Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Laus störf á Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur Skrifstofumaður Skrifstofumaður annast daglega verkstjórn á almennri skrifstofu Fræðslumiðstöðvar í um- boði deildarstjóra rekstrardeildar, sem er næsti yfirmaður. Skrifstofan er þjónustueining innan Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur og annast alla almenna skrifstofuþjónustu við starfsmenn og þá er leita til stofnunarinnar. Við leitum að metnaðarfull- um starfsmanni sem getur sýnt frumkvæði í starfi og unnið skipulega. Kröfur til umsækjenda: — Almennt skrifstofunám eða sambærileg menntun. — Reynsla af skrifstofustörfum. — Góð tölvukunnátta. — Lipurð í mannlegum samskiptum. Allar nánari upplýsingar gefur Júlíus Sigur- björnsson, deildarstjóri rekstrardeildar, netfang julius@reykjavik.is og Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri, netfang ing- unng@reykjavik.is eða í síma 535 5000. Launafulltrúi Helstu verkefni launafulltrúa eru að: — Annast frágang á launagögnum frá grunn- skólum Reykjavíkur — Sinna einstaklingsmálum varðandi laun, kjarasamninga og réttindi launþega Kröfur til umsækjenda: — Góð tölvukunnátta — Reynsla af launavinnslu eða skrifstofustörfum — Nákvæmni í vinnubrögðum — Lipurð í mannlegum samskiptum Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Allar nánari upplýsingar gefur Dagný Leifsdótt- ir, deildarstjóri fjárhags- og launadeildar, dag- nyl@reykjavik.is og Ingunn Gísladóttir, starfs- mannastjóri, netfang ingunng@reykjavik.is, eða í síma 535 5000. Umsóknarfrestur er til 4. júni nk. Umsóknir sendist til Fræðslumiðstöðvar Reykj- avíkur Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar um laus störf er að finna á netinu undir job.is . Forstöðusálfræðingur Laus er til umsóknar 100% staða forstöðusál- fræðings sálfræðiþjónustu vefrænna deilda, sem er hluti af ráðgjafarþætti endurhæfingarsviðs. Um er að ræða nýtt starf í kjölfar ákvörðunar um sameiningu þeirra sálfræðinga sem starfa á vefrænum deildum spítalans í eina starfseiningu. Forstöðusálfræðingur er yfirmaður þessarar nýju starfseiningar og ber hann faglega og rekstarlega ábyrgð á henni ásamt næsta yfirmanni sínum, sem er sviðsstjóri lækninga á endurhæfingarsviði. Auk stjórnunarlegra verkefna eru klínísk sálfræði- störf hluti af starfinu. Staðan veitist frá 1. ágúst 2001 eða skv. samkomulagi. Kröfur: Próf í sálfræði frá viðurkenndum háskóla og framhalds- nám sem lokið er með mastersgráðu eða sambærilegu prófi. Doktorspróf í sálfræði, sérfræðileyfi eða sambærileg reynsla og menntun eru æskileg. Gerð er krafa um reynslu af klínískum sálfræðistörfum og stjórnun. Umsækjandi þarf jafnframt að hafa reynslu af vísindastörfum og kennslu vegna hlutverks spítalans á þeim vettvangi. Mat á umsækjendum byggir á innsendum gögnum og viðtölum. Umsóknarfrestur er til 22. júní 2001. Umsóknir sendist StefániYngvasyni sviðsstjóra lækninga Grensási, 108 Reykjavík, sem jafnframt veitir upplýsingar í síma 525 1650, netfang stefanyn@landspitali.is Hjúkrunarfræðingar Getum bætt nokkrum hjúkrunarfræðingum í hópinn á skurðlækningadeildir. Við leitum að áhugasömum hjúkrunarfræðingum sem tilbúnir eru að taka þátt í krefjandi starfi í góðum hópi. Góð aðlögun er í boði ogmöguleiki á sveigjanlegu vaktafyrirkomulagi. Upplýsingar veitir Elsa B. Friðfinnsdóttir sviðsstjóri í síma 525 1305/864 4541, netfang elsafri@landspitali.is Starfsmenn og sjúkraliða til sumarafleysinga vantar enn á geðdeildir. Skilyrði er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri og hafi góða færni í mannlegum samskiptum. Vegna samsetn- ingar í starfsmannahópnum eru karlmenn sérstaklega hvattir til að sækja um. Upplýsingar veita Guðný Anna Arnþórsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 560 2600, netfang gudnya@landspitali.is