Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 22
22 C SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HANN þérar „bræðurna“ og þeir sýna honum sömuleiðis fyllstu virð- ingu. Matreiðslumaðurinn Jóhannes Thor Ævarsson kann sitt fag og vinnuveitendur hans kunna vel að meta matargerðarlist. Þeir eru um margt óvenjulegur hópur fólks, rík- ustu og best ættuðu menn Danmerk- ur, með Margréti drottningu í broddi fylkingar. Hún er reyndar eina konan í Skotklúbbi Kaup- mannahafnar og bræðrafélaginu, sem rekur dýrasta og líklega fínasta veitingastað Danmerkur, Sjólyst í Klampenborg. Jóhannes er aðstoðaryfirkokkur á Sjólyst, sem er enginn venjulegur veitingastaður, enda aðeins opinn al- menningi eitt kvöld í mánuði. Það er raunar ný skipan mála, því hann hef- ur um áratuga skeið verið fyrir út- valinn hóp fólks, sem hefur efni á dekra við sjálft sig í mat og drykk. Sjólyst stendur, eins og nafnið gefur til kynna, við ströndina norður af Kaupmannahöfn. Út um gluggana blasir Eyrarsundið við, og Svíþjóð þegar skyggni er gott. Sjólyst er gamalt glæsihús þar sem áðurnefnd- ur skotklúbbur hefur verið til húsa um aldir. Félagarnir eru um 170 og hittast einu sinni í mánuði, skjóta á skotskífur yfir sumartímann, fá sér hádegisverð, fara að því búnu heim, skipta yfir í sparifötin og snæða svo dýrðlegan kvöldverð og náttverð á Sjólyst. Yfir vetrartímann láta þeir sér nægja að borða vel. Þetta er félagsskapur sem minnir á leyni- reglu þar sem aðeins útvaldir fá að- gang, þeir sem efni hafa á þátttöku í félaginu og eru vel ættaðir eða virtir þjóðfélagsþegnar. Félagarnir eru vanir að gera vel við sig í mat og drykk og réðu fyrir áratug matreiðslumann drottningar, Jørgen Winding, til að matreiða á Sjólyst. Fyrir hálfu öðru ári réðst Jóhannes Thor til starfa. Alls starfa um tuttugu manns á Sjólyst, þar sem haldnar eru alls kyns einka og op- inberar veislur, fyrir utan veislur „bræðranna“. Drottning hefur t.d. annað slagið móttökur í Sjólyst, enda félagi í klúbbnum ásamt eig- inmanni og sonum, með eigin skot- skífu í miklu safni félagsins. Allir félagar verða að leggja fram skot- skífur, sem eru nokkurs konar skjaldarmerki, hannaðar af lista- mönnum og hönnuðum og skemmti- legt dæmi um strauma og stefnur í myndlist og hönnun. Aðild að skotklúbbnum er háð samþykki þeirra sem fyrir eru, svo og ætterni og efnum. Reglur um samskipti, funda- og matarhald eru því afar formlegar og þérar Jóhann- es því vinnuveitendurna, utan einn sem bauð honum að þúa sig. „Mér fannst þetta rosalega skrýtið fyrst, allar hefðirnar og snobbið. Bara það hvað það er mikið til af efnuðu fólki og hvað það hefur mikinn áhuga á því sem við erum að gera,“ segir Jó- hannes og varla nema von því himinn og haf hljóta að skilja að þann heim sem hann nú starfar í og þann sem hann var hluti af um árabil, sjó- mennsku á togara. Jóhannes var á sjó frá unglings- aldri en segist hafa langað til að verða matreiðslumaður þegar hann horfði á matreiðsluþætti í sjónvarpi. „Vinnubrögðin heilluðu mig og ég fór að láta mig dreyma um að læra matreiðslu. Ég lét hins vegar elda- mennsku til sjós alveg vera enda dauðhræddur við viðbrögð félag- anna hefði mér orðið á í messunni. Ég hafði heyrt að hægt væri að lifa ágætu lífi sem námsmaður í Dan- mörku og þar sem ég var kominn með konu og barn, létum við slag standa og fluttum út, þegar ég var 22 ára. Ég skildi varla orð en þetta hafðist á hörkunni.