Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 5
tekinu þar sem lyfjagerðarstofan var hefur fyrirferðarmikið eldstæði einn- ig verið endurgert. „Hér voru lyfin ofan í landsmenn búin til og héðan er gengt ofan í kjall- ara, en þar var köld lyfjageymsla. Þetta hefur því verið heilmikið fyr- irtæki enda veitti ekki af til að sinna þörfinni. Svokallaður lyfjasveinn hafðist við á nóttunni í kompu hér inn- an við útidyrnar og fólk bankaði þá á gluggaboru á kompunni til að fá afgreiðslu.“ Hryllingstól og lausnarsteinar Hinum megin í húsinu þar sem læknastofan og kennslustofan voru er hægt að virða fyrir sér hin ýmsu læknatæki og tól sem notuð hafa verið í gegnum tíðina. Hrylling- urinn hríslast niður hryggjarsúluna þegar hugsað er til þeirra þjáninga sem sjúklingarnir hafa þurft að þola sem þessum tólum var beitt á. Eitt óhugnanlegasta tækið er stór og groddaleg gaddatöng úr járni. Til hennar var gripið ef vonlaust var að barn gæti fæðst lifandi og móðirin í lífshættu. „Óneitanlega þakkar maður guði fyrir að hafa ekki fæðst á 18. öldinni,“ segir Sigurborg þegar hún útlistar hvernig töngin var notuð. „Tönginni var komið inn í veslings konuna og sett utan um höfuð barnsins. Síðan var hert að með skrúfunni að fram- an og höfuð barnsins brotið svo hægt væri að koma því frá kon- unni.“ Þvagblöðrusteinabrjóturinn sem beitt var á karlmenn er lítið skárri. Hann er úr hörðu járni og óhugnanlega sver. Honum var stungið upp í liminn og alveg inn í blöðru til að mola þvagblöðrusteina. Á næsta borði eru öllu sakleysis- legri hlutir, m.a nokkrir lausnarstein- ar fyrir konur í fæðingu. myndaði svona blöðru sem óx og dafn- aði inni í honum. Af stærð belgsins má gera sér í hugarlund hvernig sjúk- lingnum hefur liðið og merkilegt að nokkur geti lifað með þessi ósköp inn- an í sér. Alveg fram á tuttugustu öld- ina er verið að taka sull úr fólki.“ Innsta herbergið er helgað holds- veikinni. Þar má fræðast um sögu holdsveikraspítalanna þar sem sjúk- lingunum var safnað saman, þeir ein- angraðir og komið í veg fyrir að þeir gætu eignast börn. „Engin lækning var til við holds- veikinni sem var tvennskonar. Annars vegar var hnútaholdsveiki sem af- myndaði fólk og hins vegar limafalls- sýki en þá rýrna vöðvarnir og húðin verður tilfinningalaus. Fæstir vita hversu stutt er síðan síðasti holds- veikisjúklingurinn á Íslandi dó, en það var árið 1979,“ segir Sigurborg og gengur að gagnsæjum kössum sem geyma lífsýni fljótandi í formalíni. Við blasir afmyndaður fótur af holdsveikri konu tekin af rétt ofan við ökkla og hönd samskonar sjúklings, tekin af við úlnlið. Gleraugnatískan fyrr og nú Frá líkamshlutum limafalls- sjúkra er að lokum haldið niður í kjallara þar sem lyfjageymslan var. Þar eru ýmsir munir sem tengj- ast augnlækningum sem og þróun í gerð gerviliða. Sigurborg bendir m.a. á innþornað mannsauga með járnflís og kassa með gerviaugum í ýmsum stærðum. Rúsínan í pylsuendanum eru sýnishorn gleraugnatískunnar allt frá 17. öld fram á okkar daga. Sigurborg segir að hún taki oft á móti hópum á kvöldin, fyrir utan opn- unartíma. Ekki þurfi annað en að hringja á Þjóðminjasafnið eða í Nes- stofu og panta leiðsögn fyrir hópa. „Við tökum líka töluvert á á móti skólahópum á veturna. Unglingarnir eru skemmtilegustu gestirnir því þeir eru svo duglegir að spyrja og spek- úlera. Annars er safnið opið á sumrin frá 15. maí til 15. september, á þriðju- dögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum frá kl. 13–17. Lyfja- fræðisafnið sem er hérna við hlið okk- ar er opið á sömu tímum og Nesstofu- safnið.“ Gömul gerviaugu fyrir alla aldurshópa. Myndir af holdsveikisjúklingum teknar árið 1904 á Holdsveikraspítalan- um í Laugarnesi. Síðasti íslenski holdsveikisjúklingurinn dó árið 1979. Gömul læknistaska. Sautjándu aldar gleraugu í félagsskap yngri eintaka. Sófasett frá Cassina. Borð frá Cappellini. Margir bíða með óþreyju eftir nýjungum frá ítalska sófafyrirtækinu Edra. Efnisval og hönn- un þykir ávallt einstök. „Þetta voru meðul fyrri tíma til að draga úr mesta kvíðanum. Því var trú- að að ef slíkur steinn væri settur undir kodda kvenna í fæðingunni þá myndu þær skiljast við barnið án pínu. Svona steinar voru ekki auðfengnir því þeir þurftu að hafa fundist í arnarhreiðri.“ Sigurborg vekur athygli á fornfá- legum túttum úr beini og blýi sem eiga lítið skylt við mjúk móðurbrjóst. Tútturnar voru settar á flöskur til að gefa börnum mjólk. „Börnin voru sjaldnast á brjósti heldur var þeim gefin kúamjólk og ef þau voru veik þá fengu þau stundum rjóma. Eins voru þau látin sjúga dúsu með tuggðu kjöti eða brauði. Melting- arfæri nýfæddra barna hafa sjaldnast þolað þetta svo ekki er að undra þó barnadauði hafi verið mikill á 18. öld- inni, en þá dó þriðja hvert smábarn.“ Sullur á stærð við körfubolta Þarna er líka að finna fótstiginn tannbor, gamlar læknatöskur, stól- pípur, skurðarhnífa, sög til aflimunar og undarlegan gagnsæjan belg á stærð við körfubolta. Sigurborg út- skýrir hvers kyns er. „Þetta er sullur sem skorinn var úr manni. Sullaveikibandormurinn frá ni tíð DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 B 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.