Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 1
Amerískir  ÞAGMÆLSKUR „SÚPERSÁLFRÆÐINGUR“/2  LÉTTARA LÍF /3  GÖMUL LÆKNINGATÓL /4  HÖNNUNARVEISLA/5  Í FJÖTRUM HEFÐA OG TRÚAR/6  HVERS VIRÐI ER EIGINKONA?/7  AUÐLESIÐ/8  Laugardaginn 19. maí árið1901 birtist eftirfarandiauglýsing á forsíðu Ísa-foldar: „Íslenskur hár- skerari Árni Nikulásson rakar og klippir heima hjá sér í Pósthús- stræti nr. 14 kl. 2-4 síðd. á mið- vikudögum og laugardögum, eftir kl. 7 síðd. á hverjum degi og ávalt (sic) á sunnudögum.“ Nú, réttum hundrað árum síðar, heldur Guðlaugur Jónsson hár- greiðslumeistari uppi merkjum stofnandans í sama húsi, þótt Pósthússtræti 14 hafi að vísu breyst í Kirkjutorg 6 í millitíðinni, og hann klippi hvorki á kvöldin né á sunnudögum. Guðlaugur, sem reyndar segist ekki þekkjast með öðru nafni en Gulli Jóns, hefur rekið stofu í hús- inu undanfarin ár, undir nafninu Nikk sem er bein tilvísun í stofn- andann, Árna Nikulásson, eða Árna Nikk eins og hann mun hafa verið kallaður. Gulli stofnaði Nikk árið 1984 en áður en hann kom til sögunnar höfðu Óskar Árnason og Haukur Óskarsson fetað í fótspor föður síns og afa á sama stað. Gulli segir að þremur dögum eftir auglýsingu Árna í Ísafold fyr- ir hundrað árum hafi danskur rak- ari opnað sams konar stofu í grenndinni, þar sem herramenn gátu líka fengið klippingu og rakstur. Vildu ekki danskan rakara „Sagan segir að nemendur Menntaskólans í Reykjavík hafi haldið fund á Sal skólans vegna dönsku stofunnar, þar sem ákveðið var að skipta einungis við íslenska rakarann. Sá danski varð því ekki langlífur í bænum,“ segir Gulli. Árni byrjaði með einn stól og spegil, sem nú mun vera stofustáss heima hjá einum afkomenda hans, en Óskar sonur hans flutti innrétt- ingarnar með sér heim að utan, að loknu námi árið 1919. Nefndar inn- réttingar eru enn á stofunni og að mestu í upprunalegri mynd. Nema kannski skúffurnar. „Fjölskyldan lét taka stofuna í gegn eitt skiptið þegar ég var í fríi í Bandaríkjunum og þegar ég kom heim aftur höfðu málararnir tekið upp hjá sjálfum sér að lakka skúff- urnar svartar. Það var ekki gert í minni þökk,“ segir Gulli. Kirkjutorg 6 er talið fyrsta tví- lyfta íbúðarhúsið í Reykjavík og mun af þeim sökum hafa verið kallað Strýta um tíma, og líka Jak- obshús. Jakob Sveinsson tré- og steinsmiður byggði húsið árið 1860 og hefur það verið skráð á nokkr- um stöðum í bænum, án þess nokkurn tímann þó að hafa verið flutt úr stað, fyrst við Austurvöll, þá Lækjargötu, svo Pósthússtræti, sem fyrr var getið, og loks Kirkju- torg. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri keypti húsið eftir lát Jakobs og seldi í nokkrum hlutum. Einn kaupenda var Árni Nikk sem einn- ig festi kaup á lóðarspildu vestan við húsið og byggði við það þrílyfta timburbyggingu, en Árni og Tryggvi höfðu starfað saman að gerð Alþingisgarðsins. Var rakarastofan síðan starf- rækt á fyrstu hæð nýja hússins. Og stendur þar enn. Morgunblaðið/Jim Smart Innréttingarnar á hárstofu Gulla hafa verið á sínum stað frá 1919. Gulli og Ásta komu síðar til sögunnar. Ljós- myndir af fyrri eigendum hanga fyrir ofan speglana. Auglýsing Árna Nikulás- sonar í Ísafold laugardag- inn 19. maí 1901. Hárskurðarstofa öld í heila Hárstofan Nikk 2 F Ö S T U D A G U R 1 8 . M A Í 2 0 0 1 B L A Ð B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.