og Magnús Ólafsson hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 560 2500, netfang magnuso@landspitali.is Heilbrigðisstarfsmaður óskast, frá 1. júlí eða skv. samkomulagi, í blóðtökur, töku hjartalínurita og uppsetningu nála í útlimabláæðar á sjúkradeildum við Hringbraut. Starfshlutfall 75%, vaktavinna. Upplýsingar veitir Sigrún Rafnsdóttir yfirmeinatæknir í síma 560 1816, netfang sigrunr@landspitali.is Skrifstofumaður Laus er 100% staða starfsmanns á skjalasafni Landspítala frá 1. júní n.k. Um er að ræða ábyrgðarmikið starf sem felst m.a. í vörslu trúnaðargagna er varða skjólstæðinga, með gagnaleit, útlánum og upplýsingagjöf. Starfsmaður tekur þátt í daglegum rekstri safnsins, ásamt endurskipulagningu og vinnu við framtíða- skipulag. Framundan er sameining safna innan sjúkrahússins. Upplýsingar veita Gyða Halldórsdóttir sviðsstjóri í síma 525 1291, netfang gydah@landspitali.is og Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri í síma 525 1446, netfang asjon@landspitali.is Iðjuþjálfar óskast í endurhæfingarþjónusta við hin ýmsu svið spítalans. Í kjölfar skipulagsbreytinga gefast nú tækifæri til að endurmóta hlutverk iðjuþjálfa og framtíðarstörf, m.a. samstarf við mismunandi faggreinar og teymi er tengjast þjónustu við hina ýmsu skjólastæðingahópa spítalans. Við leitum að áhugasömum iðjuþjálfum með góða samskiptahæfileika, frumkvæði og vilja til að takast á við spennandi uppbyggingarstarf auk hefðbundinna starfa. Bjóðum störf á eftirtöldum starfsstöðvum: Fossvogi: Öldrunarmatsdeild og almennar legudeildir. Hringbraut: Almennar legudeildir. Landakot: Öldrunarlækningadeildir. Upplýsingar veita: Í Fossvogi Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir forstöðuiðjuþjálfi í síma 525 1554, netfang ingibs@landspitali.is. ÁHringbrautAuður Hafsteinsdóttir yfiriðjuþjálfi í síma 560 1427, netfang audurhaf@landspitali.is. Á Landakoti Rósa Hauksdóttir yfiriðjuþjálfi í síma 525 1862, netfang rosah@landspitali.is Vélfræðingur óskast til sumarafleysinga á vélaverkstæði við Hringbraut. Verkstæðið annast alla vélgæslu á húskerfum spítalans auk smíðavinnu tengt viðhaldi ýmiss konar tækjabúnaðar, starfshlutfall 100%. Upplýsingar veitir Sigurbjörn Sigurðsson verkstjóri í síma 560 1567/560 1558, netfang sigurbjs@landspitali.is Bókasafnsfræðingar Þrjár stöður bókasafnsfræðinga eru lausar nú þegar til umsóknar, við bókasafn Landspítala. Umfangsmikil reynsla af vinnu við læknisfræðileg gagnasöfn áskilin. Umsóknir með upplýsingum ummenntun og fyrri störf sendist til Gísla Einarssonar framkvæmdstjóra kennslu og fræða, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 560 2964, netfang gisliein@landspitali.is Umsóknarfrestur ofangreindra starfa er til 5. júní n.k., nema annað sé tilgreint. Kennara vantar í Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi Kennari óskast til starfa við skólann næsta skólaár. Um er að ræða kennslu í raungreinum á öllum stigum og almenna kennslu á elsta stigi. Tilvalið fyrir kennara sem vill komast úr erlin- um og stressinu og í kyrrðina í sveitinni og finna kraftinn frá jöklinum. Húsnæði er í boði, í 14 km. fjarlægð frá skólanum. Kennurum stendur til boða að nota skólabíl úr og í vinnu. Einnig er lítil einstaklingsíbúð í skóla- húsinu. Hlökkum til að heyra frá þér. Upplýsingar gefur skólastjóri Margret Ísaks- dóttir, í síma 435 6600, 435 6601 og 868 4114. Þjóðleikhúsið Hljóðdeild Starfsmaður óskast í hljóðdeild Þjóðleikhúss- ins. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í hljóðvinnslu og almennri viðhaldsvinnu hljóð- tæknibúnaðar. Unnið er á vöktum. Laun fara eftir kjarasamningi RSÍ við ríkissjóð. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist skrifstofu Þjóðleikhússins, Lindargötu 7, fyrir 6. júní nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.