“ Jóhannes fékk inni sem lærlingur á Divan 2 sem er virðulegur veit- ingastaður í Tívolí og útskrifaðist með næsthæstu einkunn skólans. Með slíkt próf upp á vasann var leið- in greið og hann var ráðinn til starfa á Sjólyst. Þar þurfa matreiðslumennirnir ekki að horfa í aurinn þegar keypt er inn, þeim er uppálagt að elda úr því besta. „Þessi staður er ekki rekinn til þess að hagnast á honum, hann á að standa á sléttu. Þetta er vafalaust fínasti veislustaðurinn í Danmörku, enda segir verðið alla söguna, kostn- aður á mann í mat fer ekki undir 10.000 kr. ísl. og oft upp í 25.000.“ Auk funda „bræðranna“ eru haldnar opinberar veislur, t.d. konungsveisl- ur, svo og aðrar, fyrir hvern þann sem getur borgað fyrir brúsann. Þá er Sjólyst nú opið almenningi eitt kvöld í mánuði, sem er tilraun til að kynna fólki staðinn og hina klassísku matargerð hans. Winding er þekktur fyrir sígilda matreiðslu í hæsta gæðaflokki, Jó- hannes er yngri og gefnari fyrir til- raunir. Segir hann þá takast á í góðu, þar sem hann reyni að fá Winding til að prófa nýjungar og Winding tempri tilraunagleði sína. „Bræðurn- ir eru afar íhaldssamir og vita hvað þeir vilja og hann veit alveg ná- kvæmlega hvar mörkin liggja. Það þýðir til dæmis lítið að bjóða upp á fisk í aðalrétt, slíkt þykir full- djarflegt, þótt hann sé oft að finna á forréttalistanum. Lamb er hins veg- ar vinsæll réttur á Sjólyst, þrátt fyr- ir að lamb sé það allajafna ekki í Danmörku, enda mikið af lélegu lambakjöti í boði og matreiðslan geri kjötinu ekki alltaf greiða. „Þeir sem hafa ráð á því að borða gott lamba- kjöt gera það, og taka margir lamb fram yfir villibráð.“ Áhugi Jóhannesar á mat nær langt út fyrir vinnustaðinn, hann segist elda svo fremi sem hann er heima, en vinnudagurinn á Sjólyst er að jafnaði um 12 tímar. Uppáhalds- matinn á hann erfitt með að nefna, „segja ekki allir franska línan? Hún er orðin svo blönduð, núna er í raun hægt að tala um evrópskt eldhús. En ef ég á að velja, er það lambakjöt“. Þrátt fyrir alla þá möguleika sem í Danmörku liggja, er Jóhannes far- inn að ókyrrast. Ísland dregur hann til sín ekki síst vegna dætranna sem eru orðnar þrjár og foreldrarnir vilja gefa þeim möguleika á að alast upp á Íslandi. „Mér finnst líka spennandi að fara heim, það er mikill uppgang- ur í matreiðslunni, hún hefur öðlast meiri og meiri virðingu, ekki síst í matreiðslukeppni. Mest langar mig að starfa við a la carte-eldhús, ég er farinn að sakna þess.“ Eldað ofan í bræðurna Morgunblaðið/Urður Gunnarsdóttir Skotskífur klúbbmeðlima eru athyglisverð dæmi um strauma og stefnur í myndlist síðustu áratuga og árhundruða. Matreiðslumaðurinn Jó- hannes Thor Ævarsson er aðstoðaryfirkokkur á einum fínasta veitingastað Dan- merkur sem er rekinn af virðulegum einkaklúbbi. Urður Gunnarsdóttir hitti Jóhannes í Klampenborg. Jóhannes gefur lesendum sígildar uppskriftir úr eldhúsi Sjólystar; fisk í for- rétt, lamb í aðalrétt og créme brulee í eftirrétt. Sandhverfu-ravíolí með hvítum spergli í kampavínsfroðu Fyrir 5 2 sandhverfur u.þ.b. 1 kg 25 stk. ferskur hvítur spergill 1/2 l rjómi 10 skalottlaukar 1 sellerírót 1/2 fl. hvítvín 2 dl kampavín. 1 timíankvistur. 