ævi, hins vegar ef hann tekur hann ekki með verður hann drepinn af mönnum shoguns- ins. Það er athyglisvert hvernig hann leysir þessa erfiðu þraut, hann leggur bolta öðrum megin við son sinn en sverð hinum megin. Ef smá- barnið skríður í átt til boltans hyggst söguhetja okkar senda hann til móð- ur sinnar í andaheiminum en ef hann skríður í átt til sverðsins hefur hann valið að ganga veg föður síns. Söguhetja okkar er með afar þver- stæðan persónuleika, hvorki góður né illur, bæði siðlaus morðingi og tákn réttvísarinnar. Sambandið milli föður og sonar er einnig afar sér- stakt, söguhetja okkar er ábyrgðar- full í föðurhlutverkinu, sonurinn in- dæll og prúður en aðstoðar þó föður sinn við vinnuna. Afkvæmi úlfs er alltaf úlfur. MYNDASAGA VIKUNNAR Úlfar og aðrir stríðslistamenn Hér sjáum við söguhetjuna, leigumorðingjann Lone Wolf, setja son sinn í prófið örlagaríka. Lone Wolf and Cub, volume 1: The Assassins road eftir Kazuo Koike. Teiknuð af Goseki Kojima. Útgefin á ensku árið 2000 af Dark Horse Comics. Bókarkápan er teiknuð af Frank Miller. Fæst í mynda- söguverslun Nexus. Birgir Örn Steinarsson NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 2 og 3.50. Vit nr. 203. Miðvikud kl. 3.50 Sýnd kl. 1.50. Íslenskt tal. Vit nr. 169 Sýnd kl. 8 og 10.20. Vit nr. 225. 2 fyrir 1 Þið munuð aldrei trúa því hversu ná- lægt heimsendi við vorum i l i t í - l i i i Kevin Costner (Dances with Wolves) í sannsögulegri spennumynd um Kúbudeiluna 1962 og hversu nálægt glötun heimurinn komst. Engi n mi nnin g get ur ve rið h ættu leg! Kvikmyndir.com Kvikmyndir.com  HK DV   Tvíhöfð i  Ó.H.T RÚV  strik.is www.sambioin.is Sýnd kl. 5.30 og 8. B.i.16. Vit nr. 201 HK DV Kvikmyndir.is Hau-sverk.is Tvíhöfði  ÓJ Stöð2 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Vit nr. 207  Kvikmyndir.is Vinsælasta Stúlkaninsæl sta Stúlkan Brjáluð Gamanmynd Forrester fundinn Allir hafa hæfileika, þú verður bara að upp- götva þá. Sýnd kl. 10.30. Vit nr. 217  Kvikmyndir.com Sprenghlægileg ævintýramynd Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. Vit nr 213. Sýnd kl. 2 og 3.50. Enskt tal. Vit nr 214 Miðvikud. kl. 4 og 6. Ísl. tal. Vit nr 213. Miðvikud. kl. 3.50. Enskt tal. Vit nr 214 Sýnd kl. 2 og 3.50. Miðvikud kl. 3.50 Ísl tal. Vit nr. 183. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Vit nr. 173. Miss Congeniality Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Vit nr. 224. Miðvikudagur kl. 5.30, 8 og 10.30. Vit nr. 224. Hann man aldrei meira en seinustu 5 mín af ævinni sinni og veit ekki hver- jum hann getur treyst. Guy Pearce (LAConfidential) og Carrie-Anne Moss (Matrix) í frábærri spennumynd sem Ebert og Roeper líkja við PulpFiction og Usual Suspects. Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15. vit nr 220. B.i.14. HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 eftir Þorfinn Guðnason.  HK DV Strik.is Ó.H.T Rás2 SV Mbl Lalli Johns Yfir 6000 áhorfendur Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.45 og 8. B.i.16 ára. Sýnd kl. 5.45 og 8 Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30. Mbl Sýnd kl. 10. B. i. 16. Sýnd kl. 5, 8 og 10.15.  HK DVKvikmyndir.com  strik.is  Ó.H.T RÚV GSE DV  HL Mbl  ÓHT Rás 2 ÓFE Sýn DANIELA ARCURI & ARMANDO ORZUZA 5.-13. maí Tangóháti›í í Kramhúsinu Kennarar frá Buenos Aires Kennsla fyrir byrjendur og framhald Tangósýning og ball á Borginni Einstakt tækifæri!!! sími 551 5103 www.tango.is ROKKIÐ fer aldrei í frí, ekki einu sinni 1. maí, á alþjóðadegi verka- lýðsins. Um kvöldið ætla nefnilega sveitirnar Tristian, Náttfari og Toni að rokka og róla sem aldrei fyrr. Að sögn Péturs, liðsmanns Trist- ians, eru liðin ein þrjú ár síðan sveitin spilaði síðast en fyrir áhuga- sama má geta þess að sveitin á lög á safnplötunni Spírum sem út kom fyrir langalöngu „Þetta á nú ekki að vera einhver rosa innkoma hjá okkur,“ segir hann. „Við erum að fara prófa efni sem við höfum verið að fikta með í þrjú ár. Svo erum við að grúska við að gera plötu í hjá- verkum hjá honum Jóni Ólafs.“ Hann segir bandið hafa verið starf- andi í þessi þrjú ár, þótt það hafi verið misvirkt og mannabreytingar hafi átt sér stað. Og 1. maí hljómar vel í eyrum Péturs sem hljómleikadagur. „Þetta verður einn allsherjar verkalýðsbaráttusöngur,“ svarar hann glaðhlakkalegur Sem fyrr hefjast hljómleikarnir kl. 21.00 og miðaverð er kr. 500. Aldurstakmark er 18 ár. Stefnumót Morgunblaðið/Ásdís Hljómsveitin Náttfari spilar á Stefnumóti í kvöld. Alþýðurokk á Gauknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.