1 egg Flakið fiskinn og skerið roðið frá, skerið 10 ferkant- aða bita úr flökunum, og setjið afganginn af flökunum í matarvinnsluvél og blandið í eggi, salti og pipar og þynnið með 1 dl af rjóma. (Það þarf 200 gr fars í allt.) Stingið gat á ferhyrn- ingana frá hlið og fyllið með farsinu, og geymið í kæli þar til síðar. Sjóðið fiskibeinin (líka hausa og roð) með 8 skalott- laukum og helmingnum af sellerírótinni, látið malla í 20 mín. Síið öll bein frá. Saxið restina af lauknum og sell- eríinu og svissið í potti. Hell- ið hvítvíni, fiskisoði og tim- íani í og látið sjóða þar til 1⁄3 er eftir, setjið 3 dl rjóma í og sjóðið í 20 mín. Bragðbætið með salti og pipar. Blandið sósuna í blandara og og bætið 1 dl af létt- þeyttum rjóma og kampavín- inu í, rétt áður en hún er borin fram. Sjóðið spergilinn í léttsölt- uðu vatni í um 4 mín, setjið smurðan álpappír yfir fisk- inn og bakið i ofni við 125° C í 15–20 mín. og berið fram í djúpum diskum. Engin fiskibein gefa jafn- gott bragð í soð og sand- hverfubein. Lambatilbrigði með rauðbeðu tartar, sellerírótareggi og myrkilsveppa-glace Fyrir 5–6 1 kg lambahryggvöðvi (án fitu og sina) 1 úrbeinaður lambabógur 2 l lambasoð 200 g myrkilsveppir 1 stk. sellerírót 200 g rauðbeður 1 l mjólk 100 g smjör ferskt rósmarín. 8 hvítlauksrif 1 dl madeira eða púrtvín 1 dl balsamedik 50 g púðursykur 1 rauður chili Bindið bóginn saman í rúllu og brúnið á steikar- pönnu, setjið í eldfast mót með loki og hellið 1 lítra af labasoði yfir, þvoið og skræl- ið sellerírótina, geymið sjálfa rótina en leggið afskurðinn í formið ásamt rósmaríni og hvítlauknum. Steikið í ofni við 165° C í um það bil 1 klukkutíma og 15 mín. Brúnið hryggvöðvann á pönnu og kryddið með salti og pipar og steikið í ofni við 200° C um 15 mín (á við stór- an vöðva, annars skemmri tíma). Skerið sellerírótina í sneiðar og sjóðið í mjólkinni með salti þar til hún er meyr, hellið mjólkinni af. Merjið rótina gegnum sigti og hrærið 25 gr af köldu smjöri í. Skerið rauðbeðurnar í mjög smáa ferhyrninga og sjóðið með balsamediki og sykri þar til lögurinn er orð- inn þykkur, setjið þá chili í. Sjóðið lambasoðið þar til þriðjungur er eftir. Skolið sveppina mjög vandlega, ristið þá í potti. Hellið helm- ingnum af madeiranu yfir sveppina, svo lambasoðinu og sjóðið þar til þykkt. Hrærið afgangnum af köldu smjörinu í og bragðbætið með madeira. Appelsínu-„créme brulé“ með súkkulaði-möndluís Créme brulé fyrir 5 5 dl rjómi 150 g eggjarauður 115 g sykur safi úr 2 appelsínum rifinn börkur af 2 appelsínum (aðeins ysta lagið af berkinum) Rífið appelsínubörkinn og pressið safann úr appels- ínunum. Sjóðið 2 dl rjóma með berkinum og sykrinum í augnablik, til að fá meira bragð og kælið síðan. Hrær- ið allt saman og hellið í djúpa diska og bakið við 130° C í vatnsbaði í um 45 mín. eða þar til kremið er frekar stíft og kælið síðan. Best er að strá sykri yfir og brenna hann með litlum gasbrenn- ara. Einnig má bregða kreminu undir grill í ofni í stutta stund til að mynda sykurskorpu ofan á. Möndluís 1/2 l rjómi 5 eggjarauður 100 g sykur 50 g hvítt súkkulaði 100 gr möndluflögur Ristið möndlurnar á pönnu. Stráið helmingnum af sykrinum yfir og hrærið stöðugt, massinn á að verða ljósbrúnn. Hellið svo á bök- unarpappír. Þeytið eggjarauður og sykur og látið volga mönd- lukaramelluna þeytast með. Þeytið þar til stíft og ljóst. Bræðið súkkulaðið og bætið út í, svo þeytta rjóm- anum, sláið létt saman og frystið. Appelsínu-„créme brulé“ með súkkulaði-möndluís.Sandhverfu-ravíolí með hvítum spergli í kampavínsfroðu. Lambatilbrigði með rauðbeðutartar og myrkilsveppa-glace. Sígilt úr eldhúsi Sjólystar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.